Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 14
FRETTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDAGUR KNATTSPYRNA Þjálfaramál: Willum Þór ráðinn þjálfari KR Landsleikir íslands og Danmerkur HM 2000: Ísland-Danmörk 1-2 VL 1991: Ísland-Danmörk 0-0 VL 1998: Danmörk-lsland 1-0 VL 1981: Danmörk-ísland 3-0 VL 1978: Ísland-Danmörk 0-0 VL 1974: Danmörk-ísland 2-1 VL 1972: Island-Danmörk 2-5 VL 1970: Ísland-Danmörk 0-0 VL 1967: Danmörk-ísland 14-2 VL 1965: Ísland-Danmörk 1-3 ÓL 1959: Danmörk-ísland 1-1 ÓL 1959: Ísland-Danmörk 2-4 VL 1957: fsland-Danmörk 2-6 VL 1955: Ísland-Danmörk 0-4 VL 1953: Danmörk-lsland 4-0 VL 1949: Danmörk-ísland 5-1 VL 1946: Ísland-Danmörk 0-3 HM: Undankeppni Heimsmeistara keppninnar VL: Vináttulandsleikur ÓL: Undankeppni fyrir Ólympíuleika KNflTTSPYRNA Willum Þór Þórsson, þjálfari Hauka og fyrrum leik- maður KR, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks KR til næstu 5 ára, en hann hefur störf 1. nóvember. Að sögn Jónasar Krist- inssonar, formanns stjórnar KR- Sport, voru nokkrir þjálfarar í sigtinu, en hann sagði að menn væru mjög ánægðir með að samn- ingar hefðu tekist við Willum Þór, sem þekkti vel til hjá KR. „Við teljum að framganga Will- ums á knattspyrnuvellinum fyrir KR á sínum tíma og þjálfarastörf hans undanfarin ár séu vel til þess fallin að hann taki við KR-liðinu,“ sagði Jónas. Varðandi hugsanlegar breyt- ingar á leikmannahópi KR sagði Jónas að menn væru ekki farnir að velta þeim málum fyrir sér, enda væri tímabilinu nýlokið. KR-ingar hafa verið duglegir við að skipta um þjálfara síðustu mánuði því á miðju sumri sagði Pétur Pétursson upp störfum og David Winnie, fyrrum leikmaður og aðstoðarmaður Péturs, tók við liðinu og stjórnaði því út tímabil- KR-INGUR Willum Þór Þórsson skrifaði í gær undir 5 ára samning við KR. ið. Jónas sagðist ekki vita hvað David Winnie hygðist taka sér fyrir hendur. Willum Þór hefur nokkra reynslu af þjálfarastörf- um en hann þjálfaði Þrótt um tíma og síðan Hauka, sem hann kom upp í 1. deild í sumar. ■ 1. deild: Stjarnan sigraði HANDKNflTTLEiKUR Stjarnan sigraði IBV 27-25 í Vestmannaeyjum í gærkvöld og komst þar með í 6. sæti deildarinnar. 1. DEILP KARLA Lið L u T Mörk Stig Valur 3 3 0 89:67 6 Haukar 3 3 0 91:73 6 Grótta KR 3 3 0 76:65 6 Þór 3 2 1 85:80 4 Stjarnan 3 2 1 78:75 4 UMFA 3 1 1 63:62 3 ÍR 2 1 1 39:42 2 FH 3 1 2 75:79 2 ÍBV 3 1 2 82:92 2 Selfoss 3 1 2 78:91 2 KA 3 O 2 77:80 1 Fram 3 O 2 61:64 1 HK 3 0 2 81:88 1 Vikingur 2 0 2 43:60 O 7AFFI RE Y ivJAVÍ K Vesturgötu 2, sími 551 8900 Oljóst með byrjunarliðin: Michaelsen í liðið fyrir Gronkjær knattspyrna Ekki er ljóst hvenær Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari íslands og Morten Olsen, landsliðs- þjálfari Danmerkur tilkynna byrj- unarlið sín. Líklega verður það gert en þó er það ekki víst og í gærkvöld; sagði Halldór B. Jónsson, varafor- maður KSÍ, að vel gæti farið svo að íslenska liðið yrði ekki tilkynnt fyrr en á morgun. Helsti höfuðverkur Atla snýr að vali miðvallarleikmanna því nú eru Brynjar Björn Gunnarsson og Rún- ar Kristinsson báðir til í slaginn eft- ir að hafa átt í meiðslum. Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Grétarsson og Pétur Marteinsson hafa staðið sig vel í síðustu leikjum og því á Atli erfitt val fyrir höndum. Búast má við einhverjum breyt- ingum á danska hópnum þar sem Jesper Grpnkjær er frá í nokkra mánuði vegna meiðsla og einnig eiga Jon Dahl Tomasson, leikmaður Feyenoord og Marc Nygaard hjá Roda við smávægileg meiðsli að JAN MICHAELSEN Michaelsen hefur staðið sig mjög vel með Panathinaikos í Meistaradeildinni. stríða. Danskir fjölmiðlar telja mjög líklegt að Jan Michaelsen, sem hefur staðið sig mjög vel með Panathinaikos í grísku deildinni og Meistaradeild Evrópu, taki sæti Grpnkjær á hægri kantinum og þá telja þeir einnig næsta víst að Thomas Gravesen, leikmaður Ev- erton, verði í byrjunarliðinu. ■ „Danir spila Suður- Evrópskan bolta“ íslendingar mæta Dönum í Parken á morgun. Leikurinn skiptir litlu fyrir íslenska liðið en lykil- máli fyrir það danska. