Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ
21. mars 2002 FIMMTUDACUR
Ö/>
Qj
\sófM
...til Mallorca
Verðdæmi á mann með SólarPlús
2. september. Innífalið: Flug, gisting
i 2 vikur (ekki fyrirfram vitað um nafnið),
ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk
fararstjórn og allir flugvallarskattar.
M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Ef 2 ferðast saman, 70.130 kr. é mann.
HHMjjfMI
49,940:,
...til Krítar
58.780kr
Verðdæini á mann með SpariPlús.
Innifalið: Flug, gisting á Skala i 2 vikur.
ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk
fararstjórn og allir flugvallarskattar.
M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Ef 2 feröast saman 73270 kr. ó mann
...til Portúgals
53.760kr
Verðdæmi á ntann með SpariPlus.
Innifalið: Flug. gisting á Sol Dorio
12 vikur, ferðir til og frá flugvelli
erlendis, islensk lararstjorn og allir
flugvallarskattar.
M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ara
Et 2 ferúast saman 72.155 kr. a mann.
mmmmmmnsmsammm:
Kt B'* 1 8 L 1 Í í %
30240:,
lílrS* TPfQtVrrWlrfíŒr
FERÐIR
www.plusferdir. is
Hlíðasmára 15 • Simi 535 2100
ísraelsmenn halda áfram að leggja undir sig land Palestínumanna:
34 nýjar landtökubyggðir
frá því Sharon tók við
JERÚ5ALEM. ap Frá því Ariel Sharon
tók við embætti forsætisráðherra
í ísrael hafa 34 svonefndar land-
nemabyggðir ísraelsmanna verið
reistar á herteknu svæðunum.
Sharon hefur gegnt þessu emb-
ætti í rúmlega eitt ár.
Nýju byggðirnar eru allar í
næsta nágrenni við eldri byggðir
ísraelskra landtökumanna, sem
reistar hafa verið undanfarna
áratugi.
í stuttu stríði ísraelsmanna við
araba árið 1967 hertóku ísraels-
menn Gólanhæðir, Vesturbakk-
ann, Gazasvæðið og austurhluta
Jerúsalem. Fljótlega fóru ísraels-
menn að taka land á þessum
svæðum undir eigin húsnæði.
Þessum landtökubyggðum hefur
verið að fjölga jafnt og þétt allar
götur síðan. Nú er svo komið að
um 200.000 ísraelsmenn búa í 150
byggðarlögum á herteknu svæð-
unum.
Opinber stefna Sharons hefur
verið sú að landnemabyggðunum
á herteknu svæðunum fjölgi ekki.
Hins vegar megi stækka þær til
að fá pláss undir húsnæði þegar
landtökufólkinu fjölgar „af nátt-
úrlegum orsökum".
Palestínumenn krefjast þess
að mega stofna sjálfstætt ríki á
Vesturbakkanum og Gazasvæð-
inu með austurhluta Jerúsalem-
borgar fyrir höfuðborg. Sýrlend-
ingar krefjast þess sömuleiðis að
fá Gólanhæðir aftur. ■
CYÐINCAR VIÐ GRÁTMÚRINN
Margir heittrúaðir gyðingar telja mikilvægt
að ná helgum stöðum á herteknu svæð-
unum á vald fsraelsmanna.
@kynslóðin hristir
upp í atvinnulífinu
Danskar kenningar á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu. Fólk
fætt 1977 -1992 vinnur mest í tvö ár á sama stað. Metnaðarfull en hörð í
samskiptum. Tilgangur á kostnað heiðurs og æru.
