Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.10.2001, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.10.2001, Qupperneq 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 5. október 2001 FÖSTUDAGUR ASÍ: Aukafundur í miðstjórn skattamál Miðstjórn ASÍ hefur verið kölluð saman til aukafundar n.k. mánudag vegna áforma ríkis- stjórnarinnar í skattamálum. Rannveig Sigurðardóttir hag- fræðingur sambandsins segir að obbinn af því sem ríkisstjórnin ætlar að gera muni ekki stuðla að því að draga úr verðbólgu né held- ur að lækkun vaxta. Hún bendir m.a. á að hluti af tekjuskattslækk- un fyrirtækja sé fjármagnaður með hækkun á tryggingagjaldinu. Hún segir að það sé mjög 'fátítt að miðstjórnin sé kölluð saman til aukafundar. ■ Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga: 1.325 milljónir vegna lækkunar fasteignaskatts sveitarfélög Félagsmálaráðherra hefur fallist á að úthlutað verði 1.325 milljónum króna úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga til sveitarfé- laga til að mæta tekjutapi sem þau verða fyrir vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Alls fá 117 sveitarfélög úthlutað fé úr sjóðn- um af þessum sökum. Mest fær Reykjanesbær, rúmar 97 milljón- ir, en minnst fær Skagahreppur, 234.000 krónur. Fimm sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu fá hins vegar ekkert en það eru Reykja- vík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og Seltjarnarnes. ■ HÆSTU FRAMLÖG ÚR JÖFNUNARSJÖÐI Reykjanesbær 97.025.158 Akureyri 96.300.922 Árborg 58369^090 Vestmannaeyjar 56.875.308 ísafjörður 56.548.309 Skagafjörður 54.702.752 1 Sandgerði 48.125.790 [ Fjarðabyggð 44.196.668 Akranes 39.440.733 Snæfellsbær 30.706.511 Krabbameinsfélagið með peningasöfnun: Leðurhanskar og bleik kirkja BRJÓSTAKRABBAMEIN Hallgríms- kirkjuturn verður lýstúr upp í bleikum lit yfir helgina, líkt og yfir 200 önnur mannvirki í 40 löndum. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykjavík, kveikti í gærkvöldi á kösturun- um, en lýsingin er í boði Orku- veitu Reykjavíkur. Uppákoman er liður í alþjóðlegu átaki vegna árvekni um brjóstakrabbamein. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, afhenti borgarstjóra leðurhanska með al- þjóðlegu merki átaksins, sem er bleik slaufa. Hanskar af því tagi verða til sölu á um 30 sölustöðum snyrtivörufyrirtækisins Estée Lauder og verður ágóðanum var- ið til brýnna verkefna sem valin verða í samráði við Krabba- meinsfélagið og Samhjálp kven- na. Hjá Krabbameinsfélaginu fengust upplýsingar um að í fyrra hafi verið boðin taska til sölu, en peningum hefur verið safnað með slíku sölustarfi und- anfarin ár. í mánuðinum eykur Krabba- meinsfélagið fræðslu um brjós- takrabba og hvetur konur til að nýta sér bóð leitarstöðvár félags- ins um röntgenmyndatöku. Sam- kvæmt nýjum útreikningum frá Krabbameinsskrá getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein fyrir 85 ára aldur, en erlendar rannsóknir benda til að með því að taka röntgenmyndir af brjóstum kvenna megi lækka um helming dánartíðni vegna krabbameins í brjóstum. ■ HALLGRÍMSKIRKJA Viðstaddar upplýsinguna í gær voru milli 30 og 40 konur sém fengið hafa brjóstakrabbamein. Hver skuldar hverjum cifsökunarbeiðni? Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingar deildu hart við umræður um Qárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Fjármálaráðherra taldi sig eiga inni afsökunarbeiðni. Formaður Frjálslyndra vill fresta umræðu um fjárlagafrumvörp í framtíðinni. fjárlöG Geir H. Haarde fjármála- ráðherra og Össur Skarphéðins- son tókust harkalega á við 1. um- ___4___ ræðu um fjárlaga- frumvarpið á Al- þingi í gær. Fjár- m á 1 a r á ð h e r r a sagði Össur skulda sér afsökunar- beiðni vegna orða í sinn stað en Össur sagði fjármálaráð- herra skulda skatt- greiðendum afsök- unarbeiðni. Geir sagði að Össur skuldaði sér (andsvörum sagði Geir að Össur hefði orðið sjálfum sér til fullkom- innar minn- kunnar með orðum sínum og aðdróttun- um í sinn garð. ...