Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 12
FÓTBOLTI Nýr styrkleikalisti FIFA 7 Frakkland sama stað 2 Argentína sama stað 3 Brasilía sama stað 4 Ítalía upp 5 Kólumbía sama stað 6 Portúgal niður 7 Spánn sama stað 8 Mexíkó sama stað 9 Holland niður 10 Pýskaland upp 7 7 Júgóslavía sama stað 72 England niður 73 Bandaríkin sama stað 14 Tékkland upp 75 Paragvæ niður 16 Svíþjóð upp 7 7 Rúmenía sama stað 18 írland Republic upp 79 Kamerún niður 79 Danmörk sama stað 52 Búlgaría sama stað 52 Kína upp 54 Ghana upp 55 ísland niður 56 Jamaíka niður ÍÍÞRÓTTIR í DACÍ 18.30 Sýn NBA-tilþrif. 19.30 Sýn Colfmót í Bandaríkjunum. 20.50 Sýn Leiðin á HM. 21.00 Sýn Saga HM (1954 -Sviss - þýsku risarnir). 22.30 Sýn Heklusport 23.00 Sýn Gillette-sportpakkinn HM 2002. Smur- stöð VELALAND VÉLASALA • TÚRBÍWUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is 12 FRÉTTABLAÐIÐ 21. mars 2002 FIIVIMTUDAGUR Meistardeildin í gærkvöldi: Arsenal situr eftir .AéRlÐILt, fótbolti Riðlakeppninni í D-riðli lauk í gærkvöldi með því að Bayer Leverkusen skaust á toppinn með útisigri á Deporti- ve La Coruna. Ballack, Schneider og Neuville skoruðu mörkin fyrir Leverkusen. Arsenal gerði ekki góða ferð til Torino. Þar tapaði liðið fyrir Juventus sem fyrir leikinn átti þó ekki möguleika á að komast áfram. Marcelo Zalayeta skor- aði eina markið. í D-riðli fara Real Madrid og Panathinaikos áfram eftir jafn- tefli í Grikklandi. Morientes og Portillo skorðuðu fyrir Madrid og Liberopolous og Goumas fyr- ir gríska liðið. Sparta Prag og Porto sitja eftir. ■ B RIÐILL UrslH Boavista - Man. Utd. Bayem M. - Nantes LIÐ L Man. United 6 Bayem 6 Boavista 6 Nantes 6 0-3 2-1 STIG 12 12 5 2 Urslrt Liverpool - Roma 2-0 Galatasaray - Barcelona 0-1 L STIG 6 9 6 7 6 7 LIÐ Barcelona Liverpool Roma Galatasaray C RIÐILL P RIÐILL Úrslit Úrslit Panath.- R. Madrid 2:2 Deportivo Leverk 1:2 Sparta Prag - Porto 2:0 Juventus- Arsenal 1:0 LIÐ L STIG LIÐ L STIG Real Madrid 6 16 Leverkusen 6 10 Panathinaikos 6 8 Deportivo 6 10 Sparta Prag 6 6 Arsenal 6 7 Porto 6 4 Juventus 6 7 VIEIRA OC DAVIDS KUÁST Bæði Arsenal og Juventus sitja eftir. Juventus Hafði sigur í slag liðanna í Torino. Úrsiitakeppni Epson- deildar: Njarðvík og KR áfram körfubolti f slandsmeistararnir frá Njarðvík komust í undanúrslit um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla eftir 99:92 sigur gegn Breiðablik í gærkvöldi í oddaleik liðanna. Njarðvíkingar náðu góðu forskoti í síðari hálfleik en undir lokin gerðu Blikar harða hríð að íslandsmeisturunum. í úrslitakeppni kvenna sigraði KR í fyrsta undanúrslitaleiknum gegn Keflavík. Leiknum lauk 60:54 og munu liðin mætast að nýju á laugardag. Það lið sem fyrst vinnur tvo leiki kemst áfram í úrslit. ■ Síðasta hálmstrá ítala Atta liða úrslit Evrópukeppni félagsliða fara fram í kvöld. Tvö ítölsk lið, AC Milan og Inter Mil- an, eiga enn möguleika á að komast í íjögurra liða úrslit. Það er síðasti möguleiki Itala á góðu gengi í Evrópukeppni í ár. fótbolti ísraelska félagið Hapoel Tel Aviv mætir AC Milan í kvöld. Það hefur þegar slegið út Parma og Chelsea. fsraelsku liði hefur aldrei gengið jafn vel í Evrópukeppni. f síðustu viku vann Hapoel Milan 1-0 í fyrri viðureign liðanna á Kýpur. Ákveðið var að spila leikinn á hlut- lausum leikvangi vegna stöðugrar hættu í ísrael. I kvöld mætast liðin á San Siro-leikvanginum í Mílanó og öryggisgæslan verður gífurleg. Hapoel er eina liðið sem vann í síðustu viku. Hinir þrír leikirnir enduðu í jafntefli. Hollensku erki- fjendurnir Feyenoord og PSV Eind- hoven mætast í Rotterdam. Þau gerðu 1-1 jafntefli. Borussia Dort- mund