Fréttablaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS
Kvíðirðu vetrinum?
Nei, alls ekki. Mér finnst veturinn mjög
skemmtilegur, það er nóg að gera í skólan-
um og vinnunni og síðan er ég líka að æfa
handbolta. ■
Gígja Kristinsdóttir nemi í Fjölbrautaskólanum við
Ármúla
FRETTABLAÐIÐ
18. október 2001 FIMMTUDAGUR
TONY BLAIR
Forsætisráðherrann hafnaði í gær beiðni
hjálparstofnana og nokkurra eigin flokks-
bræðra um að gera hlé á loftárásunum á
Afganistan til þess að hægt verði að senda
þangað matvæli og aðrar nauðsynjar.
Tony Blair þarf að líta
sér nær:
Flokksbræð-
ur gagnrýna
loftárásir
london. ap Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, hefur ferðast
vítt og breitt um heiminn til þess
að afla stuðnings ráðamanna,
bæði við alþjóðlega herferð gegn
hryðjuverkum og við loftárásir
Bandaríkjamanna og Breta á
Afganistan. Hann gæti þó þurft að
beita kröftum sínum og rökfimi
meira heima fyrir á næstunni.
Sumir flokksbræður Blairs í
Verkamannaflokknum eru byrjað-
ir að viðra efasemdir sínar um
loftárásirnar á Afganistan og
setja ekki síst spurningamerki við
þátttöku Breta í þeim.
Margir þessara gagnrýnenda
eru reyndar á vinstri væng
flokksins, og hafa þeir jafnan ver-
ið lítt hrifnir af stefnu Blairs í
flestum málum. Þó virðist sem
óróleiki vegna loftárásanna sé að
færast nær miðju flokksins þar
sem Blair hefur venjulega átt
fylgi að fagna.
„Á vikunum, sem liðnar eru frá
11. september, hafa þingmenn
hikað við að segja það sem þeim
raunverulega býr í brjósti," sagði
Doug Henderson, einn þingmanna
Verkamannaflokksins. Hann
sagðist þó telja að það væri að
breytast.
Annar þingmaður Verkamanna-
flokksins, George Galloway, gagn-
rýndi árásirnar harðlega og sagði
þær helst líkjast því að boxarinn
Mike Týson léti höggin dynja á
fimm ára gömlu barna. ■
I LÖGREGLUFRÉTTIR I
Tilkynnt var um innbrot í f jór-
ar bifreiðar í gærmorgun.
Farið var inn í tvær bifreiðar í
Austurborginni. Voru unnar
skemmdir á annarri bifreiðinni
en ekki var vitað hverju var
stolið og í hinni var stolið far-
síma og fleiru smávægilegu. í
Vesturbænum var brotist inn í
bifreið og stolið hljómflutnings-
tækjum og verkfærum og þykir
sýnt að tjónið nemi tugum þús-
unda króna. Þá var tilkynnt um
innbrot í bifreið í Breiðholtinu og
stolið hljómflutningstækjum.
Fjölskipaður Hæstiréttur:
Tvisvar í viku, áður þrisvar á áratug
dómsmál Fullskipaður sjö manna
dómur hefur tvisvar hlýtt á mál-
flutning fyrir Hæstarétti síðustu
vikuna. Sjaldgæft er að fullskip-
aður dómur fari yfir mál og það
aðeins gert þegar um sérstaklega
umfangsmikil mál er að ræða.
Næsta áratug á undan gerðist það
þrívegis að fjölskipaður dómur
kvað upp dóm í málum.
í gær var tekið fyrir mál
ungrar konu sem krafist hefur
bóta vegna meiðsla sem hún varð
fyrir í bílslysi en hún var farþegi
í bíl sem var keyrt af manni und-
ir áhrifum áfengis. Á miðviku-
dag í síðustu viku var tekið fyrir
mál Alþýðusambands íslands á
hendur stjórnvöldum vegna laga
sem sett voru á sjómannaverk-
fall fyrr á þessu ári. í báðum til-
fellum fjalla sjö dómarar um
málið.
