Fréttablaðið - 05.10.2001, Blaðsíða 18
f GEISLANUM
Hrafn Ásgeirsson,
áhugatónlistarmaður
Áhugaverð indversk
tablatónlist
„Ég er reyndar að hlusta á hann Zakir Hussa-
in. Þetta er gífuriega áhugaverð indversk
tablatónlist, bara svona til þess að kynnast
nýjum taktpælingum, ólíkum vestrænum." ■
r~
BORGARLEIKHÚSIÐ
STÓRA SVIÐÍÐ
KRISTNIHALD UNDIR JðKLI e. Halldór laxness
i leikgerð Sveins Bnarssonar
4. sýning I kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
5. sýning lau. 13. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
6. sýning sun. 14. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
7. sýning fim. 18. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
8. sýning fös. 19. okt. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
9. sýning lau. 27. okt. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
10. sýning sun. 28. okt: kl. 20 - N0KKUR SÆTI
MEO VlFIÐ ILÚKUNUM 6. Rav Coonev
Lau. 6. okt. kl. 20 - UPPSELT
Fös. 12. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau. 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fös. 26. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau. 3. nov. kl. 20 - LAUS SÆTI
MIÐASALA 568 8000
NÝJA SVIÐID
BEÐIÐ EFTIR G0D0T e. Samuel Bockett
Frumsýning Sun. 14. okt. kl 17:00 UPPSELT
2. sýn Lau. 20. okt kl 20:00 laus sæti
ÞRIDJA HÆÐIN
PlKUSÖGUR e. Eva Ensler
Ikvöld 4. okt. kl. 20 - UPPSELT
I kvöld kl. 20 - UPPSELT
Lau. 6. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Fim. 11. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau. 13. okt. kl. 20-LAUSSÆTI
Fim. 18. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI
LITLA SVIÐIÐ
ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab
Lau. 6. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fim.11.okt. kl. 20-LAUSSÆTI
Fös. 12. okt. 20 - LAUS SÆTI
ATH. AÐEiNS þessar sýningar
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu
opnar kl. 10 virka dag. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
Ævisögur:
Lífsreyndar
konur
bækur Bókaunnendur eiga von á
tveimur ævisögum frá Vöku-Helga-
felli fyrir jólin og eru konur í aðal-
hlutverki í þeim báðum. Fyrst ber
að telja ævisögu Diddú eftir
Súsönnu Svavarsdóttur. í henni seg-
ir Sigrún Hjálmtýsdóttir meðal ann-
ars frá skrautlegu æskuheimili
sínu, Spilverksárunum, söngnámi í
London og á Ítalíu og glæstum ferli
eftir að námi lauk. Ekki er við öðru
að búast en að ævisagan sé áhuga-
verð og skemmtileg lesning enda
Diddú landsþekkt fyrir létta lundu.
í hinni ræðir Anna Kristine
Magnúsdóttir við fimm konur sem
;nn:' .bRAf'lr. ?
5. október 2001 FÖSTUDAGUR
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR
Söng með Jose Carreras á dögunum sem
er hápunktur ferils hennar.
allar eiga að baki mikla lífsreynslu.
Þær eiga það sammerkt að hafa
ekki látið bugast af henni heldur
staðið sterkari eftir hana en áður.
Meðal viðmælenda eru Sirrý Geirs
sem ekki hefur talað opinberlega
um veru sína í glamúrheimi
Hollywood á sjöunda áratugnum,
Margrét Pálmadóttir kórstjóri og
Þuríður Billich. Anna Kristine er
þjóðkunn fyrir viðtöl sín meðal ann-
ars í þættinum Milli mjalta og
messu. ■
Verði ykkur að góðu
mmvmjm
- í aZZan október
ÞÓRUNN E. SVEINSDÓTTIR
Hefur unnið fyrir leikhús f hartnær tuttugu
ár og einnig gert búninga fyrir sjónvarp og
kvikmyndir. Þórunn er einnig kunnug fyrir
bútateppi sín, töskur og skart.
