Lögberg - 29.07.1954, Side 14
14
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JOLl, 1954
Einar Benediktsson
Framahld af bls. 11
ars, en hinar þrjár frá efri árum
hans. Alhygð frá 1926, Gáta
geimsins frá 1928 og Sjónhverf-
ing tímans frá 1930 og birtust
þær allar þrjár í Eimreiðinni.
Sjónhverfing tímans er næst
síðasta ritgerðin, sem Einar
gaf út. Allar þessar greinar eru
stórmerkar, hver á sinn hátt, og
mynda þær eina heild, einkum
þrjár þær síðustu, og til þeirra
hefur Einar vandað mjög, því
að honum var ríkt í hug að gera
öðrum skiljanlegt horf sitt til
heimsins og lífsins. Ritsnilld
Einars í lausu máli rís þar hæst.
1 síðustu ritgerðum hans er að
finna, eins og útgefandi segir,
„lokamyndina af glímu hans við
hina miklu leyndardóma“: heims
tilfinninguna, heimsskynjanina,
heimsgátuna.“ Þó er sá galli hér
á, að Einar stiklar víða á stóru og
er ærið myrkur í máli, svo að
stundum er erfitt að sjá, hvað
fyrir honum vakir.
Mikil þökk má 03s samt á því
vera, að þetta höfuðskáld vort
hefur gert þrekmeiri tilraun til
að lýsa heims- og lífsskoðun
sini en nokkur annar listamaður
íslenzkur. Heimsskynjan Einars
er háleit, ægifögur. Hann glímir
við hinar instu gátur tilverunn-
ar, eðli alheimsins og samband
hans við mannlífið, sjónhverfing
tímans. Skal nú .reynt í stuttu
máli, og sem mest með hans eig-
in orðum eða sem næst þeim að
gera í nokkrum atriðum grein
fyrir lífs- og heimsskoðun Ein-
ars, einhyggju hans og algyðis-
trú.
Einar varð snemma snortinn
af undri alheimsins, tign og stór-
fengleik hinna óteljandi stjörnu-
veralda. „Hinir yngri „andar“
horfa fleiri og fleiri upp á við,
burt frá jörðinni og inn í loft-
sæinn, sem breiðir sig ómælan-
legur og óskiljanlegur milli ei-
lífðarinnar og þeirrar moldar,
sem vér stöndum á“ ... „Vér get-
um fundið svip þess fagra og há^
í því, sem smátt er, ef vér höfum
einu sinni skynjað sál náttúr-
unnar“ (Stjörnudýrð, 1896). í
Gullskýji (1897) reynir hann svo
að lýsa, í hverju skynjan þessi
er fólgin. Hún er fólgin í eining-
artilfinningu mannsins við nátt-
úruna. „Hann fann eðli náttúr-
unnar streyma í gegnum taugar
sínar og æðar, þetta tvíbrotna,
hverfula eðli, sem þráir að lifa
og þarf að deyja.“---„Að vera
til, það er að skilja, skynja eitt-
hvað til fulls. Því víðara svæði
sem hin fullkomna skynjun nær
yfir, því öflugra og víðtækara er
líf hinnar skynjandi veru. Þetta
fann hann svo glöggt. Hann
sameinaðist hinni ytri náttúru,
varð svo að segja að náttúrunni
sjálfri — eða miklum hluta henn
ar, fannst honum.“
1 Alhygð (1926) gerir Einar
tröllaukið átak til þess að skýra
heimsskoðun sína, og tekur hann
þar upp þráðinn aftur eftir 30 ár.
„--------að vera til er að vera
skynjaður af guði. Hin ótta-
blandna og geigvænlega kennd
óskiljanlegs heims hverfur fyrir
hverjum þeim, sem gerir sér
ljóst, að allar hugsanir og lífs-
hræringar þess afls og anda, sem
býr í stjarnageimnum, beita sér
inn á við. Að vera ekki til — er
að búa ekki í meðvitund guðs.“
„------— einingin við heimsver-
una bendir huganum inn í sig
sjálfan í samræmi við bygging
og eðli þess lífs, sem vér köllum
himneskt“ . . . „að vera gagntek-
inn af meðvitund sinnar eigin
tilveru útilykur allan samanburð
við hið ytra. Persónan lifir í
innsta eðli sínu eins og skapari
hennar sjálfur. Kennd tilvistar
og ódauðleika byrgist inni í
kjarna hverrar lífsmyndar. Vér
getum af þessu ályktað, að guð-
dómsveran finnur heldur ekki til
neinnar stærðar né umfangs.“
Smbr. „Að lifa sér, að vera alls
sá eini — er ódauðlegi viljinn,
mikli, hreini" (Fjallaloft).
