Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 3
Plastver h/f, nýtt iðnaðarfyrirtæki STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrirtæki, Plastver h.f., sem mun framlei'ða alls konar vör- ur til veiðarfæra úr plasti, svo sem baujur, lóðabelgi og neta- Sjálfvirk símstöb á Akranesi SAMEINAÐ ALÞINGI sam- þykkti í gær að vísa frá tillögu um sjálfvirka símstöð á Akra- nesi (af þeim sökum, a’ð þegar er búiði að ákveða stöðina og panta til hennar efni, svo að tillagan var óþörf með öllu. Daníel Ágústínusson flutti þessa tillögu, er hann sat á iþingi fyrir Halldór Sigurðsson. Nú gaf öll fjárveitinganefnd, — þar á meðal Halldór, út það áiit, að tilJagan væri óþörf og lagði til, að henni væri vísað frá. — Framsóknarmen greiddu at- kvæði með því. flot af öllum stærðum og gerð- um. Verksmiðjan verður stað- sett í Hafnarfirði, en aðalhvata menn að stofnun hins nýja fyrirtækis eru þeir Jóngeir D. Eyrbekk í Hafnarfirði og Tóm- as P. Óskarsson, Reyltjavík. Vélar hafa þegar verið keypt- ar og eru þær væntanlegar næstu vikur. Þá er von á véla- verkfræðingi, sem annast upp- setningu vélanna, svo og efna- fræðingi, sem fyrst um sinn aðstoðar við framleiðsluna, enda er hér um nýja plastefna- blöndu að ræða, mun betri en þekkzt hefur fram að þessu. Vélar þessar eru að mestu leyti sjálfvirkar og afköst þeirra mikil. Verður þar af leið andi unnt að fullnægja árlegri notkun sjávarútvegsins með aðeins nokkurra mánaða fram- leiðslu. Annan tíma ársins verða því framleiddar ýmsar aðrar plastvörur. Fyrir aðeins örfáum árum var hafin framleiðsla erlendis á ofangreindum vörum úr plasti. Hafa þær líkað svo vel, að korkur og gler og eldri gerð- ir þelgja hafa nú svo að segja vikið fyrir þessari framleiðslu úr plasti. Kappreiðar annan hvítasunnudag ANNAN hvítasunnudag fara fram hinar árlegu veðreiðar Hestamannafélagsins Fáks á skeiðvellinum vi'ð Elliðaár. — Á veiðreiðum þessum keppa 27 hestar, og eru það allt nafn- þekktir i'u’vals gæðingar. Á undanförnum árum hafa hestar Þorgeirs bónda í Gufu- nesi unnið svo að segja öll verð- launin á kappreiðum þessum. Sá hestur Þorgeirs, sem örugg- astur hefur verið með sigur í 350 m. hlaupi er Gnýfari. Nú hafa Laugvetningar sent hest, sem talinn er geta veitt Gný- fara harða keppni', en það er Gulur, sem náð hefur betri tíma en Gnýfari á þessum spretti. Á skeiðinu mæta margir góð ir garpar, og er þar fræga að nefna Glettu, Gulltopp Jóns í Varmalandi, og Nasa Þorgeirs í Gufunesi. Laugvetningar senda einnig mjög góðan hest til keppni á skeiðinu, en það er Trausti, íem náð hefur góðum árangri í þessari grein. Á skeiði keppa 2 flokkar. í þeim fyrri’ verða Trausti, Gull- toppur, Nasi, Gletta og Blesi. í þeim síðari verða Litla-Gletta Jarpur, sem er úr Árnessýslu, Óðinn frá Gufunesi, Logi frá Varmalandi og Venus úr Kjósa sýslu. Á 300 m. keppa 12 hestar í þrem flokkum. 5 beztu hest- arnir komast í úrslit. Á 350 m. keppa 6 hestar í 2 flokkum. Verðlaunin sem keppt er um eru allt frá 500—2000 krónum. Er ekki að efa að marga fýsi að horfa á þessar kappreiðar. Prinsessur á ferb KAUPMANNAHÖFN, 3. júní. SAS-flugvélin Hákon víking- ur hóf sig til flugs frá Kastrup í kvöld sem fyrsta SAS-þot:an á póilleiðinni /hjilli Skandínavíu og Los Angeles. Innanborðs voru þrjár norrænar prinsessur — Margrét Danaprinsessa, Ast- rid Noregsprinsessa og Margrét Svíaprinsessa. Friðrik Dana- konungur og Ingiríður drottn- ing voru viðstödd brottförina. Þar eð völlurinn í Syðri-Straum firði er ekki tilbúinn til notk- unar, verður fyrst um sinn flog- ið um Montreal í Kanada. ÞINGLAUSNIR fóru fram á alþingi í fyrradag. Hafði