Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 2
F RÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN EKKI ÚT Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda á Vfsi.is ætlar ekki til útlanda um páskana. Ætlar þú að ferðast til útlanda um páskana? Niðurstöður gærdagsins á wvwv.vísir.is Ei........ .............................m Nei Spurning dagsins í dag: Reiknar þú með að auka neyslu þína á grænmeti í kjölfar verðlækkunar? Farðu inn á vísi.is og segðu þlna skoðun — ___________ Islenskir tískufjárfestar: Karen Millen skilar góðum hagnaði fjárfestincar Karen Millen, sem selur og framleiðir tískufatnað í Bretlandi, skilaði rúmlega 600 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. íslenskir fjár- festar eiga tæp- lega helming í þessu fyrirtæki, sem hefur verið leiðandi á sínu sviði. Haustið 2001 keyptu Kaupþing, Magnús Ármann og Sigurður Bolla- son, ásamt nokkrum öðrum, um 40 prósent hlut í Karen Millen. Kaupréttur á sjö prósenta hlut í viðbót fylgdi samningnum. Að sögn Ármanns Þorvaldsson- ar hjá Kaupþingi gekk reksturinn mjög vel í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir var tæplega 1400 millj- ónir króna. Félagið velti um 10 milljörðum króna og hefur aukist síðustu ár. Niðurstaðan var 600 milljóna króna hagnaður. Karen Millen stofnaði fyrir- tækið undir sínu nafni. Maðurinn hennar er framkvæmdastjóri þess og hún sér um hönnun á vör- um fyrirtækisins. Þau eiga enn meirihluta í keðjunni. Sigurður Bollason starfar úti í London hjá fyrirtækinu. ■ KARIN MILLEN Nú umvafin ís- lenskum fjárfest- um. --»-- Landsbankinn: Vaxttilækk- un boðuð vextir Bankastjórn Landsbankans ákvað í gær að lækka vexti helstu óverðtryggðra útlána og innlána frá næstu mánaðamótum. íslands- banki og Búnaðarbankinn tóku þá ákvörðun í kjölfarið að lækka sína vexti til samræmis, enda sam- keppni á peningamarkaði. Landsbankinn mun lækka vexti um 0,25 prósent á yfirdráttarlánum og afurðarlánum. Vextir víxla lækka um 0,4 prósent. Á almennum innlánum, tékkareikningum og kjörbókum lækka vextir um 0,25 prósent. Aðrir vextir innlána eru óbreyttir. íslandsbanki segir að lengi hafi verið talað fyrir því að tilefni sé til að lækka vexti á íslandi. Seðla- bankinn hafi verið annarrar skoð- unar. Því komi á óvart að annar ríkisbankinn taki af skarið og fari á þennan hátt gegn stefnu Seðla- bankans. ■ 1 STUTT I Davíð Oddsson viðhefur grímu- lausa hótun og skoðanakúgun að mati Samtaka iðnaðarins. Vísað er til þess að Davíð gerði í frétt- um Sjónvarps tengsl milli könnun- ar samtakanna um Evrópuáhuga landsmanna og innheimtu ríkis- sjóðs á gjaldi fyrir samtökin. 2 21. marst 2002 FIMMTUDAGUR Fyrirhugaðar breytingar á Versló: 300 milljónir í stækkun skólans breyttur skóli Skólinn, t.v. séður frá Listabraut, Háskólinn í Reykjavík er á hægri hönd. Arkitektastofan Ormar Þór Guðmundsson og örnólfur Hall i samstarfi við Hrafnkel Thorlacius eru arkitekt- ar hússins. skóli Fyrirhuguð er stækkun á Verslunarskóla íslands við Ofan- leiti 1. Annarsvegar er um að ræða 2.000 fermetra viðbyggingu til vesturs en hins vegar rúmlega 200 fermetra stækkun á bókasafni skólans. Mikil þörf er á stækkun bóka- safnsins, sem er á þriðju hæð, en sú stækkun verður öll innandyra og verða litlar breytingar á útliti skólans. Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri Verslunarskólans, segist vonast til að geta hafið stækkun bókasafnsins í sumar en fyrirhug- aða viðbyggingu á eftir að ræða nánar við menntamálaráðherra. Útboðslýsing og kostnaðaráætlun verði tilbúin eftir mánuð eða svo en áætlaður kostnaður er um 150 þúsund krónur á fermetra, í allt rúmar 300 milljónir. Stækkunin verður fjármögnuð úr sjóðum skólans og með lántöku. „Skólinn er orðinn mjög þröngur og við ætl- um að láta alla bekki fá stofu fyrir sig. Við þurfum bara átta nýjar stofur til þess,“ sagði Þorvarður. Hann segir