Lögberg


Lögberg - 29.07.1954, Qupperneq 1

Lögberg - 29.07.1954, Qupperneq 1
Rækt okkar við íslenzka menningu safnar þúsundui Og enn skín sól yfir Ingólfsbygð þó umhorfs sé dapuri víða. NÚMER 30 OG 31 til Gimli 2. ágúst Demantsbrúðkaup Á laugardaginn var áttu þau Hjörtur Bergsteinsson og írú Þórunn Þorsteinsdóttir demants brúðkaup og var atburðarins þá um daginn veglega minst á heim- ili þeirra að Craik, Sask., þar sem samansöfnuðust börn þeirra níu af tíu, sem á lífi eru ásarrit barnabörnum og öðru sifjaliði; þessi stórmerku hjón bjuggu um langt skeið stóru fyrirmynd- arbúi í Alamedabygðinni í Saskatchewan, og var því við- brugðið hve heimilið var vel húsað og búnaðaráhöld öll full- komin. Hjörtur á rót sína að rekja til hirinar fögru Fljótshlíðar, en því niiður er Lögbergi ekki kunnugt um ætt konu hans. Logreglumenn á námskeiði í Bretlandi Næstkomandi laugardag leggja af stað héðan til Bretlands þrír aðstoðarvarðstjórar lögreglunn- ar í Reykjavík til þess að sækja námskeið lögreglumanna. Varðstjórarnir eru Guðmund- ur Jónsson, Greipur Kristjáns- son og Þorkell Steinsson. Sendi- ráð Breta hér hafði milligöngu um málið, en annars verða lög- reglumennirnir á vegum stofn- unairnnar British Council. Nám- skeið þetta er ætlað mönnum, sem starfað hafa að lögreglu- naálum um langan tíma, og veit- ir mjög alhliða fræðslu. Stendur það í mánuð, og munu Islend- ingarnir þrír dvelja um viku í London, en annars fara á milli lögreglustöðva í minni borgum, bæði við sjávarsíðuna og eins uppi til sveita. —VISIR, 6. júlí BARNEY EGILSSON F'orseti Islendingadagsins K'R-C HJiORG ÍSEELD . . Söngstjórl á íslendingadeginum Þau Hjörtur og frú beittu sér fyrir um það, að öll börn þeirra yrði aðnjótandi æðri mentunar, og þessu þrekvirki komu þau í framkvæmd; meðal barna þeirra er Ingólfur, dr. phil., sem búsettur er að Orange, Cal., og kvæntur er Kristjönu dóttur þeirra Ólafs kaupmanns Halls- sonar og frú Guðrúnar Hallsson að Eriksdale, Man. Lögberg flytur þeim Hirti og frú Þórunni innilegar hamingju- óskir í tilefni af demants- brúðkaupinu. DOROTHY JOHNSON Hirömey Verður rafmagn leitf frá Laxá til Austurlands? Eins og Tíminn hefir áður skýrt frá hafa verið uppi ráða- gerðir um að virkja Lagarfoss í Lagarfljóti til að afla Austur- landi rafmagns, og hafa í vetur og vor farið fram ýmsar mæl- ingar þar og jafnvel ráðgert að leggja veg að fossinum, byggja þar vinnuskála og búa svo um, að vinna mætti þar að spreng- ingum í vetur. Kannske rafmagn frá Laxá? Nú hefir framkvæmdum hins vegar verið slegið á frest í bili, því að sérfræðingar munu hafa í huga að kanna aðra leið til að afla Austurlandi rafmagns. Er það sú leið að leiða rafmagnið til Austurlands frá Laxá. Þar er nú þegar nokkuð rafmagn af- gangs og auðvelt að gera við- bótarvirkjanir, handhægara en að hefja virkjanir á nýjum stöðum. Leill á einum sfreng En það er dýrt að leggja há- spennulínur með venjulegum hætti, þ. e. á þremur strengjum á tunnum eða staurasamstæðum, eins og venjulegast hefir verið. Nú mun hins vegar vera farið að nota erlendis nýja aðferð til að leiða rafmagn langvegu. Hún er sú að leiða rafmagnið með