Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 18
Ég er að lesa Trúðinn eftir þýska höfundinn
Heinrich Böll. Þetta er frábær skáldsaga,
sem fjallar um sjálfsbtekkingu og hræsnina
í samfélaginu. ■
Ragnhildur Císladóttir
Tónlistarmaður
BORGARLEIKHUSIÐ
STORA SVIDIÐ NYJA SVIDID
BLlÐFINWUR e. Þorvald Þorsteinsson___
/ Isikgerð Hörpu Amardóttur
Frumsýning Lau. 20. okt. ki. 14:00 ÖRFÁ SÆTI
2. sýning sun. 21.okt. kl. 14:00 ÖRFÁ SÆTI
Lau. 27. okt. kl. 14:00 ÖRFÁ SÆTI
Sun. 28. okt..kl. 14:00 ÖRFÁSÆTI
Lau.3. nóv.kl. 14:00 UPPSELT
Sun. 4. nóv. kl. 14:00 N0KKJR SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness
Ikvöld kl. 20-ÖRFÁSÆTI
Fös.19. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau. 27. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Sun. 28. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI
Fim. 1. nóv. kl, 20 - N0KKUR SÆTI
Fös.2. nóv. kL. 20 - N0KKUR SÆTI
MEÐ VlFIÐ ILÚKUNUM e. Rav Coonev
Lau. 20. okt. kl. 20 -UPPSELT
Fös. 26. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI
Lau.3. nov. kl. 20 - UPPSELT
Sun. 11. nóv. kl. 20-LAUSSÆTI
Fim. 15. nóv. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
ISLENSKI DANSFLOKKURINN_____________
HAUST2001 - 3 NÝISLENSK VERK
Frumsýning fim. 25. okt. kl. 20:00 JPPSELT
2. sýn. fös. 26. okt. kl. 20:00 LAUS SÆTI
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
2. sýn, i kvöld kl. 20:00 UPPSELT
3. sýn. fös. 19. okt. kl 20:00 UPPSELT
4. sýn. lau. 27. okt. kl. 20:00 NOKKUR SÆTI
5. sýn. sun. 28. okt. kl. 20:00 LAUS SÆTI
PRIÐJA HÆÐIN
PlKUSÖGUR e. Eva Ensler ___________
ikvöld kl.20 UPPSELT
Fös.19. okt.kl. 20 - UPPSELT
Lau. 20. og sun. 21. okt. i Vestmannaeyjum
Fim. 25. okt. kl. 20 - N0KKUR SÆTI
Fös.26. okt. kl. 20-ÖRFÁSÆTI
Lau. 27. okt. á Sauðárkróki
MIÐASALA 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga og fram aö sýningu sýningardaga. Sími miöasölu
opnar kl. 10 virka dag. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is
9. sýn. lau 20. okt. kl. 19 - UPPSELT
10. sýn. sun 21. okt. kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI
11. sýn. fös 26. okt. kl. 20 - UPPSELT
12. sýn. sun 28. okt. kl. 17-ÖRFÁ SÆTI
13. sýn. fös 2. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI
14. sýn. lau 3. nóv. kl. 19 - LAUS SÆTI
15. sýn. fös 9. nóv. kl. 20- LAUS SÆTI
16. sýn. sun 11. nóv. kl. 17- LAUS SÆTI
Ath. breytilegan sýningartima
Miðasala opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-19 virka daga.
Sími miðasölu: 5114200
18. október 2001 FIMMTUPAGUR
Háskólaútgáfan:
Burt - og meir
en bæjarleið
bækur Burt og meir en bæjarleið.
Dagbækur og persónuleg skrif
Vesturheimsfara á síðari hluta 19.
aldar, er ný bók frá Háskólaútgáf-
unni og fimmta bókin sem kemur
út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar. Sagnfræðing-
arnir Davíð Ólafsson og Siguröur
Gylfi Magnússon tóku bókina sam-
an og rita báðir ítarlega inn-
gangskafla að henni. í bókinni birt-
ast valdir kaflar úr dagbókum
nokkurra íslendinga sem fluttu
vestur um haf til Kanada og
Bandaríkjanna á seinni hluta 19.
aldar auk bréfa og sjálfsævisögu-
kafla Vesturheimsfara. ■
Tilraun sem aldrei linnti
Blásarakvintett Reykjavíkur er 20 ára um þessar mundir. Af því til-
efni verða afmælistónleikar í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld.
