Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2001 FIMMTUDAGUR I K! I IABI A! )li) Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Pverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINiTT RfKISÚTVARPIÐ Eftirsjá í þættinum Fréttaauki á laugardegi, segir bréfritari. Saknar Fréttaauka á laugardegi Helga ðgmundardóttir skrifar:_ fjöliviiðlar Fyrst vil ég þakka fyr- ir ágætis fréttablað sem hægt er að komast yfir að lesa án þess að eyða of miklum tíma í það. Einkum er ég ánægð með Bakþanka Kristínar Helgu Gunnarsdóttur sem er með því beittasta og besta sem lesa má í dagblaði um þessar mundir. Hug- renningar hennar skerpa mann fyrir amstur dagsins og endast fram að næsta pistli. En erindið var að minnast þess ágæta þáttar Fréttaauka á laugardegi í Ríkisútvarpinu á Rás 1, sem ég og fleiri sakna mikið. Á þessum síðustu og „ver- stu“ tímum veitti ekki af slíkum fréttaskýringaþætti fyrir fólk sem vill fylgjast —♦ - með (og getur þá „Alltaf fleiri en vaskað upp á með- ein hlið á an) en hefur ekki heimsmálun- möguleika á að um." leita sér upplýs- ..4,. inga í öllu því efni sem sent er á hin- um ýmsu rásum ljósvakamiðla heimsins. Það er nefninlega full vinna. Þar að auki komast ekki alltaf fleiri hliðar að í algengustu fjölmiðlunum en sú ríkjandi, sú sem hæst hefur, sú sem orðræða valdamestu manna og ríkja jarð- ar gefur tóninn. Það þýðir ekki að annar hafi rangt fyrir sér og hinn þá sjálfkrafa rétt, það eru bara alltaf fleiri en ein hlið á heimsmálunum og jafnvel okkar staðbundnu vandamálum hér á íslandi. Nú er aðeins mögulegt að heyra hinar hliðarnar öðru hverju í Speglinum og hver veit hvenær hann verður „sparaður burt“. Það gengur ekki til lengd- ar að látast búa við lýðræði ef opin umræða um ólík viðhorf er smám saman látin deyja út. ■ Svarti-Pétur og forsetar Alþingis Asíðustu misserum hefur fram- úrkeyrsla í opinberum bygg- ingarframkvæmdum nánast verið regla án undantekninga. í spilinu um það hverjir beri ábyrgðina á ___4__ óraunhæfum áætl- unum eða bruðli hefur engin viljað sitja uppi með Svarta- Pétur. Kostnaður við að „Nú skal ekk- ert fara úr- skeiðis." • —4— breyta húsnæði í Austurstræti 8- 10 í skrifstofur þingmanna fór til dæmis langt fram úr áætlunum og fjárlagaheimildum. Forsætis- nefnd þingsins sætti gangrýni fyrir þetta, en Halldór Blöndal forseti Alþingis, segir að Fram- kvæmdasýslu ríkisins sé ekki treystandi fyrir framkvæmdum við nýjan þingskála í ljósi reynsl- unnar. Forsetar þingsins hafa ákveðið að stjórna því sjálfir með handayfirlagningu að kostnaður við skálabygginguna verði innan ramma fjárlaga. Alþingi fer yfir útboðsgögn með aðstoð verk- fræðiskrifstofu og hefur ráðið mann til eftirlits og mánaðarlegr- ar skýrslugerðar. Nú skal ekkert fara úrskeiðis. Það er röggsemd yfir þessu hjá forsetunum, en ef ég man rétt þá varði Framkvæmdasýslan sig með því að ekkert ætti að fara úr böndum ef farið væri að þeim reglum sem giltu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra tók undir þetta með því að lýsa fullu trausti á embættið sem undir hann heyrir. MáLaianna Eínar Karl Haraldsson ræðir röggsemi þingforseta Vandinn hefur einmitt verið í því fólgin að þegar „gæluverkefni" þingmanna eða ráðherra hafa ver- ið í gangi, þá hefur ekki verið far- ið eftir reglum, heldur unnið út í reikning í stað þess að bjóða út, framkvæmdum flýtt óhóflega vegna merkisafmæla, eða fundn- ar út einhverjar sérástæður aðrar til þess að sniðganga reglurnar. Forsetar Alþingis vilja vera herrar í sínu húsi. Kosturinn við ákvörðun þeirra