Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 22
22 FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2001 FIMMTUDACUR H RAÐSOÐIÐ HARALDUR STURLAUGSSON framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf. Standa ekki í biðröðum A AÐ LEYFA erlendar fjárfest- ingar í sjávarútvegi? Ég vil ekki leyfa erlendar fjárfest- ingar í sjávarútvegi öðruvísi en að takmörkuðu leyti. Það eru til ýmsar útfærslur í því. En það mætti opna fyrir erlenda fjárfestingu meira en nú er möguleg. HVAÐ ÞARF að koma til svo að því verði? Nú gilda vissar reglur þar sem er- lendum aðilum er leyft að eiga óbeint í sjávarútvegsfyrirtækjum upp að ákveðnu hlutfalli. Ef farið er yfir þessi mörk, í óbeinni eignarað- ild, þá missa útgerðarfyrirtækin leyfi til að veiða í landhelginni. HAFA útlendingar áhuga á að fjárfesta í sjávarútvegi? Nei, ég veit ekki til þess. Þeir hafa alla vegana ekki staðið í biðröðum. Það er alveg ljóst. SERÐU ávinning eða sóknarfæri með því að fá erlenda fjárfesta inn i sjávarútveg- inn? Ég sé það ekki í fljótu bragði. Það er aldreí að vita hvaða möguleikar ligg- ja í því en eins og er þá eru sóknar- færin mjög takmörkuð. MYNDU útlendingar eignast kvóta ef þetta yrði leyft? Það er hætta á því ef útlendingum verður leyft að koma inn í útgerðina að einhverju ráði. Það er ákveðin regla sem gildir í þessum sambandi í dag og er tiltölulega ströng. Á AÐ koma í veg fyrir það? Ég er hlynntur því eins og er, að er- lend eignaraðild fari eftir ströngum reglum eins og málum er háttað í dag. Við þurfum að halda auðlind- inni fyrir okkur. Ég held að það sé viðtekin skoðun þó menn séu alltaf tilbúnir að horfa á þessi mál. Haraldur Sturlaugsson er framkvæmdastjóri HB á Akranesi. Hann tók við af föður sínum Stur- laugi Haraldssyni en faðir hans, Haraldur Böðv- arsson hóf útgerð á Akranesi árið 1906 með kaupum á sexæringi. Umdeilt frumvarp í Bretlandi: Má ekki hlæja að trúnni? LONPON. ap Breski gamanleikarinn Rowan Atkinson, sem frægur er fyrir óborganlega túlkun sína á hinum ömurlega herra Bean, er ekki hrifinn af frumvarpi, sem innanríkisráðherra Bretlands lagði fram á þingi nú í vikunni. Verði frumvarpið að. lögum, þá verður bannað í Bretlandi að „hvetja til trúarhaturs", eins og það er orðað. Lögunum er ætlað að koma í veg fyrir að öfgamenn æsi fólk upp á móti þeim sem iðka trú sína, hvort heldur það er trú múslima, kristinna eða annarra „Eftir að hafa varið stórum TfRÉTTIR AF FÓLKI r Sólveig Pétursdóttir kirkju- málaráðherra tilkynnti Kirkju- þingi að hún sæi engin guðfræði- eða lögfræðirök gegn því að veit- ing prestsemb- ætta færist frá ráðherra til bisk- ups í samræmi við sjálfstæði kirkjunnar. Hún boðaði frumvarp til laga um mál- ið á Alþingi. Á Kirkjuþingi eru hins vegar taldar horfur á því að meirihluti muni ítreka samþykkt þess frá því í fyrra um að slík breyting sé ekki tímabær. Alþingismenn hafa það í flimtingum að nú hafi pilsfalda- prestar bæst í hóp pilsfaldakapít- alista. Rithöfundar keppast nú viö sem óðir væru að slá loka- punkt aftan á bækur sínar þannig að hægt sé að setja þær í prent og koma þeim út í hið fræga jóla- bókaflóð. Margir af helstu rithöf- undum íslendinga senda frá sér skáldsögu í ár en eins og vanalega er mesti spenn- ingurinn vegna skáldsagna sem koma út fyrir jól- in. Hér má nefna Hallgrím Helgason, Einar Kárason, Vigdfsi Grímsdóttir og Steinunni Sigurð- ardóttur. orvaldur Þorsteinsson, sem þekktur er fyrir Blíðfinns- bækurnar, gefur út sína fyrstu skáldsögu fyrir fullorðna. Hann verður hins veg- ar ekki á landinu þegar hún kemur úr prentun. Þor- valdur mun vera fluttur til Kali- forníu og ætlar að sinna sínum liststörfum í sólinni Vestanhafs. hluta af starfsferli mínum í að gera grín að fulltrúum trúarinnar úr mínum eigin kristilega bak- grunni, þá