Stjórnandi „kvartettsins“ er einn úr hópnum, Bernharður Wilkinson.
BLÁSARAKVINTETTIN N
Auk Bernharðs skipa blásarakvintettinn Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson,
klarinett, Jósef Ognibene, franskt horn og Hafsteinn Guðmundsson sem leikur á fagott.
tónleikar „Auðvitað þekkjum við
hvert annað út og inn. Það sem
er kannski merkilegt við þetta er
hvað við höfum starfað lengi
saman. Ef það kemur ágreining-
ur innan hópsins leysum við úr
honum. Það hefur aldrei komið
til að við myndum tvístra hópn-
um,“ segir Bernharður Wilkin-
son hljómsveitarstjóri sem í
kvöld og annað kvöld leggur
þvei'flautuna á hilluna og stjórn-
ar félögum sínum í Blásarakvin-
tett Reykjavíkur. Leikin verða
verk eftir Prokofjev, Mozart og
Dvorak.
Bernharður hefur í auknum
mæli stjórnað hljómsveitum hin
síðari ár og nægir að nefna Sin-
fóníuhljómsveit æskunnar,
Hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík og Kammersveit
Reykjavíkur auk þess sem hann
er aðstoðarhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar íslands. En
hver er munurinn á að stjórna
kvartett og heillri Sinfóníu-
hljómsveit?
„Þetta er í sjálfu sér ekkert
öðruvísi en að stjórna píanó- eða
fiðlukonsert nema hvað í sinfón-
íuhljómsveit þarf stjórnandinn
að samræma mismunandi túlkun
hjá stórum hópi fólks og fá það
til að spila eins.“
Hann viðurkennir fúslega að
samstarf hljóðfæraleikara í
fimm manna hljómsveit sé óven-
ju náið.
„Það verður auðvitað miklu
nánari samvinna. Við þekkjum
hverja hreyfingu, andardrátt og
svipbrigði hjá hvert öðru. Maður
sér strax hvernig hinum líður og
hvað þeir ætla sér.“
Bernharður hóf tónlistarferil
sinn sem kórdrengur við West-
minster Abbey í London og kom
til íslands árið 1975 að loknu
námi í flautuleik við Royal
Northern College of Music. Þeg-
ar hann er spurður um breyting-
arnar á íslensku tónlistarlífi er
svarið afdráttarlaust: „Það hefur
allt breyst. Tónlistarfólk á ís-
landi hefur tekið svo miklum
framförum og getan er miklu
meiri. Ég er ekki að segja að
ástandið hafi verið slæmt þegar
ég kom fyrst. En tónlistarhefð
hér á landi er auðvitað mjög ung
í samanburði við Bretland eða
Þýskaland," segir Bernharður.
Hann tekur dæmi af Sinfóníu-
hljómsveitinni sem hann segir á
hraðri siglingu upp á við.
Talið best aftur að Blásarak-
vintettinum sem Bernharður
segir að hafi í raun byrjað sem
„tilraun" sem aldrei linnti.
Hópurinn hefur leikið víða um
heim og nægir að nefna
Carnegie Hall, Wigmoer Hall
og Óperhúsið í Sidney. Um 30
verk hafa verið samin sérstak-
lega fyrir kvintettinn á ferlin-
um og tvö erlend útgáfufyrir-
tæki hafa gefið út geisladiska
með spilverki hópsins. Þá lék
Blásarakvintettinn eitt sinn í
beinni útsendingu hjá BBC sem
Bernharður segir eina erfið-
ustu tónleikana fyrr og síðar.
Þess má geta að tónleikarnir í
kvöld og annað kvöld hef jast kl.
19.30.
kristjang@frettabladid.is
TAKE CARE
Eitt af verkum sýningarinnar. Eftir Pólverj-
ann Miroslaw Balka. Sýnir barnastól, sem
hvílir óstöðugur á sígarettustubbum.