er sú að enginn þarf að efast um hverjir sitja uppi með Svarta-Pétur, fari kostnaður við þingskálann úr böndum. Hitt má efast um að ákvörðun forset- anna ýti undir stjórnfestu í ríkinu, sem margir telja að sé forsenda farsæls stjórnarfars. ■ „Þeir sem leggja þetta til eru allir að reyna að minnka skaðsemi fíkniefna/‘ segir Gunnlaugur Jónsson, sem hefur fært rök fyrir því, að af- nema eigi bann við notkun fíkniefna. fÍkniefnavandinn Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri, bar upp tillögu á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins um síðustu helgi þess efnis að við ættum að taka á fíkni- efnavandanum sem heilbrigðis- vandamáli fremur en glæpamáli. íslensk stjórnvöld ættu að taka upp umræðu um afnám fíkniefna- bannsins á alþjóðavettvangi og benda á fjölmarga ókosti þess. Gunnlaugur telur þessa um- ræðu tímabæra nú þar sem stríðið gegn fíkniefnum gangi illa og hef- ur fleiri ókosti en kosti í för með sér. „Það sem ég var að reyna að gera var að vekja fólk til umhugs- unar um hvort nær allir þeir hrika- legu hlutir, sem fólk telur almennt að fylgi fíkniefnum, gætu orsakast af fíkniefnabanninu." Gunnlaugur segir bannið gera það að verkum að margir fíkni- efnasalar fremji ofbeldisverk til að verja starfsemi sína. Neytendur leiðast út í glæpi til að eiga fyrir efnunum, sem eru mjög dýr vegna bannsins. Einnig segir Gunnlaugur að fíkniefnin séu hættulegri vegna bannsins þar sem glæpamennirnir blandi ýmsum aukaefnum í skammtana til að drýgja þá. Ef efnin yrðu lögleg fengi fólk betri upplýsingar um skammtastærð og notkun þegar það tekur við pakkn- ingum frá lyfjafyrirtækjum. „í þriðja lagi nefndi ég á fundin- GUNNLAUGUR JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI Bann við notkun fíkniefna er ekki til þess gert að hjálpa ungu fólki, sem lendir á glapstigu vímuefna. um að bannið væri ekki til þess gert að hjálpa ungu fólki sem lend- ir í þessum vanda. Það fer í fang- elsi og lendir í slæmum félagsskap og á oft mjög erfitt með að komast út úr þessu öngstræti. Sérstaklega ef það hefur eytt æskunni í fang- elsi/‘ segir Gunnlaugur. I fjórða lagi höfðaði Gunnlaug- ur til siðferðiskenndar landsfund- arfulltrúa. Aukið frelsi væri til þess gert að fólk tæki ábyrgð á sínu lífi. Það væri rétt að kenna því að það bæri sjálft ábyrgð en ekki ríkið. „Það hugarfar hefur einmitt reynst vel í áfengismeðferð í gegn- um tíðina; þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það sjálft ber ábyrgð á lífi sínu tekst því frekar að feta sig út úr svona vandræð- um.“ „Mér þótti mjög ánægjulegt að landsfundarfulltrúar hlustuðu á þessi rök og fjölluðu málefnalega um þau. Reynsla frá Hollandi sýnir að neysla kannabisefna hjá ungu fólki þar er minni en bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem yfirvöld ganga mjög hart fram í stríði sínu gegn fíkniefn- um,“ segir Gunnlaugur. Hann leggur að lokum áherslu á að fyrir tillögumönnum vaki að draga úr notkun fíkniefna, og þeir telji að aðrar aðferðir dugi betur en þær sem nú er beitt. ■ Lögleiðing myndi auka neyslu Umræðan á rétt á sér en umtalsverð hætta felst í að lögleiða fíkniefni að mati Einars Stefáns- sonar prófessors, sem stýrði heilbrigðisnefnd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fíkniefnavandinn „Ég held að það væri til hins verra að lögleiða fleiri fíkniefni en nú eru leyfð. Þessi umræða á hins vegar fullan rétt á sér og þeir sem eru fylgj- andi lögleiðingu hafa ýmislegt til síns máls. Fólk nálgast þetta frá sinni hlið,“ segir Einar