Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 5
Ennstúdenta- óe/rð/r / Japan TÓKÍÓ, 3. júnf (NTB-Reuter). —- Um 4000 stúdentar brutu í dag girðingarnar fyrir framan émbættisbústað forsætisráð- lierrans í Tókíó til að mótmæla hinum endurskoðaða öryggis- sáttmálá Japans og Bandáríkj- anna. Alls særðust 90 lögreglu- menn og 20 stúdentar særðust Rússi LERWICK;' 3. júní (NTB-Reu- ter). — Sovézkur sjómaður kom í morgun syndandi í land af sovézkum fiskibát, sem ligg- Ur við akkeri við eyjuna Fet- lar, eina hinna nyrztu Shet- landseyja. Kvaðst hann hafa fallið fyrir borð og synt í land, þar eð enginn um borð hefði heyrt hróp sín. Hann hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Bretlandi. Klukkan var um sjöleytið í morgun, er sjómaðurinn skreið á land. Hann barði að dvrum á fyrsta húsi, er hann kom að og var vel tekið með tei og viskíi. Síðar í dag var hann fluttur til Lerwick í átökunum og 13 stúdentar voru handteknir. Forsætisráð- herrann var í einkahýbýlum sínum í Tókíó á meðan á þessu stóð. Fyrir framan þinghúsið söfn- uðust einnig 7000 stúdentar til að mótmæla, en lögreglan upp- lýsir, að þeim hafi verið dreift, án þess að nokkur hafi særzt. Þetta var í annað skipti á ein- um mánuði, að komið hefur til mótmælaaðgerða stúdenta við bústað forsætisráðherrans. Búizt er við frekari óeirðum á laugardag. Stjóm verkalýðs- sambandsins tilkynnti í dag, að 314 milljón verkamanna muni þá leggja niður vinnu, safnast saman og mótmæla ör- yggissáttmálanum. Annað verkalýðssamband hefur til- kynnt þátttöku 780.000 með- lima sinna í mótmælafundum á laugardag. Blöðin í Tókíó spá því, að verkfallið á morgun verði hið víðtækasta síðan í stríðslok. Járnbrautir, sporvagnar og strætisvagnar munu stöðvast algjörlega, og um 1 milljón Tó- kíóbúa verður án flutninga- tækja. Þá er búizt við, að skól- ar og verzlanir muni loka. I dag kom til áfloga á mörgum járnbrautarstöðvum í Tókíó, er meðlimir járnbrautastarfs- mannasambandsins- reyndu að telja þeim félögum hughvarf, sem ekki hugðust fara í verk- fall á morgun. HONG KONG, 3. júní (NTB- AFP). — „Stríð er mjög vel hugsanlegt, eins og ástandið er í heiminum í dag“, sagði for- seti kínverska aliþýðulýðveld- isins, Liu Shao-Chi, í dag. Sagði forsetinn, að því aðeins að tak- ast mætti að einangra Banda- Flokkur Lumumbas sfærstur LEOPOLDVJLLE, 3. júní (NTB-Reuter). — Þjóðlega Kongó-lireyfing'n, flokkur Pat- rice Lumumbas staðfesti stöðu sína sem stærsti flokkur í Bel- gíska Kongó með því að vinna 35 sæti af 137 á fyrsta þingi landsins. Þegar búið var að lelja í öllum kjördæmum nema fimm, hafði Þjóðlegi framfara- flokkurinn fengið 22 sæti, og var næststærstur, vinstri flokk urinn afríski samstöðuflokkur inn hafði fengið .15 sæti og Abako-flokkurinn 12 sæti. Andinn frá Camp Davis oröinn súr MOSKVA, 3. júní. —Krústjov forsætisráðherra hélt ræðu yf- ir fréttamönnum hér í dag og gerði enn harðari hríð en fyrr að Eisenhower Bandaríkjafor- seta. Talaði hann m. a. um af- stöðu Eisenhowers til