Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
21. mars 2002 FIMMTUDAGUR
| SVONA ERUM VIÐ ~
Uppbygging öldrunar-
þjónustu fram til 2007
Framkvæmda- og rekstrarkostnaður vegna
nýrra hjúkrunar- og dagvistunarrýma fyrir
aldraða verður sámtals rúmlega 6,5 millj-
arðar á næstu 6 árum. Gert er ráð fyrir
fjölda nýbygginga og endurbóta á tímabil-
inu. Þetta er samkvæmt nýrri áætlun heil-
brigðisráðuneytis um uppbyggingu öldrun-
arþjónustu fram til 2007.
FR.AMKVÆMOfR OC REKSTUR
t MtLUONUM KRÓKA.
2002 1.140
2003 1.245
2004 1.655
2005 1.845
2006 2.175
2007 2.375
Heimild: heilbrigdis- og tryggingamálaráðnueytiö
BJÖRGUNARSKIPIÐ
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason.
Netabátur frá Grindavík:
Varð vélar-
vana við inn-
siglinguna
BJÖRGUN Björgunarskip Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar,
Oddur V. Gíslason frá Grindavík
var kallað út klukkan 8.10 í gær til
aðstoðar við vélarvana bát sem
staddur var rétt fyrir utan inn-
siglinguna í Grindavík.
Báturinn sem er 70 tonna neta-
bátur var á leið út frá Grindavík
þegar vél hans virðist skyndilega
hafa bilað. Björgunarskipið var
aðeins 12 mínútum að koma til að-
stoðar eftir að beiðni barst.
Taug var komið um borð í bát-
inn og og hann aðstoðaður við að
leggjast að bryggju í Grindavík,
einungis 50 mínútum eftir útkall.
Viðbragðstími skipverjanna á
björgunarskipinu telst mjög góður
þar sem flestir í áhöfn bátsins voru
mættir í vinnu í morgun eða á leið
þangað þegar útkallið barst. ■
—4—
VG á Akureyri:
Listinn frá-
genginn
framboð Vinstrihreyfingin
grænt framboð á Akureyri er búin
að ganga frá endanlegum fram-
boðslista sínum fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar. Val-
gerður Bjarnadóttir, fram-
kvæmdastýra jafnréttisstofu og
fyrrum þingmaður Kvennalista,
leiðir listann. Aðrir í efstu sætum
eru Jón Erlendsson, starfsmaður
Vegagerðarinnar, Kristín Sigfús-
dóttir, kennari, Jóhannes Arna-
son, kennari, Dýrleif Skjóldal,
nuddari, og Bragi Guðmundsson,
dósent. ■
I VIÐSKIPTI
Launavísitalan hækkaði um
0,1% milli janúar og febrúar
samkvæmt útreikningum Hag-
stofunnar. Vísitalan, sem reiknast
út frá meðallaunum, stendur í
224,8 stigum.
Vísitala byggingarkostnaðar
hefur engum breytingum tek-
ið síðasta mánuðinn. Síðasta árið
hefur vísitala byggingarkostnað-
ar hækkað um 8,7%. Hagstofan
reiknar vísitöluna og var hún
275,8 stig um miðjan mars líkt og
var um miðjan febrúar.
Sprengjuárás í almenningsvagni:
„Þetta var skelfi-
legt, ólýsanlegt“
musmus. ap Frá því í nóvember á
síðasta ári höfðu Palestínumenn
tvisvar reynt að fremja sjálfsvíg
með sprengjuárás á almennings-
vagn númer 823. Kamla Masalha,
arabísk hjúkrunarkona með ísra-
elskan ríkisborgararétt, óttaðist að
þriðja árásin yrði gerð.
A miðvikudaginn gerðist það
svo. Masalha tók vagninn í vinn-
unna eins og hún hefur gert undan-
farin 17 ár.
Palestínumaður með þykkt
skegg kom inn í vagninn, leit
taugaóstyrkur til beggja átta og
stefndi aftur í vagninn þar sem
Masalha sat. Hún sagðist strax
hafa grunað hann um að vera með
sprengjur innanklæða.
Stuttu síðar sprungu sprengj-
urnar sem hann var með bundnar
við líkamann. Farþegar köstuðust
út í loftið og báðar hliðar vagnsins
rifnuðu.
„Á hverjum einasta morgni
ferðast ég með ugg í brjósti,“ sagði
VETTVANGUR TILRÆÐISINS
Lögregla og björgunarfólk á vettvangi sprengjutilræðis skammt frá arabíska bænum Um
Al Fahem i israel. Palestinumaður drap bæði sjálfan sig og sjö farþega almenningsvagns
með sprengjum, sem hann hafði bundið um sig miðjan.
Masalha á sjúkrarúmi sínu. Hún
fékk brunasár af völdum spreng-
ingarinnar.
