Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 14
Þýzkir siðdegiskjólar Sumarkjólar Glæsilegt úrval MARKAÐURINN Hafnarstræsti 5 Laugavegi 98. Ný sending HATTAR MARKAÐIJRINN Laugavegi 89. regnkápur MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. - Hannes Framhald a£ 2. síðu. standi eitthvað lengur ná heldur engri átt. Víðas hvar erlendis er farið að draga úr notkun stöðu- mæla, en fólki séð fyrir bílstæð- um fyrir ákveðið gjald á klukku stund, eins og nú er gert á bíla- stæðinu á horni Austurstrætis og Aðalstrætis, en þá er jafnan greitt meira fyrir fyrstu klukku stund heldur en þá næstu. ÉG ÓK UM Langholtsveginn nýlega. Hann er allur malbik- aður, það er að segja akbrautin. En hvers vegna má ekki mal- bika gangbrautir meðfram ak- brautum? Það er margfalt ódýr- ara og fljótvirkara en hellulagn- ing, sem er engu betri. Hvað kemur til að þessu er ekki breytt?“ SIGURÐUR skrifar: ,,Ég vona að þér finnist ástæða til að birta eftirfarandi pistil: Arnarhólstún- ið er fagur og dýrmætur blettur. Ég lá þar í gær ásamt fleirum sól og hlýju. En mér og fleirum blöskraði sóðaskapurinn. Við töluðum við mann, sem henti rusli í grasið og bentum honum á hve afleitt það væri. Hann svaraði; Þeir vilja hafa það svona, annars er ekkert að hreinsa! Hvar eru ruslakörfurn- ar?“ — Já, hvar eru ruslakörf- urnar? Þær þarf að setja upp strax. Það verður að venja fólk við þær. Það hlýtur að vera hægt hér eins og annars staðar. SNOBBIÐ er óskaplegt í litlu fólki. Hugsa sér öll útlendu nöfn in, sem er verið að klessa á eitt og annað til að gera það fínnna! — Mér og fleirum blöskrar snobbið í tónlistinni: Kammer- músík, Musica nova, Musica sacra, Philhármoniukór, og svo kemur söngnámsstjórinn með Pólifonkór! Jafnframt því sem talað er um að skólarnir kenni ekki algeng lög og unga fólkið afvenjist iðkun söngs, sér til á- nægju og hressingar. — Eiga menn að hætta að syngja nema í pólifonkór? Og mætti spyrja: Er ómögulegt að gefa þessu ís- lenzk nöfn? Eða er móðurmálið ekki nógu fín fyrir fína menn?“ Hannes á horninu. Um helgina Framhald af 4. síðu. ekki ráðlegt að gera það. Telja þeir undanþágur eiga að vera sem allra minnstar, enda sé slíkt hagkvæmt í framkvæmd. Ilins vegar vildi meirihlut- inn gera það að reglu, að á- kveðinn hluti söluskattsins væri notaður til niður- greiðslu £ mikilvægum neyzluvörum. Kvaðst nefnd- in gera sér ljóst, að óæski- legt sé að binda ákveðnar ríkistekjur við ákveðin út- gjöld, en taldi þetta samt réttlætanlegt og hagkvæmt. Mörgum þykir það bakka- bræðraháttur af ríkinu að taka t.d. söluskatt af kjöti, en greiða síðan kjötverðið niður með stórupphæðum. Þetta viiðist við fyrstu sýn tvíverkn aður. Reynsla Norðmanna er í þessu efni lærdómsrík, og nú hefur Getz Wold-nefndin í- trekað, að þetta sé þrátt fyrir allt hagkvæmara og skynsam- legra en margþætt undan- þágufargan. laugardagur Slysavarðstoian er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Sími 15030. o----------------------o Gengin. Kaupgengi. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr......551,40 100 norskar kr...... 532,80 100 sænskar kr...... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o------------------------o •ÍÍ&'KW.V.WV. L :5 Flugfélag íslands h.f.: Millilanadflug: Gullfaxi fer til Oslo, Kmh. og Hamborgar kl. 10.00 í dag. — Væntanleg aft- ur til Rvk kl 16.40 á morg- un. Hrímfaxi fer til Glas- gow og Kmh. kl. 08.00 í fyrra málið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða Húsavíkur, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Skógasands og Vest- mannaeyja (2 ferðir). Á morg un: Ekkert innnlandsflug. tBS Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er vænt- anlegur kl. 6.45 frá New York — fer til Oslo og Helisngfors kl 8,15. Hekla er væntanleg kl. 19.00 frá Hamborg, Kmh. og aGutaborg Fe rtil New York kl 20. Snorri Sturluson er væntanlegur kl 01.45 frá Helsingfors og Oslo. Fer til New York kl. 03.10. Pan American flugvél kom við á Keflavík- urflugvelli :í morgun frá New York, og hélt áleiðis til Norð urlanda. Fugvélin er væntan- leg aftur á Keflavíkurflug- völl annað kvöd, og fer þá ti New York. Neskirkja: Hvítasunnudagur: Messa kl 11. Séra Jón Thor- arensen. Fríkirkjan í Hafnarfirði: — Hvítausnnudagur: Messa kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson. Laugarneskirkja: Hvítasunnu dagur; Messa kl. 11. Séra Garðar Svavarsson. Annar hvítasunnudagur: Messa kl, 11 Séra Garðar Svavarsson. Mosfellsprestkall: Messað að Lágafelli hvítasunnudag kl. 14. Messað að Brautarhoti annan hvítasunnudag kl. 2. — Ferming. Séra Bjarni Sig urðsson. i \ FERMING — í Bessastaða- kirkju á hvítasunnudag. —• Séra Bragi Friðriksson. — Gunnar Sigurðsson, Búð- arflöt. Magnús Albertsson Bjarnastöðum. Sighvatur Jóhannsson, Sveinskoti. Grétar Guðmundsson, Brekkugötu 13, Hafnarf. Jóhanna Rósamunda Sveinsdóttir, Sólbarði. Þór dís Símonardóttir, Brunna stöðum, Vatnsleysustr. Hafdís Einarsd., Bjarna- stöðum. Svala Herolds, Bessastöðum. FERMING — í Brautarholti annan í hvítasunnu. Dreng- ir; Gísli Ársæll Snorrason, Esjubergi. Karl Haralds Haraldsson, Sjáfarhólum. -- Stúlkur: Anna Steinarsdótt ir, Víðinesi. Guðrún María Kristjánsdóttir, Bergvík. . 3 ■ ■ j Rausnarleg gjöf í Rafnkels- söfnunina: — Fyrir nokkr- um dögum kom til mín Hall dór Fjalldal kaupmaður í Keflavík og afhenti mér kr. 5.000.00 í söfnuriina, frá sér og konu sinni frú Sig- ríði Skúadóttur. Þau hjónin höfðu komið sér saman um að minnast 50 ára afmælis síns á þennan sérstæða og myndarlega hátt, en Halldór varð fimmtugur 31. malí en frú Sigríður 2. júní. Jafn- framt að óska þeim til ham- ingju með merkisafmælið færi ég þeim hjartans þakk- ir. f. h. söfnunarnefndar, Björn Dúason. Kirkja Óháða safnaðarins: — Hvítasunnudagur: Hátíða- messa kl. 2 e. h. Séra Emil Björnsson. Hallgrímskirkja: Hvitasunnu- dagur; Messa kl. 11. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Messa kl. 5. Séra Lárus Halldórs- son. Annar í hvítasunnu: Messa kl 11. Séra Lárus Halldórsson. Fríkirkjan: Hvítasunnudagur: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Kaþólska kirkjan: Hvíta- sunnudagur: Lágmessa kl. 8,30 árd. Biskupsmessa og ferming kl. 10 árd. Bústaðaprestakall: — Hvíta- sunnudagur: Messa í Háa- gerðisskóla kl. 2. Annar hvítasunnudagur: Messa í Kópavogsskóla kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Dómkirkjan: Hvítasunnudag- ur; Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Laugardagur 4. júní: 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.00 Laugardagslögin. 19.00 Tómstunda- þáttur barna og unglinga. 20.30 Leikrit: „Hundur á heilanum“ eftir Kurt Goetz.------- Leikstjóri og þýð- andi; Lárus Páls- son. Leikendur: Herdís Þorvalds- dóttir og Gísli Halldórsson. 21.00 Tónleikar: Jascha Hei- fetz leikur á fiðlu. — 21.25 Smásaga: „Hin eina sanna ást“, eftir Þórunni Elfu Magn. úsdóttir (Höfundur les). 22.05 Léttir þættir úr vinsælum tónverkum. 23.30 Dagskrár- lok. LAUSN HEILABRJÓTS: Hann ekur hjólbörum. J,4 4. júní 1960 — AJþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.