er ég furðu lostinn yfir þeirri hugmynd að í raun verði hægt að gera það að lögbroti," skrifar Atkinson í bréfi, sem birt- ist í breska dagblaðinu Times í gær. „Eg hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að ekkert umfjöllunar- efni eigi að vera þess eðlis, að ekki gera megi grín að því, ekki heldur trúarbrögðin" segir í bréf- inu. Hann spyr hvort kvikmyndin Life of Brian, sem þeir Monty Python félagar gerðu á sínum tíma, hefði verið bönnum sam- kvæmt þessum lögum. „Ég er þeirrar skoðunar að það séu viðbrögð áhrfenda sem eigi að ráða hvort brandari teljist viðeig- andi, ekki lögin í landinu." „Maður á að hrós skilið fyrir að segja góðan og kjarnyrtan trúar- legan brandara. Ef maður segir lélegan brandara, þá á maður skil- inn aðhlátur og skammir. Sú hug- mynd, að hægt sé að sækja mann til saka fyrir að segja hvort sem er, góðan eða lélegan brandara, er alveg hreint ótrúleg." ■ ROWAN ATKINSON Hann hefur, eins og fleiri þekktir gaman- leikarar, óspart gert grín að trúarbrögðum og helgisiðum. Kvótakerfið eins og lopapeysa Ríkjandi orðræða um kvótakerfið hefur lamandi áhrif þátttöku kven- na í opinberri umræðu um það. Konur tala öðruvísi um kvótakerfið. Lítil þátttaka kvenna í opinberri umræðu viðheldur þeirri ranghug- mynd að konur séu ekki þátttakendur í sjávarútvegi. fyrirlestur „Ríkjandi orðræða um auðlindastefnu í sjávarút- vegi, það er að segja kvótakerfið, er valdmikil orðræða karlmanna sem hafa völd í kerfinu. Hún lam- ar aðra orðræðu um kvótakerfið, meðal annars orðræðu kvenna,“ segir Hulda Proppé mannfræð- ingur. Hún flytur í dag rabb á vegum Rannsóknarstofnun í kvennafræðum. Rabbið ber heit- ið „Ég sé kvótakerfið fyrir mér sem lopapeysu" og fjallar um kynhugmyndir og upplifun kven- na af umræðu og umfjöllum um auðlindastefnu í sjávarútvegi. „Fyrirlesturinn byggir á rit- gerð minni til meistaraprófs sem fjallaði um þetta efni. Þegar ég var að vinna hana þá dvaldi ég tvo mánuði í sjávarplássum og tók átján opin viðtöl við fólk þar, sextán konur og tvo karlmenn. Ég komst að þeirri niðurstöðu að konur tala öðruvísi um kvóta- kerfið, þær nota sinn veruleika sem viðmiðun en síður orðalag hagstjórnunar," segir Hulda sem tók einmitt titil rabbsins úr við- tali við eina konuna. „Konurnar voru gjarnar á að segja að þær hefðu ekkert vit á þessum málum en þegar til kast- anna kom þá vissu þær heilmikið um kvótakerfið, enda þær marg- ar í tengslum við það, sem eig- endur, starfsfólk í frystihúsum eða eiginkonur sjómanna á kvóta- bátum. Þær hafa sig hins vegar mjög lítið frammi í opinberri um- ræðu um kvótakerfið,“ segir Hulda sem tekur skýrt fram að konurnar sem hún talaði við hafi haft mjög mismunandi skoðanir á kvótakerfinu, skoðanir sem byggðust gjarnan á mismunandi tengslum þessara kvenna við kvótakerfið. Auk viðtalanna átján ræddi Hulda við fjölmarga aðra í bæj- arfélögunum. „í fyrirtækjunum voru karlmenn í meirihluta í stjórnunarstöðum og þeir voru allir fastir í þessari ríkjandi orð- ræðu,“ segir Hulda sem bendir á að karlmenn sem ekki séu í slíkri stöðu vísi einnig í þessa ríkjandi orðræðu og það hugmyndalíkan sem hún byggir á. „Sem dæmi um ríkjandi orðræðu eru „rétt- læting aðgerða, í nafni hagræð- ingar, markaðsvæðing, afla- markskerfið sem grundvöllur auðlindastefnu" og svo framveg- is. Fólk sem veit ekki hvað þetta þýðir upplifir kannski að það skilji ekki sjávarútvegsmál." Hulda segir að lítil þátttaka kvenna í opinberri umræðu um kvótakerfið viðhaldi þeirri rang- hugmynd að konur séu ekki þátt- takendur í sjávarútvegi og komi hann í raun minna við en körlun- um. „Einn tilgangur rannsóknar- innar var sá að skoða kerfið út frá öðrum sjónarhornum og skapa þannig umræðu um það,“ segir Hulda. sigridur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.