Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 10.10.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Áformaðar skattabreytingar: Búbót hjá hátekju- og eignafólki Kaupþing: Spámikilli verðbólgu efnahacsmál Greiningardeild Kaupþings spáir 0,6 prósent hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða sem samsvarar um 7,4% verðbólgu á ársgrundvelli. Á vef Kaupþings kemur fram að gangi spáin eftir hafi vísitalan hækkað um 8% síðustu 12 mánuði, en á sama tíma í fyrra hafi neyslu- verðsvísitalan hækkað um 1%. Spáin gerir ráð fyrir að hús- næðis- og eldseytisverð haldist óbreytt fatnaður hækki í verði. „Áð öllu óbreyttu en er ekki óvarlegt að áætla að verðbólga frá upphafi til loka árs verði um 8,5 prósent,“ 'segir í spánni. ■ skattamál Miðstjórn ASÍ telur að boðaðar skattabreytingar stjórn- valda muni einungis ná til há- tekjufólks og eignamanna á sama tíma og skattleysismörkum er haldið óbreyttum. Rannveig Sig: urðardóttir hagfræðingur ASÍ segir að með lækkun viðmiðunar- marka lækki skattur þeirra sem hafa tekjur yfir 320 þúsund krón- ur í mánaðarlaun í ár um 3 þúsund krónur á mánuði, eða 35 þúsund krónur á ári. Á næsta ári lækkar skatturinn um 3.600 krónur á mánuði, eða um 43 þúsund krónur á ári. í athugun hagdeildar ASÍ vegna tekna árið 2000 kemur m.a. fram að tæplega 7% greiða há- tekjuskatt, eða um 14 þúsund af þeim 214 þúsund sem gáfu þá upp tekjur til skatts. Sé einungis tekið mið af þeim sem greiða tekjuskatt umfram bætur þá eru þeir 156.600. Af þeim hópi greiða um 9,3% hátekjuskatt. ÁSI telur því að mikill minnihluti sem greiðir hátekjuskatt, öndvert við sjónar- mið stjórnvalda sem telja að há- tekjuskatturinn sé í raun orðinn millitekjuskattur. ■ RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR HAGFRÆÐINGUR ASÍ Stjórnvöld áforma að setja 600 milljónir króna til að lækka skatta á miklum minnihluta þjóðarinnar Seðlabanki íslands: Krónur fyrir 35 milljarða EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn greip inn í gengisþróunina með afger- andi hætti í fyrradag og keypti krónur fyrir 36 milljónir Banda- ríkjadala. Með aðgerðunum tókst að verja gengi krónunnar, en bankinn greip alls sex sinnum til þess ráðs að selja dollara og end- aði gengið í sömu stöðu og var í upphafi dags. í gær lækkaði gengið svo aftur um tæplega hálft prósent og stóð um miðjan dag í Í44,4 stigum og hafði Seðla- bankinn þá ekki gripið til frekari aðgerða.B FJÁRMÁLARÁÐHERRA Forsendur eignarskatta brustu þegar fjár- magnstekjuskattur var tekinn upp. Frumvarp fjármálaráð- nerra: Umfangs- mestu skatta- lækkanir alþinci Geir H. Haarde sagði skattalækkunarfrumvarp stjórn- valda vera einhverja umfangs- mestu skattalækkunaraðgerð sem gripið hefði verið til gagnvart ís- lensku atvinnulífi á þingi í gær. Geir sagði að það hefði sést á mörkuðum eftir að ríkisstjórnin kynnti fyrirætlanir sínar í þess- um málum að viðbrögð atvinnu- lífsins væru afar jákvæð enda væri frumvarpinu ætlað að styrk- ja stöðu íslenskra fyrirtækja auk þess sem skattar einstaídinga væru lækkaðir nokkuð. Össur Skarphéðinsson formað- ur Samfylkingar spurði hvort ekki hefði átt að veita einhverjum hluta skattalækkanana til þeirra tekjulægri fremur en að láta bróð- urpartinn renna til fyrirtækja. Sagði einnig að skoða þyrfti full- yrðingar ASÍ um að frumvarpið græfi undan forsendum kjara- samninga. Ögmundur Jónasson gagnrýndi að skattar á fyrirtæki væru lækkaðir en látið undir höf- uð leggjast að rétta hlut þeirra sem verst standa, öryrkja og aldr- aðra. Þessu hafnaði fjármálaráð- herra og sagði að í tvígang hefðu verið