Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 04.06.1960, Blaðsíða 16
NÚ ERU BÍLAR SELDIR VÍÐSVEGAR UM BÆINN VIÐ ÞRÖNGAR GÖTUR OG Á OPNUM SVÆÐUM SEM GÆTU VERÍÐ BARNALEIKVELLIR. ÞETTA LEYSIR ... I Bílar ganga kaupuni og sölum manna á milli, og þótt flestir þeirra séu á listum hjá bílasölum, en standi ekki í kring- um bíiasölurnar, þurfa þær samt mik- ið athafnasvæði vegna þeirrar óhjá- kvæmilegu umferð- ar, sem snertir við- skiptin. Auk þess hafa bílasölurnar alltaf eitthvað af bílum til sýnis, eins og myndin sýnir, en hún var tekin hjá bílasölu í vikunni. Ewftj: faar sem allir hílar væru seldir á einum stað Stórborgir hafa mark- aði þar sem verzlun er ástunduð undir berum himni og margir þeirra eru eins konar sam- kvæmisstaðir morgun- manna. Reykjavík á aft- ur á móti engan markað, þegar frá eru talin ein- stök uppboð — eða axj- ónir, eins og þau liétu fyrir málvöndunartíð. Og þar sem okkur skortir borgarstáss á borð við flóamarkaðinn í París, eða fiskmarkaðinn í Bill- ingsgalte í London að ó- töldum grænmetis og kjötmörkuðum í ómerki- legri borgum, viljum vér leggja til, að hér verði stofnað til bílamarkaðs á opnu svæði, sem bær- inn leggi bílasölum til. 'Verður þetta meðal annars stutt þeim rökum, að sú bíla- mergð, sem hver einstakur bílasali telur sig hafa með höndum, er mestan part til sölu hjá bílasölum bæjarins. Kemur jafnvel fyrir að þeir fara í hár saman út af sölu- launum, og geta skilagreinar í þeim efnum orðið æði flókn- ar. Bílamarkaðurinn mundi auðvelda bílasölum að vita hvaða bíla þeir hafa til sölu og hvenær þeir selja bíl, að því ógleymdu, að ekki þyrfti að koma til krossviðarstríða eða lóðaslags milli þeirra eins og fréttir hafa hermt að und- anförnu. Mestu máli skiptir, að við þetta mundi rýmkast mjög á dýrmætum stæðum í fjölsetn- asta hluta bæjarins, þar sem sölubílar standa nú til sýnis. Bílar sem ekki eru til sölu eru töluvert margir hverju sinni, og það væri ekki nema eðlilegt, meðan þeir fara ekki í sölu „bransann“, að ætla þeim eitthvert pláss á þeim stöðum, sem nú eru lagðir undir verzlunina. Þá eru bíla- sölur orðnar eins og fugladrit út um allan bæ, og hætta á sð einhverjir verði útundan, vegna þess að þeir liggja hálf- týndir í öngstrætum. Á þessa menn treystum vér til stuðn- ings við bílamarkaðinn. Sæi bærinn aumur á sjálf- urn sér og bílasölunum, sem nú lifa í þröngu tvíbýli við þá sem ekki selja, og legði þeim til gott athafnasvæði með hringbraut til reynslu- keyrslu, mundi fljótt koma í ljós, að markaðsfyrirkomulag- ið væri ekki einungis til hag- ræðis fyrir væntanlega kaup- endur; það mundi fljótlega verða að vinsælli nýbrevtni í bæjarlífinu. í einn tíma þén- aði svæðið í kringum Leifs- styttuna sem bílamarkaður, en sá markaður var ós'kipu- lagður og formlaus, þótt hann væri góður til síns brúks. Raunverulegur bílamark- aður með mannsæmandi að- stöðu fyrir bílasalana hefði á sér mikið glæsilegri blæ held- ur en sú skúrapólitík, sem nú er rekin í viðskiptum með bílá, og auðveldaði öllum yf- irsýn yfir þá vagna, sem væru til sölu hverju sinni, þar sem markaður eins og þessi yrði ekki rekinn öðruvísi en flest- ir bílanna væru til staðar. Hér er fjörleg verzlun með bíla og útlit fyrir að hún dragist ekki saman. Þetta! rennur líka stoðum undir þá skoðun, að þörf sé á stofnun bílamarkaðar, þar sem sam- einuð er á einn stað öll starf- semi við sölu notaðra bíla. Hiingbrautina, sem gera þarf í kringum svæðið til að vænt- anlegir kaupendur geti próf- að bílana, má nota sem kapp- akstursbraut, þann dag sem menn vilja bvria að hætta lífi sínu við þá íþrótt. ‘•Eftir INDRIDA G; ÞORSTEINSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.