einum streng og nota jarðsam- band á svipaðan hátt og þegar símasamband er fengið með ein- um streng og jarðsambandi. Slík lína er að sjálfsögðu miklu ó- dýrari. En þegar um er að ræða há- spennt rafmagn dugar ekki að leggja jarðsamband línuendans í jörðina, og ekki mun heldur talið fært að leggja það í stöðu- vatn. Þykir helzt þurfa að leggja jarðsambandið í sjó, og væri þá ekki óhugsandi, að háspennu- línan endaði með jarðsambandi í Seyðisfirði. Gunnlaugur Briem, verkfræð- Gullbrúðkaupsfagnaður Síðastliðinn laugardag var' gestkvæmt á hinu fagra og vin- gjarnlega heimili þeirra Dr. Donalds Scott og frú Esther Scott að 375 Cambridge Street hér í borginni; tilefni mann- fagnaðarins var það, að minnast gullbrúðkaups tengdaforeldra Dr. Scotts, þeirra Jóns Ólafs- sonar brennisala og frúar hans Margrétar Sigmar-Ólafsson; að vísu er gullbrúðkaupsdagurinn ekki fyr en 2. ágúst næstkom- andi, en fjölskyldu ástæðna vegna, var áminstur dagur val- inn til minningar um hinn merka áfanga í lífi þessara vin- sælu og mikilsmetnu hjóna. Gullbrúðguminn er ættaður frá Ekkjufellsseli í Norður- Múlasýslu, en gullbrúðurin upp- alin í Argyle, systir Dr. Haralds Sigmar og þeirra kunnu Sig- mars systkina. Öll börn gullbrúðhjónanna og barnabörn voru viðstödd mann- fagnaðinn og ættmenni á báðar hliðar, að undanteknum Sigur- jóni Sigmar, sem búsettur er í Vancouver. Gestir nutu þarna ógleymanlegra ánægjustunda og veitingar voru hinar ríkmann- legustu. Lögberg flytur hjnum mætu gullbrúðhjónum innilegar árn- aðaróskir. FjaUkona Islcndingadagsins MRS. PAUL W. GOODMAN DOROTHY STONE Hirömcy ingur, mun nú vera erlendis, lík- lega í Svíþjóð, að athuga þessa möguleika, en ef til vill fer svo, að Austfirðingar fá rafmagn frá Laxá á einum streng, sem liggur út í sjó í Seyðisfirði. Ef þetta Keynist ekki fært, verður að líkindum horfið að virkjun Lagarfoss aftur. —TIMINN, 30. júní SÉRA ROBERT JACK Minni íslands, rœöa Fátt er það sem fortaka má /# AL.EC THORAP.INSON Minni Canada, rœða Heimsækir Canada Hertoginn af Edinburgh er nýkominn hingað til lands til þriggja vikna dvalar; er aðal- erindi hans það, að vera við- staddur íþróttamót brezka veld- isins í Vancouver. Spakmæli þetta kom mér til hugar, þegar bræður mínir og vinir vildu fá kirkjuþingið síð- asta til að strika yfir íslenzka nafnið á kirkjufélaginu lúterska. Mál þetta mætti í fljótu bragði virðast smámál, en sé það brotið til mergjar kemur það í ljós, að það innibindur mikilsverð atnði. Hið íslenzka nafn kirkju- félagsins bendir á skyldleika þann, sem það ber til móður- kirkjunnar á Islandi. Hún er móðirin, sem hefir arfleitt þjóð- arbrotið hér í álfu að öllum bók- mentalegum og trúarlegum arfi sínum. Þetta játum við með hinu íslenzka nafni kirkjufé- lagsins. Það er viðurkenning gagnvart móðurinni á Islandi um þá hluti, sem við höfum þegið. Það er aldrei sæmilegt fyrir barnið að vilja ekki kann- ast við foreldri sitt. Qslenzka nafnið á líka að minna á þá, sem borið hafa hita og þunga starfsins í sjötíu ár. Nú mætti spyrja: Hvernig höfum við varið þessum arfi, sem okkur hefir tæmst eftir að komið er til þessarar álfu? Höf- um við