Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 21. mars 2002 Orderud-morðin í Noregi: Urskurðar kvið- dóms vænst í dag noregur í gær dró kviðdómur í norska Orderud-málinu sig í hlé til þess að komast að niðurstöðu um sekt eða sakleysi sakborning- anna fjögurra. Ekki var búist við niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi snemma í dag. Orderud-morðin voru framin sunnudaginn 23. maí árið 1999. Þá voru Anna Orderud Paust og aldr- aðir foreldrar hennar, Kristian og Marie Orderud, myrt á sveitasetri foreldranna í Orderud í Noregi. Fljótlega féll grunur á fjórar manneskjur, þau Per Orderud, sem er sonur öldruðu hjónanna, eiginkonu hans Veronicu, hálf- systur hennar Kristin Kirkemo Haukeland og fyrrverandi sam- býlismann hennar, Lars Gr0nner0d. Ástæða morðanna virðast vera heiftarlegar deilur um hús for- eldranna í Orderud. Morðmálið hefur vakið gífur- lega athygli í Noregi og er fylgst grannt með allri þróun þess í fjöl- miðlum. íslenski réttargeðlæknir- inn Gísli Guðjónsson er meðal þeirra sem báru vitni í málinu. ■ PÁSKAEGG Páskaegg eru vinsæl en góðgætið er dýrt. 40-50% verd- munur á páskaeggjum Mikill verðmunur er á páskaeggjum á milli verslana. Allt að 210% munur er á kílóverði á páskaeggjum ef bornar eru saman mismun- andi tegundir. Eggin eru ódýrust í Bónus. páskaegg Gífurlegur verðmunur er á páskaeggjum milli verslana. Þau eru langódýrust í Bónus. Munar nær 40% á verði á páska- eggjum nr. 4 frá Nóa-Síríus í Bón- us og verðinu í 11-11,10-11 og Ný- kaup. Munurinn er enn meiri á eggjum nr. 6 frá Mónu. Þau eru ódýrust í Bónus, á 899 kr. stykkið, en kosta 1.359 í Hagkaupum. Þetta er 50% verðmunur. í verðkönnum Fréttablaðsins var kannað verð á eggjum nr. 4 frá Nóa-Síríus, Ópaleggjum frá Nóa-Síríus, nr. 6 frá Mónu og nr. 4 frá Góu þar sem þau voru til og Marsbúaeggjum frá sama fyrir- tæki. Bónus selur líka egg undir eigin nafni sem Góa framleiðir og Krónan egg sem Móna framleiðir. Eggin eru ekki alveg sambærileg í þyngd. Nóaeggin eru 300 g, Mónueggin eru 350 g og Góueggin 325 g. Sambærilegt Bónusegg er 315 g en Krónuegg eru bara fram- leidd í 200 g. Ekki er því alveg raunhæft að bera verðið á eggjunum saman á milli tegunda nema kílóverðið sé skoðað. Þá kemur í ljós mikill verðmunur. Lægst er kílóverðið á KÍLÓAVERÐ Á EGGJUM Nóaegg* nr. 4: 3,53 Mónuegg* nr. 6: 3.408 Góuegg*: 2.820 Ópalegg* nr. 4: 2.763 Bónusegg: 1.902 Krónuegg: 2.745 * Meðalkílóverð Bónuseggi, eða 1.902 kr. á kílóið. Hæst er kílóverðið á Nóa-Síríus eggjum í Nýkaupum, 11-11 og 10- 11, 3.997 kr. á kílóið. 210% verð- munur er því á kílóverði á páska- eggjum. Hér er vitaskuld ekki tekið tillit til bragðs, gæða og úr- vals sælgætis sem finna má inni í eggjunum. Niðurstöðurnar sýna hins veg- ar ótvírætt að spara má mikinn pening í fjölskylduinnkaupunum á páskaeggjum. Ef keypt eru fjög- ur Nóa-Síríusegg í Bónus kostar það 3.436. Ef sömu egg eru keypt í 11-11, 10-11 og Nýkaupum kosta þau 4.796. Ef keypt eru fjögur Mónuegg í Bónus kostar það 3.596, í Nýkaupum kosta þau alls 5.396. sigridur@frettabladid.is VERÐSAMANBURÐUR Á EGGJUM MILLI VERSLANA* Nói-Síríus Opalegg Móna Góa Marsbúaegg 1 nr. 4 (300 g) nr. 4 (300 g) nr. 6 (350 g) nr 4 (325g) (frá Góu)(325) 11-11 1199/3997 kg 1 -■ ■§ * 1298/3709kg 10-11 1199/3997 kg 1329/3797kg 949/2920kg 899/2766kg | Bónus 859/2863 kg , 899/2569kg 799/2450kg : Nóatún 1159/3863 kg 889/2963kg 1198/3423k Nýkaup 1199/3997 kg 899/2963kg 1349/3854 kg 1099/3382kg ' ' , , I Hagkaup 1198/3993 kg 849/2830kg 1198/3423kg 839/2582kg Krónan 859/2863 kg 689/2297kg 1079/3083kg 1 *verslanir sem um er að ræða eru 11-11 á Laugavegi, 10-11 á Hverfisgötu, Bónus á Laugavegi, Nóatún í Nóa- túni, Hagkaup f Skeifunni, Krónan í Skeifunni. NORRSUND O.VOO KV innrömmuó mynd 90X90 sm BLIST geisladiskaskápur 2.500 kr. _ Urval JUTIS geisladiskarekki r 3.900 kr. JUTIS hátalarastandar silfur- litað stál á steinsökkli. Lítill ÍKEA ©r Virfce dqge kt 1 ö* 'r 83G LowJoaráraicic Scl. t ö* 17 ScWrisadeiac fcl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.