Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 1
ÚTLÖNP Nýtt tímabil í Israel bls. 4 FlKNIEFNl Fíkn er ekki glœpamál bls 10 FÓLK Kvótakerfið eins og lopapeysa bls 22 Qfficelsuperstore FRETTABLAÐIÐ m 125. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 18. október 2001 FIIVIIV1TUDAGUR Prófkjör eða ekki prófkjör stjórnmái Stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík kemur saman til fundar í hádeginu í dag. Þar má vænta þess að tekin verði ákvörðun um hvernig staði verði að framboðsmálum flokksins vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor. Bandaríkjaþing lamað vegna miltisbrandsógnar Prjónað fyrir Rauða krossinn sjAlfboðaliðastarf Vel er tekið á móti nýju fólki í Sjálfboðaliðamið- stöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, milli kl. 13 og 16, þar sem fólk hittist og prjónar flíkur fyrir hjálp- arþurfi erlendis úr garni sem RKI hefur fengið gefins. ; FRETTASKYRING bls. 12-13 ► iNýtt hlutaíjárútboð Íslandssíma: Að kaupa eða kaupa ekki? VEÐRIÐ í DAC | REYKJAVÍK Austan 5-10 m/s og skýjað með köflum. Hiti 8 til 15 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 3-8 Skýjað 08 Akureyri 0 2-4 Skýjað Q9 Egilsstaðir (5 3-8 Skýjað Q8 Vestmannaeyjar Q 8-13 Súld Q 12 Dauðinn og sorgin SORC Fræðslufundur um viðbrögð við skyndilegum dauða, áfallahjálp og sorg verður haidinn í Fossvogs- kirkju kl. 20 á vegum kirkjugarð- anna og Nýrrar dögunar. Að lokn- um fyrirlestri Margrétar Blöndal verða umræður. Starfsgreinasam- band fundar funpur Fyrsti ársfundur Starfs- greinasambandsins hefst á Hótel Loftleiðum í dag. Fundað verður næstu tvo daga. JíkvöFpið í kvölp Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAPREYNPIR UM FRFTTARl Afílfí Hvað les fólk á aldrinum 40 til 49 ára? 85,2'-* 78,2% Meðallestur 40 til 49 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 & ‘*0 fO o S 70.000 e :o- 78% rólks 'es b‘5ð:ð I'FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DAGANA ?7. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings lokað í fimm daga meðan miltisbrands er leitað í loftræstikerfi. Á fjórða tug starfsmanna öldungadeildar hafa komist í tæri við miltisbrcuid. Miltisbrandsgró finn- ast einnig á skrifstofu ríkisstjórans í New York. Vaxandi ótti við að sjúkdómurinn breiðist út. Fag- menn standa að baki sendingum. WASHINCTON. ap Afráðið var í gær að loka fulltrúadeild bandaríska þingsins í fimm daga til að leita miltisbrands í húsinu eftir að rannsóknir sýndu að 34 starfs- menn öldungadeildar bandaríska þingsins hefðu komist í tæri við miltisbrand. Þar af eru 25 í þjón- ustu Tom Daschle, leiðtoga meiri- hluta demókrata í öldungadeild, þrír starfsmenn annarra þing- manna og sex öryggisverðir. Þá fannst í gær einnig miltisbrands- sýkill á skrifstofu ríkisstjórans í New York, George Pataki. Denis Hastert, þingforseti full- trúadeildarinnar, sagði í gær milt- isbrandsgró hafa borist í loft- ræstikerfi þingsins, en því var síðar vísað á bug. Jay Carson, tals- maður Daschles, sagði að starfs- mennirnir 29 hefðu komist í snert- ingu við miltisbrandsgró, en ekki sýkst af miltisbrandi. Á þriðja hundrað manns hafa verið settir á sýklalyfið Ciprofloxacin, bæði í meðferðarskyni og í öryggisskyni vegna smitsins. Um 20.000 manns starfa í þinghúsinu á Capitolhæð í Washington. Fyrstu vísbendingar benda til þess að miltisbrandsgróin sem fundust á skrifstofu Daschle í fyrradag séu af mjög „áhrifamik- illi“ gerð miltisbrands. Sérfræð- ingar segja að þetta geti bent til þess að það séu fagmenn sem standi að baki sendingunum. Þeir sem vinna að rannsókn sending- anna segja að það séu engar sann- anir sem liggi fyrir um hver stan- di að baki sendingunum. Einn embættismaður sagði við AP að ýmislegt benti til að sökin lægi innan Bandaríkjanna. Skrifstofur Patakis verða lok- aðar fram á mánudag. Enginn starfsmanna á skrifstofum ríkis- stjórans í New York virðist hafa komist í snertingu við miltis- brandsgróin, en þeir voru engu að ÖLDUNCADEILDIN OPIN ÁFRAM Tom Daschle, leiðtogi meirihluta demókra- ta í öldungadeild, á blaðamannafundi í gær þar sem hann greindi frá því að öld- ungadeildin yrði opin áfram. Trent Lott, leiðtogi minnihluta repúblikana hlustar á. RÖÐ í RANNSÓKN Starfsmenn öldungadeildarinnar bíða eftir því að komast í rannsókn og sem leiðir í Ijós hvort þeir hafa komist í tæri við miltis- brand. síður allir settir í lyfjameðferð. Michael McKeon, talsmaður ríkis- stjórans, sagði herbergið, þar sem sýkillinn fannst, eiga að vera „ör- uggt" því enginn utanaðkomandi hefur aðgang að því. Á síðustu tveimur vikum hafa fjórir smitast af miltisbrandi í Bandaríkjunum og einn þeirra lést þann 5. október. Mun fleiri hafa komist í tæri við sjúkdóminn. Fyrir utan skrifstofur öldunga- deildarinnar og Patakis hefur miltisbrandur fundist í húsakynn- um NBC sjónvarpsstöðvarinnar í New York, skrifstofum Microsoft í Reno, Nevada, pósthúsi í Flórída og skrifstofum fjölmiðlafyrirtæk- is í Flórída. ■ Ráðgjafar- og greiningastöð ríkisins: Biðtími meira en ár alþingi Ásta R. Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar spurðist í gær fyrir um málefni Greiningar- og ráðgjafarstöövar ríkisins á Alþingi. Hún spurðist meðal annars fyrir um biðtíma eft- ir greiningu og ráðgjöf hjá stöðinni, aldur þeirra sem bíða og hvort ein- hverjir hópar fatlaðra njóti ekki þjónustu stöðvarinnar. Ásta Ragn- heiður upplýsti að meðan börnum sem vísað væri til Greiningarstöðv- ar hefði fjölgað um 100% hefði stöðugildum fjölgað þar úr 28 í 30. í svari Páls Péturssonar félags- málaráðherra kom fram að biðtími í forskoðun á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins væri 6 til 12 vikur en biðtími eftir áframhald- andi þjónustu væri allt frá 8 vikum fyrir ung börn með þroskaröskun upp í meira en ár á fötiunarsviði 2 þar sem börnum og ungmennum með þroskaraskanir af mismun- andi toga er veitt þjónusta. í svari ráðherra kom einnig fram að meðal þeirra sem ekki fá þjónustu Greiningarstöðvar eru börn með Asberger heilkenni en eðlilega greind. Páll Pétursson sagði að frumvarp til nýrra laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð yrði lagt fram á yfirstandandi þingi. ■ FÓLK Kœrulaus blanda af pönki og lo-fi SÍÐA 16 ÍÞRÓTTIR [~ Meistara- deildin SÍÐA 14 | ÞETTA HELST | Talibanar sóttu gegn Norður- bandalaginu í grennd borgar- innar Mazar-e-Sharif í norður- hluta Afganistan. Bandaríkja- menn héldu uppi hörðum árásum á Kabúl og Kandahar, höfuðvígi talibana, í allan gærdag. bls.2. Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, segir Yasser Arafat ábyrgan fyrir morðinu á Rehevam Zeevi ferðamálaráð- herra ísraels, sem skotinn var til hana í Jerúsalem í gær. bls. 4. —♦— Halldór Ásgrímsson segir hættu á að markaðsaðgengi íslendinga í Evrópu versni eftir að aðildarlöndum ESB fjölgar. bls. 2.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.