Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN NÝLENDUR f CEIMNUM Netverjar eiga von á því að nýlendur verði stofnaðar í geimnum áður en yfir lýk- ur. Nokkuð sem Stephen Hawking telur forsendu þess að maðurinn deyi ekki út. Verða einhvem tíma stofnað- ar nýlendur í geimnum eins og visindamaðurinn Stephen Hawking leggur til? Niðurstöður gærdagsins á mrnmiú Spurning dagsins í dag: Er ástæða til að hafa áhyggjur af miltisbrandssendingum hérlendis? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun PÉTUR SIGURÐSSON FORMAÐUR ALÞÝÐUSAM- BANDS VEST- FJARÐA Segir suma launa- taxta svo lága að atvinnurekendur skammist sín fyrir að fara eftir þeim Kjarasamningar: Uppsögn launaliðar blasir við VERKALÝÐSMÁL Pétur Sigurðsson for- maður Alþýðusambands Vestfjarða segir að það sé borðleggjandi að verðlagsforsendur kjarasaminga hafa ekki staðist vegna verðbólgunnar. Af þeim sökum blasir við uppsögn á launalið þeirra eft- ir áramótin að öllu óbreyttu. Hann gagnrýnir stjórn- völd og einstök ráðuneyti fyrir það að sniðganga samningana með því að hækka álög- ur sem ekki hafa áhrif á vísitölur. í því sambandi bendir hann m.a. á að þegar heilbrigð- isráðuneytið hækkaði kostnaðar- hlutdeild fólks vegna röntgen- myndatöku hefði ráðherra sagt að það hefði ekki verðlagsáhrif. Hann segist þó vera fegnastur því ef hægt yrði að koma til móts við láglaunafólkið með hækkun á launatöxtum svo að það geti lifað af þá kjararýrnun sem verðbólgan hefur haft á kjör þess. Hann segir að ef atvinnulífið telji sig ekki hafa efni á því þá verða stjórnvöld að koma til aðstoðar. I þeim efnum sé þá nærtækast að hækka skattleys- ismörkin sem gagnast mest þeim sem minnst hafa. Staðan og horfur í kjarasamningunum verður eitt að- almálið á fyrsta ársfundi Starfs- greinasambandsins sem hefst í dag, fimmtudag á Hótel Loftleiðum. ■ Sjúkraliðar: Landlæknir hefur áhygg)ur verkalýðsmál Sigurður Guðmunds- son landlæknir lýsti yfir áhyggjum sínum um ástandið innan heilbrigð- isþjónustunnar á fundi sínum með forystu Sjúkraliðafélags íslands í gær. Kristín Á. Guðmundsdóttir segir að þetta sé í fyrsta sinn sem yfirmaður úr röðum heilbrigðisyf- irvalda hafi þótt ástæða til að ræða um ástandið við sjúkraliða eftir að þeir neyddust til að fara í verkfall til að knýja á um betri kjör. Hún segir að ástandið sé alveg hryllilegt og því sé eðlilegt að landlæknir hafi áhyggjur af því hvernig það bitnar á sjúklingum. Hún bendir einnig á að heil- brigðisnefnd Alþingis hafi ekki þótt ástæða til að ræða mönnunarmál á sjúkrahúsum við sjúkraliða þótt þeir hafi boðist til þess sl. vor. Sáttafundur verður haldinn í deilu sjúkraliða viö ríkið í dag og einnig munu þeir ræða við borgina. Síðasti hluti af þrisvar sinnum þriggja daga verkfalli sjúkraliða skellur svo á dagana 29.,30. og 31 þ.m. hafi ekki samist fyrir þann tíma. ■ FRÉTTABLAÐIÐ 18. oktober 2001 FIMMTUDAGUR Afganistan: Talibanar gera gagnsókn gegn Norðurbandalagi kabúl. ap Talibanar gerðu í gær gagnsókn gegn Norðurbandalag- inu, stjórnarandstöðunni í Afganist- an, í grennd borgarinnar Mazar-e- Sharif, sem staðsett er á hernaðar- lega mikilvægum stað í norður- hluta Afganistan. Heimildir BBC frá báðum aðilum segja ekki rétt að Norðurbandalagið sé við það að ná stjórn borgarinnar á sitt vald, eins og það hefur haldið fram undanfar- ið. Norðurbandalagið mun vera óá- nægt með hversu takmarkaða að- stoð það hefur fengið úr lofti frá Bandaríkjamönnum en talið er að þeir vilji ekki