Síðasta áratug hefur þrívegis
gerst að fjölskipaður dómur hafi
kveðið upp dóm í málum. 1993
kváðu sjö dómarar upp dóm í
Hrannarmálinu þar sem deilt var
um skattalega meðferð. 1994 var
sami háttur hafður á í skinkumál-
inu sem Hagkaup höfðaði á hend-
ur ríkinu vegna innflutnings á
skinku og á síðasta ári kvað fjöl-
skipaður dómur upp dóm í Vatn-
eyrarmálinu þar sem tekist var á
um stjórn fiskveiða. ■
HÆSTIRÉTTUR
Fjölskipaður dómur fjallaði tvívegis um
mál á vikutíma. Næsta áratug á undan
hafði það þrisvar gerst að fjölskipaður
dómur fjallaði um mál.
I LÖGREGLUFRÉTTIR
Lögreglan í Reykjavík fann í
fyrrinótt lítið magn fík.ni-
efna sem tveir menn höfðu á
sér innanklæða. Hafði lögreglan
stöðvað bifreið mannanna við
Hraunbæ og við nánari eftir-
grennslan fundust fíkniefnin.
Grunur leikur á að kveikt
hafi verið í vinnuskúr, sem
var í garði við Bárugötu í
Reykjavík, um þrjúleytið í
fyrrinótt. Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins var kallað á vett-
vang en skúrinn brann til
kaldra kola.
Fjölskylda flugmanns
gefur milljón í söfnun
Bróðir flugmannsins sem fórst í Skerjafjarðarslysinu segir niðurstöður flugslysanefndar ótrú-
verðugar. Oháð rannsókn sé óhjákvæmileg. Hann leggur í dag eina milljón króna frá fjölskyldu
sinni til söfnunar fyrir rannsókninni. Aðstandendur segja samgönguráðherra þurfa að koma að
rannsókninni eða bregðast skyldum sínum ella.
SKERJAFJARÐARSLYSIÐ Ali DaglaS,
bróðir flugmannsins Mohamads
Daglas sem fórst í flugslysinu í
Skerjafirði í fyrra, leggur í dag
eina miiljón króna frá fjölskyldu
þeirra bræðra inn á söfnunar-
reikning vegna óháðrar rannsókn-
ar á slysinu.
Ali Daglas segir niðurstöður
flugslysanefndar um orsakir flug-
slyssins vera ótrúverðugar. Því sé
óhjákvæmilegt að óháð rannsókn
fari fram og þá rannsókn hafi fjöl-
skyldan viljað styðja.
„Ég bið hvern þann sem getur
varpað ljósi á málið að gefa sig
fram og hjálpa okkur. Þar gæti
verið um að ræða fólk sem annað
hvort heyrði eitthvað eða sá sem
tengist slysinu eða til dæmis flug-
menn sem áður flugu þessari
sömu vél. Það verður skera úr um
það hvort orsök slyssins tengist
flugvélinni sjálfri, eftirlitinu,
eldsneytinu eða einhverju öðru.
Það er einfaldlega sanngirnismál
fyrir almenning og fyrir bróðir
minn og önnur fórnarlömb slyss-
ins að sannleikurinn komi fram,“
segir Ali Daglas.
ALI DAGLAS
Aðstandendurnir hafa skorað á samgönguráðherra að gera óháðu rannsóknina
að sinni rannsókn.
Friðrik Þór Guðmundsson, faðir
eins drengjanna sem lést í slysinu,
segir að nýjar upplýsingarnar frá
köfurunum sem tóku þátt í björgun-
inni séu svo óyggjandi dæmi um
fúsk flugslysanefndar að þau varpi
rýrð á alla skýrslu nefndarinnar.
„Upplýsingar kafararanna
sýna að mikilvægir kaflar í
skýrslunni er kolrangir, til dæmis
varðandi legu og ástand flaksins,
röð sjúklinga upp úr sjó og elds-
neytismagn í sjónum. í ljós kemur
að mikilvæg sönnunargögn voru
skilin eftir í sjónum og ekki sótt
fyrr en löngu síðar. Þessar upp-
lýsingar, ásamt öðrum upplýsing-
um sem fram hafa komið, ganga
algerlega í berhögg við framsetn-
ingu, getgátur og kenningar flug-
slysanefndar varðandi eldsneytis-
magn í vélinni. Það, ásamt ekki
síst ótímabærri förgun hreyfils-
ins og ónógri umfjöllun um flug-
umferðarstjórnunina, gerir megin
niðurstöðurnar ómarktækar,"
segir Friðrik Þór.
