Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 1
FÓLK Ný kynslóð bls 8 FRETTABLAÐIÐ 57. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 21. mars 2002 FIMMTUDAGUR Fundað um verðbólgu funpur Forystumenn Alþýðusam- bandsins, Sam- taka atvinnu- lífsins og ríkis- stjórnarinnar koma saman í Stjórnarráðinu klukkan 10 til að ræða síð- ustu mælingu vísitölu neyslu- verðs. Jafnframt verður fjallað um hvernig vinnunni verður háttað næstu vikurnar. Pólitísk markaðssetning fundur Á hádegisverðarfundi ÍMARK á Hótel Sögu verður m.a. rætt um það hvort stjórnmálaflokk- ar á íslandi eigi við tilvistarvanda að stríða í markaðs- og f jölmiðla- þjóðfélagi. Einnig hvort eðlismun- ur sé á markaðssetningu stjórn- málaskoðana og ímyndstarfi fyrir- tækja. IVEÐRIÐ í DAGl REYKJAVÍK Austan 5-10 m/s og skýjað, hvasst og úr- komulítið. Hiti um frostmark. VINDUR ÚRKOMA isafjörður Q 3-8 Bjart Akureyri Q 3-8 Bjart Egilsstaðir Q 3-8 Skýjað Vestmannaeyjar Q 8-15 Skýjað Hrri 04 04 04 O' Úrskurðir Obyggðanefndar úrskurður í dag er von á fyrstu úr- skurðum Óbyggðanefndar, sem að þessu sinni fjalla um þjóðlendur í Árnessýslu. Fjóri aðalfundir aðalfunpir Aðalfundur Samtaka verslunar og þjónustu verður hald- inn í Ársal Hótels Sögu. Fundurinn hefst klukkan 14.30. Landsbankinn, fslandssími og Sjóvá Almennar halda einnig aðalfundi í dag. KVÖLDIÐ í KVÖLD E Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 fþróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRETTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á 65,8% höfuð- borgarsvæð- inu í dag? 161,9% "8 Meðallestur 25 til 49 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 .2 CjP 28,7% |i 70.000 eintök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP í OKTÓBER 2001. Övissa um byggingu álvers í Reyðarflrði Stjórn Leindsvirkjunar undirbýr viðbrögð vegna óvissu með tímasetningar. Staðan kemur stjórn- völdum í opna skjöldu. Undirbúningur Kárahnjúkavirkjunar hefur kostað um tvo miUjarða króna. alþingi Kaup Norsk Hydro á þýska álfyrirtækinu VAW setur byggingu álvers á Reyðarfirði í uppnám. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, hafði eftir for- ráðamönnum Norsk Hydro í gær að tímaramminn væri of knappur. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði mjög brýnt að málið skýrðist sem fyrst. Hann sagðist telja að Norðmennirnir hefðu enn mikinn áhuga á að reisa álver. Forráðamenn Norsk Hydro vinna nú að sameiginlegri yfirlýsingu um stöðu mála ásamt íslenskum stjórnvöldum. „Það er enginn vafi á því að Norsk Hydro telja verkefnið arð- bært og áhugavert og vilja vinna áfram að málinu," sagði Halldór. „Hins vegar er ljóst að þessi kaup í Þýskalandi spila þarna inn í. Við höfðum ekki reiknað með því.“ Valgerður sagði að þessi staða hefði komið ríkisstjórn- inni í opna skjöldu. Þetta kom fram í persónulegum samtölum forráðamanna Norsk Hydro og ráðherra ríkisstjórnarinnar. Áður var búið að fullvissa ráða- menn um að fjárfesting í þýska fyrirtækinu hefði engin áhrif á verkefnið. Valgerður brýndi fyrir þingheimi í gær að sam- þykkja þyrfti lög um Kárahnjúkavirkjun þrátt þessa breyttu stöðu. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Aðalatriðið að það verði að þessu verkefni. fyrir Ákvörðun um byggingu álvers á að liggja fyrir 1. september. Sam- hliða því á að ráðast í vatnsafls- virkjanir á Austurlandi. Lands- virkjun skal undirbúa byggingu Kárahnjúkavirkjunar og Fljótsdalsveita. Forsendur virkjananna er langtíma- samningur um sölu á raf- orku til Reyðaráls. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, sagði að Landsvirkjun myndi halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ver- ið væri að leggja lokahönd á samningsdrög milli Landsvirkjunar og Reyðar- áls. Hann sagði að stjórn Lands- virkjunar hefði hist í gærmorgun. „Rætt var um næstu skref ef breyting verður á dagsetningum. Það skýrist á næstu dögum eða vikum þegar sameiginleg yfirlýs- ing verður gefin út.“ Friðrik sagði að nú yrði farið yfir málið með verktökum og samstarfsaðilum Landsvirkjunar hvernig vinnu verði hagað ef dagsetningar verði ekki tiltækar. Um tveir milljarðar króna hafa farið í undirbúning Kárahnjúka- virkjunar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Inn í því er meðal annars virkjanahönnun, verk- fræðivinna og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum. í sumar áætl- ar Landsvirkjun að eyða 600 millj- ónum í vinnu sem þarf að vera lokið 1. september. Einnig bls. 2 LISTASAFN REYKJAVÍKUR ÞETTA HELST Félagsmálastjóra Árborgar hefur verið sagt upp eftir 19 ára starf. Ólöf Thorarensen úti- lokar ekki að mál sem hún vann gegn bænum vegna launamisrétt- is hafi haft áhrif á uppsögnina. bls. 4. Islenskir f járfestar eiga tæp- lega helming í breska tískufyr- irtækinu Karel Millen, sem skil- aði 6Ö0 m.kr. hagnaði í fyrra. bls. 2. Landsbanki, Búnaðarbanki og íslandsbanki tilkynntu í gær um lækkun vaxta á helstu óverð- tryggðu inn- og útlánum. bls. 2. Sjö fórust og 27 særðust í sjálfsmorðsárás í almennings- vagni í ísrael í gær. bls. 4. SÓLARDAGUR í REYKJAVÍK. Sól hækkar nú á lofti dag frá degi og þrátt fyrir kulda er vor í lofti. Næstu daga er spáð sunnanáttum og rigningu en að kólni á ný þegar líður á helgina. Umboðsmaður telur RÚV oftaka 40 milljónir af almenningi: Oheimilt að rukka fyrir gíróseðlana úrskurður Umboðsmaður Alþing- is segir Ríkisútvarpinu óheimilt að innheimta gjald fyrir gíróseðla vegna afnotagjalda. Um sé að ræða innheimtukostnað sem ekki sé lagaheimild fyrir að láta al- menning greiða sérstaklega fyrir. Ríkisútvarpið hóf að taka gjald fyrir gíróseðlana síðasta haust. Þá var farið að innheimta afnotagjald mánaðarlega en áður var það innheimt á tveggja mánaða fresti. Óánægður sjónvarpseigandi leitaði til Umboðsmanns Alþingis vegna nýja gjaldsins. Það er 120 krónur auk virðisaukaskatts. Um- boðsmaður bendir m.a á það í áliti sínu að Ríkisútvarpið innheimtir ekki sérstakt gjald af þeim sem greiða afnotagjald með greiðslu- kortum, jafnvel þó það kosti stofn- unina á bilinu 14 til 32 krónur fyr- ir hverja færslu. Að sögn Guðmundar Gylfa Guðmundssonar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, verður lögfræði- lega hlið málsins nú endurmetin í ljósi álits umboðsmanns. „Þetta er sérkennleg staða í ljósi þess að menntamálaráðuneytið styður okkur og aðrar sambærilegar stofnanir taka samskonar gjald. Til dæmis tekur Orkuveita Reykjavíkur 250 krónur vegna gíróseðla," segir Guðmundur Gylfi. Að sögn Guðmundar Gylfa not- ar um þriðjungur afnotagjalds- greiðenda gíróseðla. Það kosti ríf- lega 3,5 milljónir króna í hvert skipti sem sendir eru út seðlar. Miðað við að í dag eru seðlarnir sendir út mánaðarlega nemur kostnaðurinn yfir 40 milljónum á ársgrundvelli. ■ íslandskort komið! > 2ja mtr hæðar- linur • Þríviddarkort • 35 mtr kvarði • 10.000 ísl ör- nefni staðir og skálarsem vegpunktar (Meridian 39.900 stgr.) (• Alger snilld 14.164 stgr. (kortið) (8 mb minniskubbur innifalinn) I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.