Fréttablaðið - 18.02.2002, Síða 1
TÓNLIST
Þrjú íslensk
verk frumflutt
i.
KVIKMYNDIR
Súperman
snýr aftur
bls 18
bls 17
ÍÞRÓTTIR
Norðmenn
slá x gegn
bls 14
m
RAFLAGNIR ÍSLANDS ehf.j
VERSLUN - HEILDSALA
ÖRYGGISKERFI
TÖLVULAGNAVÖRUR
VINNUSTAÐABÚNAÐURí
Hamarshöfða 1 -Simi 511 1122
www.simnet.is/ris Ný He/mas/daJ
FRETTABLAÐIÐ
34. tölublað - 2. árgangur
Þverholti 9, 105 Reykjavlk — sími 515 7500
Wlánudagurinn 18. febrúar 2002
Áfram aðalmeðferð
yfir dagföður
sakamál Aðalmeðferð í máli dagföð-
ur úr Kópavogi sem ákærður er
fyrir að verða barni að bana verður
fram haidið í Héraðsdómi Reykja-
ness í dag.
Vernd og nýting
náttúrunnar
fyrirlestur í dag flytur Óli Hall-
dórsson meistaraprófsfyrirlestur í
umhverfisfræðum sem hann nefnir
„Vernd og nýting náttúrunnar í ís-
lenskri stjórnsýslu". Fyrirlesturinn
fer fram í stofu 102 í Lögbergi og
hefst kl. 17:00.
Iveðrið í pag
REYKJAVÍK \festan 8-13 m/s og
él, en snýst í norðan 5-10 m/s
og léttir til í kvöld. Kólnandi
veður, frost 5 til 8 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
ísafjörður 5-8 Snjókoma ^4
Akureyri 0 4-7 Snjókoma ^3
Egilsstaðir Q 6-9 Skýjað Q1
Vestmannaeyjar 13-16 Snjóél Q0
Fordómar gegn
femínistum
funpur Á öðrum
fundi jafnréttis-
nefndar Háskóla ís-
lands og Stúdenta-
ráðs um fordóma
verður augunum
beint að fordómum
gegn femínisma og
feminískum fræðimönnum. Þrír
framsögumenn fjalla um þetta í
Norræna húsinu í hádeginu.
Barist í Njarðvík
KöRFUBOin Njarðvíkurstúlkur taka í
kvöld á móti Stúdínum í 1. deiid
kvenna í körfubolta.
j KVÖLDIÐ í KVÖLP j
Tónlist 18 Bíó 16
Leikhús 18 (þróttir 14
Myndlist 18 Sjónvarp 20
Skemmtanir 18 Útvarp 21
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
FRÉTTABLAÐIÐ
Hvaða blöð lesa 30 til 80 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæðinu
í dag?
60,9%
o 38,8°/t
O
n
Meðallestur 30 til 80 ára á
mánudögum samkvæmt
fjölmiðlakönnun Gallup frá
október 2001
70.000 eintök
Q
65% fólks les blaðið
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á
HÖFUÐBORCARSVÆÐINU SAMKVÆMT
FJÖLMIDLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001.
Bíllinn reif með sér
fótagaflinn af rúminu
Þorvaldur Haukur Þráinsson og Björg Bragadóttir vöknuðu við að bíll stóð inni á miðju svefnher-
bergisgólfi hjá þeim í bænum Kingstrup á Fjóni. Rúmið var fullt af múrsteinum og sjónvarpið féll
af veggnum og mölbrotnaði. Mikið lán að ungur sonur þeirra sefur ekki í lengur herberginu.
danmörk „Ég vaknaði við að konan
mín stökk fram úr rúminu, opnaði
hurðina og hljóp út. Inni var þykk-
ur mökkur og ekki hægt að sjá
handa skil,“ segir Þorvaldur
Haukur Þráinsson eftir að bíl
hafði verið ekið inn í svefnher-
bergið á heimili þeirra í bænum
Kingstrup á Fjóni í fyrrinótt.
Þorvaldur sagðist hafa farið út
á eftir konu sinni og þá fyrst séð
hvað hafði gerst. „Eg sá að stór
hluti veggjarins var horfinn og
bílinn allur inni. Þegar betur var
að gáð hafði bíllinn rifið með sér
fótagaflinn á rúminu. Múrstein-
arnir lágu um allt rúm. Sjónvarp
sem hékk á veggnum lá mölbrotið
í rúminu. Það verður því að teljast
mikið lán að við skyldum ekki
stórslasast. Yngsti sonur okkar
svaf við þennan vegg þar til fyrir
tveimur mánuðum. Það þarf ekki
að spyrja að því hvernig hefði far-
ið ef hann hefði sofið þar áfram.“
Þorvaldur segir allar líkur á að
hann hafi vankast þegar múr-
steinn fór í höfuð hans í rúminu og
því gengið illa að átta sig þegar
hann stökk fram.
