Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 11
Rússar unnu verð- skuldaðan sigur 3:0 HIÐ VIÐKUNNA rússneska knattspyrnulið DYNAMO- MOSKVA, sem hér er í boði Fram, lék sinn fyrsta leik í gær kveldi. Úrval Suð-Vesturlands mætti gestunum. Leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum að viðstöddu geysifjöimenni, allt að 12 þúsund áhorfendum. — Dómari var Guðjón Einarsson, en línuverðir Gretar Norðfjörð Og Jörundur Þorsteinsson. Almennt mun hafa verið bú- izt við því, eftir að það varð kunnugt að um annað eins lið væri að ræða og Dynamo- Mosk var að hér mundi verða um al- varlegan ósigur að ræða fyrir okkur. Hins vegar fóru leikar svo að Rússarnir sigruðu að visu, en þó aðeins með 3:0 (2:0). GANGUR LEIKSINS í STUTTU MÁLI. Töluverðs taugaóstyrks virt- i'st gæta með íslenzka liðinu í upphafi og fór leikurinn mjög mikið fram á vallarhelmingi ís- lendinga meginhluta fyrri hálf- leiksins, en þó sóttu landarni'r í sig veðrið er á leið. — Á 5. mín. kemur fyrsta skotið að ís- lenzka markinu, sem Helg: varði Rétt á eftir annað skot yf- ir. Tveim mínútum síðar ei'ga Rússar hörkuskot í stöng. Fyrsta mark leiksins skoraði h. innh. Síslenkó á 10. mín. með glæsi- skoti utan af vítateig. Var þetta mjög fast skot uppund- ir slá. Er 17 mn. voru af leik fékk íslenzka liðið fyrstu horn- spyrnuna, sem þó ekkert varð Úr. — í þessum hálflei'k fengu Rússar alls sjö hornspyrnur, en úrvalið fimm. Á 28. mín. skorar miðherjinn Korsjúnoff síðara mark Rússa í fyrri hálfleik með tiltölulega lausu skoti innan á stöng neðst í hægra hornið. Var þetta óverj andi fyrir Helga. — í lok hálf- leiksins á úrvalið tvö tækifæri, þegar Ingvar skallar yiir af Lcmdsíið Noregs gegn íslendingum OSLÓ, 3. júní (NTB). — Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir í landslið Noregs gegn íslenöingunv. Sverre Andersen, Viking, Arne Bakker, Asker, Ragnar Larsen, Sandaker, Arne Natland, Eik, Thor- björn Svensson, Sande- fjord, Arne Legernes, Lar vik Turn, Björn Borgen, Fredrikstad, Erik Engs- myhr, Greaker. Rolf Björn Backe, Gjövik/Lyn, Gunnar Dywad, Stein- kjer og Axel Berg, Lyn. Varamenn eru: Per Mos- gaard, Fredrikstad, Hans Jacob Mathisen, Fredrik- stad, Jan Nilsen, Lisleby og Oddvar Richardsen, Lilleström. — Leikurinn fer fram á Ullevaal leik- vanginum í Osló 9. júní. iwvwwvwwvtwwwwvu í knöttinn af öryggi. Hann I sýndi mjög glæsilegan leik | í gærkvöldi. | (Ljósm.: O. Ó. VWVMVWWVVVWVVWVWVVWVWl markteig úr sendingu frá Þór- ólfi, — og aftur rétt fyrir hlé út ágætri fyrirsendingu en allt- of laust og beint í fang hins frábæra Jasjin. * SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Það var eins og endurnýjað íslenzkt lið ksemi inn á leik- vanginn eftir hléið. Liðsmenn- irnir léku af miklum hraða og festu og ru-gluðu oft Rússana í rími'nu. Á 10. mín. var Þórður Jónsson í góðu færi, en skaut yfir. 5 mín. síðar skora Rúss- ar þetta eina mark, sem þeir gerðu i þessum hálflik. Markið gerði vinstri innherji' Fedoseff úr mjög erfiðri stöðu. Hann lék á Árna Njálsson og skaut á markið nærri frá endamörk- um og skall knötturinn á mark- súlunni og hrökk inn. Mjög glæsi'lega ert. Síðutsu mínútur