Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma: Unnið að ráðningu nýs forstjóra fjarskiptafyrirtæki Eyþór Arn- alds, forstjóri Islandssíma, segir að framtíð hans innan fyrirtæk- isins verði ráðin á fundum stjórnar og hluthafa í dag. „Það liggur fyrir að ég legg fram beiðni umílausn frá störfum frá og með næstu áramótum fyrir stjórnarfund í fyrramálið [í dag]. í sjálfu sér er það ekki fyrr en þá sem niðurstaða fæst í mál- inu. Samhliða þessu er verið að vinna að ráðningu nýs for- stjóra," sagði hann, en áréttaði að ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir í þessum efnum. Jafnframt ræðst möguleg stjórnarseta Eyþórs á hluthafa- fundi fslandssíma sem hefst í hádeginu á Hótel Sögu. „Kosning stjórnar er á dagskránni, eigum við ekki bara að láta það koma í ljós hverjir gefa kost á sér og hverjir verða kjörnir." Eyþór sagði ákvörðunina um starfslok vera alfarið sína eigin og ráðast af spennandi verkefnum eftir áramót án þess að hann vildi fara frekar út í þá sálma. At- hygli vekur þó að Eyþór hefur í þessum mánuði tekið sæti sem varamaður í borgarstjórn eftir nokkuð hlé. ■ EYPÓR ARNALDS Á ný orðinn vara- maður í borgarstjórn. FORSÆTISRÁÐHERRANN SECIR AF SÉR Jens Stoltenberg, skýrir frá þvi að stjórn Verkamannaflokksins fari frá á föstudag- inn. Stjórn þriggja hægriflokka tekur við. Stjórnarskipti í Noregi: Séra Bondevik tekur aftur við stjóm osló. ap Stjórnarskipti verða í Noregi á föstudaginn. Jens Stol- tenberg forsætisráðherra skýrði þinginu frá því í gær að hann myndi segja af sér. Við tekur minnihlutastjórn Hægriflokksins, Kristilega þjóðarflokksins og Vinstriflokksins. Kjell Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, verður forsætis- ráðherra öðru sinni, en hann gekk í gær á fund Noregskonungs og fékk formlegt umboð til að mynda stjórn. Jan Peterson, leiðtogi Hægri- flokksins, verður utanríkisráð- herra nýju stjórnarinnar, en fjár- málaráðherra verður Per-Kristian Foss. Nýja stjórnin hefur þó ekki þingmeirihluta, því þingmenn flokkanna þriggja eru aðeins 62, en á þingi sitja 165 þingmenn. Stjórnin þarf því á stuðningi fjórða flokksins að halda, og á þriðjudaginn gaf Framfaraflokk- urinn vilyrði sitt fyrir því að verða stjórninni ekki að falli, a.m.k. ekki næsta árið. Carl I. Hagen, leiðtogi Framfaraflokks- ins, segir flokkinn eiga meira sameiginlegt með stefnuskrá stjórnarinnar heldur en aðrir flokkar. Verkamannaflokkurinn, sem farið hefur með stjórn frá því Bondevik sagði af sér vorið 2000, fékk í kosningunum þann 10. sept- ember verstu útreið sína frá því 1924. ■ SMÁTT Landlæknisembættið og Al- mannavarnir ríkisins hafa sent frá sér sameiginlega til- kynningu vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur um hugsanleg- ar póstsendingar sem innihalda miltisbrandsgró. Fram kemur að líkur á að miltisbrandur eða aðr- ar sýkingar berist hingað til lands með slíkum sendingum séu afar litlar. Bandaríkjaforseti í Asíu: Ræðir við ráða- menn Kína og fleiri Asíuríkja BUSH KVEÐUR LANDA SÍNA „Það er mjög mikilvægt að ég fari, ekki bara til þess að ræða efnahagslega hagsmuni okkar og tvíhliða hagsmuni, heldur til þess að eiga frekari viðræður um stríðið gegn hryðjuverkum," sagði Bush um Asiuför sína f gær. WASHINCTON. SHANC- hai. ap George W. Bush Bandaríkja- forseti hélt af stað í fimm daga ferðalag til Asíu í gær, með- an loftárásirnar á Afganistan standa sem hæst. Bush ætl- ar að m.a. að ræða við ráðamenn í Kína og ávarpa fund efnahagssambands Asíu- og Kyrrahafs- ríkja (APEC), sem nú stendur yfir í Peking. Bush ætlar m.a. að afla sér enn frek- ari stuðnings við hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverka- mönnum. Bandaríska dag- blaðið Washington Post hafði eftir ónafngreindum embættismönn- um í gær að Bandaríkin ætli að aflétta vopnasölubanni á Kína, en þetta bann var lagt á eftir atburð- ina á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989, þegar kínverski herinn braut á bak aftur lýðræðis- leg mótmæli með harðri hendi. Með því að aflétta þessum refsiaðgerðum vonast Banda- ríkjamenn til þess að Kínverjar eigi auðveldara með að standa við bakið á þeim í hernaðaraðgerðun- um í Afganistan. Á mánudaginn tóku Kínverjar tvo róttæka múslima í Xinjiang héraði af lífi, en þar eru múslimar í yfirgnæfandi meirihluta og eru margir hverjir ósáttir við að vera undir kínverskri stjórn. ■ Líbýumaður handtekinn: Grunaður um peningaþvætti fjársvik Rannsókn stendur yfir á manni sem handtekinn var á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku grunaður um peningaþvætti. Maðurinn var handtekinn við komuna hingað til lands en hann þótti tortryggilegur um margt. Á manninum fundust reiðufé í er- lendum gjaldmiðlum auk skart- gripa. Þótti ástæða til að leita nán- ari skýringar og málið sent efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að maðurinn hafði áður komið til landsins og gefið upp rangar upplýsingar um nafn og þjóðerni en hann er réttskráður lí- býskur ríkisborgari. í kjölfarið vöknuðu ákveðnar grunsemdir um tilætlanir mannsins að þvætta peninga hér á landi. Að sögn Jóns H. Snorrasonar,. saksóknara og yfirmanns efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra, var lagt hald á fjármuni mannsins auk annarra fjármuna sem þegar var búið að koma fyrir á bankareikningum hér á landi. HÚSNÆÐI RÍKISLÖCRECLUSTJÓRA Rannsókn málsíns mun halda áfram og teygir að öllum líkindum anga sína til ann- arra landa. Sagði hann upphæðirnar skipta milljónum. Aðspurður sagði hann hvorki íslenska né erlenda aðila búsetta hér á landi eiga aðild að málinu. Maðurinn var látinn laus eftir að hafa sætt yfirheyrslum og fór í framhaldinu fljótlega úr landi. Jón sagði rannsókn málsins haldið áfram og yrði leitað samstarfs er- lendra lögregluliða ef ástæða þætti til. ■ Cyberdrive 16 hraða skrifari • 16x12x40 skrif/ endurskrif/leshraði • 100 ms sóknartími • 2MB Buffer (flýtiminni) • Buffer under-run vernd • Vandaður skrifarahugbúnaður Seagate 40GB harður diskur • 5400 RPM (snúngar á sek.) • sóknarhradi 8.9 ms • 512 KB flýtiminni • ATA100 (styður ATA33/66) Sá stærsti! MAXTOR 100GB harður diskur • 5400 RPM (snúningar á sek.) • sóknarhraði 10.5 ms • 2048 KB flýtiminni • ATA100 (styður ATA33/66) HARÐ I-1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.