tekur á móti tékkneska félag- inu Slovan Liberec. Þau gerðu markalaust jafntefli. Hector Cuper þjálfari mætir með lið sitt Inter- nazionale til Valencia eftir 1-1 jafn- tefli. Hann hefur aldrei áður komið LEIKIR KVOLDSINS: De Kuip Stadion Feyenoord Rotterdam - PSV Fyrri leikur fór 1-1 Westfalenstadion Borussia Dortmund - Liberec Fyrri leikur fór 0-0 San Siro AC Milan - Hapoel Tel-Aviv Fyrri leikur fór 0-1 Mestalla Stadium Valencia - Inter Milan Fyrri leikur fór I-1 STERKUR HEIMAVÖLLUR VALENCIA Leikmenn Valencia og Internazionale mætast á Mestalla-leikvanginum á Spáni í kvöld. Valencia hefur ekki tapað leik þar í Evrópukeppni síðan árið 1992. í hlutverki þjálfara til Valencia eft- ir að hann hætti að þjálfa liðið í fyrra. Ef Inter og AC Milan tapa verða engin ítölsk lið eftir í evr- ópskum keppnum. Roma var slegið út úr Meistaradeildinni af Liver- pool á þriðjudaginn. Búist er við því að átta til tíu þúsund áhangendur Hapoel mæti til Mílanó. Allir áhorfendur fara í gegnum málmleitartæki. Mikill fjöldi lögreglumanna og -hunda verða á vellinum. Áhangendur Mil- an voru beðnir um að raula ekki texta með kynþáttafordómum og að halda ögrandi hegðun í lágmarki. Inter fer til Spánar án marka- hróksins Christian Vieri. Hann hvíl- ir fyrir viðureign liðsins gegn AS Roma á sunnudaginn. Liðin eru jöfn á toppi ítölsku deildarinnar. Ekki er líklegt að Romario spili á móti Val- encia í kvöld. „Þetta er spurningin sem allir áhangendur Inter spyrja,“ segir Massimo Moratti, forseti fé- lagsins. „Ég líka. Ég útiloka ekki að hann spili.“ Valencia hefur ekki tap- að á heimavelli í Evrópukeppni í 33 leikjum, síðan árið 1992. Dortmund teflir sínu sterkasta liði á móti Liberec. Yfirmenn fé- lagsins segja leikinn þann mikil- vægasta í sögu þess. En þó að meiðslin séu engin er stemmningin í kringum liðið ekki góð. Mark- vörðurinn Jens Lehmann sætir mikilli gagnrýni síðan hann var settur í fjögurra leikja bann í þýsku deildinni um helgina. Hann sparkaði í leikmann Freiburg í hefndarskyni í 5-1 sigurleik Dort- mund. Liberec er að taka þátt í keppninni í annað skipti. Það spil- aði mun betur en Dortmund í leiknum í síðustu viku. PSV Eindhoven æfir bak við lók- aðar dyr fyrir leikinn á móti Feye- noord. Liðin gjörþekkja hvort ann- að. „Ef við viljum reyna eitthvað nýtt eða æfa ákveðna hluti viljum við ekki að því sé sjónvarpað. Hér er mikið í húfi,“ segir Ei’ik Gerets þjálfari. Búist er við því að miðvall- arleikmaður Eindhoven, Mark van Bommel, verði látinn einbeita sér að því að stöðva Japanann Shinji Ono hjá Feyenoord. Hann er sagður einn af betri leikmönnum hollensku deildarinnar. ■ i/ÍAS! J R A RAGT MED AÐ TRIJA bVi AÐ 3 f\f LLÍÓÚ i BARÚA SKULÍ HAFA BÁE A FORFLD R A Ú R A Austrænn seiður í Cardiff: Feng Shui á leikvanginn fótbolti Á þriðjudaginn kvöddu yfirvöld hjá Cardiff til sérfræð- ing í hinum kínverskættuðu Feng Shui-fræðum, til að reka á brott ólánsanda sem kann að hafa hreiðrað um sig í einu búnings- herbergjanna á leikvangi Cardiff. Sérfræðingurinn, Paul Darby, fór því um sali með reykelsi og sölt, hringdi bjöllum og kveikti á kert- um, allt í þeirri von að reka ólánið úr húsi. Átta félagslið hafa notað syðra búningsherbergið á vellinum og hafa öll tapað leikjum sínum. Með- al liðanna, sem þannig hafa í’ennt stoðum undir þann áleitna grun að ekki væri allt með felldu í búnings- hei’berginu, eru Arsenal, Birming- ham og Tottenham. Leikvangurinn verður vettvangur bikarúrslita- leiks í byrjun maí. Þótti rétt að fyr- irbyggja allan vafa og var því grip- ið til þessa sérstæða ráðs. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.