Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2001 FIMMTUDACUR SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI BÚFJÁR ÁRIÐ 2000 HEIMILD: BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS Erlendir ríkisborgarar: Stöðug fjölgun frá árinu 1996 vinnumarkaður Hlutfall erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði hef- ur vaxið úr 2,7% í upphafi árs 1998 í 4,2% í árs- || byrjun í ár, en um 4000 erlendir ríkis- borgarar eru með atvinnuleyfi hér á landi. í upphafi ársins bjuggu á landinu tæplega 9 þúsund erlendir ríkisborgarar, eða 3,1% af íbúafjöld- anum og hefur þeim fjölgað stöðugt frá 1996. Þeir eru misdreifð- ir um landið en hlutfallslega eru þeir flestir á Tálknafirði, eða 19% og 16% af íbú- um Bakkafjarðar. Þetta koma fram í ræðu Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfé- laga í sl. viku. Ráðherrann sagði að þessi erlendi vinnukraftur væri atvinnu- og efnahagslífinu mjög mikilvægur. Hann boðaði einnig endurflutning á frumvarpi frá síðasta þingi um atvinnurétt- indi útlendinga. Hann nefndi ein- nig að búið væri að skipa nefnd sem hefur það verkefni að kanna aðstæður erlends vinnuafls og út- lendinga með dvalarleyfi og koma með tillögur til úrbóta. ■ PÁLL PÉTURSSON FÉLAGSMÁLA- RÁÐHERRA Telur nauðsyn- legt að sporna við því að hér- lendis myndist ný stétt sem verði undir í þjóðfélaginu SIGURÐUR HELGASON Forstjóri Flugleiða., sem og forsvarsmenn annarra íslenskra flugfélaga, þurfa ekki að hafa áhyggjur af tryggingamálum flugvél- anna fyrr en um áramót. Flugsamgöngur tryggðar til áramóta: Afram 2700 millj- arða ábyrgð samgöncur Ríkisstjórnin ætlar að framlengja ábyrgð ríkisins vegna 2700 milljarða króna tryggingar íslenska flugflotans. Ríkisábyrgðin, sem samþykkt var að veita 23. september sl., átti upphaflega aðeins að gilda til 25. október en þar sem fyrirséð er að flugfélög muni ekki ná samning- um við tryggingafélög fyrir þann tíma verður ábyrgðin framlengd til næstu áramóta. Tryggingarfé- lög sögðu upp tryggingum flug- vélanna eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. ■ ' Raufarhöfn: íbúafækkun líkt við náttúruhamfcirir landsbyggð Á þremur árum hef- ur íbúum á Raufarhöfn fækkað úr rúmlega 400 í innan við 300. í ársbyrjun voru íbúarnir 341 en hefur fækkað um 50 manns á fyrstu níu mánuðum ársins. Reynir Þorsteinsson sveitar- stjóri Raufarhafnarhrepps líkir þessari fækkun við náttúruham- farir. Hann segir að ástæðurnar fyrir þessari fækkun sé ekki hægt að rekja til slæms atvinnu- ástands, heldur sé þarna á ferð- inni m.a. afleiðingar af breyttu gildismati og brestum í hugar- fari fólks sem telur að grasið sé grænna sunnan heiða en í sinni heimabyggð. Sveitarstjórinn segir að það sé heldur ekkert skrítið þótt landsbyggðarfólk flytji suður þegar haft sé í huga að þegar Byggðastofnun eða sambærileg- ar stofnanir setja einhverja pen- inga í starfsemi úti á landi, þá sé það kallað sukk og svínarí í Reykjavík. Það sé hins vegar kallað hagstjórn þegar ríkissjóð- RAUFARHÖFN (búum þar hefur hríðfækkað á liðnum árum ur „hendir“ milljarða tugum á hverju ári til að viðhalda þensl- unni á höfuðborgarsvæðinu. ■ VEIFAR BYSSU Rehevam Zeevi veifar Uii-hríðskotabyssu í heimsókn sinni til bæjarins Hebron á Vesturbakkanum árið 1996. Zeevi var afar