þingið staðið frá 20. nóv. til 7. desember 1959 og 20. jan. — 3. júní 1960. Alls voru haldnir 240 þing fundir, 51 lög afgreidd og 25 þingsályktunartillögur samþykktar. í fjarveru aðalforseta Sam- einaðs alþingis, Friðjóns Skarp Kidson fer í dag PETER Kidson, annar rit- ari þrezka sendiráðsins, fer í dag af landi burt eftir fjög- urra ára starf hér á landi. Hann kom hingað til lands ár- ið 1956, en áður hafði hann dvalizt hér í brezka hernum á stríðsárunum. Kidson er einn þeirra er- lendu sendimanna, sem mest hafa lagt sig eftir íslenzku máli og menningu. Hann er óvenju mikill málamaður, tal ar auk ágætrar íslenzku, þýzku, rússnesku, sænsku, ítölsku og frönsku. Hefur hann starfað í utanríkisþjón- ustu lands síns síðan styrjöld- inni lauk, og farið víða um lönd, bæði í Evrópu og allt til Framlhald á 5, síðu. héðinssonar, flutti Sigurður Ágústsson, varaforseti ræðu. Þakkaði hann alþingismönnum ánægjulegt samstarf á vetrin- um, svo og starfsfólki þingsins. Síðan kvaddi hann þingmenn og óskaði utanbæjarþingmönn- um góðrar heimferðar. Eysteinn Jónsson þakkaði fyrir hönd þingmanna árnaðaróskir þing- forseta. Forseti íslands tók þvínæst til máls og las forsetabréf er svo hljóðaði: Alþingi, 80. lög- gjafarþing, hefur lokið störf- um. Mun ég því slíta alþingi í dag, föstudaginn 3. júní 1960. Gert í Reykjavík 3. júní 1960. Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Thors. Síðan óskaði hann þingmönn um velfarnaðar og þjóðinni allra heilla. Ólafur Thors for- sætisráðherra mælti: Heill for- seta vorum og fósturjörð. ís- land lifi! Tók Þingheimur und- ir þau orð með ferföldu húrra- hrópi. j Sauðfjársjúk- dómanefnd SKÖMMU fyrir þingslit komu landbúnaðarnefndir beggja deilda alþingis saman til að kjósa sauðfjársjúkdóma- nefnd. Þessir menn voru kjörn- ir: Tryggvi Sveinbjörnsson, bóndi að Laugarbóli í Suður- Þingeyjarsýslu, fyrir Alþýðu- flokkinn; Gunnar Þórðarson í Grænumýrartungu og Jón Gíslason í Norðurhjáleigu fyrir Framsóknarflokkinn og þeir Friðjón Þórðarson sýslumaður og Óskar Leví, Ósum, fyrir Sj álfstæðisflokkinn. Hull-togari á Akureyri AKUREYRI, 3. júní. — í nótt korp hingað brezki togarinn „Othello“ frá Hull. Leitaði tog- arinn hafnar vegna bilunar á katli skipsins, auk þess sem radartæki var bilað. Togarinn var að veiðum við Langanes, þegar bilunin átti sér stað, og er með lítinn afla. í moigun átti ég tal við skip- stjórann, Malcolm Clark að nafni. Hann er 27 ára að aldri, geðþekkur ungur maður, sem er nýbyrjaður sem skipstjóri á togaranum. Annars hefur Clark verið lengi til sjós eða allt frá 14 ára aldri. Þetta er í annað sinn sem hann kemur í land á ís- landi; áður á Seyðisfirði. Varðandi landhelgisdeiluna vildi skipstjórj ekki segja mik- ið, en kvað bað einlægustu von sína að því máli lyki sem fyrst. Aðspurður um það, hvernig honum og áhöfninni litist á að stíga á land „óvinarins“ í þorskastríðinu, sagði Clark, að fólkið væri afskaplega vingjarn legt og þeir ættu ekki von á neinum árekstrum. Togarinn „Othello“ er mjög frægt skip úr landhelgisdeil- unni hér við land. Það var þessi togari, sem gerði hvað ítrekað- astar tilraunir til að sigla varð- skipið „Maríu Júlíu“ niður á sínum tíma. Skipstjóri var þa annar en nú og mun sá hafa verið rekinn úr starfi. — G.St. Veturliði sýnir i Eyjum VETURLIÐI Gunnarsson mun opna í dag, laugardag, málverka sýningu í KFUM-húsinu £ Vest mannaeyjum. Sýningin verður opin um hvítasunnuna. Veturliðj mun sýna 90 mynd ir, vatnslitamyndir og olíumýnd ir. Um 40 olíumálverk eru frá Vestmannaeyjum. AlþýðublaðSi — 4. júní 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.