Þýzka- landsmálsins. Hann kvað stjórn Eisenhowers vera blett á sögu Bandaríkjanna og mundi vera settur á barnaheimili í Sovét- ríkjunum. Hann kvað Eisen- hoAver hafa sagt sér í Camp Davis, að Bandaríkjamenn hefðu ekki áhuga á sameiningu Þýzkalands, þar eð þeir óttuð- ust Þýzkaland, sem væri of sterkt. Hann staðfesti skipun Malinovskys landvarnaráð- Þáði hoðið MOSKVA, 3. júní. (NTB-Reuter). KRÚSTJOV hefur þegið boð Um að heimsækja Kúbu. Tíminn Verður ákveðinn síðar herra um, að eldflaugum skyldi þegar í stað skotið á flugvelli þaðan senr kæmu flugvélar í njósnaflug yfir Sovétríkin. W'ashington, París, London, 3. júní (NTB). — „Fullyrðingar Krústjovs um skoðanir Eisen- howers á Þýzkalandsmálinu eru algerlega ósannar og ekki fótur fyrir þeim“, sagði tals- maður Hvíta hússins í dag. Talsmaðurinn vildi ekki ræða einstök atriði í ræðu Krústjovs en endurtók, að Bandaríkja- stjórn sé óskipt í stuðningi sín- um við bandamenn sína. Stjórnmálamenn í Washing- ton eru furðu lostnir vegna ummæla Krústjovs og árása hans á forsetann. Talið er víst, að ræðan hafi verið flutt í þeim tilgangi að reyna að sundra Atlantshafsbandalagsríkjunum og staðfest'ng á því, að Sovét- stjórnin viljf ekki semja við núverandi stjórn Bandaríkj- anna. í Bonn sagði talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, að ræða Krústjovs kæmi aðeins Banda- ríkjastjórn við. „’Við treýstum hinum bandarísku vinum okk- ar“, sagði talsmaðurinn. Varð- andi afvopnunartillögur Sovét- stjórnarinnar sagði hann, að þær yrðu kannaðar vel í Bonn. Af opinberri hálfu hefur ekkert verið sagt um ræðu Krústjovs í París. En afvopn- unartillögur hans hafa vakið athygli. Talsmaður utanríkisráðuneyt isins brezka sagði, að afvopnun artillögur Rússa yrðu athugað- ar gaumgæfilega og rætt yrði um þær á fundum vesturveld- anna. Fréttaritari REUTERS í Was hington heldur því fram, að nú sé algjörlega ljóst, að ekki muni koma til frekari samn- ingaviðræðna milli núverandi stjórnar Bandaríkjanna og so- vétstjórnarinnar, en það, sem veigameira sé, þá hafi Krústjov gert næsta forseta mjög erfitt um vik við samningaviðræður, vegna endurtekirma árása sinna á Eisenhower forseta. ríkin yrði mögulegt að fresla eða takmarka nýtt stríðl Liu, sent mjög sjaldan hefur tjáð sig opinberlega síðan hann varð forseti fyrir ári, skellti allri skuldinni af því að toppfundur- inn fór út um þúfur á Banda- ríkjamenn. Hann sagði, að Bandaríkja- menn héldu stöðugt áfram hern aðarlegum egningum sínum gegn Sovétríkjunum og öðrum sósíalistaríkjum. Forsetinn hélt ræðu sína í móttöku fyrir forseta Albaníu, og hrósaði Albönum fyrir góða frammistöðu í því að ráðast á endurskoðunarstefnumenn í Jú góslavíu. Hann kvað Tító hafa látið heimsvaldasinnana kúga sig. „Heimsvaldalöndin, og eink- Cousins gegn Gaitskell LONDON, 3. júní (NTB-Reu- ter). — Formaður hins volduga flutningaverkamannasambands í Bretlandi, Frank Cousins, sem er áhrifamesti leiðtoginn innan brezku verkalýðshreyf- ingarinnar, sagði í dag stríð á hendur