ásókn í skólann vera mikla en þar að auki sé þörf á fleiri stofum þar sem fyrirhuguð er ný braut, tölvu- og upplýsinga. ■ Fráleitt að ræða frum- varp um Kárahnjúka Formaður Vinstri grænna segir Alþingi ekki stætt á að afgreiða virkjana- heimild í því óvissuástandi sem nú ríki. Formaður iðnaðarnefndar segir hik hjá stjórnvöldum geta sent röng skilaboð til erlendra fjárfesta. álver Gjörsamlega fráleitt er að Alþingi ræði frumvarp um virkj- un Kárahnjúka á meðan ekki ligg- ur ljóst fyrir hvort Norsk Hydro ætlar að taka þátt í byggingu ál- vers í Reyðarfirði, að sögn Stein- gríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstri grænna. Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins og formaður iðnar- nefndar, segir nauðsynlegt að af- greiða frumvarp- ið. Hjálmar sagði að ummæli for- ráðamanna Norsk Hydro um að kaup þess á þýska álfyr- irtækinu VAW gæti haft áhrif á þátttöku þess í byggingu álvers í Reyðarfirði, hefðu ekkert að gera með það frumvarp sem væri fyrir þinginu um virkjun Kárahnjúka. Iðnaðarráðherra þyrfti að hafa heimild til virkjunar. „Alþingi þarf að vinna sína heimavinnu núna og eitthvert hik gæti sent þau skilaboð til erlendra aðila um að það væri einhver stefnubreyting hér, sem alls ekki er.“ Hjálmar sagðist vera mjög hissa á ummælum Norsk Hydro. „Það skiptir höfuð máli hvaða viðbótartímafrest þeir þurfa að fá,“ sagði Hjálmar. „Ef það er ver- ið að tala um einhverja mánuði finnst mér það ekki breyta neinu. Ef það er verið að tala um ár þá finnst mér að íslensk stjórnvöld —-♦— „Ef það er ver- ið að tala um einhverja mánuði finnst mér það ekki breyta neinu. Ef það er ver- ið að tala um ár þá finnst mér að ís- lensk stjórn- völd eigi að snúa sér að öðrum." —♦— s cc C ð C s I eigi að snúa sér að öðrum, sem hefur verið haldið 'úti á meðan þessar viðræður hafa farið fram við Norðmennina." Steingrímur sagði að það væri gjörsam- lega fráleitt frá þingræðislegu sjónarmiði séð að ætla að bjóða Alþingi upp að halda áfram að ræða frumvarpið í þessari óvissu. „Ég skil nú bara ekkert í því að þingvant fólk skuli reyna að mæla því bót,“ sagði Steingrímur J. „Hvaða svipur er á því að Alþingi afgreiði þessa virkjanaheimild í hengjandi óvissu um það hvort nokkur þörf er fyrir hana. Það er HJÁLMAR ÁRNASON „Eitthvert hik gæti sent þau skilaboð til erlendra aðila að það væri einhver stefnubreyting hér." FORMAÐUR VINSTRI CRÆNNA Steingrlmur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að það sé gjörsamlega frá- leitt frá þingræðislegu sjónarmiði séð að ætla að bjóða Alþingi upp að halda áfram að ræða frumvarpið f þessari óvissu. lágmark að bíða eftir þessari nýju yfirlýsingu sem ráðherra boðaði að væri væntanleg í næstu viku.“ Steingrímur sagði að ummæli forráðamanna Norsk Hydro hefðu ekki komið honum á óvart. „Þetta er þriðja staðfestingin á örfáum dögum um að það er bak- slag í málinu af hálfu Norsk Hydro,“ sagði Steingrímur J. „Sú fyrsta er frétt Morgunblaðsins, númer tvö er sú staðreynd að Norsk Hydro ber þá frétt ekki til- baka og númer þrjú er þessi stað- festing ráðherrans." trausti@frettabladid.is Erlendar skuldir og verðbólga: Flest fyrirtæki urðu fyrir búsifjum efnahacsmál Hannes G. Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að hlutfall erlendra skulda fyrir- tækja hafi stokkið úr 40% í 60% af heildarskuldum þeirra á árun- um 1999 og 2000. „Þá treystu menn því að gengisstefnan yrði óbreytt. Skuldaaukninguna má rekja til þess að vextir hækkuðu stöðugt hér á landi og vaxtamunur jókst. Þá blasti við að hagkvæmt væri að skipta úr innlendum lán- um yfir í erlend," sagði hann og taldi flest fyrirtæki á landinu hafa orðið fyrir búsifjum þegar gengi krónunnar féll svo. Hannes sagði þó almennt hagfræðilegt álit vera að ekki hafi verið hægt að halda uppi fastgengisstefnu lengur. Lfndir það sjónarmið tók Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Hag- fræðistofnun Háskólans, sem taldi áhrif gengisfalls krónunnar, þegar upp væri staðið, í átt til aukins stöðugleika. Hannes taldi þó ekki hægt að álykta að aukin skuldabyrði hefði haft bein áhrif á verðlag í landinu. „Það reyna öll fyrirtæki að reka sig með hagnaði. En það er ekki bein tenging milli skuldaaukning- ar og verðlags. Verðmyndunin á að myndast í samkeppni á mark- aði en ekki þannig að lögð sé ein- hver prósenta ofan á ímyndaðan kostnað.