Lögberg - 29.07.1954, Síða 20
20
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLÍ, 1954
Hleypti þremur ófullgerðum skipum af sfokkunum og
sprengdi sjö strandvirki í loft upp
var þó aðeins 72 setnll
metrar á hæð
í síðasta stríði höfðu stríðs-
aðilar ýmsar aðferðir við að
vinna hvor öðrum tjón að
baki víglínanna. Einna sér-
kennilegastur fulltrúi óvina-
þjóðar í Bretlandi í stríðs-
byrjun var hinn svonefndi
sandsekkur, þýzkur dvergur,
er vann ýmis skemmdar-
verk á suðurströnd Eng-
lands og beitti við það að-
ferðum, er voru harla nýstár
legar. Dvergur þessi var
trúður að atvinnu og þýzkur
liðsforingi átti heiðurinn að
þeirri hugmynd, er kom
dvergnum út í þann œgileg-
asta trúðleik, sem hann innti
af hendi um ævina.
Eina myrka nótt flaug þýzk
flugvél inn yfir strönd Englands
og þóttu það engin tíðindi í þá
daga. En leyniþjónustan brezka
hefði viljað gefa mikið fyrir að
vita um farangur þeirrar vélar,
sem ekki voru sprengjur að
þessu sinni. Er vélin var stödd
um tuttugu kílómetra frá Lon-
don var farangri hennar varpað
fyrir borð í svartri fallhlíf. Vélin
var þá á flugi yfir stórum golf-
velli. Farangur þessi var maður,
er hafði bundið við sig koffort.
Lending mannsins tókst björgu-
lega og víkur nú sögunni til
Þýzkalands.
Einfættur liðsforingi■
fær hugmynd
í orustunni um Amiens sum-
arið 1940 særðist enskmenntaður
Þjóðverji og var tekinn af hon-
um annar fóturinn. Hann dvaldi
á hressingarhæli í Hamborg á
meðan hann var að jafna sig og
venjast því að ganga við gerfi-
fót. Er hann var orðinn vel ról-
fær, varð honum litið eitt kvöld
inn til Bingens sirkusins. Er
hann hafði horft á fimmta at-
riðið í leikskránni, fékk hann
skyndilega hugmynd, sem hann
hugleiddi náið. Viku síðar var
hann staddur í Berlín og kominn
á fund yfirmanna leyniþjónust-
unnar þýzku. Hann lagði fyrir
þá tuttugu vélritaðar skýrslur,
sem þeir lásu með athygli. Þeir
féllust á ráðagerðir hans og var
nú farið að vinna að því að
hrinda málinu í framkvæmd.
72 sentimetra maður
kveður general
Þeir háu herrar í Berlín vildu
ekki gefa fullnaðarsamþykki sitt
til framkvæmdanna fyrr en þeir
höfðu séð þann aðilann, er mest
reið á í þessu máli. Var nú sent
skeyti til forstjóra Bingens
sirkusins og honum skipað að
mæta hjá leyniþjónustunni í
Berlín ásamt starfsmanni sínum
að nafni Franz Bisehoff. Þremur
dögum síðar kom forstjórinn og
hafði koffort meðferðis. Síðan
fór fram kynning á milli manna.
Koffortið stóð á gólfinu og for-
stjóri sirkusins spurði hvort
hann mætti kynna herra Franz
Bischoff, nefndan Carlo. Hann
gerði um leið hárfína handar-
hreyfingu í áttina til koffortsins
og gekk síðan að því og apnaði
það. Upp úr koffortinu steig 72
sentimetra hár dvergur. Það var
Carlo. Hann lagði sig út áf í
koffortinu og hnipraði sig sam-
an. Lengd hans nam þá ekki
nema 39 sentimetrum. Leikþátt-
ur Carlos var númer fimm á leik-
skránni. Það varð að samkomu-
lagi að dvergurinn innti af hendi
nokkur skyldustörf fyrir for-
ingjann og föðurlandið. Þessi
72ja sentimetra dvergur kvaddi
sinn general og næst finnum við
hann lentan í kofforti sínu um
nótt á golfvelli fyrir utan Lon-
don, ásamt einfætta liðsforingj-
anum, er talaði ensku eins reip-
rennandi og þulur hjá BBC.
Sandsekkur í varnargarði
um loftvarnábyssu
Liðsforinginn fékk brátt vinnu
sem sölumaður og stefndi hann
för sinni til suðurstrandarinnar.
Hann hafði tvö koffort með-
ferðis, annað var lítið og hafði
að geyma vörusýnishorn, en hitt
var nokkru stærra og þar var
Carlo geymdur. Ekki leið á
löngu, unz loftvarnastöðvar á
suðurströndinni fóru að springa
í loft upp og vissi enginn um
ástæður. Þrátt fyrir ötult starf
brezku leynilögreglunnar, gat
hún ekkert að gert. Alls voru
sjö stöðvar sprengdar. Enginn
setti það í samband við hinn
einfætta sölumann, er bauð vöru
sína um þessar slóðir,. Enginn
hafði heldur grun um það, að í
óðru koffortinu hafðist sprengju
valdurinn við. Carlo hafði þann
sið, að stökkva úr geymslunni á
afviknum stað í nán við stöðv-
arnar, klæddur í poka, eins og
þá sandpoka, sem hlaðnir voru
um stöðvarnar. Reif hann síðan
poka úr hleðslunni og lagðist
sjálfur í staðinn og beið síðan
færis að hlaupa úr hleðslunni,
þegar enginn sá til og koma
sprengiefninu fyrir.
