Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 14
14 FRETTABLAÐIÐ 18. október 2001 FIMMTUDAGUR Fræðslukvöld í Fossvogskirkju kl. 20-22 á vegum Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma, prófastsdæmanna í Reykjavík og Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Margrét Blöndal, hjúkrunarfræðingur, fjallar um líðan syrgjenda við skyndilegan missi. Allir velkomnir. CÖ CÖ > 0Ö <o & U) jsr U) c æ 00 Þegar álagiö er meira ... £) ASKO Þvottavél og þurrkari Fyrir stofnanir og íjölbýlishús /rQnix Hátúni 6a S 552 4420 Hjálpum Afganistan 907 2003 <2tr; Rauði kross íslands Meistaradeild Evrópu: Otrúleg skemmtun á Old TrafFord knattspyrna Átta leikii' fóru fram í Meistaradeild Evrópu í gær. Deportivo La Coruna lagði Manchester United að velli, 2-3, í G- riðli og var um ótrúlega skemmtun að ræða. Fjögur mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. og eitt í þeim seinni. Áhyggjur Alex Fergusonar, stjóra ensku meistaranna, af varnarlín- unni jukust til muna í gær en tvö marka Spánverjanna komu í kjölfar misskilnings hjá Fabien Barthez, markverði og varnarmanninum unga Wes Brown. Leikmenn Man. Utd. fengu nokkur dauðafæri á lokamínútum leiksins en nýttu þau ekki og eru Spánverjarnir því í efsta sæti riðilsins með átta stig. Olympiakos kom í veg fyrir að Lille næði öðru sæti riðilsins með því að vinna franska liðið 2-1. Celtic missti efsta sæti E-riðils þegar liðið steinlá, 3-0, fyrir Porto í Portúgal. Juventus lagði Árna Gaut Arason og félaga í Rosenborg með einu marki gegn engu. Norsku meistararnir eiga ekki möguleika á komast áfram í keppninni. Barcelona lagði Leverkusen með tveimur mörkum gegn einu og náði efsta sæti F-riðils. Lyon sigraði Fenerbache og eygir enn NORÐANSIGUR KA lagði Stjörnuna að velli í Ásgarði í gær í hörkuleik. 1. deild karla: Fyrsti sigur KA HANDKNATTLEIKUR KA lagði Stjörnuna að velli með 27 mörk- um gegn 23, í síðasta leik fjórðu umferðar 1. deildar karla, í Ás- garðinum í gær. Þetta er fyrsti sigur KA í deildinni í ár og eru liðin jöfn í 7.- 8. sæti deildarinn- ar. Markverðir beggja liða, Birk- ir ívar Guðmundsson og Egedi- jus Petkevicius, stóðu sig með ágætum í gær. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir KA- menn og var jafnt á flestum tölum en KA menn höfðu sem áður segir bet- ur að lokum og fögnuðu kær- komnum sigri. ■ FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ í minningu Hafdísar Hlífar Björnsdóttur - verður haldin á stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 20. október nk. kl. 15. Hafdís Hlíf Björnsdóttir lést 21. júní sl., þá tæplega 11 ára gömul, úr bráðri heilahimnubólgu. Fjölskylduhátíðin er haldin að tilhlutan félaga í Félagi íslenskra leikara, en allir sem á einn eða annan hátt koma að skemmtuninni leggja málefninu lið og gefa vinnu sína. Ágóði af fjölskylduhátíðinni verður látinn renna óskiptur í minningarsjóð Hafdísar Hltfar Björnsdóttur, sem stofnaður var sl. sumar í því skyni að efla rannsóknir á heilahimnubólgu. Minningarsjóður Hafdísar Hlífar Björnsdóttur, Landsbankinn Smáralind, 0132-26-18000, kennitala: 521001-3130. Miðasala er í Þjóðleikhúsinu. Miðinn kostar kr. 1.000,- DAGSKRÁ Gunnar og Felix Solla stirða