Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 21. mars 2002 Sarntök verslunar og þjónustu: Staðhæfa að skóla- kerfið hafi brugðist menntun Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, staðhæfir að skóla- kerfinu hafi því miður ekki tekist að útskrifa einstaklinga með þá þekkingu sem þörf sé fyrir í at- vinnulífinu hverju sinni. Hann bendir á að verslunin og þjónustu- fyrirtæki þurfi t.d. sérmenntað fólk í vöru- og lagerstjórnun, inn- kaupum, sérþekkingu á matvörum og hverju sem selt er auk þjón- ustustjórnunar og fleira. Til að bregðast við þessu ástandi hafa nokkur stór aðildarfyrirtæki sam- takanna stofnað skóla til að mennta starfsfólk sitt. Þar má m.a. nefna Baugsskólann, Húsasmiðju- skójann og Essoskólann. í haust nk. er ætlunin að hrinda af stað nýrri námsbraut í verslun og þjónustu í samvinnu við Við- skiptaháskólann á Bifröst í Borg- arfirði. Þetta er gert að frumkvæði starfsmannastjóra og fræðslufull- trúa í atvinnugreininni. Auk þess hafa komið að undirbúningi máls- ins Samtök verslunar og þjónustu Hálendið og Kárahnjúkar: Röng for- gangsröðun skipulag Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar í tólf manna samvinnunefnd sem fjall- ar um breytingar á svæðaskipu- lagi miðhálendisins, segir að það sé röng forgangsröðun að auglýsa tillögu að sérstöku svæðisskipu- lagi fyrir Kárahnjúkavirkjun áður en búið sé að ganga frá svæðisskipulagi hálendisins. Skipulagsstofnun tilkynnti um þessa auglýsingu á tillögu Lands- virkjunar fyrir áformað virkjun- arsvæði sl. föstudag. Það er gert samkvæmt 15. grein skipulags- og byggingarlaga. Þetta er gert í framhaldi af úrskurði umhverfis- ráðherra sem heimilaði virkjun- ina, öndvert við úrskurð Skipu- lagsstofnunar sl. sumar. Árni Þór segist hafa orðið undrandi á þessum vinnubrögð- um. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það er ekki hægt að af- greiða þessa skipulagstillögu um Kárahnjúkavirkjun fyrr en búið er að breyta svæðisskipulagi há- lendisins. Það hefði því komið sér í opna skjöldu sem fulltrúa borg- arinnar í hálendisnefndinni að Arni pór sigurðsson Segist ekki styðja breytingar á svæðis- skipulagi Kárahnjúkavirkjunar. menn skuli hafa rokið til með þessa auglýsingu um svæðaskipu- lag Kárahnjúkavirkjunar þegar málið sé enn óklárt út frá skipu- lagssjónarmiðum í hálendisnefnd- inni. Áformað er að nefndin fundi nk. miðvikudag. ■ k W Veii vangiir gi.æpsins ROraspiengja hafnfirsks pilts olli nokkrum usla. Heppni má teljast að enginn varð fyrir lihamstjóni. Rörasprengjudrengur fær skilorðsbundinn dóm: Drengilegur og iðrunafullur pómsmál Átján ára piltur í Hafn- arfirði hefur verið dæmdur í fjög- urra mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa stefnt lífi sam- borgara sinna í stórhættu með rörasprengju. Pilturinn játaði að hafa eitt laugardagskvöld í ágúst í fyrra, þá sautján ára, komið fyrir og kveikt í heimagerðri röra- sprengju í inngangi að verslunum við Strandgötu. Sprengjubrot skemmdu bretti og dekk bíls tveg- gja menntaskólastúlkna sem af tilviljun óku framhjá. Brestir komu í marmarastétt inngangsins og skemmdir urðu þar á vegg og lofti. Þrjár rúður brotnuðu, hver í sinni versluninni. Myndir skulfu á veggjum í húsi handan götunnar. Héraðsdómi Reykjaness þótti brot drengsins mjög alvarlegt enda hafði sprengjusérfræðingur lýst sprengjunni sem lífshættu- legri. Hins vegar þyrfti að líta til ungs aldurs piltsins, sakarferils hans og þess að hann greiddi skaðabætur. „Þá ber sérstaklega að taka tillit til þeirrar drengilegu framkomu ákærða að gefa sig fram og iðrast gerða sinna,“ segir í dóminum. Drengurinn gaf sig fram við lögreglu fjórum dögum eftir glæpinn. ■ FRÉTTABLAÐIÐ 9 og Verslunarmannafélag Reykja- víkur. Þarna er um tveggja ára nám að ræða sem að mestu verður í formi fjarnáms. Námið er aðal- lega hugsað fyrir stjórnendur og millistjórnendur í verslun og þjón- ustu til að gera þá hæfari í sinni vinnu. Möguleiki verður á frekari menntun að þessu námi loknu. Miðað er við að þeir starfsmenn sem fara í þetta nám verði á samn- ingi hjá sínum fyrirtækjum. Það þýðir að þeir geta stundað þetta nám að mestu leyti í sínum vinnu- tíma. ■ SIGURÐUR JÓNSSON Segist binda miklar vonir við nýju náms- brautina i Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Skrautlistar ^xoselfur ¥J MALARINNiWl Bæjariind 2 • Kópavogi • Simi: 581 3500 Kastari ALLOC Smellt ALLOC parket Baðkarshurð Heimilisdúkar Sturtuhaus JSG AGNAVFRS Heimilisdagar 10-40% gólfefni málning afsláttur Ijós hreinlætistæki Verð áður 26.664 kr. Verð 15.990 kr, 5 stillingar Verð 1.359 kr. HÚSASMIÐJAN ifml 628 3000 • www.htmís í* m uraoniaeíí. ekkert lím, bara að leggja Verð 1.690 kr. m2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.