♦— afsökunarbeiðni fyrir að brigsla sér um falsanir, sviksemi og lög- brot vegna vinnu við gerð fjár- laga. Össur svaraði því hins vegar til að fjárlagafrumvarpið væri hrákasmíð, forsendur þess ótrú- verðugar og trú manna á því ekki meiri en svo að gripið hefði verið inn í gengismarkað til að koma í veg fyrir gengisfall. Frumvarpið væri þannig úr garði gert að at- vinnulífið væri mergsogið og því spurning hver skuldaði hverjum afsökunarbeiðni. í andsvörum sagði Geir að Öss- ur hefði orðið sjálfum sér til full- kominnar minnkunnar með orð- um sínum og aðdróttunum í sinn garð. Össur sagðist ekki minnast þess að hafa kallað Geir brota- mann. Hann hefði aðspurður svar- að því að fjárlagagerðin stangað- ist á við lög sem um þau giltu. Fjármálaráðherra sagði að ástæða þess að ekki hefði verið MÆLT FYRIR FJÁRLÖGUM Hart var tekist á í þingsal þegar fjárlaga- frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu. tekið mið af spá Þjóðhagsstofnun- ar við fjárlagagerðina væri sú að hún hefði ekki borist fyrr en of seint. Spá um eins prósent hag- vöxt hefði borist 4. september, 10. september hefði reiknilíkani ver- ið lokað og spá stofnunarinnar um 0,3% samdrátt ekki borist fyrr en 14. september. Ólafur Örn Haraldsson, for- maður fjárlaganefndar, sagði að þrátt fyrir að fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir myndarlegum af- gangi væri stór hluti þeirra vegna sölu eigna. Því væri brýnna en stundum áður að gæta þess að rík- isútgjöld fari ekki jafn mikið um- fram fjárlög og gerst hefði. Um- ræðan um fjárlögin varð Sverri Hermannssyni að umræðuefni og sagði hann að rétt væri að fresta umræðu um fjárlögin þar til eins og viku eftir að þau væru lögð fram svo menn hefðu tækifæri til að kynna sér frumvarpið til hlýtar áður en þeir færu að ræða það. binni@frettabladid.is PINGIÐ MINNIST HINNA LÁTNU 29 manns létust í sprengingunni í Toulouse föstudaginn 21. september. Hundruð manna slösuðust og fjölmargar byggingar í nágrenninu skemmdust. Sprengingin í Frakklandi: Grunur um hryðjuverk í efnaverksmiðjunni parís. ap Maður, sem franska lög- reglan vissi að aðhylltist íslamska bókstafstrú, fannst látinn í efna- verksmiðjunni í Toulouse í Frakk- landi eftir sprenginguna sem varð þar þann 21. september. Maður- inn, sem hét Hassan Jandoubi og var fæddur í Túnis, var klæddur „að hætti sjálfsmorðsárás- armanna," að því er franska dag- blaðið Le Figaro sagði í gær, en hins vegar var hann ekki að finna á opinberum lista frá stjórnvöld- um yfir þá sem létust í sprenging- unni. Enn hefur ekki verið fullyrt neitt um orsök sprengingarinnar, en yfirmaður rannsóknarinnar fullyrti í síðustu viku að hann væri „níutíu og níu prósent" viss um að sprengingin hafi ekki verið vísvitandi gerð af mannavöldum. Le Figaro segir að sama dag og sprengingin varð hafi maðurinn staðið í deilum við samstarfsmenn sína í verksmiðjunni, sem flögg- uðu bandaríska fánanum í samúð- arskyni vegna árásanna í Banda- ríkjunum þann 11. september. I viðtali við franska dagblaðið Le Parisienne, sagði einn þeirra sem vinna að rannsókn málsins, að fimm daga töf hafi orðið á því að leyfi fengist til að leita í íbúð mannsins. Þessi töf hafi spillt fyr- ir rannsókninni. „Það var búið að hreinsa allt út úr íbúðinni. Engin föt, engar ljós- myndir, ekkert," sagði rannsókn- armaðurinn. „Ef við hefðum feng- ið að vinna vinnuna okkar, þá ríkti e.t.v. ekki þessi óvissa." ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.