að Kabúl, höfuðborg Afganistan, falli í hendur Norður- bandalagsins fyrr en búið er að mynda ríkisstjórn sem nýtur víð- tæks stuðnings í Afganistan. Liðs- menn Norðurbandalagsins koma einkum úr þjóðflokkum sem búa í norðurhluta landsins. Bandaríkjamenn héldu uppi hörðum árásum á Kabúl og Kandahar, höfuðvígi talibana, í all- an gærdag. Olíutankur í grennd Kabúl varð fyrir sprengingu og sást reykurinn af honum langar leiðir. Að sögn íbúa í Kandahar, sem AP hafði símasamband við, dreifðu hermenn talibana vopnum til óbreyttra borgar í gær. íbúarnir sögðu að um 150 vopnaðir menn gættu bústaðar Mullah Mohammed Omar, leiðtoga talibana, en bústað- urinn hefur orðið fyrir mörgum sprengjum undanfarna daga. Avarpi Omars til hermanna var út- varpað í gær og sagði hann sigur þeirra vísan í baráttunni við trú- leysingjanna. ■ ÚR SKEIÐARÉTTUM Katrin Andrésdóttir, héraðsdýralæknir, segir lltinn mun á því þegar bændur syngja yfir sauðfénu I réttunum og þegar múslimar biðja í sláturhúsréttinni. , ,Halal-slátrun‘ ‘ á Selfossi Formaður Félags múslima á Islandi segir að venjulegir slátrunarhættir fullnægi kröfum sem múslimar gera til kjöts sem þeir leggja sér til munns. Sláturfélag Suðurlands á Selfossi hefur engu að síður komið til móts við óskir einhverra hópa og leyfa þeim að koma og slátra eftir kúnstarinnar reglum hjá sér. landbúnaður Einhverjir múslimar hér á landi hafa fengið að beita svonefndri „halal“ slátrun í Slát- urfélagi Suðurlands á Selfossi. Katrín H. Andrés- . dóttir, héraðsdýra- „Halal slatrun iæknjr á Selfossi, gangi út á að segir að ekki sé skepnurnar gengið að fullu til séu skornar móts við óskir en múslimar þeirra heldur sé megi ekki þeim mætt miðja borða það vegu. sem hann „Við höfum kallaði „dautt" gert þetta í SS, en kjöt. við stöndum yfir —«— þeim og þetta er kannski ekki gert nákvæmlega á sama hátt og þeir hefðu helst viljað. Þeir vilja skera á háls lifandi en við deyfum með rafmagni. Þannig er skepnan meðvitundarlaus þegar hún er skorin," sagði Katrín og taldi ekki að krafan um „halal-slátrun“ gæti orðið til að auka á heimaslátrun enda tryði hún því ekki að nokkur bóndi gæti horft upp á það að skepnur með fullri meðvitund væru skornar á háls. „Þeir messa yfir skepnunum áður, en það er kannski lítill munur á því hvort þeir syngja bænir inni í sláturhús- rétt eða þegar íslenskir bændur syngja yfir þeim í réttunum. Svo eru skepnurnar skornar í staðinn fyrir að stinga þær, þannig að lít- ill munur er á sláturaðferðinni," sagði hún. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á íslandi, segir að „halal“ slátrun gangi út á að skepnurnar séu skornar en múslimar megi ekki borða það sem hann kallaði „dautt“ kjöt. Hann sagði samt ekkert standa í Samkeppnishæfni þjóðanna: Island upp um átta sæti SAMKEPPNISHÆFNI RIKJA SAMKEPPNi Samkeppnisstaða ís- lands í samfélagi þjóðanna hefur batnað ef marka má nýja lista Al- þjóða efnahagsstofnunarinnar í Sviss. í fyrra vorum við í 23. sæti en nú erum við í 16. sæti. Stofnun- in metur þróun ýmissa efnahags- stærða, svo sem hagvaxtarhorfa, samhliða huglægu mati stjórn- enda. Sundurliðaðar upplýsingar í skýrslu stofnunarinnar leiða þó í ljós að hugsanlega er ékki allt sem sýnist. Þannig er ísland, ásamt Noregi og Irlandi, nefnt sérstak- lega sem ríki þar sem efnahags- umsvif eru orðin meiri en hag- kerfið er talið geta staðið undir til lengdar. Þá erum við mjög neðar- lega á sparnaðarlistanum. ísland er hinsvegar í fremsta