Stefáns- son, prófessor, sem stýrði heil- brigðisnefnd landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. Einar segir helstu rökin fyrir lögleiðingu vera að taka glæpa- mennina út úr myndinni. Ef fíkni- efni séu ólögleg sé verið að skapa óvönduðum mönnum atvinnu- grundvöll. „Á hinn bóginn þá tel ég gríð- arlegan mun á notkunarmynstri og hversu margir nota fíkniefni sem eru lögleg miðað við þau lyf sem eru bönnuð. Þau sem eru bönnuð eru sem betur fer ekki notuð nema af fáeinum prósent- um fólks og í mörgun tilvikum að- eins brot úr prósenti," segir Einar. Hann telur umtalsverða hættu felast í því að lögleiða þessi lyf því neyslan myndi að öllum líkindum aukast. Fleiri myndu leiðast til að nota þessi efni og þar með fleiri bíða skaða. „Ég vigta það þannig í mínum huga að þetta yfirgnæfi þau rök sem felast í að bannið skapi glæpamönnum starfsgrund- völl,“ segir Einar. í baráttunni gegn fíkni- efnavandanum eigi að beita öllum aðferðum. Hluti hans er heilsufarsvandamál og EINAR STEFÁNSSON, PRÓFESSOR Heilbrigðisþjón- usta og að öflug löggæslu taki á þess. eru heil sjúkrahús starf- rækt til að venja fólk af notkun efnanna bg bráðum fylgikvillum þeirra. „Það er mjög mikið gert í heil- brigðisþjónustu og annars staðar til þess að eiga við þessi mál. Það er og rök- rétt að jafnframt því að eiga við þetta sem heilsu- farsvandamál að þá vinni löggæsla og tollayfirvöld gegn þessu líka,“ segir Einar. ■ |ORÐRÉTT | Gagnrýnir allt nema sjálfan sig stjórnmál „Það hefur sennilega ekki farið fram hjá nokkrum manni að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið landsfund sinn. Að venju hafa verið miklar umbúðir um fundarhaldið og fjölmiðlar hafa veitt umbúðunum mikla at- hygli. Formaður flokksins, sem jafnframt er forsætisráðherra landsins, hefur látið gamminn geysa í fjölmiðlum. Forsætisráð- herranum, formanni Sjálfstæðis- flokksins, hefur verið sýnd tillits- semi og umburðarlyndi úr hófi fram. Engu er líkara en fjölmiðla- menn hafi verið að ræða mál við barn í bleyju. Slík hefur umhyggj- an verið. Þetta er slæmt, því um er að ræða mann sem ekki treystir sér til að koma í viðræðu við póli- tíska andstæðinga sína í fjölmiðlum og sú spurning hefur óneitanlega gerst áleitin hvort fjölmiðlar séu orðnir svo veikir í hnjáliðunum að enginn þori í alvöru að spyrja for- sætisráðherrann út úr.“.. ...“Hvað skyldi nú forsætisráð- herra sem hefir slíkan málstað að verja grípa til bragðs? Haldreipið er að afvegaleiða fólk með tali um alls óskylda hluti. Rætt er um per- sónu Össurar Skarphéðinssonar og reynt að gera lítið úr honum, lands- fundarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins til skemmtunar. Síðan er Háskóli íslands tekinn til sérstakr- ar umfjöllunar. Allt er þetta gert á eins ómálefnalegan hátt og hugs- ast getur. Dylgjað er um menn og málefni. Sagt er að nú sé nauðsyn á miklum aga í Háskóla íslands. Engar röksemdir fylg- ja, aðeins staðhæfingar um nauð- syn á miðstýrðu agavaldi. Sú spurning vaknar hvort maðurinn sé að horfa til nærumhverfisins, þ.e. ríkisstjórnarinnar, og hvort hann vilji gera Háskóla íslands eins smáan og hann hefur gert sína samstarfsmenn í ríkisstjórninni. Þar höfum við allt of mörg dæmi um hvernig aga er beitt og hvernig menn hafa látið agast á tíu ára valdaferli Davíðs Oddssonar.“ Úr grein Ögmundur Jónassonar á vg.is 16.10.2001 DAVÍÐ ODDSSON „Engu er líkara en fjölmiðlamenn hafi ver- ið að ræða mál við bam í bleyju", segir Ögmundur Jónasson um viðtöl við forsæt- isráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.