Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDACUR Japönsk viðskiptaráðstefna! Japönsk viðskiptaráðstefna verður haldin á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 5. október, og hefstkl. 14.00. Hér gefst kjörið tækifæri fyrir þá aðila, sem stunda eða hyggja á viðskipti við Japan, til að efla hagnýta þekkingu sína og fá svör við mikilvægum spumingum. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Utanríkisráðuneytisins, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, Sendiráðs Japans og JETRO (Japanska útflutningsráðsins). DAGSKRÁ Stjómarmyndun í Póllandi: Miller kominn með umboð Ólöglegar veiðar: 400 þúsund í dómssátt sjávarútvecur Skipstjóri togarans Þorsteins EA gekkst í gær undir dómssátt eftir að hafa verið stað- inn að ólöglegum veiðum á Hala- miðum út af Vestfjörðum í gær- morgun. Ekki var búið að gefa út veiðileyfi fyrir þær veiðar sem togarinn var á og var honum því vísað til hafnar á ísafirði þar sem málið var rannsakað, ákæra gefin út og réttað í málinu. Skipstjórinn gekkst undir að greiða 400.000 krónur í viðurlög fyrir brotið og hélt togarinn aftur út til veiða að því loknu. ■ varsjá. ap Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, fól í gær Leszek Miller að mynda ríkisstjórn. Flokk- ur Millers, Lýðræðislega vinstri- bandalagið, vann stórsigur í þing- kosningunum í Póllandi þann 23. september. Flokkurinn fékk 41% at- kvæða, sem er þrisvar sinnum meira en nokkur annar flokkur hlaut úr kosningunum. Lýðræðislega vinstribandalagið skortir 15 þingsæti upp á að hafa meirihluta á þingi, en á í viðræðum við Bændaflokkinn um stjórnar- samstarf. Óvíst er hvort flokkarnir tveir myndi samsteypustjórn, því samstarf þeirra á árunum 1993-97 gekk brösuglega, ekki síst vegna ágreinings um Evrópusambandið. Hvort af samstarfi verður ætti þó að skýrast á morgun, laugardag. Kwasniewski hefur kallað sam- an þing þann 19. október næst- komandi. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefur Miller 14 daga frest frá því þingið kemur saman til þess að kynna ráðherralista sinn. ■ 14:00 Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, setur ráðstefnuna 14:10 Masao Kawai, sendiherra Japans á Islandi, flytur erindi 14:20 Koji Kuwahara, yfirráðgjafi JETRO (Japanska útflutningsráðsins) flytur erindi og svarar fyrirspumum 15:00 Kaffihlé 15:15 Auðun Georg Ólafsson, markaðsstjórí Marelsfyrir Asíu, fjallar um reynsluna af viðskiptum við Japani og svarar fyrirspumum 15:30 Kazuhiko Shimoyama, yfirmaður hjá Þróunarhanka Japans í London, flytur erindi og svarar fyrirspumum 16:00 Yutaka Kawahara, yfirmaður JETRO skrifstofunnar í Osló flytur erindi og svarar fyrirspumum 16:15-17:00 Einkaviðtöl. Sérfrœðingarnir svara sértœkum spurningum og veita faglega ráðgjöf Óskir um þátttöku og einkaviðtöl tilkynnist vinsamlega til Amdísar Amardóttur hjá VUR í síma 560 9930 fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 4. okt. Vinsamlega athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. VUR www.vur.is Skattstofn margra fyrir- tækja mun hækka Áhrif afnáms verðbólgureikningsskila. Skuldug fyrirtæki fá lakari reikningslega rekstrarafkomu. Bitnar illa á sjávarútvegsfyrirtækjum. skattamál Árni Harðarson, yfirmað- ur skatta- og lögfræðideildar Deloitte & Touche, segir að fyrir- tæki sem eru mjög skuldug fái lak- ari rekstrarafkomu en ella við af- nám verðbólgureikningsskilanna. „Það má segja að um sé að ræða þrjú meginákvæði í skattalögun- um,“ segir Árni. „Fyrst ber að nefna ákvæði um að tekjur eða gjöld, ...... vegna verðbreyt- inga, séu færð, eftir þvi hvort skuldir eða eignir eru já- kvæðar eða nei- kvæðar.“ Með þessu sé átt við að fyrirtæki, sem eru mjög skuldug fái yfirleitt tekju- færslu. Ef ákvæðið verðbólgureikn- ingsskil er afnumið, Fyrirtæki sem eru sterk eignalega hafa verið með frá- drátt vegna verðbreytinga- færslunnar. Þau fá því betri rekstrar- afkomu. — þá leiðir það til verri rekstraraf- komu.