Fréttablaðið - 09.11.2001, Síða 1

Fréttablaðið - 09.11.2001, Síða 1
MENNING Gestaboð í einangruðu húsi bls 22 SÝNING Vantar Jleiri slíka lœkna bls 18 MENNTUN Nemendur ábyrgir bls 13 Hjálpum Afganistan 907 2003 <GlT Kí£J Rauði kross íslands FRETTABLAÐIÐ 141. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 9. nóvember 2001 FOSTUDAG UR Ræða einelti ráðstefna Rætt verður ura aðgerðir gegn einelti í grunnskólum á ráð- stefnu í Borgartúni í dag. M.a. verður leitað í smiðju sænsks sér- fræðings um þetta vandamál. Festival í Iðnó kynningar Bókaútgáfan Forlagið heldur árlegt festival sitt í Iðnó. Höfundar lesa úr væntanlegum og útkomnum jólabókum. Meðal þeir- ra sem lesa eru; Jón Atli Jónasson, Stefán Máni, Magnús Guðmunds- son og Guðbergur Bergsson. {VEÐRID í DAGÍ REYKJAVIK Suðvestan 13-18 m/s og bætir i vind undir kvöld. Rigning eða súld. Hiti 7 til 10 stig. VINDUR URKOMA HITI Isafjörður © 10-15 Rigning ©8 Akureyri © 8-13 Rigning Q7 Egilsstaðir G 8-13 Rigning CV Vestmannaeyjar © 13-18 Rigning Q 9 Barist í boltan- um keppniNjarðvík og ÍR mætast í Kjörísbikarnum í kvöld og í handbolta keppa Vestmannaey- ingar og Þór. „Those where the Days“ sýning Þrjár fyrrum skólasystur minnast skóladaga sinna í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands með sýningu, „Those where the Days“, í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg S, Reykjavík. Sýnd eru grafíkverk, glerlist og skart. Sýningin er opin á verslunartíma. i kvölpiðTkvölp] Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STADREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aldrinum 25 til 59 ára? Meðallestur 25 til 59 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 eintök 78% fólks les blaðið FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. Brottkastið tengist fiskveiðistj órnuninni Sjávarútvegsráðherra segir það einnig vera í öðrum kerfum. Myndir fréttamanns og myndatöku- manns sjónvarps sýna glöggt hvernig staðið er að brottkasti á sjó. Stórum fiski og góðum er hent þar sem verðið sem fæst fyrir hann er of lágt. Skipun frá útgerð og skipstjóra að henda fiski undir ákveðinni stærð. Stjórnvöld verða að bera ábyrgðina segir Magnús Þór Hafsteinsson. brottkast Myndir af brottkasti sem sýndar voru í Ríkissjónvarp- inu í gærkvöldi sýna ekki fram á neitt sem menn vissu ekki fyrir, segir Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra, þó það sé sorglegt að horfa upp á brottkastið. Árni segir stjórnvöld vita mikið um brottkast og þegar hafi mikið ver- ið gert til að sporna gegn því, m.a. með því að þrefalda fjölda eftir- litsmanna. Sér virðist sem brott- kast hafi minnkað hvort sem það sé vegna aðgerða stjórnvalda eða af öðrum ástæðum. Margir hafa tengt brottkast kvótakerfinu. „Auðvitað tengist svona kerfinu, og þeim þáttum í kerfinu sem takmarka þann afla sem má koma með að landi“, segir sjávarútvegsráðherra. „Það er gert í öðrum kerfum líka og þar sjá menn brottkast líka.“ Brott- kast hafi sést í Smugunni þar sem veiðar hafi verið frjálsar og því tengst öðrum þáttum. Þá hafi BROTTKAST Á ÍSLANDSMIÐUM Vænn þorskur, sem ekki er unninn, fellur út um til þess gerða lúgu á síðu skipsins. brottkast verið stundað áður en kvótakerfið tók gildi. „Ég var á sjó áður en kvótakerfið kom á. Þá var fiski líka hent en það reyndar ekki bannað með lögum.