Lögberg - 29.07.1954, Síða 9

Lögberg - 29.07.1954, Síða 9
 Phone 74-1304 Gordon's Confectionery 741 SARGENT AVE. ✓ Modern Soda Fountain FILMS - NOVELTIES - SOFT DRINKS Phone 74-1304 Gordon's Confectionery 741 SARGENT AVE. Modem Soda Fountain FILMS - NOVELTIES - SOFT DRINKS WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLl, 1954 9 Ásmundur Guðmundsson BISKUP t’riðjudaginn 6. október síð- astliðinn, 1953, varð Ásmundur Guðmundsson prófessor sextíu °g fimm ára.. Að því tilefni komu margir vinir hans og sam- starfsmenn á ýmsum sviðum Saman ásamt honum, frú hans °g börnum. Voru þar margar ræður fluttar, og veittist mér sú anægja að flytja ræðuna fyrir minni heiðursgestsins. Nú, þegar mig langar til að á- Varpa hann hér í ritinu, finn ég ekki önnur orð, sem ég vildi frekar segja en þá. Óvænt og mikil breyting hefir orðið á högum hans. 1 samsæti því, sem ég gat um, var dr. Sig- Urgeir biskup, hélt þar ræðu til heiðursgestsins, og mátti enginn renna grun í, að nákvæmlega viku síðar yrði hann kvadur kéðan af heimi. En þó að þessi mikla breyting hafi orðið á högum míns gamla samverkamanns, hefir það litlu kreytt í höfuðatriðum. Hann tek Ur við þessu umfangsmikla og yandasama starfi. En hann hefir 1 ranu og veru unnið svo mikið að kirkjunnar málum, að breyt- mgin verður fyrir hann vonum minni. Um leið og ég beini til hans og Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 2. ágúst 1954. I RICH BROS. AUTO PAINTING and BODY REPAIRS Polishing, Simonizing, Upholstering Oxy-Acetylene Welding Phone 3-0770 828 Sargenl Ave., Winnipeg Cor. Burnell Compliments of . . . Jubilee Coal Co. / Limited H. B. IRVING, Manager Telephone 42-5621 ISLANDS • Ásmundur Guðmundsson frúar hans innilegum óskum um gæfu og gengi í hinni veglegu stöðu biskupshjónanna, læt ég birtast hér að mestu það, sem ég sagði á sextíu og fimm ára af- mælinu. M. J. Góður byggingameistari Það síðasta, sem ég hefi lesið eftir heiðursgestinn okkar hér í kvöld, prófessor Ásmund Guð- mundsson, er stutt ræða í síðasta og nýútkomnu hefti af Kirkju- ritinu, en ræða sú var flutt í CORYDON and OSBORNE — WINNIPEG dómskirkjunni 17. júní síðastlið- inn. Hann leggur þar út af orðum Páls postula í fyrra Korintu- bréfi: Sérhver athugi, hvernig hann byggir ofan á. Því að ann- an grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Hann segir þar m.a.: „Guð hef- ir sjálfur lagt grundvöllinn, hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar, eins og feður vorir kom- ust að orði.“ Og á öðrum stað segir hann: „Ekkert ævistarf—enginn steinn í framtíðarbygging I s 1 a n d s, menningar þess og lýðfrelsis, má vera svikinn -j- aðeins einn steinn, illa lagður, getur valdið hruni.“ Ég vil hefja mál mitt með því að segja, að eftir 40—50 ára við- kynningu við þennan mann, tel ég' að fáir góti með betri sam- vizku en hann tekið sér þessi orð í munn. Fyrst: Grundvöll lífs okkar verðum við að þiggja að gjöf frá hinum hæsta höfuðsmið. En því næst, og þar vill oft bresta á hjá okkur flestum: Vér eigum sjálfir að byggja ofan á. Og þar má ekkert svikið vera. Mér er sem ég sjái mynd heið- ursgestsins okkar í kvöld í þess- um orðum: Enginn steinn má vera svikinn. Aðeins einn steinn, illa lagður, getur valdið hruni. Hin ríka, ósveigjanlega, undan tekningalausa skyldurækni — mér hefir alltaf fundizt hún vera megin einkenni prófessors Ás- mundar Guðmundssonar. -☆ Fundum okkar hefir sennilega borið fyrst saman fyrir rétt um hálfri öld — svona gamlir erum við nú orðnir. En ég man lítið eða ekkert eftir honum frá þeim samfundum okkar — í latínu- skólanum — og hann man senni- lega ekki heldur eftir mér frá þessum tíma. Ég var ekki í skóla nema einn vetur, 1903-04, og þá var heiðursgesturinn okkar þar líka. Ég var þar í 3 bekk, ein- hverjum stilltasta bekk skólans, en hann? — Hvar var hann? Hann var í 2. bekk, ólátabekkn- um fræga, sem var að kalla má sprengdur í loft upp. Honum var lokað og allir