Fréttablaðið - 05.10.2001, Page 13

Fréttablaðið - 05.10.2001, Page 13
AP/ CZAREK SOKOLOWSKI FÖSTUDACUR 5. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 13 FORSETINN OC VERÐANDI FORSÆT- ISRÁÐHERRA Aleksander Kwasniewski forseti (t.v.) af- hendir flokksbróður sinum, Leszek Miller, stjórnarmyndunarumboð. Báðir eru þeir fyrn/erandi félagar í pólska Kommúnista- flokknum. Formaður Vinstri-grænna: • • Ograndi lækkun há- tekjuskatts stjórnmál „Það eina sem maður getur tekið undir og er virkilega ánægður með er afnám skatta á húsaleigubætur," segir Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, um skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin hefur kynnt. „Það er mjög ögrandi að hækka frítekjumark fyrir þennan óveru- lega hátekjuskatt sem á að heita að hér sé í gildi en byrjar ekki að telja fyrr en komið er á fjórða hundrað þúsund hjá einstaklingi og á sjö- unda hundrað þúsund hjá hjónum. Hins vegar er ekki hróflað við skattleysismörkum. Með öðrum orðum: Skattbyrðin á að hvíla á herðum láglaunafólks. Fólk er að borga skatta af launum eða bótum alveg niður í 65 þúsund krónur. Þeir sjá enga ástæðu til að koma til móts við þetta fólk,“ segir Stein- grímur. Steingrímur segist hafa miklar efasemdir um réttmaeti skatta- lækkana á fyrirtæki. „Ég hef efa- semdir um að það sé góð ráðstöfun að lækka tekjuskattinn en hækka tryggingagjaldið á móti því það er flatur skattur sem ekki er afTomu- tengdur og leggst þyngst á þær greinar þar sem launakostnaður er hlutfallslega mikill. Það væri miklu nær að verja þessum pening- um til að styrkja nýsköpun og þró- un í atvinnulífinu," segir hann. ■ --4-- Sverrir Hermannsson: í cindstöðu við Seðlabanka stjórnmál „Það er auðvitað allt gott að segja um skattalækkanir í sjál- fu sér þó mér finnist að þeir hafi átt að byrja á einhverju öðru en að hækka frítekjutekjumark hálauna- manna. Auðvitað er allt gott að segja um skattalækkanir á húsa- leigubætur og fleiri bætur. Ákvörðun um skattalækkun núna gengur hins vegar þvert á baráttu Seðlabankans með háum vöxtum," segir Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins. Sverrir bendir á lækkun skatta sé þensluhvetjandi. „En Seðla- bankinn berst um á hæl og hnakka og beitir okurvöxtum gegn þensl- unni. Á þessum tímum þurfa menn að gá að afkomu ríkissjóð sem aldrei fyrr. En það er ekki von að menn sem vilja ekki játa þann háska sem framundan er bregði v\ð. Allt er málað ljósum litum og forsætisráðherrann heimtar að enginn skuggi falli á góðærið og stöðugleikann sem er rokinn út í veður og vind,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris er meginhluti skattalækkananna geymdur til ársins 2003 því þá eigi að gera þær að kosningabeitu. Hann telur hins vegar að þau áform falli um sjálf sig þar sem þau gangi í þveröfuga átt við baráttu Seðlabankans gegn þenslunni. ■ | STUTT | Bílvelta varð á Hafnavegi þeg- ar ökumaður missti vald á bifreið sinni í beygju sem þarna er í gær. Að sögn lögreglunnar í Keflavík skemmdist bifreiðin en ökumaður meiddist ekki. Þá datt erlendur ferðamaður á höfuðið við Krísuvík. Var konan flutt á sjúkrahúsið á Keflavík með heila- hristing. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur lögðu til á borg- arstjórnarfundi í gær að Orku- veita Reykjavíkur hætti við fyr- irhuguðu kaup á fyrirtækinu Tetralínu og hluta Landssímans í fyrirtækinu Stiklu. Hart var deilt um málefni Línu.Nets. RÚV greindi frá. Fjolskylduhelgi í Blómavali Allir krakkar fá túlipanalauk Bömin setja niður sinn eigin haustlauk og uppskera litríkt vor. Þessir glæsilegu páfagaukar eru frá hitabelti Ameríku, svokallaðir grænvængjaarar (Ara chloroptera). Þetta eru gáfaóir fuglar sem velja sér maka fyrir lífstíð. Þeir geta lært að tala og finnst gott aó boróa harðar hnetur og maískólfa. Grænvængjaarar geta orðið allt að 1 m á lengd og 100 ára gamlir. Hvaó eigum ' við aó heita? Við erum komnir í Blómaval og þar finnst okkur gott að vera. Það eina sem okkur vantar eru falleg nöfn. Ef þú hjálpar okkur við aó finna nöfn þá færðu ókeypis ís. Upplýsingasími 5800500 Blómaverslun á netinu www.blomaval.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.