vinnumarkaður Ný kynslóð, svo-
nefnd @-kynslóð, hefur verið að
koma á vinnumarkaðinn. Þetta
er fólk sem er fætt á tímabilinu
1977 - 1992 og er arftakar X-
kynslóðarinnar. Þessi kynslóð
mun starfa á sama vinnustað að
hámarki í tvö ár. Þá er leitað á
önnur mið þar sem
hæfileikarnir nýtast betur og
nýir möguleikar opnast til meiri
frama. Þetta fólk mun ekki star-
fa eins og venjulegt launafólk
heldur sjálfstætt starfandi og
sífellt leitandi. Einkennandi
fyrir þetta fólk er að það er
sjálfhverft, horfir björtum
augum til framtíðarinnar og er
afskiptalaust gagnvart stjórn-
völdum. Samkeppnisstaða
fyrirtækja, uppbygging og skip-
ulag mun ráðast af því hvernig
—+— þau ná að hagnýta
þekkingu og
hæfni þessara
starfsmanna
sinna.
Þetta eru
kenningar Sörens
B. Hendriksen
framkvæmda-
stjóra Samtaka
Þessi kynslóð
er sjálfhverf,
sjálfstætt
starfandi,
bjartsýn á
framtíðina og
afskiptalaus
gagnvart
stjórnvöldum.
—♦—
verslunar
þjónustu
Danmörku.
hafa vakið
umtal þar
og
í
Þær
mikla
ytra.
UNCA FÓLKIÐ.
Eflaust eru skiptar skoðanir um þessar dönsku kenningar um einkenni nýju kynslóðar-
innar sem er að hasla sér völl á vinnumarkaðnum.
athygli og
Viðbúið að svo geti einnig orðið
hér á landi. Sören mun ræða
þessa kenningu sína á aðalfundi
Samtaka verslunar og þjónustu,
SVÞ, sem haldinn verður á Hótel
Sögu í dag, fimmtudag.
Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri SVÞ, segir
að verslunarmenn muni
örugglega kannast við þessa
lýsingu á sumu yngra starfsólki
sínu. Það sé meðal annars með
óraunhæfar hugmyndir um
háar kaupkröfur þar sem
viðmiðið er síðasta góðæri.
Raunveruleikinn sé hins vegar
sá að atvinnuleysi hefur verið
að aukast hjá þessum hópi.
Hann segir að hið jákvæða við
þessa kynslóð sé hversu met-
naðarfull hún sé. Á hinn bóginn
sé þessi kynslóð jafnvel harðari
í samskiptum sínum en þeir
eldri. Sem dæmi nefnir hann að
gamla handabandið sé nánast
orðið einskis virði. Þá halda
jafnvel ekki undirskrifaðir
samningar. Það sé því lítið um
heiður og æru ef það þjónar
ekki þeim tilgangi sem að sé
stefnt. Við þessu sé ekki hægt
að bregðast á annan hátt en að
negla allt fast í endalausum
samningum.
grh@frettabladid.is
Falskt öryggi í tölvupósti:
T ölvuormur á ferð
tölvur Tölvubréf sem lofar við-
takanda að með honum fylgi við-
hengi með uppfærslu á öryggis-
búnaði tölvunnar er í raun tölvu-
ormur. Hann gengur undir nafn-
inu Gibe.A@mm.
Að sögn Friðriks Skúlasonar,
tölvunarfræðings og sérfræðings
í tölvuormum og vírusum, er ekki
um mjög varasaman orm að
ræða. Ef maður eyðir póstinum
áður en hann er opnaður þá vel-
dur hann engum skaða.
Þegar viðhengið hefur verið
opnað þá leitar hann að
tölvupóstföngum og sendir
sjálfan sig áfram. Samkvæmt
upplýsingum Bjarna R.
Einarssonar, sem vinnur hjá
Friðriki Skúlasyni ehf., þá opnar
ormurinn einnig“bakdyr“ sem
gerir tölvuþrjótum kleift að
fjarstýra sýktum vélum yfir
Internetið, þannig að hann eykur
hættuna á innbrotum tölvuþrjóta
af Netinu. Vírusvarnarforritið
Lykla-Pétur getur hreinsað
sýktar vélar.