umdeildur stjórnmálamaður og var hann þekktur fyrir öfgafulla afstöðu sína gegn Palestínumönnum. „Nýtt tímabil“ hafíð í ísrael Ferðamálaráðherra Israels skotinn til bana. Ariel Sharon segir Arafat ábyrgan fyrir morðinu. jerúsalem.ap Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, sagði á þingfundi í gær að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, væri ábyrgur fyrir morðinu á Rehevam Zeevi ferðamálaráð- herra ísraels, sem skotinn var til bana í Jerúsalem í gær. „Arafat er algjörlega ábyrgur, vegna þess að það var hann sem kom hryðju- verkunum af stað þrátt fyrir að hann vissi vel hverjar afleiðing- arnar yrðu. Lýsti hann því yfir að „nýtt tímabil" væri hafið í ísrael vegna þess að „það sem áður var mun aldrei aftur verða eins... í dag stöndum við frammi fyrir al- gjörlega nýjum aðstæðum." Zeevi var skotinn er hann var staddur á hóteli í austurhluta Jer- úsalem og lést hann af sárum sín- um á sjúkrahúsi. Frelsishreyfing heilsa Tölur frá Krabbameinsfé- lagi íslands benda til að farið sé að draga úr tíðni lungnakrabba- meins hér á landi og telja menn að nú sé að koma í ljós árangur af markvissu tóbaksvarnastarfi síð- ustu áratugi. Á árunum 1956-60 greindust 16 manns á ári með lungna- krabbamein. Síðan varð mikil aukning og náði fjöldinn hámarki 1991-95, 113 tilfelli á ári. Síðustu fimm ár voru greind að meðaltali 109 ný lungnakrabbamein á ári. Palestínumanna, Popular Front, lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur sér og sagði hana vera hefndaraðgerð vegna morðsins á leiðtoga sínum, Abu AIi Mustafa, í ágústmánuði. Öryggisráð Palestínumanna fordæmdi at- burðinn og sagðist vilja halda áfram friðarviðræðum sínum við ísraela. Zeevi, sem var 75 ára gamall, var afar umdeildur stjórnmála- maður. Var hann einn af sjö öfga- fullum þjóðernissinnum sem drógu sig á mánudaginn út úr rík- isstjórn ísraels í mótmælaskyni vegna þess að hersveitir landsins drógu sig til baka frá hernumd- um svæðum í bænum Hebron á Vesturbakkanum. Átti uppsögn hans að taka gildi í gær. Hafði hann meðal annars óskað eftir Að teknu tilliti til fjölgunar íbúa og breyttrar aldurssamsetn- ingar þjóðarinnar er munurinn enn meiri. Nýgengi hjá körlum fór úr 12,0 af 100.000 árin 1956-60 í 35,9 árin 1986-90 en er nú 32,8. Hliðstæðar hlutfallstölur fyrir konur eru 6,9 á sjötta áratugnum, 32,4 árin 1991-95 og 27,5 nú, 1996- 2000. Enn liggja ekki fyrir tölur um dánartíðnina síðustu fimm árin, en alltaf hefur verið mikil fylgni milli nýgengis og dánartíðni og því að Palestínumenn yrðu „flutt- ir burt,“ frá Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. í júlímánuði vakti Zeevi hörð viðbrögð þegar hann líkti þeim Palestínumönnum sem störfuðu og ynnu í ísrael við lþsir og krabbamein, en af þeim 6,5 milljónum manna sem búa í ísra- el, er ein milljón arabísk. ísraelar og Palestínumenn hafa undanfarið reynt að blása nýju lífi í friðarviðræður sínar og hafði Ariel Sharon nýlega fallist á tillögur um að draga ísraelskar hersveitir í hlé frá svæðum á Vesturbakkanum og algerlega frá Gaza-svæðinu auk þess landnámi yrði hætt. Sagðist hann vera reiðubúinn til að viðurkenna stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna, svo lengi sem fyllsta öryggis ísraela yrði gætt. ■ TÓBÁKSVARNIR SKILA SÉR Forráðamenn