reynzt svo úrætta og lélegir borgarar, að við höfum orðið okkur til minkunar, að það sé viturlegt að strika yfir ís- lenzka nafnið, og láta felast í fjöldanum? Ekki tel ég það líklegt. Um- mæli annara manna og þjóð- brota benda á það gagnstæða. í Hansaerd ulaðinu 1947 ritar C. C. Miller, þingmaður fyrir Partage la Prairie kjördæmið í Manitoba, bls. 142: “We have a large number of Icelandic people. They are in- dustrious, kindly though some- what retiring, thrifty and fru- gal. Throughaut the years they and their children have become good citizens, and good Canad- ians.” Fjöldi manna af íslenzkum þjóðstofni gegna vandasömum störfum. Kristilegur félagsskapur með- al Norðmanna, Dana og annara þjóðbrota hér, ber vott um þjóð- ernislegan uppruna sinn; virðist það ekki standa fyrir þrifum. Hygg ég, að við höfum heldur ekkert að óttast í þeim efnum. Hinn íslenzki uppruni okkar er sögulegt skilríki, sem ekki er hægt að stinga undir stól. Að hylma yfir það væri ótrúsemi við gögn sögunnar. Islendingar hafa aldrei orðið að fara huldu höfði, þar sem leið þeirra hefir legið um heiminn. Þegar menn gengu á mála hjá erlendum höfðingjum, gerðu þeir það sem menn íslenzkir, og náðu áliti. Tel ég það enn heppi- lega aðferð. Ég efast ekki um hreinan til- gang þeirra, sem líta mál þetta öðrum augum en hinir. Ég efast ekki heldur um, að þegar hið íslenzka nafn kirkju- félagsins, tilgangur þess og meining er útlistað, að við munum njóta til fulls trausts manna og virðingar, og að það verði alls enginn þröskuldur í vegi fyrir bróðurlegu samstarfi. s. s. c. Hár aldur Óvenjuleg afmælisveizla var haldin á heimili Guðbrandar Eyjólfssonar í Churchbridge þann 13. apríl síðastliðinn, en þá varð föðursystir hans, Mrs. Elísabet Sigurðsson 101 árs að aldri; ári áður hafði stór hópur ættingja og vina heimsótt hana með kvenfélag sveitarinnar í fararbroddi á 100 ára afmæli hennar. Elísabet er fædd í Bólstaðar- hlíð í Húnaþingi 13. apríl 1853. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Eyjólfsson og Sigþrúður Jóns- dóttir; hún giftist 1883 Sigurði Sigurðssyni ættuðum úr Skaga- firði og eignuðust þau fimm börn, einn son og fjórar dætur; á lífi er sonurinn og tvær dætur. Sigurður lézt 1894 og hefir Elísabet því verið ekkja í 60 ár. Hún fluttist til Vesturheims aldamótaárið og fór þá til bróð- ur síns, Konráðs Eyjólfssonar bónda í grend við Churchbridge og var lengstum á vegum hans meðan hans naut við; nokkur síðustu árin hefir Elísabet dval- ið hjá fyrnefndum bróðursyni sínum, Guðbrandi. Gamla konan er enn furðu hress þó sjón og heyrn sé nokk- uð farin að bila. — Messur í Vatnabygðum — Séra Skúli Sigurgeirson mess- ar á eftirfarnandi stöðum, sunnudaginn 8. ágúst: Kandahar, kl. 11 f. h. Foam Lake, kl. 2 e. h. Leslie, kl. 4 e. h. Mozart, kl. 8 e. h. ☆ Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags lézt hér í borginni Böðvar Magnússon 86 ára að aldri; hann var ættaður frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal. DR. SIG. JOL. JÓHANNESSON Minnist landnemanna i Ijóöi DR. S. E. BJORNSSON Mmnist Islands i Ijóöi

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.