Kingstrup á Fjóni er lítill og ró-
legur bær þar sem ró íbúanna er
sjaldan raskað. „Nágrannarnir
voru fljótir að komá með heitt
kaffi og aðstoðuðu okkur á alla
lund. Bílinn áttu Þjóðverjar sem
voru í veiðitúr í nágrenninu og
hafði bílnum verið stolið af ung-
ÓSKEMMTILEG REYNSLA
Ótrulegt að að hjónin skyldu sleppa
ómeidd eftir að hafa vaknað með bilinn
inni á gólfi.
lingspiltum. Ökuferð þeirra end-
aði á þennan hátt. Þeir voru á mik-
illi ferð og höfðu áður ekið 150
metra í gegnum garðinn á allt sem
fyrir þeim varð.“
Þorvaldur er í námi í kerfis-
fræði og kona hans, Björg Braga-
dóttir starfar á skóladagheimili í
bænum. Þau leigja húsið af ís-
lendingi og vita ekki hvernig
tryggingum er háttað. „Mér skilst
þó að trygging bílsins greiði tjón-
ið og hef ekki áhyggjur af því að
þetta verði ekki bætt.“ Hann segir
þau hjón geta verið áfram í húsinu
þrátt fyrir að svefnherbergið sé í
rúst. „Við lokum svefnherberg-
isálmunni og höldum til í öðrum
hluta hússins. Hér er líka gott veð-
ur og sólin skein í allan gærdag.
Það fer vel um okkur og eftir helgi
vona ég að hafist verði handa við
viðgerðir."
bergljot@frettabladid.is
BIKARNUM FAGNAÐ Leikmenn Hauka réðu sér ekki fyrir kaeti eftir að hafa tryggt sér sigur í bikarkeppni HSÍ á laugardag.
Þeir unnu Framara örugglega í úrslitaleik 30 - 20. Umfjöllun um bikarúrslitaleiki karla og kvenna á síðu 14.
Lægð hjá trésmiðum:
Ráða sig í vinnu til Færeyja
iðnaður Nokkuð hefur verið um
það að undanförnu að trésmiðir
ráði sig í vinnu í Færeyjum. íslen-
skir trésmiðir hafa meðal annars
verið í brúarvinnu á Suðurey.
I-Iún á að tengja göng sem er ver-
ið að gera á milli Suðureyjar, þar
sem flugvöllurinn er, og Sandeyj-
ar. „Við höfðum samband fyrir
viku eða hálfum mánuði við for-
mann iðnaðarmanna þarna úti“,
segir Finnbjörn A. Hermannsson,
formaður Samiðnar. „Hann sagði
að það væri mikill uppgangur í
Færeyjum og að það vantaði
vinnuafl."
Finnbjörn segir að það séu inn-
an við tíu íslenskir trésmiðir star-
fandi í Færeyjum þessa dagana.
„Þeir eru á sambærilegu kaupi og
var verið að greiða hér á landi í
fyrra. Þó heldur skárra."
Svo virðist sem það sé lægð
hjá íslenskum iðnaðarmönnum.
Hún komi meðal annars fram í
því að menn ráði sig til útlanda.
Nokkrir trésmiðir fóru til Fær-
eyja upp úr áramótum.Finnbjörn
segir þetta vera ævintýra-
mennsku hjá smiðunum sem þeir
leyfi sér vegna lægðar á markað-
inum hér heima. „Þetta er ekki
fyrir mikinn fjölda, enda ekki
stór vinnumarkaður þarna úti.“
Lítið hefur verið um verkefni
fyrir smiði hér á landi frá því fyr-
ir áramót. „Þetta eru bara timbur-
menn eftir að stóru verkin kláruð-
ust“, segir Finnbjörn um
ástandið. „Það er ekkert komið af
stað aftur. Smárinn og fleiri stór
verkefni kláruðust öll á sama
tíma. Við vitum af því að það er
töluvert af mönnum sem eru á
uppsögn í augnablikinu. Við sjá-
um fram á betri tíð í apríl eða
maí. Það gæti verið lægð þangað
til hjá okkur.“ ■
Prófkjör
Samfylkingarinnar:
2.300 manns
tóku þátt
kosningar Prófkjörskosningu
Samfylkingarinnar til borgar-
stjórnarkosninganna lauk í gær-
dag. Að sögn Katrínar Theodórs-
dóttur, formanns kjörnefndar,
höfðu í kringum 2.300 manns
kosið þegar kjörstað var lokað
klukkan fimm í gær. Segir hún
þetta ekki endanlega tölu því
enn ættu eftir að berast kjör-
seðlar í pósti auk þess sem fé-
lagsmenn hefðu sjálfir komið
með kjörseðla á kjörstað. Katrín
segir töluvert marga hafa nýtt
sér þann kost að skrifa undir
stuðningsyfirlýsingu í þeim til-
gangi að taka þátt í prófkjörinu.
Segir hún að búast megi við að
niðurstöður úr prófkjörinu liggi
fyrir seinnipartinn á morgun. ■
1 ÞETTA HELST |
Vísitala neysluverðs hefur
lækkað um 0,2 - 0,3% í febrú-
ar þrjú af síðustu fjórum árum.
Það er svipað hlutfall og vísitalan
lækkaði um í febrúar í ár. bls. 2
............—
Ungur netverji býður konurn
upp á að fá smáskilaboð í
farsímann sinn til að minna þær
á að taka getnaðarvarnarpilluna.
bls. 4
—♦—
Magnús Gunnarsson, bæjar-
stjóri, og Valgerður Sigurð-
ardóttir, forseti bæjarstjórnar,
voru einu frambjóðendurnir sem
fengu bindandi kosningu í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði. bls. 2