þeirri stefnu í land- varna- og þjóðnýtingarmálum, sem Hugh Gaitskell, leiðtogi jafnaðarmannaflokksins, fylg- ir. Á blaðamannafundi í Lon- don upplýsti Cousins, að stjórn flutningaverkamannasambands ins hefðí einróma ákveðið að styðja, að Bretar afsali sér vetnissprengjum. Cousins er meðlimur nefnd- ar þeirrar, sem verkalýðssam- bandið setti á laggirnar til að semja uppkast að yfirlýsingu um kjarnorkumál og ákvörðun flutningasambandsins þýðir því, að hin mörgu atkvæði sambandsins falla gegn hinni opinberu stefnu jafnaðarmanna flokksins í þessum málum, bæði á flokksþinginu og þingi verkalýðssambandsins. um hinir bandarísku heims - valdasinnar, eiga enga einlæga ósk um frið. Þeir gera allt, sen\ þeir geta, til að spilla samn - ingum. Þó að þeir tali oft um. frið, mun hernaðar- og árásar- stefna þeirra, sem beinist at> heimsyfirráðum, aldrei breyt- ast“, sagði Liu. í lok ræðunn - ar sagði Liu, að levsa bæri öLl deilumál með friðsamlegum. samningaumleitunum og met> gagnkvæmu trausti og jafn- rétti. Einn helzti hershöfðingi kín- verskra kommúnista stakk upp- á bví í da°'. að kínverska „al— þýðulýðveldið“ ætti að koma upp sterku heimavarnaliði tiJ að aðstoða herinn í hugsanlegm stríði við árásargjarna heims— valdasinna, segir í frétt frá Nýia Kína í Pekmg. Hersliöfð- inginn lagð'st eindregið gegu þeirri hugmynd, að stríðshætta væri horfin við tilkomu atóm- vopna og eftir að sósíalistísku löndin væru orðin heimsvalda-- löndunum sterkari. „Slíkt hef— ur ekk: breytt árásareðli heima valdasinnanna eða þeim mögu - lcika, að þeir geti hafið árásar- stríð“, sagði hann. Flugher Indó- nesíu stækkar JAKARTA, 3. júní (NTB-Reu- ter). — Flugher Indónesíu fékk skipun um að vera viðbúinn í dag jafnframt því að stjórnin ákvað aukningu flughersins. Fréttastofan ANTARA segir or sökina fyrir viðbúnaðinum vera aukna spennu, sem hlotizt hefði af liðsflutningum Hol- lendinga til Nýju Guíneu. KIDSON Framhald á 3. síðu. Austurlanda. Kidson lærði ís - lenzku mjög vel þegar á stríðn árunum og gegndi þá störfum., sem gáfu honum tækifæri til að kynnast mörgum íslendingf um. Eignaðist hann þá marga góða vini hér á landi, og sá vinahópur hefur farið stækk- andi með hverju ári. Kidson hefur áhuga á fjallgöngum og ferðalögum og hefur þvl kynnzt rækilega landsháttunn og viðhorfum utan höfuðborg- arinnar. Kidson er Yorkshiremaðun að uppruna, sem fékk snemma vndi á ferðalögum og nátt- úruskoðun á klettóttri og skóíí lausri Norðursjávarströnd í námunda við heimkynni sín. Skyldleiki er meiri með nátt- úru og sögu milli Yorkshiro og íslands en flesta g unar, og ýmsir staðir á fslandi hafa minnt Kidson á heimkvnni sín. Kidson hefur nú látið a£ störfum hér á landi, og fex* utan með Gullfossi í dag. Hann mun nota leyfistíma næstu vikur til ferðalaga í Suður-Evrópu. Þeir eru marg- ir, sem senda honum viö brottförina beztu ámaðatósk- ir og þakkir fyrir ágæta við- kynningu undanfarin ár. Alþýðublaðði — 4. júní 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.