Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 22
HRÓSIÐ 22 FRETTABLAÐIÐ 6. mars 2002 MIÐVIKUDAGUR Hrósið fá Unnur ösp Stefánsdóttir og félagar vegna myndarinnar Reykjavík Guesthouse sem verður frumsýnd 28. þessa mánaðar. Viöamikið og skemmtilegt starf Guðbjörg Sigurðardóttir er nýráðin aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hún er 45 ára gömul, fædd og uppalin á Ak- ureyri og stúdent frá MA. „Tómas Ingi kenndi mér í menntaskóla og svo höfum við unnið saman að stefnumótunar- vinnu fyrir ríkisstjórnina,“ segir Guðbjörg þegar hún er spurð um tengsl sín við nýskipaðan menntamálaráðherra. Guðbjörg iauk kennarapróf frá KHÍ og BS- prófi í tölvunarfræði frá HL Guðbjörg kenndi við Barna- skóla Akureyrar einn vetur. Hún starfaði við tölvudeild Ríkisspít- ala frá 1983 til 1997, þar af sem deildarstjóri kerfisfræðideildar frá 1985. Frá 1997 hefur Guð- björg verið formaður verkefnis- stjórnar um upplýsingasamfé- lagið í forsætisráðuneytinu en meginviðfangsefni verkefnis- stjórnarinnar er að hrinda í framkvæmd stefnu ríkisstjórn- arinnar um upplýsingasamfélag- ið. Nýja starfið leggst afar vel í Guðbjörgu. „Menntamálin eru málaflokkur sem ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á. Ég er kenn- aramenntuð og kom að stefnu- mótunarverkefninu fyrir menntamálaráðuneytið á sínum tíma sem mér þótti afskaplega áhugavert. Starfið hérna sýnist mér vera mjög fjölbreytt. Þetta er stórt ráðuneyti og margir málaflokkar hér undir. Ég held Persónan Guðbjörg Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra að þetta verði bæði viðamikið og jafnframt skemmtilegt starf. Svo líst mér ákaflega vel á starfsfólkið hér,“ segir Guð- björg. Eiginmaður Guðbjargar er Skúli Kristjánsson tannlæknir og eiga þau tvo syni, 16 og 26 ára. ■ GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Guðbjörg Sigurðardóttir hefur unnið að stefnumótun á sviði upplýsingatækni fyrir menntamálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og ríkisstjórnna. TÍMAMÓT JARÐARFARIR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og afi, ÁRNI SIGURJÓNSSON, Unufelli 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. mars kl. 13.30. Ragnhildur Gísladóttir Guðmundur Arnason, Jit Khorchai, Unnur Árnadóttir, Abderrahim Sraidi, Sigurjón Árnason, Sigrún Daviðsdóttir, Sigurjón Guðnason, Unnur Árnadóttir, Guðmundur Ólafsson, Kristín Jónsdóttir, systkini og barnabörn. 13.30 GatL .r P. Jónsson, læknir, verður jarðsunginn frá Garðakirkju. 13.30 Gummr P. Guðmundsson, verk- stjóri, verður jarðsungínn frá Grensáskirkju. 13.30 Þór.irinn Þorbjarnarson, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju. 13.30 Jón Valgeir Guðmundsson frá Múla verður jarðsunginn frá Ás- kirkju. 14.00 Ólafur Ragnar Pétursson verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Maríanna Haraldsdóttir, hjúkrun- arfræðingur, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Steindór Danielsson, múrari,, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju. 16.00 Ingveldur G. K. Magnúsdóttir verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaéyjum. ANDLÁT Aðalbjörg Júlíusdóttir frá Seyðisfirði, Hrafnistu, Reykjavík, lést 15. mars. Magnús Þ. Sigurðsson, Hjallaseli 45, Reykjavík, lést 18. mars. Áslaug Ásgeirsdóttir lést 18. mars. Aðalheiður Samsoe lést í Kaupmanna- höfn 2. mars. Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri, lést 18. mars. Kristján Valgeirsson, Rauðarárstig 30, lést 18. mars. Ingvar A. Jóhannsson, Árskógum 9, Reykjavík, lést 18. mars. Árný S. Stefánsdóttir frá Litla Hvammi lést 19. mars. AFMÆLI Ekki merki- legur dagur Asmundur Stefánsson, fyrrum forseti ASI, er ekki mikið fyrir að halda upp á afmælis- daga sem ekki bera upp á tug. Eg var nú ekki farinn að hugsa um þennan dag og satt best að segja mundi ég ekkert eftir hon- um,“ segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ, sem er 57 ára í dag. „Ég er ekki vanur að gera mikið úr svona afmælisdög- um. En úr því að það er þessi dag- ur er ekki ósennilegt að börnin mín komi í heimsókn með barna- börnin mín þrjú,“ svarar hann því hvort hann eigi ekki von á sínum nánustu í heimsókn. „Þau eru svo lítil að ekki er mikið fyrir mig að bjóða. Ég á ekkert fyrir þriggja mánaða dömu en vafalaust get ég boðið þeim eldri sem eru tveggja og níu ára og foreldrunum upp á eitthvað." Hann segist hafa mjög gaman af afahlutverkinu enda hafi það augljósan kost. „Það er hægt að skila börnunum þegar þau gerast óþæg. Njóta aðeins þess besta með þeim.“ Ásmundur er fæddur í Reykjavík og nam við MR og las hagfræði í Kaupmannahöfn. Ásmundur segist nota sínar frístundir að mestu í lestur „Ég les nánast hvað sem er en er sennilega ekki hrifinn af ástar- sögum.“ Aðspurður hvort hann sé mjög jarðbundinn svarar hann að svo sé alls ekki. „Ég er mun frem- ur rómantískur en læt lítið á því bera út á við. Því 'ætti ég líka að gera það? Hann segist vera mikill fjölskyldumaður og hafi gaman af að eyða fríum með sínu fólki. Tíu ár eru liðin síðan Ásmund- LES NÁNAST HVAÐ SEM ER Ásmundur Stefánsson er sennilega ekki hrifinn af ástarsögum. ur lét af erilsömu starfi sínu hjá ASÍ og hann viðurkennir að störf hans eftir það hafi ekki verið eins fyrirhafnarsöm. „Ég held að allir hafi gleymt mér frá þeim tíma og mér finnst það ágætt. Fólk á að fá frið til þess,“ segir Ásmundur og er á því að margir aðrir séu betur til þess fallnir að vera í viðtölum í blöðum en hann. Ásmundur er kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur viðskipta- fræðingi og eiga þau tvö upp- komin börn og þrjú barnabörn. ■ Saumavélar s píAEf 1520 44.900.- í„tíí-“--;o98Ó.. PFA Vönduð KSU® cHeimilistœkjawrslun Grensásvegur 13 - Reykjavík - Sími533 2222 - pfaff@pfaff.is - www.pfaff.is SAGA DAGSINS 21. MARS Arið 1980 tilkynnti Jimmy Cart- er Bandaríkjaforseti hópi bandarískra íþróttamanna að Bandaríkin ætluðu ekki að mæta á Ólympíuleikana í Moskvu. Þetta voru viðbrögð Bandaríkj- anna við því að Sov- étríkin höfðu ráðist á Afganistan í des- ember árið 1979. „Eg skil hvernig ykkur líður,“ sagði foi'setinn þegar hann sá vonbrigði íþróttamann- anna. Jarðskjálftar urðu Árnessýslu árið 1734. Sjö eða átta manns létust og sextíu bæir skemmdust, einkum í Flóa, Ölfusi og Gríms- nesi. Tíu bæir féllu til grunna. Arið 1963 voru síðustu fangarnir fluttir úr hinu illræmda Alca- traz fangelsi í Kaliforníu. Nú er þetta gamla fangelsi til sýnis ferðamönnum. Amtmannsstofan á Möðruvöllum í Hörgárdal (Friðriksútgáfa) brann 1874. Ilún var reist í stað húss sem brann tæpri hálfri öld áður. Arið 1983 var sýndur í Bandaríkjunum síð- asti þátturinn í sjón- varpsmyndaröðinni um Húsið á sléttunni. Fyrstu þættirnir voru sýndir árið 1974. Undirskriftir 55.522 íslendinga voru afhentar forseta samein- aðs Alþingis árið 1974 þar sem var- að var við uppsögn varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. Þetta var stærsta undirskriftasöfnunin hér- lendis og var hún nefnd Varið land.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.