Fréttablaðið - 18.02.2002, Page 7

Fréttablaðið - 18.02.2002, Page 7
MÁNUDAGUR 18. febrúar 2002 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Aðalmeðferð í máli yfir dagföður sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi: Fékk áverka hjá dagforeldrunum dómsmál Kristleifur Kristjánsson, sérfræðingur í barnalækningum, telur útilokað að nokkur hafi getað verið eðlilegur eftir að hafa hlotið þá áverka sem í ljós komu á litla drengnum sem lést 4. maí í fyrra eftir að hafa verið fluttur á sjúkra- hús frá dagforeldrum í Kópavogi. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjanes á föstudag. Þá var aðalmeðferð í máli dag- föðursins sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa hrist drenginn, sem var níu mánaða gamall, svo harkalega að hann hlaut síðar bana af. í málinu hefur komið fram að móðir drengsins kom með hann til dagforeldranna um klukkan hálfníu að morgni 2. maí. Þau bera m.a. að hann hafi leikið sér um morguninn og borðað einhvern hádegismat. Þennan dag var 21 barn í umsjón fólksins. Maðurinn brá sér frá í um hálfa aðra klukkustund fyrir há- degi. Konan fór einnig í burtu í um klukkustund, u.þ.b. á milli klukkan eitt og tvö. Maðurinn sagðist hafa lagt barnið til svefns um klukkan tvö eftir hádegið. Hjónin sögðu að þegar vekja hafi átt drenginn um klukkan hálffimm hafi hann ekki vaknað og verið með krampa. Þá var hringt á sjúkrabíl og barnið var flutt á spítala. Kristleifur Kristjánsson barna- læknir tók á móti drengnum á sjúkrahúsinu. Hann sagði fyrir réttinum að mjög fljótt hefðu vakn- að grunsemdir um að drengnum hafi verið misþyrmt og hann þan- nig fengið svo kallað „shaken baby syndrome". Kristleifur sagði að hann hefði strax um ellefuleytið að kveldi þess sama dags hafa haft samband við rannsóknarlögreglu og skýrt frá grunsemdum sínum. Kristleifur virtist þess fullviss í réttinum að drengurinn hefði í raun látist af „shaken baby syndrome". „Það er ekkert 100 prósent í þess- um heimi,“ sagði hann þó. Aðspurður um tímamörk sagði HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Aðalmeðferð í málinu gegn dag- föður sem er talin hafa banað barni sem hann hafði í gæslu hófst á föstudag í Héraðs- dómi Reykjanes. Málinu verður framhaldið í dag. Kristleifur útilokað að drengurinn hefði getað sýnt eðlilega hegðun eftir að hafa fengið áverkann. Hann taldi einboðið að drengurinn hefði misst meðvitund nánast strax á eft- ir. Fyrir réttinum kom fram að hjónin töldu engan annan en þau sjálf geta hafa komist að drengnum á heimili þeirra. gar@frettabladid.is LÖGREGLUFRÉTTIR Sautján ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun undir stýri í Reykjavík um helgina. Að sögn lögreglu er þetta töluverður fjöl- di. Rólegt hafi verið og því hafi skapast meiri tími til að sinna umferðarmálum. Þá urðu þrír árekstrar aðfaranótt sunnudags- ins og sá fjórði um hálftíu í gær- morgun við Háaleitsibraut. Oku- maður annarar bifreiðarinnar er grunaður um ölvun undir stýri. —«— Tilkynnt var um innbrot í sölu- turn í Grafarvogi um klukkan sjö í gærmorgun. Hafði rúða ver- ið brotin til að komast inn og höfðu þjófarnir á brott með sér eitthvað af tóbaki. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni. Svefninn lengir ekki lífið: 7 tímar www.flugfelag.is alveg nóg RANNSÓKNIR Fólk sem sefur fimm til sjö tíma lifir lengur en þeir sem sofa átta tíma eða meir. „Fólk sem sefur fimm, sex eða sjö tíma þarf engar áhyggjur að hafa. Það eru engar sannanir sem sína fram á að fólk þurfi átta tíma svefn. Einu rökin fyrir því eru þau að amma sagði það alltaf,“ segir Daniel Kripke pró- fessor við háskólann í San Diego sem stýrði rannsókninni. Kripke varar við því að svefnmeðul séu notuð. Hann segir að það hafi verið sýnt fram á að þau auki hættuna á ótímabærum dauða. Rannsóknin sýnir einnig að þeir sem sofa meira en sjö tíma á nóttu eiga meiri hættu á því að fá krabbamein og hjartasjúkdóma. Ekki er þó Ijóst hver er skýring þessa. Nákvæmlega sjö tíma nætursvefn er það sem er best fyrir heilsuna eftir því sem rann- sóknin leiðir í ljós. ■ 1 LÖGREGLUFRÉTTIR | Sex árekstrar urðu í Hafnar- firði um helgina en engin slys á fólki. Að sögn lögreglu var ein- staklega rólegt og lítið um út- köll. Þá var einn ökumaður tek- inn grunaður um ölvun undir stýri. Lögreglan í Kópavogi hafði sömu sögu að segja, rólegt hafi verið um helgina. ..♦— Arekstur tveggja bíla varð við Brunnagötu á Patreksfirði um hálfþrjúleytið í dag. Engin slys urðu á fólki. Að sögn lög- reglunnar var nokkur ölvun í heimahúsum í fyrrinótt. Var kallað á aðstoð lögreglu í þrjú skipti. Akureyri - Hótei KEA Greifinn og Rósagarðurinn bjóða ástföngin pör sérstaklega velkomin með góðum tilboðum. Rómantískar helgarslaufur í tilefni konudagsins 22. - 24. febrúar Mikil gleði ríki í Vestmanna- eyjum á laugardag þegar stúlkurnar í ÍBV komu heim eft- ir að hafa hlotið Bikarmeistara- titilinn í handknattleik. Að sögn lögreglu var tekið á móti þeim með flugeldasýningu og við hafði tekið mikil skemmtun um kvöldin. Allt hafi gengið mjög vel fyrir sig og fólk verið í hátíð- arskapi. Ertu af Reykjaæll á Skeiðum. KnudscnsæU, Briemsætt, Galtarætl úr Grímsncsi, Hreiðarsstaðakotsætt, Húsatóftaætt, Gunnhildargerðisætt, Ól'eigsfjarðar- ætt, Krossaætt, Haltbjarnarætt, Por- steinsætt úr Staðarsveit, Húsafells- ætt, ættum Síðupresta, skagfirzkum eða húnvetnskum ættum? Eða úr Keflavík. Önundarftrði, Siglufirðí, Ölfusi, Grunnavíkurhr. eða S-Þing.? Þá er tækifærið að cignast réttu ættbókina eða byggðasöguna hjá ÆTTFRÆD11> J ÖN US TU N N1, Sólvallagötu 14, sími 552-7100. Fjöldi annarra ættbóka, sléttatala og flest manntöl fáanleg. Hafi ætt þítt ekki vcrið tekin saman, er það fús- lega gert hér! Kynnið ykkur kjörin! Egilsstaðir - Hótel Hérað Sérstakur matseðill í boði og gjöf handa konunni. ísafjörður - Hótel ísafjörður Gestum er boðið á leiksýningu, „Vestfirskar þjóðsögur", hjá Litla leik- á frábæru tilboðsverði Gerið ykkur dagamun með þeim sem ykkur þykir vænst um. Eigið saman yndislega helgi, finnið ástina loga og hjörtun slá. Látið stjana við ykkur á fyrsta flokks hótelum og hafið það virkilega gott. klóbbnum á hótelinu á laugardagskvöld. * Athugið að flugvallarskattar og tryggingargjald eru ekki innifalin í verði. ..»11.500 kr.* á manninn í tvíbýli, flug fram og til baka og gisting I eina nótt með morgunverði. Hafið samband í síma 570 30 30 fax: 570 3001 webesals@flugfelag.is FLUGFELAG ISLANDS - fyrir fólk eins og þig!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.