Fréttablaðið - 28.05.2002, Page 14

Fréttablaðið - 28.05.2002, Page 14
1 14 FRÉTTABLAÐIÐ 26. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ HAOAIOHM • MMI SIQ I V » V • STAKSIA SÝNINGARTJAt D LANOSINS Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5 og 9 ImULHOLLAND DRIVE kL73Óogl0.15| ÍYDU CAN COUNT ON ME 5.45, aog 10.151 [ÁMELIE ki. 5j jjÖHNQ kl 5.45 Og 10.151 smnnfí\£ bíó KKÍHt Sýnd kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 10.50 Powesýning Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 10.30 B.l. 10 Sýnd kl. 4.30, 7.30 og 10.30 jíSÖLD m/íslensku tali sImi 564 oooo - www.smara TT7 jRESIDENT EVIL kl. 8 jBUBBLE BOY kL«o,«H5S| |JIMMY NEUTRON m/lsl tali kL 4 jlHE SOORPÍÖN KING kl. 6,8 og 101 ^ [PETUR PAN m/ísl. tali TÓNLIST EMIN3IV1 EMINEM: THE EMINEM SHOW Allt er þegar þrennt er Síðan Eminem gaf út aðra plötu sína, „Marhall Mathers L.R“, hafa réttindasamtök, reið- ar húsmæður og pirraðir póli- tíkusar varla tekið hnefann úr lofti. Þó svo að Eminem sé ansi fjarri því að sápuhreinsa á sér skoltinn virðist hann hafa tekið eitthvað mark á gagnrýni þeirra og beinir spjótum sínum í aðrar áttir. Mest gegn þeim sem hafa reynt sem harðast að ritskoða hann. Hingað til hefur honum þótt fyndið að gera grín af hommum, kvenmönnum og poppurum. Hann lætur það ekki vera á ný ju plötunni en persónulegri mál fá meira pláss. Eminem segir sína hlið þeirra mála sem hafa kom- ið honum í heimsfréttirnar síð- ustu tvö ár. Ekkert er látið vera. Hann opnar fyrir skítugt hjarta sitt og lætur blæða. Hann rapp- ar um byssuárás sína á manninn sem kyssti eiginkonu hans, skilnaðinn sem fylgdi og dóttir hans Hailie er í stærra hlut- verki en áður. Hún syngur meira að segja með honum í hinu frábæra lagi „I think my dads gone crazy“. Við heyrum hann biðja móður sína afsök- unnar á því að hafa gert hana að skotskífu í laginu „Cleaning out my closet". Hann lætur hana samt hafa það óþvegið og við megum búast við annarri kæru frá mömmu gömlu. Eminem gleymir þó ekki að smyrja gríp- andi laglínum á orðakrókinn. Frábær plata sem hæfir einum merkilegasta tónlistarmanni okkar tíma. Birgir Örn Steinarsson Kennarar og foreldrar ©fvirkni | Ofvirknibokin.is ol fyrir kenriara 09 foreldra aðstoð sem hentar öllum börnum. Mikilvæg m.a. við athyglisbresti, misþroska, ofvirkni, tourette og sértækum námsörðugleikum. um- sagnir og netverð á ofvirkni- bókin.is Pöntunarsími: 895-0300 FRÉTTIR AF FÓLKI Björk Guðmundsdóttir ætlar að leyfa aðdáendum sínum að velja lögin á væntanlega safn- plötu. Hægt er að fara á heimasíðu hennar www.bjork.com þar sem hún bið- ur fólk að velja þau lög sem höfðu mestu áhrif það. Platan kemur út í september auk þess sem hún hyggst hafa að sér- stakt box fyrir safnara. Á plöt- unni verður að finna eitt nýtt lag. m 30 aðdáendur rapparans Eminem slösuðust um helgina í troðningi á tónleikum hans í Washington. Einn maður fékk hjartaáfall og fjórir aðrir þurftu á læknisaðstoð að halda. Aðrir meiddust aðeins lítillega. Áhorf- endur trylltust um leið og rappar- inn steig upp á svið og myndaðist troðningurinn skömmu síðar. Eminem krafðist þess að áhorf- endur róuðu sig niður og hélt ekki áfram fyrr en búið var að hlúa að þeim sem meiddust. Nýjasta smá- skífa hans „Without Me“ fór beint í fyrsta sæti Billboards sölulistans í Bandaríkjunum. Breski eilífðarpönkarinn Billy Bragg vandar ekki John Lydon, fyrrverandi Johnny Rott- en, söngvara Sex Pistols ekki kveðjurnar. Hann segir söngvarann hafa selt sálu sína peningaöflunum. Þetta sagði hann eftir að Sex Pistols tilkynntu að þeir hygðust endurútgefa lag sitt „God save the Queen“ á 50 ára krýningaraf- mæli drottningarinnar. Lydon á að hafa sagt að honum líkaði vel við konungsfjölskylduna, sérstak- lega þar sem hún væri svo góð tekjulind. Leikkonan Mindy Sterling, sem er þekktust fyrir leik sinn í grínmyndunum um Austin Powers, fullyrðir að „Goldmem- ber“, væntanleg þriðja mynd ser- íunnar, verði sú allra síðasta. Henni þykir þetta miður og óskar