Friðrik segir að tölvuormar
byggi mjög gjarnan á trúgirni
viðtakanda sem opni póst fyrir
forvitnis sakir. Þess vegna hafi
ormar eins og „Loveletter"
gengið eins vel og raun bar vitni.
Friðrik segir ómögulegt að rekja
svona orma til höfunda sinna,
sennilegast sé að „einhver
stráklingur" hafi skrifað orminn.
Gibe-ormurinn er í 10. sæti
yfir algengustu vírusa sem hafa
Algengustu ormarnir
1 8.2-1 8.3
1. W32/Hybris.worm.B
2. W32/Hybris.worm.D
3. W32/Magistr.32768@mm
4. W32/Magistr.28672@mm
5. W32/Sircam.worm@mm
6. W32/Badtrans.B@mm
7. W32/Klez.E@mm
8. W32/Maldal.E@mm
9. W32/Nimda.E@mm
10. W32/Gibe.A@mm
verið stöðvaðir af tölvupóstsíu
Friðriks Skúlasonar sl. mánuð.
Algengasta sýkingin, Hybris, er
ársgamall vírus sem þekktur er
af öllum vírusvarnarforritum á
markaðnum. ■
Margmiðlunarskólinn:
Málum
verði kom-
ið í lag
Skóli Ingi Rafn Ólafsson, skóla-
stjóri Margmiðlunarskólans,
segir að verið sé að vinna í því
að koma lagi á rekstur skólans.
Einnig sé verið að vinna í því að
koma skólanum á háskólastig.
Ekki sé hægt að segja meira um
þau mál í bili.
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu þá sagði Marg-
miðlunarskólinn í auglýsinga-
bækling í vetur að námið í hon-
um væri á háskólastigi. Svo er
ekki. Á heimasíðu skólans nú
segir að námið sé sambærilegt
námi á háskólastigi. Margmiðl-
unarskólinn sótti síðasta sumar
um að menntamálaráðuneytið
staðfesti að skólinn væri á há-
skólastigi. Ráðuneytið svaraði
því til að það gæti ekki staðfest
að skólinn væri á háskólastigi.
Vísað var til þess að háskólalög-
in gefa ekki heimild til þess að
einstaka námsleiðir verði viður-
kenndar. Samkvæmt upplýsing-
um úr ráðuneytinu hafa engin
formleg samskipti átt sér stað
síðan. ■
Ríkisútvarpið:
Pólska og
serb-
króatíska í
textavarpi
fjölmenninc Fjölmenningarsetr-
ið á Vestfjörðum hefur fengið
aðgang að tveimur síðum í
textavarpi Ríkisútvarpsins til að
birta fréttir og tilkynningar á
pólsku og serb-króatísku. Þarna
er um að ræða blaðsíðurnar 148
og 149 auk möguleika á undir-
síðum. Þær verða uppfærðar
þriðjudag í viku hverri til að
byrja með. Efnið er unnið á
skrifstofu setursins með aðstoð
túlka. Elsa Arnardóttir, fram-
kvæmdastjóri Fjölmenningar-
setursins, segir að þarna sé
jafnvel kominn vísir að frétta-
stofu sem þjónustar þá fjöl-
mörgu Pólverja og íbúa fyrrum
Júgóslavíu sem búsettir eru hér
á landi.
Hún segir að undirtektirnar
við þessu framtaki hafi verið
mjög jákvæðar. Hún segir að
reynt verði að hafa á síðunum
fréttir sem eiga erindi við fólk á
öllu landinu fremur en hafa þær
staðbundnar. Hins vegar sé
hægt að koma á framfæri stað-
bundnum tilkynningum á þessar
síður. Þá kemur til greina að
skrifa á fleiri tungumálum en
þessum tveimur. Það einskorð-
ast þó við latneska letrið. Af
þeim sökum er t.d. ekki hægt að
skrifa á tælensku fyrir texta-
varpið þótt þarlendir séu mjög
fjölmennir hérlendis. ■