Síðan ræðir Einar um bana-
óttan og dauðann. „Kristur kom
til þess að sigra dauðann — og
menn gæti þá vel að því, að son-
ur guðs átti þar við hinn líkam-
lega dauða, því um andlegan
dauða eða afnám hinnar eilífu
mannssálar var ekki að ræða.“
Eins og þeir vita, sem þekktu
Einar, var það trúa hans, að
manninum takist að sigra hinn
líkamlega dauða og lífa eliíflega
líkamlega. Þessa merkingu ber
að leggja í ljóð hans, þar sem
hann víkur að dauðanum og ei-
lífu lífi. Dæmi: „Af djúpinu
stígur dýrlegra Frón, — þar
dauðinn er numinn úr lögum.“
„Dauðalaus veröld, með dagandi
bál“ (Hvammar). „Þá er jarðar
þroska náð — þegar tímans spor
er máð. — Fyrr en lífið dauðann
deyðir — dvína skal ei sólar brá“
(Til Sóleyjar). „Orðið eilífð er
fundið meðal þeirra, sem hafa
vonir og grun um tímalausa ver-
öld. Fyrir þann, sem veit sig ó-
dauðlegan, eru aldir aldanna
horfnar inn í eitt óendanlegt
augnablik.“
Mannleg sál er sameining
reynsluvits og eðlishyggju. En
því miður líður eðlisvit mann-
dýrsins undir lok að sama skapi
sem reynslufræðin nemast. „Al-
mennur vel lesinn og hygginn
Norðurlandabúi er að ýmsu leyti
ógreindari en mállaus rakkinn,
sem fylgir honum. Hundurinn er
ratvisari og skynjar fjær.“ Á
Vesturlöndum hafa menn rækt-
að námvitið, í Austurlöndum
eðlisvitið. Hvorugt út af fyrir sig
er einhlítt. Einar hyggur að hægt
sé að sameina þessar andstæður:
„ . . . viti borinn maður getur
sameinað reynsluþekking sína
við hina hærri sjón, sem skapar-
inn hefur innrætt oss ....
Þetta hlutverk eru íslendingar
bornir til að leysa af hendi. Frá
Islendingum er að vænta nýrrar
heimspekistefnu, sem ræður ör-
lögum mannkynsins. „Því skyldi
smáþjóðin á íslandi, sem enn
heldur á lykli að dýpstu heims-
vísindum fornaldanna, ekki einn-
ig og enn fremur láta skína ljós
vors athugula og djúpskynjandi
fámennis út og hátt yfir hinar
einhliða, en gagnólíku stefnur
Asíu og Evrópu?“
„Því skal ætt, sem yzt var
knúð, — ætlun stærst ei lögð til
handa?“ (Til Sóleyjar). Án sam-
einingar reynsluvits og eðlis-
hýggju fær maðurinn hvorki
skynjað né skilið rétt eðli al-
heimsins né stöðu sína í honum.
íslendingar eru kjörnir til að
bera fram til sigurs þessa nýju
lífsskoðun. Þeir hafa aldrei látið
eðlisvit sitt visna fyrir reynslu-
þekkingu. Um það vitna þjóð-
sögur vorar, hin svo kallaða hjá-
trú og áhugi vor á „dulrænum"
fyrirbærum. Auk þess mælum
HIÐ MIKLA KYNNINGARGILDI
Að hittast, þó ekki sé nema einu sinni á ári, hefir
ósegjanlega ánægju í för með sér, sem fólk býr lengi
að; mannfundir hafa mikið kynningargildi, og ekki
sízt þau hátíðarhöld, sem helguð eru sameiginlegum
uppruna og erfðum; að hittast á Gimli, þar sem vagga
íslenzka landnámsins í Manitoba fyrst stóð, rifja upp
sögulegar endurminningar, sem eigi mega falla í
gleymsku; í slíkum endurminningum felst baráttusaga
og sigurvinningasaga frumherjanna, er fyrstir lögðu
hönd á plóginn.
MEÐ INNILEGUSTU KVEÐJUM í TILEFNI AF
ÍSLENDINGADEGINUM 2. ÁGÚST 1954
frá
F. E. SNIDAL
KAUPMANNI
verzlar með
FROSINN FISK OG ALLA BÆNDAVÖRU
STEEP ROCK
MANITOBA
CONGRATULATIONS . . .
to the Icelandic People on the Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day at Gimli, August 2nd, 1954.
''l'M Gt.*0
WE BOUGHT
i
^utmatuý
tieat
THgtq tSTi t ð chilly spot ot & dr&ft in out
home since we bought HEIL Automatic
Heat—and we're saving money on heating
costs, in the bargain!"
There’s more efficiency, more uniform heating
comfort in HEIL units because HEIL designs
and builds the entire units, burner and all...
because HEIL’s experience in combustion engi-
neering and HEIL’s craftsmanship insure produc-
tion of units that give you better heating at lower
fuel costs—now and for years to come. There’s
an oil-fired or a gas-fired HEIL Automatic Heat-
ing Unit for your home, no matter what its aize,
age, or heating problem.
Distributed in the Prairie Provinces
and North-Western Ontario by
LUKE'S HEATING EQUIPMENT LTD.
324 Notre Dame Ave.
Winnipeg, Manitoba
There is a HEIL dealer within easy reach, contact him.
He is a good man to know.
GREETINGS TO OUR ICELANDIC NEIGHBOURS
ON THEIR 65th ANNIVERSARY
WOOD PRODUCT CO. LTD.
Kitchen Cabinets - Restaurant Fixtures
Custom Fumiture
678 Wellington Ave.
Phone 74-5684
CONGRATULATIONS
1
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
j !
at Gimli, August 2nd, 1954.
JENKIN and TOM BOY STORE
SELKIRK. MAN.
PHONE 3150
Minnumst
sameiginlegra erfða
á íslendingadeginum
á Gimli, 2. ágúst, 1954.
“It’s Super in Every Respect”
SKY CHIEF SERVICE
Texaco Products
SARGENT and BANNING
J. F. Steitzer, Prop.
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954. •
HOOKER S LUMBER YARD
SELKIRK. MANITOBA
Phone 3631
“The Lurnber Nurnber”
I
I
I
í
I
Marfak Lubrication
WINNIPEG
Phone 3-1142