Ný alþjóðleg sýning í
Hafnarborg:
Fólk hvatt til
að hætta
reykja
mynplistasýning Myndlistarsýning á
vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
innar var opnuð í Hafnarborg í gær.
lúttugu af framsæknustu lista-
mönnum Evrópu hafa verið fengnir
til starfa til að hvetja fólk til að leita
sér aðstoðar við að hætta reyking-
um.
Listamenn sem eiga verk á sýn-
ingunni eru: Stefano Arienti, Miros-
law Balka, Heike Baranowsky,
Pedro Barbeito, Jean-Marc Bustam-
ante, Wim Delvoye, Milena
Dopitova, Dominique Gonzalez-
Foerster og Ange Leccia, Zuzanna
Janin, Olav Christopher Jenssen,
Komar og Melamid, Zofia Kulik,
Lisa Milroy, Nakis Panayotidis,
Thomas Ruff, Sarah Staton, Gavin
Túrk, Not Vital, Julian Waíker og
Chen Zhen. Til sýnis eru höggmynd-
ir, myndbönd, málverk, ljósmyndir,
o.fl. I verkunum takast listamenn-
irnir á við þann heilsuskaða sem
reykingar valda, en einnig hvernig
tískuheimurinn hefur fegrað ímynd
reykingamannsins og hvernig aug-
lýsingaherferðir tóbaksframleið-
enda reyna að rugla fólk í ríminu.
Sýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl 11 til 17 og lýkur
henni 12. nóvember. ■
FIMMTUDAGURINN
18. OKTÖBER
RÁÐSTEFNA_________________________
09.00 Arkitektafélag fsl., Tæknifræð-
ingafélag ísl. og Verkfræðingafé-
lag íslands halda ráðstefnu á
Grand Hótel Reykjavík undir yfir-
skriftinni: Samgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu. Á ráðstefnunni
verður fjallað um samgöngur frá
fjölmörgum sjónarhornum, m.a.
umferðar-, fjárfestinga-, fagur-
fræði- og umhverfissjónarmiðum.
Edwin Marks mun kynna nýlega
úttekt AEA Technology á járnbraut
til og frá Keflavík sem unnin var
fyrir Orkuveitu Rvk. og Reykjavík-
urborg. Ráðstefnunni lýkur kl. 16.
TÓNLEIKAR_________________________
23.00 Drum & bass/jungle plötusnúður-
inn Doc Scott leikur á Astró í
kvöld. Með Doc Scott troða upp
DJ Reynir, DJ Kristinn (neðri
hæð) og Chico Rockstar (efri
hæð).
FYRIRLESTRAR______________________
12.00 Rabb á vegum Rannsóknastofu í
kvennafræðum. Hulda Proppé
mannfræðingur flytur fyrirlestur í
Norræna húsinu undir yfirskrift-
inni Ég sé kvótakerfið fyrir mér
sem lopapeysu - kynhugmyndir
og upplifun kvenna af orðræðu
og auðlindastefnu i sjávarút-
vegi.
16.15 Málstofa í læknadeild. Stefán R.
Jónsson flytur fyrirlesturinn Hlut-
verk Vif í mæði-visnuveiru í sal
Krabbameinsfélags (slands.
17.00 Dr. Cristophe Pons flytur opinber-
an fyrirlestur í boði félagsvísinda-
deildar um afturgöngur á Vest-
fjörðum. Pons skrifaði doktorsrit-
gerð sína um þetta efni en hann
hefur dvalist lengi á íslandi. Fyrir-
lesturinn verður fluttur í stofu 101
í Odda. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill á meðan húsrúm
leyfir
17.00 Dr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
prestur kvennakirkjunnar, flytur
erindið Prestsstarfið - auðlegð
kirkjunnar, notkun og sóun, í
málstofu Guðfræðistofnunar Há-
skóla íslands. Málstofan verður í
V. stofu í Aðalbyggingu og er öll-
um opin.