Sjö farþegar fórust og 27 særð-
ust. Að auki lést árásarmaðurinn,
24 ára gamall meðlimur hryðju-
verkasamtakanna íslamska Jíhad.
Margir hinna særðu voru ísraelsk-
ir arabar. „Fólk þeyttist út um
gluggana og lá á veginum báðum
megin við vagninn,“ sagði vagn-
stjórinn, Josef Ben-Josef. „Inni lá
dáið og sært fólk alls staðar. Þetta
var skelfilegt, ólýsanlegt.“ ■
Konu sagt upp efitir
sigur í jafnréttismáli
Ólöfu Thorarensen, félagsmálastjóra á Selfossi til tveggja áratuga, var
sagt upp eftir langa jafnréttisbaráttu við bæinn. Var á lægri launum en
karlar á sama stigi. Bærinn vísar í skipuritsbreytingu sem ástæðu upp-
sagnar. Nýr stjórnandi þarf að hafa viðskiptamenntun.
uppsögn „Ég fór af stað með
kærumálið með því hugarfari að
ég gæti búist við hverju sem var.
Ég efaðist aldrei um að ég myndi
vinna málið en það lá alltaf fyrir
að þetta gæti haft þær afleiðingar
að mér yrði sagt
upp,“ segir Ólöf
Thorarensen, sem
nýlega var sagt
upp eftir 19 ára
starf sem félags-
málastjóri á Sel-
fossi. Úrskurður
kærunefndar jafn-
réttismála henni í
hag féll í október
sl. Bærinn vísar til
skipuritsbreyting-
ar.
Ólöf segir að
bærinn hafi yfir
Sveitarfélagið
hélt því fram
að henni
stæði til boða
sömu grunn-
laun og aðrir
sviðsstjórar.
Karlarnir hafi
hins vegar
þurft að vinna
meiri yfir-
vinnu.
—♦—
engu faglegu að kvarta varðandi
sín störf. Hún hefur ekki tekið
ákvörðun um hvort hún láti reyna
á réttmæti uppsagnarinnar.
Samkvæmt nýsamþykktu
skipuriti Árborgar stendur Ólöfu
til boða að vinna sem undirmaður
nýs framkvæmdastjóra Fræðslu-
og félagssviðs og taka á sig launa-
lækkun. Hún segist ekki hafa hug
á því, enda sé henni boðin óskil-
greind deildarstjórastaða innan
félagsþjónustusviðs. Slíkt sé ekki
ögrandi eftir að hafa stýrt mála-
flokknum um árabil. í starfsaug-
lýsingu framkvæmdastjórans er
þess getið að hann þurfi að vera
viðskiptamenntaður.
Arborg
Félagsmálanefnd bæjarins er mótfallin skipuritsbreytingunum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá í
mótmælaskyni og taldi að ávinningur breytinganna hefði ekki verið nægjanlega útskýrður.
Eftir áralanga jafnréttisbar-
áttu um að fá laun til jafns við
karla á sama stjórnunarstigi var
Ólöfu boðin launahækkun árið
1998. Hún hafnaði tilboðinu og
kærði Árborg til kærunefndar
jafnréttismála. Sveitarfélagið hélt
því fram að henní stæði til boða
sömu grunnlaun og aðrir sviðs-
stjórar. Karlarnir hafi hins vegar
þurft að vinna meiri yfirvinnu. Á
þessi rök og fleiri féllst kæru-
nefnd jafnréttismála ekki á. Ár-
borg var því talin hafa brotið
ákvæði jafnréttislaga gagnvart
Ólöfu og gert að bæta henni skað-
ann aftur í tímann.
Guðjón Sigurjónsson hdl., bæj-
arfulltrúi, sat hjá þegar skipurits-
breytingin var samþykkt í bæjar-
ráði. Hann segir að sér kæmi ekki
á óvart að eftirmálar yrðu vegna
uppsagnar Ólafar.
„Þetta bar mjög brátt að. Það
hefði meðal annars mátt útskýra
ávinning breytinganna mun bet-
ur.“
Guðjón metur það svo að fé-
lagsmál Árborgar hefðu getað
rúmast undir fjármálasviði bæj-
arins og fagleg stjórn áfram verið
í höndum félagsmálastjóra.
Félagsmálanefnd Árborgar er
einnig mótfallin skipuritsbreyt-
ingunni. Fram kemur í fundar-
gerð nefndarinnar 26. febrúar sl.
að nauðsynlegt sé að gæta að fag-
legri yfirsýn í málaflokknum:
„Nefndin telur að nýsamþykkt
skipurit tryggi ekki þessa faglegu
yfirsýn."
mbh@frettabladid.is
Formaður heimilislækna vegna vottorða:
allt að 75 þúsund krónum
læknar Félag íslenskra heimilis-
lækna mótmælir úrskurði kjara-
nefndar um að öll laun heilsu-
gæslulækna við útgáfu læknis-
vottorða teljist hluti af aðalstarfi.