sett lög til að rétta hlut aldr- aðra og öryrkja. Slíkt kallaðist ekki að gera ekki neitt. ■ Þarf uppstokkun á barnaverndarkerfi Umboðsmadur barna segir frumvarp til nýrra barnaverndarlaga ganga alltof skammt. Gagnrýnir störf Barnaverndarstofu. Hefur engin við- brögð fengið frá félagsmálaráðherra við erindi sínu. Páll Pétursson segir frumvarpið taka á flestu sem þurfi. barnavernd „Þó maður vilji ekki vera mjög svartsýnn þá er fremur líklegt að eitthvað sé að heldur en að allt sé í himnalagi," segir Þór- hildur Líndal, umboðsmaður —«— barna, og á þar við tölfræði sem sýnir annarsvegar að úr- skurðum barna- verndarnefnda víða um land hefur fækkað og hins vegar að engir úr- skurðir komu til Barnaverndarráðs frá nefndum sem standa á bakvið Ég hef vakið athygli félags- málaráðherra á þessu og finnst að hann sem yfirmaður barnaverndar- mála eigi að ganga í málið —-♦— næstum helming þjóðarinnar á fimm ára tímabili. Greint var frá tölfræðinni í blaði gærdagsins. „Mér finnst það svo sannarlega vera rannsóknarefni," sagði Þór- hildur þegar hún var spurð hvort Barnaverndarstofa hafi sinnt eft- irlitshlutverki sínu með barna- verndarnefndum um allt land á eðlilegan hátt. „Það má til dæmis spyrja hvort barnaverndar- nefndir séu yfir- höfuð að störfum á vissu stöðum og í framhaldinu hvað valdi því að þær starfa ekki. Ég hef vakið at- hygli félagsmála- ráðherra á þessu og finnst að hann sem yfirmaður barnaverndar- mála eigi að ganga í málið.“ PÁLL PÉTURS- SON Segir Barnavernd- arstofu sinna hlutverki sínu og að frumvarpið að barnaverndarlög- um sé framfara- spor. Umboðsmaður barna segir róttækra aðgerða þörf til úrbóta í málaflokknum. í umögn Þórhildar um frum- varp til nýrra barnaverndarlaga, sem reiknað er með að fari fyrir Alþingi nú í haust, kemur fram sú skoðun að lögin gangi of skammt. „Það þarf til dæmis að taka af- stöðu til þess hvort betra væri að færa vald barnaverndar- nefnda í meira mæli til sérfræð- inga og dómstóla.“ Þá kemur þar fram að það sam- ræmist varla meginreglum stjórnsýsluréttar að Barnaverndar- stofa sinni bæði ráðgjafar- og eft- irlitshlutverki. „Barnaverndar- stofa er nefndunum innan handar í afgreiðslu mála og hefur einnig eftirlit með störfum þeirra. Þetta gæti rýrt réttaröryggi borgar- anna,“ segir Þórhildur. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, sagðist vita af því að Um- boðsmaður barna væri ósáttur við störf Barnaverndarstofu. Hans skoðun væri hins vegar að stofnunin gegndi hlutverki sínu samviskusamlega. Hann kannað- ist ekki við samskiptaleysi eða stöðnun í stjórnsýslunni og sagð- ist ekki geta tekið afstöðu til upp- lýsinga um fækkun og misskipt- ingu úrskurða í barnverndarmál- um þar sem hann hafi ekki kynnt sér málið. Tölfræðin kemur að mestu leyti úr skýrslum Barna- verndarráðs sem heyrir til ráðu- neytisins. matti@frettabladid.is ÞÓRHILDUR LÍNDAL Mun róttækari að- gerða er þörf í bamavemdarmál- um en ráðherra gerir sér grein fyrir. Tækjabúnaður lögreglu: Eftirlitsnefnd starfi áfram lögreglumál Haraldur Johannes- sen, ríkislögreglustjóri, segir nefnd um meðferð lögreglu á tækjabúnaði leggja til að komið verði á fót sérstökum starfshópi innan lögreglunnar sem fylgist með meðferð tækja og búnaðar í umboði ríkislögreglustjóra. „Þetta er hlutur sem verið er að skoða og ekki búið að taka ákvörðun um framhaldið," sagði Haraldur og bætti við að gefið hafi góða raun að hafa nefndina að störum. „Nefndin veitti visst aðhald og efldi eftirlit með tækjum og búnaði, m.a. lög- reglubifreiðum og notkun þeirra. Og jafnframt með hvaða hætti lög- reglumenn