Heimdallur - 01.01.1884, Qupperneq 14
14
:
\
í
5
)
>
hve miklum erfiðleikum það er bundið að ferðast
yfir landið. Sama er og að þótt hlutafii sje á J
Suðurlandi, en engin branda fáist úr sjó á Norður-
landi, þá er nær, því ómögulegt að Norðlendingar
hafi nokkurn hagnað af fiskisæld Sunnlendinga —
vegna samgönguleysisins. þ»annig mætti taka til
ótal mörg dæmi, til þess að sýna live mikinn
skaða samg;'nguleysið gjörir oss. Menn hafa líka
kannazt við þetta, og því hefur alþingi vort varið
mörgum þúsundum króna árlega, til þess að bæta
vegina um landið, og þótt misjafnlega hafi nú til
tekizt með vegagjörðina sumstaðar, eptir því sem
sagt er, af því að meira hefur verið hugsað um, að
fá sem mestu afkastað, en að það, sem unnið væri,
væri sem vandaðast og traustast, og að þeir menn
væru til fengnir, or starfanum væru vaxnir, þá
það flestra álit, að það sje oss um megn að gjöra
hvorttveggja í einu, bæði að brúa árnar og bæta
vegina, en þá verB jeg að álíta það rjettara að
bæta fyrst úr þeim torfærunum, sem meiri eru, og
som reynslan hefur sýnt, að ekki einungis
mest af öllu hindra samgöngar í landinu,
lieldur einnig liafa svipt og svipta árlega fjolda
nýtra mann lífi, sem eru — árnar.
þaö er auðvitað að það væri eðlilegast, að
hver sveit brúaði sína á án styrks af almannafje, ef
þess væri kostur, eins og Norðlendingar hafa nú
gjört sumstaðar, og eins og sumir þingmenn halda
fram, en það dugar ekki að berja höfðinu við
steininn og segja, að það sje eðlilegt, sem er
ómögulegt. Sveitirnar eru yfir höfuð svo fátækar,
að þær geta ekki af eignum rammleik ogjánstyrl<s
er þó tilraunin allra þakka verð. Vegir hafa verið
ruddir og keldur brúaðar, en ekkert fje hefur verið
lagt til þess af almannafje að brúa árnar, som úir
og grúir af í landinu og mestar torfærur eru á
ferðalagi. þ>að er eptirtektavert og næsta kynlegt,
að þegar farið er að bæta vegi og greiða samgöngur
í landinu, að þá skuli vera byrjað á því að bæta
úr hinum minni torfærunum, on sleppa alveg [ieim
stærstu, sein eru árnar. pað er allt að einu eins
og ef einhver sveitabóndi legði allan hug á að
drepa hverja mús á heimilinu, sem reyndar gjörðu
töluverðan skaða, on þó ekki nema að narta i
matvæli hans í búri og eldhúsi, en ljeti tóuna
alveg óáreitta, sem dræpi lömb hans hrönnum saman
út um hagann. Skynsamlegra mundi það talið að
leggja fyrst hug á að drepa tóuna, sem gjörir
rneiri skaða, og síðan mýsnar a eptir, ef ekki er
ncma um tvennt að velja, en bezt að gjöra hvort-
tveggja jafnsnemma, ef þess er kostur. Nú mun
af almannafje brúað hinar stærri ár. En eptir því
sem alþingi hefur tekið í brúamálið, virðist ekki
vera von á styrk úr þeirri átt, og hvað á þá að
gjöra? Á þá að leggja árar í bát og doyja
ráðalaus? þ>að er auðvitað, að æskilegast væri að
fá sem flestar ár brúaðar, helzt allar, en fyrri er
bati en albati, og nokkuð mætti þó ef til vill bæta
úr þeim vandræðum, sem nú eru, þótt ekki sje
[>að með brúm gjört. Eins og nú er á statt, or
ekki annar vegur — víðast hvar — til að komastyfir ár
á íslandi, en annaðhvort að ríða þær opt á slæmum
vöðum, sem breytast dag frá degi, og hætta svo
bæði sínu eigin lífi og skepna þeirra, er maður
hofur meðferðis, eða þá að fara sjálfur yfir þær á
bátkrílum, sem sannarlega má segja, að sleifarlag
sje á, og vanalega ekki geta borið nema 3—4menn,
og svo verða menn að auki að reka hestana sveitta
og ferðlúna upp á líf og dauða út í ískalt jökul-
vatnið, til þess að þreyta svo langt sund, að opt