Sjónþing og sýning:
Bútasaums-
teppi og tónlist
GiBPUBtRO Sjónþing Þórunnar E.
Sveinsdóttur verður haldið í Menn-
ingarmiðstöðinni Gerðubergi á
morgun. Að því loknu verður opnuð
sýning á verkum listamannsins sem
ber heitið „Heimanmundur - vin-
samlega snertið...“. Á sjónþinginu
mun Þórunn greina frá ferli sínum
og sitja fyrir svörum. Stjómandi
þingsins er Halldóra Friðjónsdóttir
leikhúsfræðingur og spyrlar eru
Kjartan Ragnarsson leikstjóri og
Hildur Hákonardóttir vefari.
Notaður sumarfrakki af eigin-
manni, dúkur úr brúðkaupi eldri
dótturinnar, slitnir áletraðir hveiti-
pokar frá stríðsárunum, marglitar
tölur, bleik sokkabönd, svartur leð-
urhanski, drottningarflauel og
margt fleira er á meðal þess sem
Þórunn notar sem efnivið í lista-
verk sín.
Á sýningunni er að finna búta-
teppi sem Þórunn hefur unnið fyrir
nánustu fjölskyldu og vini. Teppin
eru ekki einungis fyrir augað held-
ur eru gestir hvattir til að snerta
efnin til að ná hámarks upplifun.
Sérstök „búta-tónlist“, sem samin er
af Jóni Halli Stefánssyni, mun hljó-
ma á sýningunni. ■
FYRIRLESTRAR______________________
13.00 Málþing um þjónustu við geð-
fatlaða utan stofnana í Norræna
húsinu. Allir áhugamenn um geð-
heilbrigði eru velkomnir og er að-
gangur ókeypis. Skráning fer fram
hjá Rauða krossi Islands í síma
570 4000. Málþinginu lýkur kl. 17
FUNDIR____________________________
14.00 Félag eldri borgara í Kópavogi
heldur félagsfund í Gullsmára 13.
MYNDLIST________________________
Marisa Navarro Arason Ijósmyndari er
með sýningu í Listamiðstöðinni
Straumi. Sýningin ber heitið Árstíðir og
helgast af þeim tíma árs sem myndirnar
eru teknar. Sýningin er opin laugardaga
og sunnudaga milli kl. 14:00 og 18:00
og stendur til 14. október.
Jón Valgard Jörgensen hefur opnað sína
fimmtu myndlistarsýningu í Félagsstarfi
Gerðubergs. Sýndar eru landslagsmyndir,
fantasiur, portrait teikningar og dýra-
myndir. Sýningin stendur til 9. nóvember.
Opnunartímar sýningarinnar: mán. - fös.
kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16.
Kristjáns Davíðsson hefur opnað sýn-
ingu á verkum sínum í gallerí i8. Sýn-
ingin stendur til 27. október. Opið
þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17.
Sýning á verkum Gísla Sigurðssonar
stendur yfir í Listasafni Kópavogs. Sýn-
ingin er opin daglega nema mánudaga
milli 11- 17.
Sýning á verkum Hjörleifs Sigurðsson-
ar listmálara stendur yfir í Listasafni
Kópavogs. Sýndar eru vatnslitamyndir
sem hvíla að mestu leyti á sérkennum
japönsku pappirsarkanna. Sýningin er
opin daglega nema mánudaga milli 11-
17.
Kristján Guðmundsson hefur opnað
einkasýningu i Listasafni Reykjavikur,
Kjarvalsstöðum. Sýningin er opin 10 -
17 alla daga nema miðvikudaga 10 - 19.
I Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
stendur nú yfir sýning á verkum eftir
Helga Gíslason myndhöggvara. Yfirskrift
sýningarinnar er Speglanir en Helgi sýn-
ir bæði bronsmyndir og úrval teikninga.
