Lögberg - 29.07.1954, Side 12
12
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954
Ræða forsela íslands: 17. júní:
Hið forna lýðveldi er móðir
þess endurreista
Vér erum hér staddir á íþrótta-
móti, og íþróttamenn voru einna
fyrstir til að helga sér þennan
dag, sem þó fyrst og fremst er
helgaður af tilkomu Jóns Sig-
urðssonar og hans ævistarfi.
Fyrir tíu árum var þessi þjóð-
minningardagur staðfestur af
þingi og þjóð með endurreisn
lýðveldis á íslandi. Úr þessu
verður þjóðhátíðardeginum ekki
haggað.
Á þessu móti er það venja að
veita verðlaun fyrir bezta afrek
ársins. Ef spurt væri, hvert væri
bezta afrek ársins 1944, mundu
allir svara einum rómi: Stofnun
lýðveldisins á fæðingardegi Jóns
Sigurðssonar af einhuga þjóð.
Fyrir þann tíma orkaði sumt tví-
mælis í sjálfstæðisbaráttunni, en
einhuga var hún útkljáð. Vér
gætum nú nefnt þá forustumenn
í sömu andrá, sem stóðu á önd-
verðum meið í íslenzkum stjórn-
málum fram að 1918. Nú finnst
oss öll baráttan hafa stefnt að
sama marki þó að deilt væri um
leiðir. Milli 1918 og 1944 sam-
einaðist þjóðin. Slík allshugar
eining var mikils virði, ágætur
endir á langri baráttu, upphaf
ungs lýðveldis á fornum grunni.
Sú þjóðareining á úrslitastund
er langri framtíð til fyrir-
myndar.
í dag höfum vér lokið einum
áfanga. Hann er ekki langur,
þegar vér minnumst þúsund ára
sögu og hugsum til þess skeiðs,
sem vér eigum framundan. En
vér getum í dag minnzt hans
með fögnuði. Sú rödd mun ekki
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga í tilefni af 65.
þjóðminningardegi þeirra
ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954
MODERN GARAGE
GIMLI
BODY REPAIR - PAINTING
W. STASIUK, Proprietor
MANITOBA
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
SELKIRK LUMBER COMPANY
/or your
BUILDING MATERIAL, SASH AND DOOR
Selkirk, Man.
Phone 3181
Winnipeg Beach
Phone 72
'r=°
3°<=^
6 HAMINGJUÓSKIR
|.
0 til Islendinga í tilefni af 65.
þjóðminningardegi þeirra
ó Gimli, Man., 2. ógúst 1954
il's Barber Shop
—>Q<~T~T><
CENTRE ST.
No. 80
GIMLI, MAN.
r>o<- ■ >o<-->ogrsfl<->n<-->o<-->«<----■»»<■■■ >rw---->rw-->n<-->ri<-->f><-><
oS
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
BURNS BROS. LTD.
til, sem í dag efast um, að vér
höfum fyrir tíu árum stigið rétt
spor. Allir áfangar í sjálfstæðis-
baráttunni frá endurreisn Al-
þingis hafa skilað oss fram á veg-
inn, aukið velmegun þjóðarinn-
ar og traust á því, að hvað sem
öðru líður, þá stjórnar enginn
íslenzkri þjóð betur en hún sjálf.
Það vill nú svo til, að sjálf-
stæðið færir oss mörg ný og sum
óvænt viðfangsefni. Einangrun
undanfarinna alda, með kostum
og göllum, hefur samt bjargað
því, að hér hefur varðveizt
tunga og þroskazt þjóðerni, sem
kallaði á fullveldi af fjárhags-
legri og menningarlegri nauð-
syn. Vér skulum ekki vanmeta
fortíðina þrátt fyrir harðindi og
mótlæti. Án þeirrar miklu sögu
værum vér ekki þjóð. Hið forna
lýðveldi er móðir þess endur-
reista. Saga vor hefur samhengi
og tilgang, er lýsir fram á veginn
og styrkir trúna á framtíðina.
Hún minnir oss einnig á, að full-
veldið kom ekki eins og fyrir-
hafnarlaus gjöf, heldur vannst
það fyrir langa og stranga bar-
áttu ágætra íslendinga. Þeir eru
fleiri en hér er hægt upp að
telja, en nú rennum vér til þeirra
þakklátum huga. Þeirra gömlu
hugsjónir ganga ekki úr sér, þó
mörgum áföngum sé náð. Frels-
ið, sjálfstjórn og einingu í þeim
efnum, sem mestu máli skipta,
þarf að varðveita ekki síður en
að vinna. Til varnaðar megum
vér líka minnast þess innan-
landsófriðar, sem á þrettándu
öld dró lokur frá hurðum.
Á þessum degi getum vér
einnig minnzt vorrar gömlu
sambandsþjóðar með sama huga
og þegar góðir íþróttamenn tak-
ast í hendur að lokinni glímu.
Vor síðasti konungur óskaði oss
allra heilla fyrir tíu árum, og ég
hygg að slíkt sé nokkuð einstakt
í sögunni. Eitt vort nýja við-
fangefni er umgengnin við aðrar
þjóðir, og raunar öll utanríkis-
stefna þessara nýju tíma, þegar
einangrimin er horfin, og fjar-
lægðirnar orðnar hverfandi á
móts við það sem áður var. Og
ef véf eigum, eins og sjálfsagt er,
að sýna öllum vinsemd og skiln-
ing, þá eiga Danir ekki skilið að
vera afskiptir. Sá sem er laus úr
hafti, þarf ekki að halda áfram
að hoppa. Og í rauninni ættu
bæði Danir og Islendingar nú að
vera stoltir gagnvart alheimi af
því hvernig þeir leystu sín mál
með samningum og skilnaðar-
kveðjum.