“ Magnús Þór Hafsteinsson sem tók myndirnar af brottkastinu um borð í fiskiskipum segir að í öðr- um túrnum sem hann fór í hafi skipanir verið gefnar af útgerð og skipstjóra í upphafi sjóferðar um að henda öllum fiski sem ekki félli innan þess afla sem ætlunin var að koma með í land, aðeins ætti að koma með þorsk og ýsu að landi, öðru skyldi hent. Hann segir að í þeim ferðum sem hann fór í hafi um fjórðungi afla verið hent. Þó sé misjafnt hversu mikið brott- kastið er og fari það eftir því hvers konar afli berist um borð og hvað menn ætli sér að koma með að landi. „Þetta er ískaldur raunveru- leiki og það sem hefur verið að gerast“, segir Magnús Þór. „Þetta hlaut að koma upp á yfirborðið fyrr eða síðar. Þeim [stjórnvöld- um - innskot blaðamanns] er eng- in vorkunn. Þeir eru búnir að sigla með þessa sprengju í lestinni í alla vega tíu ár án þess að gera neitt með hana. Núna springur hún. Þeim er engin vorkunn því þeir hafa ekkert gert til að reyna að koma í veg fyrir þetta. Stjórnvöld verða að bera ábyrgðina á þessu." binni@frettabladid.is BIÐIN EFTIR BRAUÐINU Miklir efnahagsörðugleikar hrjá Tyrki. Grípa menn til ýmissa ráða til að drýgja tekjurnar og í Ankara grípa æ fleiri til þess ráðs að standa í biðröð eftir ódýru brauði í umdæmisbrauðsölunni en þar má fá brauðhleifinn á hálfvirði. Pétur H. Blöndal: Telur vexti þurfa að lækka meira efnahagsiviál Pétur H. Blöndal, al- þingismaður, segist hafa búist við heldur meiri vaxtalækkun hjá Seðlabankanum. „Maður er auð- vitað ánægður að bankinn skuli hafa ákveðið að lækka vextina. Ég átti reyndar von á eitt prósent lækkun, en bankinn hefur ákveðið að fara heldur varlegar," sagði hann og taldi að mikill vaxtamun- ur við útlönd hafi í raun knúið bankann til lækkunarinnar. Pétur telur að til frekari vaxtalækkana þurfi að koma og nefnir 3 til 4 pró- sent í því sambandi. „Vaxtamunur PÉTUR H. BLÖNDAL Pétur segir að vextir virðist lítil áhrif hafa á neyslu einstak- linga, þeir taki bara lán fyrir þvi sem þá langar að kaupa hverjir sem vextirnir kunna að vera. er enn nálægt 8 prósentum sem er allt of mikið [...] Ég held að það mörg teikn séu á lofti í efnahags- lífinu, um erfiðari stöðu einstak- linga og fyrirtækja, að ekki sé ástæða til að halda vaxtaklemm- unni hárri." Pétur tekur undir með verð- bólguspá bankans. „Fólk er al- mennt að greiða niður lán því það er búið með greiðslugetuna,“ sagði hann og nefndi að á móti kæmi að gengisfall krónunnar hefði bætt stöðu útflutningsfyrirtækja og verið mikill hvati fyrir þau. Það ætti að leiða til fjárfestinga sem vonandi kæmu á móti þeirri stöðn- un sem minnkandi greiðslugeta einstaklinga hefði í för með sér. Sjá einnig bls. 7 og 12. Hjólreiðamaður: Keyrður niður SLYSFARIR Eldri maður á reiðhjóli slasaðist nokkuð þegar hann varð fyrir bíl á Sundlaugarvegi við Gullteig í Reykjavík seinni part- inn í gær. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík vildi slysið til með þeim hætti að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hjólaði út á götuna í veg fyrir fólksbíl á austurleið. Hann var svo fluttur með sjúkra- bíl á slysadeildina í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis slysa- deildar hlaut maðurinn nokkur beinbrot í árekstrinum og hefur verið lagður inn á sjúkrahúsið. Hann er ekki talinn vera í lífs- hættu en hlaut áverka á brjóstholi og mjöðm. ■ ÞETTA HELST Flugmálastjórn fer ekki eftir eigin reglum. bls. 6 Halldór vill leggja meiri áher- slu á samskipti við Rússa. bls. 4 Seðlabankinn lækkar vexti um tæpt prósent. bls. 12. Ferð Valgerðar í Flugmála- stjórnarvélinni kostaði millj- ón. bls. 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.