Myndefni Helga er einstaklingurinn í
rýminu. Sýningin er opin um helgar milli
14 - 17. Tekið er á móti hópum utan
opnunartimans samkvæmt nánari sam-
komulagi.
Sýningin Sjálfbær þróun stendur nú í
Nýlistasafninu. Sýningin er liður í átaks-
verkefni Nýlistasafnsins sem kennt er við
Grasrót og hefur að markmiði að kynna
verk efnilegra listamanna sem eru að
stíga sín fyrstu sjálfbæru þróunarskref á
sviði listarinnar. Sýningin er opin milli kl.
12 og 17 alla daga nema mánudaga.
Björg Örvar sýnir náttúrulífsmyndir í
sýningarsal verslunarinnar Álafoss, Ála-
fosshvos í Mosfellsbæ. Opið er virka
daga kl. 9 til 18 og laugardaga kl. 9 til
16 og stendur sýningin til 27. október.
FÖSTUDAGURINN
5. OKTÓBER
LEIKHUS
20.00 Vatns lífsins eftir Benóný Ægisson
frumsýnt á stóra sviði Þjóðleik-
hússins.
20.00 Hver er hræddur við Virginíu
Woolf eftir Edward Albee sýnt á
litla sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Vilji Emmu eftir David Hare sýnt á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
20.00 Englaböm eftir Hávar Sigurjónsson
sýnt f Hafnarfjarðaleikhúsinu.
20.00 Kristnihald undir jökli sýnt í
Borgarleikhúsinu.
TÓNLEIKAR___________________________
19:30 Fyrstu áskriftatónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar á starfsárinu í
gulu röðinni verða i Háskólabíói.
Á efnisskrá eru verk eftir Pjotr
Tsjajkovskíj. Einleikari á tónleik-
unum er Akiko Suwanai frá Jap-
an og hljómsveitarstjóri er banda-
ríkjamaðurinn Myron Romanul.
20.00 Föstudagsbræðingur á Geysi
Kakóbar, Hinu Húsinu v/lngólfs-
torg. Fram koma Andlát Snafu,
Fake disorder og Down to earth.
Aldurstakmark 16 ára.
22.00 Söngskemmtunin Ó Borg mín
Borg - óður til Reykjavíkur, með
Magnúsi Eiríkssyni, KK og Þor-
leifi Guðjónssyni, frumflutt á
Hótel Borg.
SAMKOMUR____________________________
10.00 Bókin Dagbækur háskólastúd-
enta kemur út og verður kynnt á
Landsbókasafni fslands - Há-
skólabókasafni. I bókinni lýsa
tæplega eitt hundarð stúdentar
daglegu lifi sínu í persónulegum
dagbókarfærslum sem Háskólaút-
gáfan gefur út á bók í tilefni af 90
ára afmæli Háskólans.
11.00 Afmælisdagskrá stúdenta lýkur
á léttum nótum. Uppákomur fyrir
framan Aðalbyggingu H.í. Dag-
skrá lýkur kl. 15.
15.00 Háskólahátíð i Háskólabíói með
þátttöku erlendra og innlendra
hátíðargesta. Páll Skúlason há-
skólarektor ávarpar hátíðargesti,
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra flytur hátíðarræðu, veitt-
ar verða viðurkenningar til starfs-
manna fyrir framúrskarandi árang-
ur í starfi, veittar verða heiðurs-
doktorsnafnbætur, flutt tónlist o.fl.
