Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 18. október 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Arsene Wenger: Vieira eins og Scinnur leiðtogi knattspyrna Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, er ánægður með 2-1 sigurinn á Pan- athinaikos í Meistaradeild Evr- ópu í fyrradag, en þó sérstaklega frammistöðu, Patrick Vieira, Thi- erry Henry og Richards Wright. „Vieira gaf allt í leikinn og var eins og sannur leiðtogi á vellin- um,“ sagði Wenger. „Hann tapaði nokkrum boltum í byrjun en hafði nægan andlegan styrk til að breyta leiknum." Leikurinn gegn Panathinaikos var fyrsti leikur Wright með Arsenal í Meistaradeildinni, en hann var í liðinu þar sem David Seaman er frá vegna meiðsla. „Richard stóð sig mjög vel. Það var ekki bara það að hann skyldi hafa varið víti, heldur var hann mjög yfirvegaður og tók alltaf réttar ákvarðanir." Henry skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum og sagði Wen- ger að hann hefði enn einu sinni sýnt hversu frábær framherji hann væri. „Menn eru stundum fljótir að gagnrýna hann ef hann klúðrar færum, en heildarárangur hans með liðinu sýnir hversu vel hann hefur staðið sig.“ Yannis Kirastas, fram- kvæmdastjóri Panathinaikos, var ekki sáttur við tapið, en fram að leiknum hafði Panathinaikos fullt hús stiga í riðlinum. „Þetta voru ekki réttlát úr- slit,“ sagði Kirastas. „Arsenal átti ekki skilið að sigra. Mér fannst við leika vel og við sköp- uðum okkur fjöldann allan af færum sem við hefðum átt að nýta.“ ■ VIEIRA „Hann tapaði nokkrum boltum í byrjun en hafði nægan andlegan styrk til að breyta leiknum." «ssss*:¥S?í;ííwíí; Evrópukeppni: Eiður Smári ekki til Israel Formúla 1: VW og Jord- an í samstarf? kappakstur Þýska vikublaðið Focus Money magazine greinir frá því að þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hafi hug á samstarfi við Jordan-liðið í Formúlu 1. Samkvæmt blað- inu hefur Bernd Pischetsrieder, stjórnarformaður Volkswagen, þegar rætt við Eddie Jord- an, eiganda Jordan- liðsins, um hugsan- legt samstarf. Eins og staðan er í dag er Jordan í sam- starfi við Honda, sem sér liðinu fyrir vélum. Honda sér einnig BAR-liðinu fyrir vélum og hefur tilkynnt að það hyggist aðeins star- fa með einu liði í framtíðinni. ■ knattspyrna Chelsea verður án nokkurra lykilmanna í Evrópu- leiknum gegn ísraelska liðinu Hapoel Tel Aviv. Ástandið í Mið- Austurlöndum þykir sérstaklega ótryggt um þessar mundir vegna átakanna í Afganistan og aukinn- ar spennu milli araba og gyðinga. Forráðamenn félagsins leyfðu því leikmönnum að ákveða það sjálfir hvort þeir færu til ísrael og ákváðu sex leikmenn að verða eft- ir í Englandi, þar á meðal Eiður Smári Guðjohnsen. Auk Eiðs Smára ákváðu Emmanuel Petit, Graeme Le Saux, William Gallas, Albert Fer- rer og Marcel Desailly að verða eftir í Englandi. „Leikmennirnir höfðu valið og við virðum þeirra ákvörðun," sagði Colin Hutchinson, yfirmað- ur hjá Chelsea. „Evrópska knatt- spyrnusambandið sagði okkur á laugardaginn að leikurinn myndi fara fram í ísrael, en í ljósi að- stæðna vildum við ekki neyða neinn til að fara. Við skiljum áhyggjur þessara leikmanna og erum ekki svekktir út í ákvörðun þeirra. Við skýrðum það út að átökin væru á Gaza svæðinu og körfuknattleikur Michael Jordan, leikmaður Washington Wizards, hefur ekkert getað æft í þessari viku, þar sem hann meiddist á fæti í æfingaleik gegn Miami Heat á laug- ardaginn. Doug Collins, þjálfari Wizards, sagði að Jordan þjáðist af sinabólgu jordan °g að meiðslin væru ekki talin al- varleg. Ólíklegt er talið að Jordan taki þátt í æfingaleiknum gegn Detriot Pistons í kvöld. ■ NBA: Jordan meiddur Vesturbakkanum og að það væru allt önnur svæði en það sem við værum að fara til, en sumir leik- mannanna voru undir þrýstingi frá fjölskyldum sínurn." ■ EIÐUR SMÁRI Vegna átakanna I Wlið-Austurlöndum ákvað Eiður Smári leika ekki útileikinn gegn Hapoel Tel Aviv. Úrslitum hagrætt í Kína: Þjálfarar og leikmenn dæmdir í ársbann knattspyrna Mikil spilling ríkir í kínverska fótbolt- anum. Á miðvikudaginn voru fimm 2. deildar lið dæmd niður í neðri deild og allir leikmenn þeirra og þjálfarar settir í árs bann fyrir að hagræða úr- slitjtm leikja. í síðustu viku tryggði kínverska landsliðið sér sæti í lokakeppni Heims- meistarakeppninnar í fyrsta skiptið í sögunni en Kínverska knattspyrnu- sambandið hefur miklar áhyggjur af þróun knatt- spyrnunnar innanlands, þar sem ný spillingarmál eru sífellt að koma upp á yfirborðið. Sambandið telur að þessi skortur á háttvísi muni skaða ímynd kínverskrar knatt- spyrnu á alþjóðavett- vangi. Úrslit eins og 11-2 sáust í leik tveggja liða sem dæmd voru niður um deild og í öðrum leik kínverski boltinn Spillingarmál eru sífellt að koma upp í kínversku deild- arkeppninni. skoraði lið 4 mörk á síðustu mín- útum leiks eftir að hafa verið 2-0 undir. ■ Ég trúi á Guð, Mozart og Beethoven aifunní 17 • swmí. 5sC ^CCC Stærsta sérverslun með fæðubótarefni! Líkami fýrir lífið ráðgjöf+tilboð Fagleg ráðgjöf - Besta verðið - Mesta úrvalið LÍM' í ®EAS,. Myoplex Lite 20 bréf kr. 5.995.- Myoplex Lite 42 bréf kr.11.495.- Myoplex MRP 20 bréf m/hristara kr. 4.895.- Myoplex DeLuxe 36 bréf kr. 13.995.- Myoplex 20 bréf+500g Creatine kr. 8.995.- MegajyiassJjS kg. Zell Volume 2 kg. kr.5.995.- MegaMass 3 kg. kr. 4.495.- MegaMass 6 kg. kr. 7.995.- kr.11.690.- Fitumæling þér að kostnaðarlausu alla virka daga frá kl. 11-12 Stóraukið úrval af frábærum fæðubótarefnum sem virka vel! Creatine Rebose 40 skammtar kr. 3.995.- Power Meal 1,6 kg. kr. 3.995.- L-Glutamin 60 skammtar kr. 3.495.- Bio Essential Protein 750 g kr. 3.495.- Opið Mánudaga-föstudaga 9-18 Laugardaga kl. 10-14 HREYSTI mmmanmam; Fæðubótarefni - Æfingafatnaður - Rafþjálfunartæki Netverslun: www.hreysti.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.