þess að myndirnar yrðu fleiri þar sem svo gaman sé að framleiða þær. Fred Durst, söngvari Limp Bizkit, hefur hvatt aðdáendur sína að senda fyrrum gítarleikara sveitarinnar Wes Borland tölvupóst til að biðja hann um að koma aftur í sveitina. Durst viðurkennir á heimasíðu sinni að hann sakni hans mikið. Limp Bizkit þræddu Bandaríkin í leit að nýjum gítar- leikara, eftir að Borland tilkynnti um fráhvarf sitt, en án árangurs. Durst segist sjálfur vera byrjað- ur að glamra á gítarinn en að hann komist ekki með tærnar þar sem Borland hefur hælana. Polanski fékk Gull- pálmann Kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk á sunnudagskvöld. Dómnefndin með David Lynch í fararbroddi kom fáum á óvart með verðlaunaveitingar. kvikmynpir Roman Polanski fagn- aði innilega þegar hann vann Gullpálmann á sunnudagskvöld. The Pianist er mjög perónuleg mynd um tónlistarmann sem lifir af Helförina. í myndinni leikur Adrien Brody pólskan píanósnill- ing sem flýr úr gettói í Varsjá og er síðan bjargað af þýskum her- manni. Polanski lifði ungur af gettó í Kraká en móðir hans dó í fangabúðum nasista. Saga mynd- arinnar er ekki hans en margt er byggt á hans eigin minningum úr Kraká. Mikið magn gæðamynda ein- kenndi kvikmyndahátíðina í Cannes í ár. í níu manna dóm- nefndinni með David Lynch voru meðal annarra leikkonurnar Shar- on Stone og Michelle Yeoh og leik- stjórinn Walter Salles. „Við eigum ekki nógu mörg verðlaun," kvart- aði Lynch í upphafi verðlaunaaf- hendingarinnar á sunnudaginn. Finnski leikstjórinn Aki Kaurismaki fékk annað sæti, eða heiðursverðlaun. Mynd hans.The Man Without a Past, er sérvisku- 55. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í CANNES Gullpálminn The Pianist Roman Polanski Heiðursverðlaun The Man Without a Past Kaurismaki Heiðursverðlaun dómnefndar Divine Intervention Elia Suleiman Besti leikstjórinn Paul Anderson Punch-Drunk Love Im Kwon-taek Chihwaseon 55 ára afmælisverðlaun Bowling for Columbine Michael Moore Besti leikarinn Olivier Gourmet The Son Besta leikkonan Kati Outinenlhe Man Without a Past Besta handritið Sweet Sixteen Paul Laverty Gulltökuvélin (fyrsta kvikmynd leikstjóra) Bord de Mer Julie Lopes-Curval Besta stuttmyndin Eso Utan Peter Meszaros Heiðursverðlaun dómnefndar fyrir stuttmynd The Stone of Folly Jesse Rosensweet A very very silent film Manish Jha leg saga um minnislausan mann sem kynnist lífinu og ástinni á nýjan hátt. Kati Outinen leikur konu sem vinnur hjá Hjálpræðis- hernum og verður ástfangin af minnislausa mann- inum. Hún var valin besta leikkona há- tíðarinnar. Verðlaun fyrir bestu leikstjórn var skipt milli marg- reynds asísk kvik- myndagerða- manns, sem hefur gert rúmlega 80 kvikmyndir, og Bandaríkjamanns sem hefur aðeins gert fjórar. Paul Thomas Anderson gerði Punch- Drunk Love með Adam Sandler og Emily Watson. Im Kwon-taek frá Suður-Kóreu gerði Chihwaseon, sögu- lega mynd um líf kóresks listmálara á 19. öld. Belginn Olivier Gourmet var valinn besti leikarinn. Hann leik- DEILDU MEÐ SÉR VERÐLAUNUM Bandaríkjamaðurinn Paul Thomas Ander- son og Suður-Kóreubuinn Im Kwon-Taek deildu með sér verðlaunum fyrir bestu leik- stjórn. Mynd Anderson heitir Punch-Drunk Love og mynd Kwon-Taek Chinwaseon. ur í mynd Dar- denne-bræðra, The Son. Árið 1999 fengu Dardenne- b r æ ð u r Gullpálmann fyrir Rosetta. Gourmet leikur mann sem neitar að ráða dreng í vinnu á smíðaverkstæðið sitt. Síðar verður hann hugfanginn af drengnum og eltir hann um göturnar. Sérstök verðlaun í tilefni af 55 ára af- mæli kvikmyndahá- tíðarinnar voru veitt Michael Moore fyrir heimildarmyndina Bowling for Col- umbine. í myndinni er fjallað um byssueign og ofbeldi í Bandaríkjunum. Myndin byrjar á fjöldamorðinu í Columbine KAURISMAKI DANSAR Finnski leikstjórinn Aki Kaurismaki bregður á leik á sýningu myndar sinnar, The Man Without a Past, sem fékk heiðursverðlaun. í bagrunni má sjá Kati Outinen, sem var valin besta leikkonan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.