Saga ljósmyndunar á
Islandi frá upphafí
Um þessar mundir er að koma út viðamikið verk um sögu ljósmynd-
unar á Islandi eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur sagnfræðing. Allar
myndirnar í bókinni eru birtar óbreyttar og margar þeirra hafa ekki
birst áður.
bækur „Ég hef í raun verið að viða
að mér heimildum síðan 1980. Ég
skrifaði cand. mag. ritgerð að
hluta til um þetta efni í sagnfræði
við Háskólann árið 1984 þannig að
undirbúningurinn að bókinni er
mjög langur," segir Inga Lára
Baldvinsdóttir, höfundur bókar-
innar Ljósmyndarar á íslandi
1845 -1945, sem kemur út hjá JPV
útgáfu um þessar mundir. Bókin,
sem er alls á sjötta hundrað blað-
síður, er myndskreytt með hátt á
fimmta hundrað ljósmyndum sem
allar eru birtar óbreyttar í bók-
inni og í upprunalegum lit en
margar þeirra hafa ekki áður
birst á prenti.
„Það má segja að þetta sé tví-
skipt verk. Annars vegar eru í
bókinni yfirlitskaflar um sögu
ljósmyndunar á íslandi frá því
1845, þegar fyrst er vitað til þess
að menn hafi verið að fást við
þetta hér á landi, og fram yfir
seinna stríð," segir hún.
í bókinni er einnig að finna ít-
arlegt ljósmyndaratal.
„Þarna eru æviágrip rúmlega
130 sjálfstætt starfandi ljósmynd-
ara og rúmlega 60 annarra ljós-
myndara sem voru ekki í sjálf-
stæðum rekstri. Þarna eru líka
sýnishorn eftir sjálfstætt starf-
andi ijósmyndara eftir því sem
unnt var að afla þeirra,“ segir
hún.
Inga Lára studdist við heimild-
ir af ýmsu tagi og meðal annars
komu gömul dagblöð, ævisögur
og héraðsrit í góðar þarfir. Þá átti
hún viðtöl við fjölda fólks í tengsl-
um við efnið.
Aðspurð hvað reki sagnfræð-
ing út í að rita jafn ítarlegt verk
um sögu ljósmyndunar og raun
ber vitni segist Inga Lára hafa
fengið vinnu hjá Þjóðminjasafni
íslands að loknu námi í sögu og
fornleifafræði en þar er varðveitt
A LJOSMYNDA5TOFU
Pétur Brynjólfsson Ijósmyndari tók þessa mynd á Ijósmyndastofu sinni að Hverfisgötu
18. Konurnar þrjár á myndinni eru Jóhanna Pétursdóttir, Steinunn Thorsteinson og
Anna Jónsdóttir en þær lærðu og störfuðu hjá Pétri. Pétur rak stofu á Hverfisgötu á ár-
unum 1906 - 1915.
haf Ijósmyndunar á íslandi árið
1845?
„Það ár kom hingað franskur
steindafræðingur Alfred Des
Cloizeux sem tók elstu varð-
veittu ljósmyndir sem þekktar
voru á Islandi. Þær myndir eru
reyndar báðar teknar í Reykja-
vík þótt vitað sé að hann hafi tek-
ið myndir víðar á landinu,“ segir
Inga Lára.
Árið eftir sneri Helgi Sigurðs-
son, síðar prestur á Jörva og Mel-
um, aftur frá námi í Kaupmanna-
höfn. Helgi varð því fyrstur ís-
lendinga til að læra ljósmyndun,
að sögn Ingu Láru. Hún segist
hafa ákveðið að takmarka sig við
eina öld í ljósmyndun en bókinni
lýkur eftir seinni heimsstyrjöld
sem var mikið umbreytingarskeið
í sögu ljósmyndunar. Tilefni sé
því til að rita framhaldsverk en
um það vill höfundur engu lofa.
kristjangeir@frettabladid.is
LANGUR AÐDRAGANDI
Höfundur bókarinnar Ljósmyndarar á ís-
landi 1845 - 1945, Inga Lára Baldvinsdóttir
sagnfræðingur, segir aðdragandann að út-
gáfu verksins mjög langan.
eitt stærsta ljósmyndasafn lands-
ins. Starf hennar þar hafi verið
kveikjan að bókinni.
Hvað er það sem markar upp-