úr Latabæ Gleðiglaumur frá Bláa hnettinum "Sungið í rigningunni" "Wake me up before you go go" Listdansskóla íslands Ballettskóla Sigríðar Ármann Sigrún Hjálmtýsdóttir Örn Árnason Jóhann G Jóhannsson Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Selma Björnsdóttir Þórunn Lárusdóttir Kór Hofstaðaskóla og hljómsveitin Sign Kynnir hátíðarinnar: Margrét Vilhjálmsdóttir Styrktaraðilar: Ifl FUJIFILU c Landsvirkjun ÖRUGGUR SIGUR Italinn Claudio Pizarro, hjá Bayern Munchen, fagnar hér marki sínu í viðeig- andi hátt. möguleika á að komast upp. I H-riðli burstaði Bayern Munchen Spartak Moskvu. Þjóð- verjarnir skoruðu fimm mörk gegn einu þeirra rússnesku. Sparta Prag heldur toppsæti riðilsins en liðið STAÐAN: E-riðill Juventus 8 Porto 7 Celtic 6 Rosenborg 1 F-riðill Leverkusen 9 Barcelona 9 Lyon 6 Fenerbache O G-riðill Deportivo La Coruna 8 Man. Utd. 6 Lille 4 Olympiakos 4 H-riðill Sparta Prag 10 Bayern Munchen 8 Feyernoord 2 Sp. Moskva 1 lagði Feyernoord með tveimur mörkum gegn engu. ■ FRAMKVÆMDASTJÓRINN „Stjórnin verður að átta sig á því að ef við ætlum upp í 1. deild þurfum við að styrkja hópinn." Guðjón Þórðarson hjá Stoke: „Við þurfum minnst tvo nýja leikmenn“ knattspyrna Eftir 3-2 tap Stoke gegn Blackpool í LDV-bikar- keppninni (bikarkeppni neðri deilda) í fyrrakvöld sagði að Guð- jón Þórðarson, framkvæmdastjóri Stoke, að hann þyrfti aukið fjár- magn til þess að kaupa tvo til þrjá nýja leikmenn. Fram að leiknum gegn Black- pool hafði Stoke unnið fjóra deild- arleiki í röð. Guðjón gerði sjö breytingar á liðinu frá því um síð- ustu helgi og stillti því upp lítt reyndu liði gegn Blackpool. Hann sagði leikinn sýna að Stoke þyrfti nauðsynlega á meiri dýpt að halda - leikmannahópurinn væri of lítill. „Það var fullt af ungum strák- um sem fengu tækifæri á að sýna hvort þeir væru í stakk búnir til að leika í 2. deildinni ef við þyrft- um á þeim að halda,“ sagði Guð- jón. „Sumir sýndu að þeir eru til- búnir en aðrir að þeir eru það ekki. Stjórnin verður að átta sig á því að ef við ætlum upp í 1. deild þurfum við að styrkja hópinn. Tímabilið er rétt byrjað og við eigum eftir að leika á erfiðum völlum, fá menn dæmda í leik- bann og síðan verða eflaust ein- hverjir fyrir meiðslum. Við þurf- um minnst tvo nýja leikmenn, kannski þrjá.“ Stoke hefur verið með nokkra menn í reynslu undanfarið, en ekki gengið frá kaupum á neinum þeirra. Nú síðast var Gary McSwegan, leikmaður Hearts í Skotlandi, til reynslu, en hann hélt aftur til Skotlands í vikunni. Guð- jón sagði að þó hann væri farinn aftur myndi Stoke halda áfram að fylgjast með honum. ■ Maradona: Ovíst með kveðjuleikinn knattspyrna Óvíst er hvort argentínska knattspyrnugoðið, Diego Armando Maradona, verði orðinn leikfær þegar kveðjuleik- ur hans verður spilaður þann 10. nóvember, en hann gekkst undir aðgerð á hné á þriðjudag. Mauricio Vergara, læknirinn sem hefur verið með Maradona til meðferðar, segir að knattspyrnu- goðið geti leikið þrátt fyrir meiðslin. Maradona stefnir að því að spila leikinn og segja læknar hans að hann undirbúi sig fyrir leikinn líkt og um úrslitaleik á HM væri að ræða. ■ DIEGO ARMANDO MARADONA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.