20.00 Kynning á Kristjáni Guðmunds-
syni myndlistarmanni á vegum
Listaháskóla fsiands í Laugar-
nesi. Kynningin er haldin i tilefni
sýningar hans, sem nú stendur
yfir í Lístasafni Reykjavíkur, og f til-
efni útkomu listaverkabókar um
Kristján.
FUNDIR______________________________
20:00 Fræðslukvöld í Fossvogskirkju
um sorg og líðan ástvina við
skyndilegan missi. Margrét
Blöndal hjúkrunarfræðingur fjall-
ar um viðbrögð við skyndilegum
dauða. Hún mun meðal annars
gera grein fyrir áfallahjálp og sorg.
Að loknum fyrirlestrinum verður
boðið upp á fyrirspurnir og um-
ræður. Aðgangur er ókeypis og
eru allir hjartanlega velkomnir.
mynplist Kynning á Kristjáni
Guðmundssyni myndlistar-
manni verður haldin í kvöld í
húsakynnum Listaháskólans ís-
lands í Laugarnesi. Kynningin er
haldin í tilefni sýningar hans,
sem nú stendur yfir í Listasafni
Reykjavíkur, og í tilefni útkomu
listaverkabókar um Kristján,
sem útgáfufélagið Mál og menn-
ing hefur gefið út í samvinnu við
20.30 Fræðslufundur Krabbameinsfé-
lags Hafnarfjarðar í Hásölum
Hafnarfjarðarkirkju, gengið inn
frá Strandgötu. Fyrirlesari fundar-
ins er Rósa Guðbjartsdóttir
framkvæmdarstjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna.
Fyrirspurnir og umræður. Allir vel-
komnir.
BÍÓ___________________________________
22.30 Filmundur sýnir nýja spænska
gamanmynd, Torrente 2: Misión
en Marbella. Miðaver kr. 500 fyrir
Filmundarfélaga, kr. 800 fyrir aðra.
Listasafn Reykjavíkur. Ólafur
Gíslason listgagnrýnandi, einn
höfunda bókarinnar, mun flytja
stutt erindi um Kristján og
kynna bókina. Að því loknu verð-
ur sýnt stutt myndband þar sem
Kristján gerir grein fyrir verk-
um sínum og viðhorfum til
myndlistarinnar en myndbandið
hefur ekki verið sýnt áður.
Kynningin hefst kl. 20. ■
SAMKOMUR_________________________
13.00 Prjónað fyrir Rauða krossinn.
Fólki gefst kostur á prjóna flíkur
fyrir hjálparþurfi erlendis að
Hverfisgötu 105. Ull og garn á
staðnum. Prjónað til kl. 16.
S:5518800. Glatt á hjalla og vel
tekið á móti nýju fólki.
SÝNINGAR_________________________
Vettvangsrannsókn Kristlnar Loftsdótt-
ur mannfræðings meðal WoDaaBe
fólksins í Níger er til sýnis f Þjóðarbók-
hlöðu. Yfirskrift sýningarinnar er: „Horn-
in íþyngja ekki kúnni" og stendur hún til
9. nóvember.
Elísabet Ásberg opnaði á laugardag
sína sjöttu einkasýningu í sýningarsal
Gallerí List, Skipholti 50d. Þar sýnir hún
lágmyndir unnar úr silfri, nýsilfri, tré og
sandblásnu gleri. Sýningin stendur til 27
október og er öllum opin. Opnunartími
er virka daga frá 11-18 og laugardaga
11-18.
Handritasýning í Stofnun Árna Magnús-
sonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýningin
er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstu-
daga til 15. maí.
MYNDLIST_________________________
Hildur Bjarnadóttir hefur opnað sýn-
ingu í gallerí@hlemmur.is Þverholti 5.
Reykjavík. Verkin, sem flest eru unnin á
þessu ári, fjalla eins og fyrri sýningar lis-
tamannsins um mörkin milli nytjalistar
og myndlistar. Opið fim. til sun. 14 -18.
Snóker-# PpoJ ;#Dart
Risaskjár
Alltaf tilboð á barnum
Sjáumst
Listaháskóli Islands:
Kynning á Kristjáni
Guðmundssyni