Krabbameinsfélags íslands telja að riú séu tóbaksvarnir farnar að skila sér í fækkun lungnakrabbameina. því jíklegt að dauðsföllum sé að fækka. Arin 1991-95 var lungna- krabbamein enn mannskæðasta krabbameinið hér á landi, þá lét- ust að meðaltali 49 karlar og 46 konur úr þessum sjúkdómi ár hvert. ■ Tíðni lungnakrabbameins hætt að hækka: Arangur af tóbaks- vörnum kemur í ljós LÖGREGLUFRÉTTIR Tvær bifreiðar ultu í gærmorg- un á Suðurlandsvegi með stut- tu millibili en nokkur hálka var á Hellisheiði og í Svínahrauni. Fyrri bílveltan varð um níuleytið við Litlu Kaffistofuna og stuttu síðar valt önnur bifreið við afleggjar- ann inn í Þrengslin. Engin slasað- ist en bílarnir eru mikið skemmd- ir. —♦— Eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar í Kópavogi rétt eftir miðnætti í fyrirnótt. Var bif- reið stöðvuð við reglubundið eftir- lit og við nánari eftirgrennslan fundust nokkur grömm af kana- bisefnum. Þrír voru í bifreiðinni en einungis einn var handtekinn en sá hafði fíkniefnin um hönd. Einn elsti ökumaður Bretlandseyja: Aldargömul kona lentir í fyrsta árekstri umferðarmál „Ég var ekki með nein ljós á bílnum, sem er náttúru- lega út í hött. En ég er ómeidd, þakka þér fyrir,“ sagði hin 100 ára gamla Lady Morton í viðtali við dagblaðið „The Tirnes," aðspurð um síðustu ökuferð sína. Þetta er í fyrsta sinn sem Morton, sem er einn elsti ökumaður Bret- landseyja, lendir í bílslysi á sínum 74 ára ökumannsferli. Slysið átti sér stað þegar hin skoska Morton, sem starfar að góðgerðarmálum, ákvað að fara í prufukeyrslu í nýja bílnum sínum sem hún hafði feng- ið í afmælisgjöf. Sagðist hún ekki hafa í hyggju að hætta að aka þrátt fyrir slysið, og bætti því við að ökuskírteini sitt rynni ekki út fyrr en árið 2004. „Sumir eru bara fæddir til að aka og ég held að ég sé ein af þeim,“ sagði hún. ■ Lyfjastofnun: Viss um að farið sé eftir reglum markaðssetning „Það eru ákveðn- ar reglur um markaðssetningu lyfjafyrirtækja fyrir lækna, bæði hvað varðar lyfjaauglýsingar og kynningar. Einnig siðareglur á vegum samtaka verslunar- innar, sem lyfjafyr- irtækin ásamt læknafélögunum hafa undirritað,“ ■■ jsr segir Rannveig 1 W Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofn- unar. Af hálfu Lyfjastofnunar er um að ræða reglu- gerð um lyfjaaug- lýsingar, þar sem fjallað er um heim- sóknir, hvað má auglýsa, afhend- ingu sýnishorna og þar fram eftir göt- unum. Samkvæmt reglugerðinni er óheimilt að bjóða læknum og öðrum sem fara með lyf, gjafir, fé eða fríðindi nema um óverulegt verðmæti sé að ræða og tilboðið tengist læknis- og lyfjafræðistörfum. Hvað varð- ar boðsferðir, þá er tekið fram í reglugerðinni að risna á sölu- kynningum verði að vera innan eðlilegra marka og megi ekki vera höfuðmarkmið kynningar- innar. „Stofnunin hefur eftirlits- hlutverki að gegna. Ef að við fáum upplýsingar um að ekki sé verið að fara eftir reglugerðinni, þá hlýtur stofnunin að bregðast við því. Okkur er, hinsvegar, ekki kunnugt um annað, en að verið sé að fara eftir reglunum," segir Rannveig. ■ RANNVEIG GUNNARS- DÓTTIR Lyfjastofnun gegnir eftirlits- hlutverki gagn- vart reglugerð um lyfjaauglýs- ingar þar sem fjallað er um markaðssetn- íngu lyfjafyrir- tækja fyrir lækna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.