“ Bolli Þór Bollason, skrifstofu- stjóri efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins, sagði afkomu fyrirtækja í raun hafa verið ótrú- lega góða þrátt fyrir áhrif gengis og verðhækkana. Hann sagði því þó ekki að neita að áhrif marg- földunar skuldabyrði fyrirtækj- anna af erlendum lánum á árun- HANNES C. SIGURÐSSON Hannes telur óvarlegt að álykta sem svo að aukin skuldabyrði fyrirtækja landsins vegna erlendra lána sl. ár hafi orðið til að ýta undir verðbólgu. um 2000 og 2001 kunni að hafa átt sinn þátt í aukinni verðbólgu. ■ Arni G. Sigurðsson: Niðurstaðan enn ókomin flucmál Ekkert bólar enn á niður- stöðum fluglæknisins á Akureyri sem skipaður var til að meta heilsufar Árna G. Sigurðssonar flugmanns. Árni hefur ekki fengið gefið út flugskírteini vegna meints heilsubrests. Að sögn Atla Gíslasonar, lög- manns Árna, undirgekkst skjól- stæðingur hans margskonar próf hjá sérfræðingum sem læknirinn pantaði að yrðu gerð. Atli segir að nú sé um mánuður liðinn frá síð- ustu skoðun á Árna. Því hljóti nið- urstaða fluglæknisins að fara að berast. Honum hafi verið upp- álagt að hraða mati sínu á Árna. ■ —TTvI —Tp” wS 'sí QC í f *****? \ ca 7 cc •V Q 3 | < Hri! Sfu'i lí 5. !®UL QC ‘ LANDSBANKINN VIÐ HAGATORG Miklar líkur eru á að útibúið loki í nokkra daga í kringum vorfund Nató. Landsbankinn við Hagatorg: Gæti lokað meðan á Natófundi stendur vorfunpur Skipuleggjendur vor- fundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Háskólabíói í maí hafa leitað til stjórnenda Landsbankans og beðið um að úti- búi bankans sem er í sömu bygg- ingu og Háskólabíó verði lokað þá daga sem fundurinn stendur yfir. Kristján Guðmundsson, yfir- maður markaðs- og kynningar- deildar Landsbankans, sagðist lít- ið geta sagt um þetta að svo stöddu. Hann staðfesti þó að skipuleggjendur fundarins hefðu leitað eftir þessu við Landsbank- ann fyrir nokkrum vikum. Ekki hefði verið sest yfir frekari út- færslu á þessu. Það eru ekki aðeins viðskipta- vinir og starfsmenn Landsbankans við Hagatorg sem verða áþreifan- lega varir við vorfundinn. „íþróttahúsið verður tekið undir fundinn í eina viku,“ segir Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla. „Á meðan verðum við að vona að veður verði þannig að íþróttakenn- ararnir geti verið með krakkana úti í göngu eða við aðra nytsam- lega útiveru. Það á ekki að vera vandamál. Annars höfum við stofu hérna innanhúss hjá okkur.“ ■ —♦— Formaður Afls: „Fleiri fískar í sjónum“ virkjun Mikilvægt er að leggja strax úti í virkjanaframkvæmdir að sögn Einars Rafns Haraldssonar, formanns samtakanna Afl fyrir Austurland. Sjálfsagt væri fyrir Al- þingi að afgreiða frumvarpið um virkjun Kárahnjúka. „Það rís ekki álver fyrr en búið er að virkja. Það eru fleiri fiskar í sjónum en Norsk Hydro ég er sann- færður um að það er nægur mark- aður fyrir þessa orku.“ Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka íslands, segir frumvarp um virkjun tímaskekkju. „Það næst varla samkomulag um álver á Austurlandi næstu misseri," segir Árni. „Ég tel að Norsk Hydro hljóti að vera mjög efins um þessa framkvæmd fyrst þeir draga lapp- irnar jafn mikið og þeir hafa gert. Það er sjálfsögð krafa að iðnaðar- ráðherra dragi til baka frumvarp sitt um Kárahnjúkavirkjun. Það er ekki inn í myndinni lengur að virk- ja fyrir álver á Reyðarfirði." ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.