reknir, þeir yfir- heyrðir og þjarmað að þeim á allan hátt. — Já, reyndar, í þess- um voða bekk var hann. Og hann hefir meira að segja skrif- að um það. Og ég get um þetta svo vandlega vegna þess, að ég verð að játa, að þessi starfsemi heiðursgestsins, ærslin og ólætin eru með veigaminnstu þáttunum í ævista*rfi hans, svo að því verður að tjalda, sem til er. Kunningsskapur okkar hefst í raun og veru ekki fyrr en haust- ið 1909, þegar hann kemur, haf- andi í millitíð tekið stúdents- próf með ágætiseinkunn og svo heimspekipróf og hebreskupróf í Kaupmannahöfn, vafalaust líka með sóma, og setzt í Presta- skólann. Þar kynntist ég þá fyrst þessum mikla bókamanni og lær dómshesti, og er ég þar með kom inn að þeirri hlið á ævistarfi hans, sem líklega er meginþátt- urinn í hans ævistarfi, þó að um stund væri hann við önnur störf. En hann kemur að guðfræði- deild Háskólans 1928 og hefir kennt þar síðan, sérstaklega blb- líuskýringu gamla og nýja testa- mentisins. Hér er vitanlega hvorki stund né staður til þess að ræða vís- indastarfsemi prófessors As- mundar. Það væri nægilegt efni í heilan fyrirlestur eða tímarits- grein og verður vafalaust frá því gengið á sínum tíma. En ég vil hér aðeins sega það sem mína sannfæringu, að lærðari mann í þessum fræðum hefir Háskóli vor ekki fengið, hvorki í gamla testamentis- né nýja testamentis fræðum, að öðrum ólöstuðum. Get ég þó eðlilega betur dæmt um nýja testamentisfræðin. Bækur þær, sem hann hefir rit- að og gefið út um þau efni, standa alveg skrumlaust á efsta þrepi þess, sem í þeim fræðum er unnið á vorum tímum að lær- dómi og vandvirkni, og væri ó- hætt að gefa þær út á hvaða máli sem væri—þar eru alstaðar til sóma og í fremstu röð. Nefni CONGRATULATIONS to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. SARGENT FLORISTS 739 Sargent Avenue WINNIPEG, Manitoba Phone 74-4885 Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 2. ágúst 1954. STEWART ELECTRIC CO. LTD. STORE No. 2 743 Ellice Ave. Phone 72-8681 TV., RADIO and APPLIANCE SERVICE ég þá sérstaklega þrjár af þeim: Bók hans um samstofna guð- spjöllin, skýringar hans á Mark- úsaguðspjalli og bók um æfi Jesú. Þær eru margra ára verk, studdar bæði bóklestri utan lands og innan, kennarareynslu og hæfileikum höfundarins. Þetta segi ég óhikað, og á þessu hefi ég vit. Ég hefi lesið það, sem ég hefi yfir komizt um þessi fræði. Ég veit, að þar er enginn fullkominn og skoðanirnar eru mismunandi, en gildi verkanna fer eftir hæfileikum, vinnu og hófsemi í dómum. Prófessor Ás- mundur hefir unnið þessi verk sín fyrir Háskóla vorn, bæði rit- störf og kennslu, eftir reglunni um byggingamanninn, sem ég gat um í upphafi. Háskólabygg- ing vor mun ekki hrynja vegna óvandraðrar vinnu á þeim stein- um, sem hann hefir í hana lagt, — og eru þeir steinar bæði marg- ir og miklir. ☆ En þó að lærdómurinn væri vitanlega aðal verkefni okkar í Prestaskólanum, þá brauzt þá lífið þar fram í fleiri myndum undir forustu, eða kannske eins oft undir þolinmæði og umburð- arlyndi og ríkum skilningi okk- ar ágætu kennara, Jóns Helga- Framhald á bls. 13 CONGRATULATIONS | to the lcelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954. MUIR'S DRUG STORE JOHN CLUBB FAMILY DRUGGISTS Home and Ellice Phone 74-4422 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 2. ágúst, 1954. E. & F. FURNITURE FINISHERS Specializing in REFINISHING PIANOS and FINE FURNITURE Phone 72-7862 663 Ellice Ave. Winnipeg, Man. HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 65. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 2. ágúst 1954 y ★ Vér höfum einn hinn allra fullkomnasta útbúnað til þess að veita móttöku öllum tegundum korns um uppskerutímann. Ábyggileg og skjót afgreiðsla Parrish & Heimbecker Ltd. 661 GRAIN EXCHANGE BLDG. WINNIPEG Sími 92-2247 Gimli Agent - - B. R. McGIBBON Moosehorn Agent - R. A. ALTMAN

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.