Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDACUR SPURNINC DACSINS Hvernig fer landsleikur íslands og Dana á morgun? „Ég held að hann fari 1 - 0 fyrir island." R Þórir Theódórsson, kvikmyndagerðarmaður Jöfnunarsjóður sveitaríelaga: 2,3 mill- jarðar til grunnskóla SVEITARFÉlöc Búið er að endur- skoða útreikninga almennra jöfn- unarframlaga til sveitarfélaga vegna kostnaðar við rekstur grunnskóla á þessu ári en greiðsl- ur framlagsins á árinu hafa fram til þessa byggt á bráðabirgðaáætl- un. Áætlað er að 2,3 milljörðum króna verði varið í almenn grunn- skólaframlög en það kann að breytast í árslok þegar ljóst verð- ur hverjar áætlaðar tekjur Jöfn- unarsjóðs verða af hlutdeild í staðgreiðslu sveitarfélaga. ■ HÆSTU FRAMLÖC ÚR iÖFNUNARSJÓÐI Hafnarfjörður 190.576.005 Akureyri 131.181.013 Skagafjörður 78.708.282 Kópavogur 75.049.842 Reykjanesbær 73.310.083 Hornafjörður 71.404.220 Árborg 64.840.547 Akranes 58.625.643 Mosfellsbær 51.928.142 fsafjörður 51.533.550 ---♦-- Stolið á írlandi: Tvö tonn af osti belfast. ap Lögreglan á írlandi leitar nú ákaft að tveimur tonnum af osti, nánar tiltekið Ulster Cheddar osti, sem stolið var úr mjólkurbúi í Dungannon á mið- vikudaginn. Lögreglan segir að þýfið sé meira en fimm þúsund punda virði, eða jafnvirði um hálfrar milljónar króna. Almenn- ingur var hvattur til þess að láta lögregluna vita hið snarasta ef einhver væri að bjóða til sölu mik- ið magn af osti. ■ Kosningar á Italíu: Auka á völd héraðanna róm. ap ítalskir stjórnmálamenn hafa í meira en áratug deila um það hvort breyta eigi stjórnskipan landsins með þeim hætti, að völd verði færð frá ríkisstjórninni til héraðanna. Á sunnudaginn fá ítalskir kjósendur loks að gefa sitt álit í fyrstu stjórnlagakosningum landsins frá því 1946. Þeir eiga að greiða atkvæði með eða á móti lögum, sem samþykkt voru á þingi í mars síðastliðnum, en þá hafði hægri stjórn Silvio Berlusconis ekki tekið við völdum. Samkvæmt lögunum eiga 20 héruð á Ítalíu að fá í sínar hendur umráð yfir öllum málaflokkum, sem ekki verða á hendi ríkisins. Ríkið á að hafa áfram umráð yfir lögreglumálum, varnarmálum, fjármálum og utanríkisstefnu. Héruðin fá hins vegar aukin völd um skattamál, menntamál og um- hverfismál. Vinstri- og miðjuflokkar á þingi, sem fóru með stjórn landsins þegar lögin voru samþykkt, hvetja fólk til að greiða atkvæði með þeim. For- BERLUSCONI A MÓTI Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, finnst stjórnarskárbreytingin ekki ganga nógu langt og hefur hvatt kjósendur til að fella hana. sætisráðherrann og fylgismenn hans hvetja fólk hins vegar til að hafna þeim, á þeim forsendum að þau gangi ekki nógu langt. ■ Ráðningar Jórvíkur: Engin afskipti atvinnumál Flugmálastjórn mun ekki skipta sér af málefnum Jór- víkur og flugmanna sem félagið er sagt ráða með þeim skilyrðum að þeir segi sig úr Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og vinni launa- laust fyrir félagið gegn því að fá reynslu í flugi á tveggja hreyfla flugvélum. Heimir Már Péturs- son, upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar, segir að svo framarlega sem mennirnir hafi réttindi til að fljúga þeim flugvélum sem um ræðir í atvinnuskyni þá muni Flugmálastjórn ekki gera athuga- semdir við þetta. ■ Þrír flugræningjanna tengdir bin Laden Engar efasemdir, segir Tony Blair, sem kynnti breska þinginu sannanir gegn bin Laden og samtökum hans í gær. LONDON. ap Breska þingið kom sam- an í gær til aukafundar þar sem Tony Blair forsætisráðherra skýrði frá þeim sönnunargögnum sem Bandaríkin hafa sýnt honum um að- ild Osama bin Ladens að hryðju- verkunum í Bandaríkjunum. „Við höfum nákvæmlega engar efasemdir um að bin Laden og sam- tök hans báru ábyrgð á árásunum þann 11. september," sagði Blair. Hann sagði staðfest, að í það minnsta þrír af flugræningjunum nítján, sem voru um borð í flugvél- unum fjórum sem rænt var þann 11. september, séu samstarfsmenn bin Ladens. Sömuleiðis sé vitað að einn þessara þriggja manna hafi gegnt lykilhlutverki í sprengju- árásunum á sendiráð Bandaríkj- anna í Kenía og Tansaníu og árásin- ni á bandaríska herskipið USS Cole. „Frá því árásimar áttu sér stað höfum við fengið eftirfarandi upp- lýsingar: Skömmu fyrir 11. septem- ber