framfylgja fyrirmæl- um ríkislögreglustjóra og lög- reglustjóra." Haraldur taldi of- mælt að tækjamál lögreglunnar hafi verið í ólestri. „Hins vegar kemur fram hjá starfshópnum að gera megi betur," sagði hann og taldi að töluverða fjármuni mætti spara með bættum starfsháttum. „Það er mikið álag á lögreglubif- reiðarnar og þær verða fyrir skakkaföllum. Við reynum að draga úr kostnaði eins og hægt er, en rekstur bílaflotans og viðhald er geysilega kostnaðarsamur póstur í rekstri lögreglunnar." ■ RÍKISLÖG- REGLUSTJÓRI Ekki útilokað að sami starfshópur og skilaði skýrslu um meðferð á tækjabúnaði starfi áfram. |alþingi| f --------- Á mánudag tóku f jórir vara- llmenn sæti á þingi, þar af þrír sem ekki hafa setið þar áður. Nýju þingmennirnir eru Ármann Höskuldsson, Örlygur Hnefill Jónsson og Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir sem koma í staðin fyr- ir Guðna Ágústsson, Svanfríði Jónasdóttur og Kristinn H. Gunn arsson. Þá kom inn Björgvin Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Sam fylkingarinnar, fyrir Lúðvík Bergvinsson. Sagðir styðja 11 hryðjuverkahópa: Kristján Pálsson: Sýrland kosið í öryggisráðið STÓÐU SAMAN Sendiherra Sýrlands vann hörðum höndum að kosningu landsins I ráðið og sést hér, fyrir miðri mynd, á tali við bandamenn sína frá Indlandi og Pakistan. NEW york.ap. ísraelsstjórn og ýmis samtök gyðinga brugðust hart við þeim fréttum í gær að Sýrland hefði verið kjörið til setu í Órygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Isra- elsmenn segja fráleitt að land, sem talið er styðja hryðjuverka- menn, í svo þýðingarmikilli stöðu á vettvangi SÞ í kjölfar árásanna á Ameríku. Sýrlendingar hlutu kosningu til tveggja ára í ráðinu á mánudag með miklum stuðningi alþjóða- samfélagsins og án þess að Bandaríkjamenn beittu sér. Asíuríkin voru einróma um að bjóða Sýrland fram fyrir sína hönd í ráðið í stað Bangladesh. ísrael greiddi eitt atkvæði á móti. í kjölfar kosninganna Iýsti sýr- lenska fréttastofan því yfir að nið- urstaðan sýndi að alþjóðasamfé- lagið hafnaði ásökunum ísraels- manna um að landið styddi hryðjuverkamenn. Talsmaður for- sætisráðherra ísraels sagði kosn- inguna lélegan brandara; stjórn- völd sem styddu 11 hryðjuverka- hópa ættu nú að ákveða hvernig best væri að berjast gegn hryðju- verkamönnum. ■ Abyrgðarlaust að tala um frjálsa veiði fiskveiðar „Það er mjög ábyrgðar- laust að segja, að hægt sé að veita krókabátum frjálsa veiði, því að á bak við þær fullyrðingar er ekkert annað en skrum,“ segir Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Eg skil eigendur króka- báta vel, að vilja veiða frjálst. Það vilja allir, og eins mikið og þeir geta.“ Kristján segir að fiski- stofnar séu takmarkaðir og fiskveiðistjórnun því nauðsynleg. Vandinn felist í því að flotinn sé of stór. „Krókabátarnir einir og sér gætu fiskað allan þann bolfisk sem hægt er strendur, kastagetu kristján pálsson Kvótakerfinu verður ekki breytt á stuttum tlma, Það er svo fast í sessi I dag og það er búið að fjárfesta svo mikið I þvl að of mikið er I húfi fyrir þjóðina. að fiska við íslands- ef þeir hámörkuðu af- sína og stærð,“ segir Kristján. „Það er það rangt að segja að króka- bátar geti veitt frjálst, því þá er eins hægt að segja að allir geti veitt frjálst, jafnvel allur flotinn.“ Hann segir að menn verði að finna leiðir til að ná sáttum. Kvótakerfið sé búið að negla svo fast niður að því verði ekki breytt nema á löngum tíma. Á meðan að nauðsynlegt sé að stýra sókn í fiski- stofnana, verði sáttin aldrei algjör. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.