hálfleiksins voru þófkenndar með baráttu út á veiiinum og fleiri mörk voru ekki skoruð. Þrátt fyrir það þó að Rúss- arnir skoruðu ekki fleiri mörk voru yfi'rburðir þeirra í allri knattleikni og skipulagi slíkir, að unun var oft á að horfa. — Hraði geysilegur og skiptingar nákvæmar. Liðið er skipað jöfn- um leikmönnum en skemmtileg astir voru hægri útherji Júrin fljótur leikinn og öruggur. — Fedeoseff sýndi einnig frábæra tækni og hraða. Hinn frægi markvörður Jasji'n fékk því miður lítið tækiiæri til að sýna snilli sína. en þó var það ljóst að ekki er ofsögum sagt af leikni hans í markinu. Íslenzka liðið stóð sig betur en margir höfðu búizt við. Það barðist allan leikinn og sýndi enga minnimáttarkennd, eink- um þó í síðari hálfleik. Áber- andi var þó, að Rússarnir sigr- uðu í fletsum skalleinvígum, vegna þess að þeim var Ijós sú staðreynd að til þess að slíkt væri hægt þyrfti að hoppa upp broti úr sek. fyi-r en andstæð- ingurinn. Bezti' leikmaður ís- lenzka liðsins var tvímælalaust Sveinn Teitsson, sívinnandi og mikill baráttumaður í einvig- um. Átti margar góðar og ör- uggar sendingar, þó að fram- herjunum tækist ekki að nýta þær til að skora úr. Annars má segja það að íslenzku. leikmenn- irnir yfirleitt hafi gert eins vel og þeir gátu og meira er ekki hægt að krefjast af neinum. Guðjón Einarsson, hinn gamal kunní dómari, sem ekki hefur dæmt undanfarið neitt að ráði dæmdi leikinn og skilaði því hlutverki sínu með ágætum. — Hins vegar var leikurinn ekki harður og Rússarnir léku mjög prúðmannlega. Sagt eftir leikinn FRETTAMAÐUR íþrótta- síðunnar lagði leið sína £ bún- ingsklefana að leik loknum og fer hér á eftir álit þeirra, seni talað var við. STJARÍOFF, fyrirliði: — Við höfum oft leikið bet- ur en nú, sagði fyrirllðinn og brosti, en þó vil ég hrósa ís- lenzka liðinu fyrir góðan og prúðmannlegan leik. — Beztir voru að mínu áliti nr. 6. Sveinn Teitsson og nr. 10 Þórður Jóns- son var lallgóður. Markvörður- inn ykkar er einnig ágætur. — Völlurinn ykkar er góður og áhorfendur prýðilegir, — liafa greinilega góðan skilning á knattspyrnu. GUÐJÓN EINARSSON dómari; — fslenzka liðið lék ágæta knattspyrnu í kvöld, en rúss- neska liðið er frábært og sýndi glæsilegan og prúðmannlegan Ieik. ÓLI B. JONSSON, þjálfari: — Þetta gekk betur en ég bjóst við, en þó náði lið okkar ekki nógu vel saman. r -c: --- - --- •) GUNNAR GUÐMANNSSON, fyrirliði: — ftússneska liðið er mjög jafnt, en hrifnatsur var ég a$ Júrín og Síslenko. Af rússnesk- um liðum, sem hingað hafa komið, fannst mér Lokomotiv betra. SÆMUNDUR GÍSLASON, form. landsliðsnefndar: — Jafnari leikur en ég bjóst við og vörnin var okkar sterk* ’ari hlið. Rússneska liðið er á- gætt, þeir eru flinkir og áber- andi fannst mér hvað þeir vorn fljótir að finna eýðurnar og staðsetja sig rétt, það er þeirra sterlcasta hlið. Dan Waern 3:44,0 DAN WAERN ér sterkur, hann sigraði í 1500 m. hlaupi f Ábo í vikunni á 3:44,0 mín. Salsola fékk 3:47,8 og Vuorisalo 3,47,9 mín. WWMWMMWMMWWWIWWW íslendinar sækja að marld Dynamo, — Það er Þórólfur, sem skallar knöttinn. WWWWWWWWWWWWVIWW Alþýðublaðði — 4. júní 1960 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.