Höfuðstoð vor sem sjálfstæð
I
þjóð meðal annara þjóða er sá
þroski, sem vér sýnum í sjálf-
stjórninni. Vér höfum hvorki á
að byggja mannfjölda né afl,
heldur manndómi einum. Ein-
staklingurinn og hans þroski er
því meira -virði sem þjóðin er
fámennari. Sú virðing, sem oss
tekst að afla oss er vor höfuð-
vörn. Smáþjóðir hafa oft sýnt,
að þær hafa ekki minni menn-
ingarskilyrði en hinar stærri, og
af mörgum ástæðum er mikils
vænzt af oss íslendingum í því
efni. Ég fullyrði, að gáfur skortir
ekki, ef önnur skapgerð er af
sama skapi. I þeirri baráttu, sem
vér heyjum á velgengni þjóðar-
innar, öryggi hennar og heiður
að vera bæði hvöt og hemill. Það
eru leikreglur samfélagsins.
Góðir íþróttamenn! í’ yðar
keppni mótast þetta hugarfar,
sem þjóð vorri ríður mest á. Mér
þykir því tilhlýðanlegt að af-
henda forseta íþróttasambands
íslands á þessu tíu ára afmæli
lýðveldisins verðlaunabikar með
þeim tilmælum, að hann verði
veittur þegar á þessu móti fyrir
bezta afrek ársins í frjálsum
íþróttum.
—Alþbl., 19. júní
Gömul kona kom til frægs
doktors í tónlistarfræði.
— Ó, heyrið þér, herra dokt-
or! sagði hún. — Ég ætla að
biðja yður um að gera eitthvað
fyrir heyrnina mína!
— Þér hafið farið manna villt,
svaraði doktorinn; — ég er dokt-
or í tónlistarfræði en ekki lækn-
isfræði.
— Ég veit það vel; — ég hef
alls ekki farið manna villt. Það
er nefnilega svo mikil fölsk
hljómlistinni í höfðinu á mér!
Alþjóðaróð tón-
skólda stofnað hér
í gær var stofnað á Þingvöll-
um Alþjóðaráð tónskálda, en
Tónskáldafélag íslands, boðaði
til stofnfundarins.
Fulltrúar tíu þjóða voru á
stofnfundinum, en fundarstjóri
var Jón Leifs, formaður Tón-
skáldafélags íslands. í ráðinu
eiga sæti einn f ulltrúi frá
hverju andi, fulltrúar tónlistar
æðri tegundar.
Stofnendur ráðsins eru: Salva-
tore Allegra (Italíu), Henri Du-
tilleux (Frakklandi), Klaus Egge
(Noregi), Hilding Hallnas [Sví-
þjóð], Karl Höller (Þýzkalandi),
Jón Leifs, Rovsing Olsen [Dan-
mörku, Olavi Pesonen, Finn-
landi; Oskar Wagner, Austur-
ríki; og Guy Warrack, Bretlandi.
Ráðið hyggst beita sér fyrir list-
rænum samskiptum tónskálda.
I stjórn ráðsins voru kjörnir
fultrúar íslands, Noregs, Bret-
lands, Frakklands og Þýzka-
lands. — Ráðið heitir á frönsku:
Conseil Intemational des Com-
positeurs, tsytt: C.I.C.
— VISIR, 18. júní
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
Islendingadeginum
2. ágúst 1954.
WHITE'S ESSO SERVICE
A Complete Service jor Your Car
Phone 74-1522
Maryland and Sargent Winnipeg, Man.
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
JANIS LYNN
Selkirk’s Fashion Centre jor Ladies”
Phone 4391
Kontz Bldg.
Selkirk. Man.
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst, 1954.
MIKE & JOHN'S LUNCH BAR
615 SARGENT AVE.
WINNIPEG
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
/
WILSON'S CONFECTIONERY
PICARDY AGENCIES
589 Sargent Ave. Phone 74-1334
<poc
~>n<->n<->n<->flf->Q<—rT>Q<-T^Q<TT^>Q<TT^O<r^T>Q<TTTT>Q<T^>Q<->Q< -->Q<" ->Q<—T>OC
HAMINGJUÓSKIR
til íslendinga \ tilefni af 65.
þjóðminningardegi þeirra
v á Gimli, Man., 2. ágúst 1954
GIMLI THEATRE
HARRY GREENBERG, eigandi
Qr^r><
nr—>n<~—>rw----->n<~-~—>r><->n<-->n/ ■ >/>< 1 >n< >r><-->n<-->/><"’ >fir,l>n<"->QC
9
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
Hardy's Food Market
FRUITS - GROCERIES - FROZEN FOODS
Phone 74-3253
591 Sargent Ave.
Cor. Sherbrook St.
"”"1
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst 1954.
Munið hinn vingjamlega stað
þar, sem vinir jagna vinum!
OXFORD HOTEL
216 NOTRE DAME AVE. SÍMI 92-6712
í húsinu er gjallarhorn irt-.t urn til ánægju og þæginda.
JOSEPH STEPNUK S. M. HENDRICKS
President Manager