“ Fyrirtæki sem eru sterk eignalega hafa verið með frádrátt vegna verðbreytingafærslunnar. Þau fá því betri rekstrarafkomu. „Við höfum tekið þetta saman. Sam- kvæmt því sýnist okkur að það verði eingöngu bankarnir sem fái betri rekstrarafkomu við afnám verðbólgureikningsskila," segir Árni. „Sjávarútvegsfyrirtækin koma mjög illa út, vegna þess að þau hafa verið með tekjufærslu vegna leiðréttingarinnar. Sú tekju- færsla fellur nú út og gerir þeim SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKI Munu koma illa út vegna afnám verðbólgureikningsskila. Rekstrarafkoma banka verður betri. ÁRNIHARÐAR- SON Skattstofn hækkar hjá þeim sem hafa fengið tekjufærslu vegna verðbreytinga. ókleift að færa verðbreytingará- hrifin til tekna. Það leiðir til þess að af- koma þeirra verður verri.“ Að sögn Árna getur afnám verðbólgureikn- ingsskila einnig leitt til þess að skattstofn fyrir- tækja hækki, því stofnverð er ekki uppreiknað. Sam- hliða því verður fyrning eigna reiknuð af lægri fjárhæð, þar sem að verð eigna er ekki uppreiknað. „Margir telja að hækka eigi fyriningarhlutfallið, sem mótvægi við þetta, því lægri fyrning þýðir raunverulega hærri skattstofn," segir Árni. I-Iann segir að öruggt sé að hjá mörgum fyrir- tækjum muni skattstofninn hækka vegna afnáms verðbólgureiknings- skilanna, þótt skattaprósentan lækki. Skattstofninn muni aðallega hækka hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið tekjufærslu vegna verð- breytinganna og hjá þeim fyrir- tækjum sem eru með miklar eignir sem þau hafa verið að fyrna. arndis@frettabladid.is Risabíó leyft í Spönginni 960 sæta kvikmyndahús Sambíóanna í Grafarvogi samþykkt í skipulags- °g byggingarnefnd. Ibúar óttast ónæði af kvikmyndahúsinu. skipulacsmál Nýtt 960 sæta kvik- myndahús sem Sambíóin hyggjast reisa í Spönginni í Grafarvogi hefur verið samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur. í byggingunni sem hýsa á nýja kvikmyndahúsið er einnig gert ráð fyrir veitingasölu og bankaútibúi og hugsanlegt er að þar verði einnig geisladiskaverslun. Möguleiki er á að tveir veitingastaðir verði í hús- inu, jafnvel með bílalúgu sam- kvæmt hugmyndum hönnuðar húss- ins, Teiknistofu Halldórs Guð- mundssonar. Sjálft húsið verður 3850 fermetr- ar og þrjár hæðir. Kvikmyndasalir verða fjórir með alls um 960 sætum eins og áður segir. Mótmæli vegna kvikmyndahúss- ins bárust í einu bréfi frá 54 íbúum í nágrenninu. Þeir töldu augljóst að gert væri ráð fyrir allt of fáum bíla- stæðum við húsið, en samkvæmt til- lögu eiga þau að vera 170 talsins. Það töldu íbúarnir alltof lítið fyrir byggingu sem hýsir alla þá starf- semi sem að framan er getið og ótt- uðust að viðskiptainir fyrirtækj- anna í húsinu muni leggja bílum sín- um í bílastæðum íbúanna. Þeir BÍÓLÓÐIN í SPÖNGINNI l'búar við Dísarborg óttast að bílljós kvik- myndahúsagesta muni lýsa upp svefnher- bergisglugga þeirra fram yfir miðnætti. bentu á að kvikmyndahúsið gæti samnýtt bílastæði með nálægri verslunarmiðstöð og hefur verið tekið tillit til þeirrar ábendingar. Þá óttuðust nágrannarnir að börnum þeirra myndi stafa hætta af stóraukinni umferð um svæðið og annað ónæði af kvikmyndahúsinu: „Hvergi annars staðar hér í borg getum við fundið dæmi þess að inn- keyrsla inn á 170 bíla bílastæði þar sem gera má ráð fyrir umferð fram yfir miðnætti sé staðsett örfáa metra frá svefnherbergisgluggum. Augljóst er að slík skipulagsmistök myndu valda íbúum í Dísaborgum og Álfaborgum miklu ónæði, bæði vegna hávaða þegar kvikmyndahús- ið tæmist og ekki síður vegna þess að ökuljós hverrar einustu bifreiðar sem út af þessu bílastæði ekur munu lýsa beint inn um gluggana á jarðhæð hússins að Dísaborgum 4,“ sögðu íbúarnir. Komið hefur verið til móts við íbúana að því leyti að innkeyrslan hefur verið færð til og gönguleiðum yfir aðliggjandi um- ferðargötu, Móagötu, hefur verið fækkað í öryggisskyni. Hins vegar er ekki sagt hægt að færa kvik- myndahúsið austar og fjær byggð- inni, eins og íbúarnir óskuðu, því þar er frátekin lóð fyrir kirkju. Málið nú verið sent til afgreiðslu í borgarráði. gar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.