flokki þeg- ar kemur að hagnýtingu upplýs- ingatækni og skilvirkni stjórn- sýslu. Á meðal þeirra sem á eftir okk- ur koma á heildarlistanum eru Þýskaland í 17. sæti, Frakkland í 20. og Ítalía í 26. sæti. ■ Sæti breyting á 2001 Þjóðir sæti frá 2000 1 Finnland +4 2 Bandaríkin -1 3 Kanada +3 4 Singapore -2 5 Ástralía +6 6 Noregur +9 7 Taiwan +3 8 Holland -5 9 Svfþjóð +3 10 Nýja Sjáland +9 11 Irland -7 12 Bretland -3 13 Hong Kong -6 14 Danmörk -1 15 Sviss -6 16 Island +8 vegi fyrir því að múslimar borði það kjöt sem er á boðstólum í verslunum hér á landi. „Þetta erum við búin að kanna hjá SS á Selfossi og venjulegir slátrunar- hættir ná 100 prósent yfir þetta. Auðvitað eru samt til mismun- andi skoðanir. Sumir vilja að múslimi slátri, en þetta er í raun og veru ósköp lítið mál. Við borð- um kjötið eins og ekkert sé,“ sagði hann. Salmann telur að múslimar hér á landi séu um 500 talsins en af þeim séu 168 skráðir í Félag mús- lima á íslandi. „Allir þessir flótta- menn sem komu frá Kosovo eru múslimar þannig að þetta er stór hópur,“ sagði hann og vonaðist til að félagið gæti komið sér upp að- stöðu innan skamms, en það er skráð til húsa á heimili hans. oli@frettabladid.is BEÐIÐ FYRIR BARDAGA Hermenn Norðurbandalagsins biðjast fyrir I gær. Tvær konur í haldi: Grunaðar um innbrot í sex apótek innbrot Lögreglan í Reykjavík hefur í haldi tvær konur sem grunaðar eru um að standa að baki fjölda innbrotstilrauna í ap- ótek sem gerðar hafa verið síð- ustu þrjá daga í Reykjavík. Til- raunirnar eru nú orðnar sex tals- ins, fimm aðfaranótt þriðjudags- ins og sú sjötta bættist við í fyrr- inótt þegar brotist var inn í Laug- arnesapótek. Þar var rúða brotin á útihurð og tvær hurðir spennt- ar upp áður en komið var inn í fyrirtækið Heilsubrunn sem staðsett er í sama húsi. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns, komst lögreglan á sporið eftir að bifreið sást fyrir utan apótekið um svipað leyti og ránið var framið. Nánari eftir- grennslan leiddi fljótlega til handtöku fyrrnefndra kvenna. Svipuð verksummerki voru við innbrotið í Laugarnesapóteki og í hinum apótekunum. Konurnar eru því grunaðar um aðild að þeim. ■ Stækkun ESB: Samkeppnis- staða Islands versnar evrópa Halldór Ásgrímsson sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær, að hætta væri á að markaðsað- gengi íslendinga í Evrópu versn- aði eftir að aðild- arlöndum Evrópu- sambandsins (ESB) fjölgaði. Fríverslunar- samningar milli Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) og þeirra landa sem bíða eftir að fá inn- göngu í ESB féllu úr gildi við inn- gönguna. Við það yrði samkeppnis- staða ESB landa sterkari en fslands í viðskiptum við þessi ríki. Þetta var svar við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um hvaða afleiðingar stækkun ESB hefðu á hagsmuni fslands í Evr- ópu. Halldór sagði íslensk stjórn- völd styðja stækkun ESB. Það væri jákvæð þróun, yki öryggi í Evrópu, hagvöxt þessara landa og viðskipti myndu eflast. Hins veg- ar hefði fjölgun aðildarlanda í för með sér að EES samningurinn yrði þyngri í vöfum. Stækkun ESB gerði ríkari kröfu um eins- leitni og minni möguleikar væru til að taka tillit til EES og EFTA. Halldór sagði jafnframt að ut- anríkisráðuneytið ynni að því að efla samstarf við þessi lönd og gæta hagsmuna íslands í löndum Evrópu. ■ HALLDÓR ÁS- GRÍMSSON Gæta verður að samkeppnisstöðu fslendinga á mörkuðum Evr- ópu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.