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari segir góða stemmNingu í hópnum og að liðið fari í leikinn með sigur í huga. knattspyrna íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í þrið- ja riðli í undankeppni HM 2002, í Parken í Kaupmannahöfn, á morgun klukkan 18. Atli Eðvalds- son landsliðsþjálfari segir stemmninguna í íslenska hópnum vera góða eins og alltaf. „Það er búið að rigna mikið og ATLl EÐVALDSSON vellirnir eru þungir og blautir," sagði Atli. „En það eru allir heilir eins og hægt er að kalla en við erum að fara yfir stöðuna." Atli sagði að honum litist vel á leikinn. „Þetta er sá leikur sem við erum búnir að hlakka mest til að spila. Danirnir eru jú efstir í riðl- inum, með sterkasta liðið þannig að þetta er ákveðinn lærdómur og það verður gaman að spila við þá.“ Hjá danska landsliðinu eiga nokkrir lykilmenn við meiðsli að stríða. Jesper Grönkjær, leik- maður Chelsea, og Per Frandsen, samherji Guðna Bergssonar hjá Bolton, eru báðir meiddir. Atli segir það breyta litlu fyrir danska liðið. „Þeir eru með gífurlega góða leikmenn, hraða og tekníska. Þeir eru með betri Evrópuþjóðum og spila svona Suður-Evrópskan bolta. Ef við lítum á okkar hóp þá er Ríkharður Daðason meiddur, Rúnar Kristinsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru meiddir. Ég held að það sé meiri blóðtaka fyrir okkur en ef það væru fimm eða sex meiddir hjá þeim.“ Byrjunarlið Islands verður líklega tilkynnt seinni partinn í dag. „Maður veit aldrei fyrr en á síðust stundu hvernig menn eru stemmdir, hvort þeir finna sig og þess háttar," segir Atli um byrj- unarliðið en útilokar ekki að Rún- ar Kristinsson komi á ný inn í lið- ið. Möguleikar íslenska landsliðs- ÁFRAM ÍSLAND! Danir lögðu Islendinga að velli á Laugardalsvellinum í fyrra með tveimur mörkum gegn einu. Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í þeim leik en hann er nýstiginn upp úr meiðslum. ins á sæti í lokakeppninni í Suð- ur-Kóreu og Japan eru úti. Sama hvernig leikurinn fer endar liðið í fjórða sæti. Danir sitja hinsveg- ar í efsta sæti riðilsins með nítján stig, tveimur stigum meira en Tékkar og Búlgarar sem eru í öðru og þriðja sæti. Þeir geta tryggt sér sæti í lokakeppninni í Suður-Kóreu og Japan með sigri á morgun og skiptir leikurinn því sköpum fyrir liðið. Ef Danir lenda í öðru sæti í riðlinum þurfa þeir að fara í umspil um laust sæti. Atli segist vilja sjá Dani í loka- keppninni en mun íslenska liðið gefa eftir til að koma frændum okkar að? „Ég óska þess innilega að Dan- irnir komist áfram eftir að þeir hafa spilað við Belga eða Skota í umspili. Það er mín ósk.“ Stefnir ísland þá að sigri á morgun? „Það er aldrei hægt að fara út í keppni nema ætla sér sigur og við munum allavega gera þeim lífið leitt og nota okkar möguleika. Ef við fáum færi á að sigra ntunum við nýta okkur það. En það verður bara að koma í ljós. Stemmningin er hinsvegar alltaf þannig að við höfum trú á sigri þar til dómarinn flautar leikinn af.“ kristjan@frettabladid.is Ymislegt Flugslysið Skerjafirði. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi sím- ans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 -1.000,- kr Sími 907 2008 - 2.500,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. erno. 1175-05-409940 Pétur Yngvi Gunn^^s^^^fgfffíðl 2? 562 4866 Tek að mér 822 4865 smiði ýmis konar petyng@isi.is prentgripa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.