Frœnka einfætta sölu-
mannsins veikist
Skömmu eftir þessar spreng-
ingar var unnið skemmdarverk
á stóru herskipi, er lá í Ply-
mouth. Stórskemmdist stefni
þess af völdum sprengju, sem
hafði verið komið þar fyrir í
skjóli myrkurs. Fjórtán dögum
síðar var þremur hálfbyggðum
skipum hleypt af stokkunum við
Clyde. Þessir skipsskrokkar
sukku samstundis. öll voru
skipin sprengd laus úr stöðum
sínum með tveggja tíma milli-
bili. Fáir veittu einfættum sölu-
manni eftirtekt, sem bauð vöru
sína á þessum slóðum og enginn
vissi ,að 72ja sentimetra dvergur
hafði með eigin höndum hleypt
þessum þremur skipum af stokk-
unum í ótíma. Næst átti að vinna
hervirki í Cardiff, en skömmu
áður en þeir félagar ætluðu
þangað veiktist dvergurinn. Sölu
maðurinn fór nú til lyfsala og
bauð honum vörur, en spurði í
leiðinni hvaða meðul hann ætti
að fá handa frænku sinni, er
ekki vildi leita læknis af trúar-
ástæðum. Sjúkdómur dvergsins
stafaði af of mikilli innilokun
og lét lyfsalinn sölumanninum í
té meðul, sem dugðu í bili, en
brátt sótti í sama horfið.
Hringurinn þrengist um
smávaxinn spellvirkja
Nú var brezka leyniþjónustan
komin á sporið, mest fyrir það,
að ýmsir aðstoðarmenn höfðu
beðið um herbergi í gistihúsum
The Manitoba Power Commission
Your HYDRO — Use IT
uVið höllumst öll
á Hydro sveif
/
í
Manitoba”
Fyrir níu árum aðeins, áttu 1,000
bændur í sveitum Manitoba aðgang að
raforku.
Eins og nú horfir við, njóta öll bænda-
býli, þar sem því verður við komið,
þeirra hlunninda, sem raforkan getur
veitt . . . og þetta má þakka Manitoba
Power Commission, sem nú er í þann veginn, að
fullkomna skipulagningu sína á vettvangi raforku-
málanna.
Aukin lífsþægindi og aukin framleiðsla hefir
fallið í skaut yfir 39,000 bændabýlum í Manitoba.
Þannig er þróun Manitoba Power stofnunarinnar ...
og þróun sveitanna í Manitoba.
í Cardiff og grend fyrir dverg-
inn og liðsforingjann. Þeir gátu
ekki haldið áætlun og ýmsir
grunaðir aðilar voru yfirheyrð-
ir. Þetta olli því, að hringurinn
þrengdist óðum um þá félaga.
Stöðug veikindi dvergsins ollu
líka miklum erfiðleikum og var
svo komið, að hann þurfti sýni-
lega sjúkrahúsvistar með, ef
hann átti að halda lífi. Liðsfor-
inginn kom skeytum til Þýzka-
lands um heilsufarið, árangur-
inn og grunsemd leyniþjónust-
unnar brezku. Fékk hann síðan
svar upp á það, að koma með
dverginn á vissan stað í Suður-
Englandi. Gerði hann það og var
CONGRATULATIONS
to the lcelandic People on the
Occasion of the 65th Anniversary
of their Annual Celebration Day
at Gimli, August 2nd, 1954.
WINNIPEG’S EXCLUSIVE HILLMAN DEALER
WALSH-GRAHAM MOTORS Ltd.
Cor. Sargeni and Home Phone 74-2576
Greetings to Our lcelandic Friends and
Customers on their 65th Anniversary
HI-GRADE UPHOLSTERY
AND
DRAPERY SERVICE
■ix Custom Built Chesterfields.
•fe Remodelling and Re-covering.
Draperies Made-to-Order.
625 Sargent Ave., Winnipeg Phone 3-0365
Waghorn’s Guide
ALL TABLES OF TRAVEL BY RAIL. AIR AND BUS
COVERING WESTERN CANADA.
Also Complete Shipper’s Postal Directory.
MAPS
Commercial Maps of Western Canada, or any part. Scaled
and geographically correct. Up-to-date. Combined maps
showing both railways and also the highways on the same
map. Crop district maps, Judicial maps, Census maps, etc.
Copyrighted.
R. G. STINSON
PUBLISHERS
216 "A" Phoenix Block WINNIPEG, Man.
Phone 93-3192
Hveitbændur 1
Flytjið korn yðar til kornhlað
N. M. PATERSON & SON LTD.
Cypress River, Man. - - - PERCY WILSON
Holland, Man. - - - - JACOB FRIESEN
Swan Lake, Man. - HARRY VAN HOOLAND
Minnumst
sameiginlegra erfða
6 íslendingadeginum
ó Gimli, 2. ágúst, 1954.
N. M. PATERSON & SONS
LIMITED
609 Grain Exchange Building
WINNIPEG CANADA