sagði bin Laden samstarfs- mönnum sínum að hann væri með meiriháttar aðgerð gegn Banda- ríkjunum í undirbúningi; allmargir einstaklingar voru varaðir við því að snúa aftur til Afganistan vegna aðgerða sem yrðu þann 11. septem- ber eða nálægt þeim degi; og, það sem mikilvægast er, einn af nán- ustu liðsforingjum bin Ladens hef- ur sagt hreint út að hann hafi að- stoðað við að skipuleggja árásirnar þann 11. september og hann hefur viðurkennt tengsl við al-Qaida sam- tökin. Til eru aðrar upplýsingar sem við getum ekki skýrt frá, en sýna með enn beinari hætti fram á sekt,“ sagði Tony Blair í morgun. í ljósi þessara sannana, sagði Blair, er ljóst að hverju stefna skal. „Við verðum að draga bin Laden og aðra leiðtoga al-Qaida fyrir dóm réttvísinnar og útrýma þeirri hryðjuverkaógn sem af þeim sta- far. Og við verðum að tryggja að Afganistan hætti að veita alþjóðleg- um hryðjuverkamönnum skjól og stuðning." Hann sagði gögnin einnig sýna ótvírætt að talibanastjórnin og bin Laden vinni náið saman. Bin Laden hafi veitt talibönum bæði fjármagn og hernaðaraðstoð, en talibanar hafi á móti veitt honum skjól. Jafnframt sagði hann, að ef tali- banastjórnin í Afganistan lúti ekki þessu markmiði, „þá verðum við að gera breytingar á þeirri stjórn til að tryggja að tengls Afganistans við alþjóðlega hryðjuverkastarf- semi rofni.“ ■ PATREKSFIÖRÐUR Fólk á staðnum vill vinna gegn ólátum tengdum unglingadrykkju. Patreksfjörður: Fundur vegna óláta fundur Borgarafundur á vegum sýslumannsins á Patreksfirði og bæjarstjórnar Vesturbyggðar var haldinn í gær á Patreksfirði í kjöl- far skrílslæta er urðu í bænum síðustu helgi. Þá fór hópur fram- haldsskólanema um bæinn og unnu skemmdarverk á umferðar- merkjum og brutu bflrúðu. Óljóst er með framvindu mála en það er í rannsókn. Að sögn Þórólfs Halldórssonar, sýslumanns á Patreksfirði, var fundurinn fyrst og fremst haldinn til að fara yfir stöðu mála og finna út með jákvæðum hætti hvernig taka ætti á hlutunum. „Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því þegar menn ganga um með svona lát- um.“ Þórólfur sagði fólk líta þetta atvik misjöfnum augun og benti á að nálægðin í litlu bæjarfélagi væri talsvert meiri en á höfuð- borgarsvæðinu. ■ | STJÓRNMÁL | Landsfundur Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs verður haldinn í Reykjavík dag- ana 19. - 21. október n.k. Helstu verkefni fundarins verða mál- efnastarf með fjölbreytni sem meginþema, lagabreytingar í ljósi nýrrar kjördæmaskipunar, umfjöllun um flokksstarf og fé- lagslega uppbyggingu og áhersl- ur í sveitarstjórnarmálum. Gest- ur fundarins verður Kristin Hal- vorsen formaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi. Gróðrarstöðin & mmw ♦ Námskeið í Haustskreytingum Námskeið hefjast í október Einnig er hægt fyrir hópa að skrá sig á námskeið eftir samkomulagi. Innritun í veslun eða síma: 564 2480 Blómabúðin Birkihlíð Hús blómanna Dalvegi 32, 201 Kóp. Tillögur í níu liðum til að efla fiskvinnslu: Innlend vinnsla bjódi í gámafisk sjávarútvecur í skýrslu átta manna nefndar um framtíðarmöguleika fiskvinnslunnar eru lagðar fram tillögur í níu liðum til að efla fisk- vinnsluna og skilaði enginn nefnd- armanna séráliti. Þessar tillögur verða síðan til frekari umfjöllunar í sjávarútvegsráðuneytinu og er bú- ist við að þeim verði hrint í fram- kvæmd áður en langt um líður, ým- ist með laga-og reglugerðarbreyt- ingum eftir því sem þurfa þykir. Meðal annars er lagt til að afli verði ávallt í boði innanlands og m.a. með því að gefa innlendri vinnslu kost á að bjóða í gámafisk. Þá er lagt til að allur afli verði vigtaður hérlendis og að fiskvinnsl- ur fái kvóta og komið verði á fót fleiri landamærastöðvum til að auðvelda aðgang að hráefni á heimsmarkaði. Ennfremur eru gerðar tillögur sem miða að verð- FISKVINNSLA Miklir framtíðarmöguleikar eru taldir vera I fiskvinnslu mætaaukningu og nýsköpun og að starfshættir fiskmarkaða verði endurmetnir. Lagt er til að ráðist verði í átak til að kynna sjávarút- veginn í grunn- og framhaldsskól- um og stóraukin áhersla verði lögð á endurmenntun og símenntun. Þá leggur nefndin til að úrvinnsla gagna um sjávarútveg verði efld til muna. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.