Páll Hannesson, sem er í stjórn
fjársöfnunarinnar vegna rann-
sóknar sérfræðinganna frá Cran-
field, segir um 2,3 milljónir króna
þegar hafa safnast, en eins og
áður segir mun ein milljón króna
bætast við þá upphæð í dag frá
fjölskyldu Mohamads Daglas.
Aðstandendurnir hafa skorað á
samgönguráðherra að gera óháðu
rannsóknina að sinni rannsókn:
„Ef ráðherra bregst ekki snarlega
við þessum nýjustu upplýsingum
teljum við að hann sé endanlega
að bregðast skyldum sínum,“ seg-
ir Friðrik Þór.
gar@frettabladíd.is
Mikil réttarbót ef lög um
fasteignaviðskipti verða sett
Engin lög um fasteignaviðskipti til þessa. Frumvarp lagt fram á þessu þingi. „Mikil réttarbót/'
segir Runólfur Gunnlaugsson, fasteignasali. Hugmyndir eru uppi um sérstakar skoðunarstöðvar
fasteigna. Skoðunarskýrslur yrðu vegvísir í bótakröfum.
fasteignavidskipti Dóms-og kirkju-
málaráðherra hefur lýst því yfir að
frumvarp til Iaga um fasteignavið-
skipti verði tekin fyrir á yfirstand-
andi þingi, en frumvarpið er til
vinnslu í dómsmálaráðuneytinu.
Um er að ræða heildarlög um fast-
eignaviðskipti, en fram að þessu
hafa þau byggt á venju og stuðst
við lög um lausafjárkaup. Laga-
nefnd á vegum félags fasteigna-
sala hefur komið að samningu
frumvarpsins. Að sögn Runólfs
Gunnlaugssonar, fasteignasala,
sem sæti á í nefndinni, fjalla lögin,
í hnotskurn, um samskipti á milli
kaupenda og seljenda fasteigna.
„Megin nýjungin er hugmyndin
um skoðunarstöðvar fasteigna og
skoðunarskýrslur," segir Runólfur.
Fasteignir yrðu skoðaðar af fagað-
ilum sem gæfu út nákvæma
skýrslu á ástandi
fasteignarinnar.
Kaupandi myndi
þannig bjóða í
eignina eftir því
ástandi sem lýst er
í skýrslunni. Að
sögn Runólfs
myndi seljandi
eignarinnar, sem
hefði látið gera
skýrsluna á sinn
kostnað, þannig
losna undan
ábyrgð en hún
kæmi í hlut skoð-
unarmanna sem
bæru ábyrgð á ná-
kvæmri lýsingu á
eigninni og hefðu
ábyrgðatryggingu.
Wm
RUNÓLFUR
GUNNLAUGS-
SON, FAST-
EIGNASALI
Lögin fjalla um
samskipti milli
kaupenda og selj-
enda, en megin
nýjungin er hug-
mynd um skoð-
unarstöðvar fast-
. eigna.
á bak við sig
Ekki er Ijóst
hvort seljendur verða skyldaðir til
FASTEIGNAEIGENDUR
Seljendur myndu sjá sér hag í að láta gera
ástandsskýrslu, því auðveldara verður að
leysa úr bótakröfum.
að láta gera skoðunarskýrslu. „Ef
seljandi verður ekki skyldaður til
að láta gera ástandsskýrslu um
eignina, munu myndast tvö verð á
markaði. Ef kaupandi býður í
óástandsskoðaða eign hlýtur að
hann að bjóða niður, því hann er að
taka ákveðna áhættu. Seljendur
munu sjá sér hag í að láta gera
ástandsskýrslu, því þeim mun bet-
ur sem kaupandi er upplýstur,
þeim mun nákvæmar býður hann í
eignina," segir Runólfur. Ef kaup-
andi gerir kröfu um bætur vegna
galla á eigninni, verður síður álita-
mál hvort um er að ræða bóta-
skyldu þar sem að skýrslan verður
lögð til grundvallar sem vegvísir
um það hvernig tekið skuli á mál-
um. Það bætir stöðu seljanda til
muna. „Á heildina litið verður um
að ræða mikla réttarbót, ef frum-
varpið verður að lögum,“ segir
Runólfur.
arndis@frettabladid.is