Félagið leggur til að læknar vinni
ekki vottorð til þriðja aðila utan
reglubundins dagvinnutíma nema
sérstök greiðsla komi fyrir.
Forsaga málsins er sú að heil-
brigðisráðuneytið setti fram
reglugerð um áramót sem kvað á
um að hætt skyldi að greiða fyrir
ákveðin vottorð, líkt og áratuga
hefð er fyrir. Heilsugæslulæknar
mótmæltu reglugerðinni þar sem
ákvörðunin hefði átt að fara í
gegnum kjaranefnd, sem fer með
launamál þeirra, og voru í vafa
um hvort þeir ættu að gefa út
vottorð á meðan nefndin afgreiddi
HEILSUGÆSLA
Áratugahefð er fyrir því að læknar inn-
heimti fyrir útgáfu vottorða. Kjaranefnd tel-
ur það hluta af aðalstarfi þeirra.
málið. Kjaranefnd úrskurðaði
hins vegar að útgáfa vottorða
fælist í aðalstarfi heimilislækna.
„Það er heilmikil óánægja með-
al okkar annars vegar út af þess-
um úrskurði sem er andstæður
því sem við óskuðum eftir og hins
vegar er ekki búið að segja okkur
hvernig verður greitt fyrir vott-
orðin,“ sagði Þórir B. Kolbeins-
son, formaður Félags íslenskra
heimilislækna.
Hann segir að ef læknar fái
ekki vottorðin bætt geti það
numið launaskerðingu frá 20-75
þúsund krónum á mánuði. Heimil-
islæknar áttu fund með kjara-
nefnd í fyrradag þar sem kom
fram að kjaraskerðingin verði
bætt en ekki er vitað hvenær það
verður. ■
Greiningar- og ráðgjafar-
stöð ríkisins:
Bið á að af-
köst komist
í fyrra horf
greining Bið verður á því að af-
köst Greiningar- og ráðgjafar-
stöðvar ríkisins komist í fyrra
horf að mati forráðamanna stöðv-
arinnar.
Líkt og komið hefur fram í
Fréttablaðinu hefur verið unnið
að endurskoðun á rekstraráætlun
stöðvarinnar í samvinnu við fé-
lagsmálaráðuneytið vegna fjár-
hagsvanda hennar. í yfirlýsingu
frá forráðamönnum Greiningar-
stöðvar segir að markmiðið sé að
færa starfsmannahald stöðvar-
innar í það horf sem það var í við
ársbyrjun 2001. í framhaldi af
því verði leitað að sérfræðingum
í þær stöður sem nú eru ómann-
aðar. Fyrst þegar ráðið hefur ver-
ið í lausar stöður má búast við að
afköst komist í fyrra horf. Þetta
leiðir til þess að þeir sem leitað
hafa til stöðvarinnar en njóta
ekki þjónustu hennar að sinni
verða á biðlista þar til lausn hef-
ur fundist. ■
—♦—-
Leiðtogar norska Verka-
mannaflokksins:
Island og
Noregur
sæki saman
um aðild
noregur Bæði Thorbjörn Jagland
og Jens Stoltenberg telja að Norð-
menn og íslendingar eigi að
sækja saman um aðild að Evrópu-
sambandinu. Það gefi þeim mögu-
leika á að ná fram betri samning-
um um skipan sjávarútvegsmála,
heldur en ef samið yrði sitt í
hvoru lagi.
Jagland, sem er leiðtogi Verka-
mannaflokksins og fyrrverandi
forsætisráðherra, kom fyrst með
þessa hugmynd í norska ríkisút-
varpinu í fyrrakvöld. Stolten-
berg, sem var forsætisráðherra á
síðasta kjörtímabili, tekur undir
með Jagland í viðtali við norska
dagblaðið Verdens Gang í gasr.
Hann sagði jafnframt að þeir
hefðu rætt þetta sín á milli í
fyrradag.
Norska fréttastofan NTB segir
þó að ekki séu allir flokksbræður
þeirra Jaglands og Stoltenbergs
sammála þessum helstu leiðtog-
um sínum. Grethe Fossum, sem á
sæti í miðnefnd flokksins, telur
ekki rétt að ræða þessi mál núna.
Hún hefur þá einkum áhyggjur af
fylgishruni Verkamannaflokks-
ins, sem mældist með minna en 15
prósent í síðustu skoðanakönnun.
Kjell Magne Bondevik, forsæt-
isráðherra Noregs, hefur ítrekað
lýst því yfir að hann telji ekki rétt
að sækja um aðild á næstunni. Það
sem hrinti umræðunni af stað í
Noregi að þessu sinni er skoðana-
könnun Gallup um afstöðu íslend-
inga til Evrópusambandsins. ■