Lögberg - 29.07.1954, Side 27
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 29. JÚLI, 1954
27
Loftslag jarðarinnar fer stöðugt hlýnandi og
jöklar norðurhvelsins dragast satnan
1 heimsstyrjöldinni fyrri urðu
menn fyrir alvöru sannfærðir
um það, að miklar loftslagsbreyt
ingar væru í aðsigi á norður-
hveli jarðar. Varð þessa fyrst
vart við fiskirannsóknir undan
Grænlandsströndum, en rann-
sóknarleiðangurinn veitti því at-
hygli, að selirnir, sem höfðu ver-
aðalveiði Grænlendinga, voru
að hverfa af suðlægum stöðvum
°g stefndu til pólarhafsins. Nokk
Ur gleðiauki var að því, að í stað-
inn fyrir selina var hafið að fyll-
ast af góðum og feitum þorski,
en gjöful fiskimið við Græn-
landsstrendur eru staðreynd í
^ag. Þetta benti til þess, að hafið
væri að hlýna og hlýindatímabil
væri yfirleitt að fara í hönd á
þessum slóðum.
I sambandi við þessar rann-
sóknir vaknaði sú spurning,
hvort hitaaukningin væri bund-
in eingöngu við norðurhvelið
eða hvort loftslag allrar jarðar-
innar væri að hlýna. Gott dæmi
Um rýrnun Grænlandsjökulsins
er það, að hann er farinn að skila
því aftur, sem hann hafði fyrir
eina tíð hulið í íshrammi sínum.
Flugvélarflakið kom aftur
Árið 1928 nauðlentu t v e i r
Bandaríkjamenn flugvél á Græn
landsjökli, en komust lifandi til
strandar. Ekki var reynt að
hjarga flugvélinni, þar sem talið
Var, að hún hefði skemmzt svo
mikið í lendingu, að ekki væri
við hana gerandi. Gleymdist
t>rátt þessi atburður. Ekkert sást
eftir af vélinni innan tíðar, og
var hún hulin snjó og ís. 1 síðari
heimsstyrjöldinni gerðust svo
þeir atburðir, að flugmaður úr
handaríska hernum var á flugi
yfir jöklinum og sá þá hvar flug-
vél lá ofan á honum. Hafði hann
ekki vitað um neina nauðlend-
mgu á jöklinum, svo að hann
hjóst við að þetta kynni að vera
óvinaflugvél og tilkynnti um
fundinn. Var málið rannsakað
og kom þá í ljós, að þetta var
flugvélin, sem nauðlent hafði
verið árið 1928 og nú komin öll
upp úr jökli. Lá hún skáhallt á
ísfláka. Þetta tilvik þótti vísindi
mönnum góður fengur og renna
gildum stoðum undir þá skoðun,
að jökulhetta Grænlands væri
farin að dragast saman.
Loftslagið að hlýna um alla jörð
Kunnur kanadískur jarðfræð-
ingur, sem hefir kynnt sér ítar-
lega loftslagbreytingar undanfar
inna ára, telur, að víst sé, að
loftslag jarðarinnar fari hlýn-
andi með hverju ári. Telur hann
margt benda óvéfengjanlega til
þess, svo sem samdráttur jökla
við bæði hvel jarðar og einnig
vaxandi hitabeltisgróður utan
fyrri takmarkana. Þessi vísinda-
maður heldur því fram, að ekki
þurfi lengur að spyrja um þessa
loftslagsbreytingu, heldur beri
að beina rannsóknum næstu ára
að áhrifum þeim, sem breyting-
in kann að hafa í för með sér. I
kuldabeltinu umhverfis norður-
pólinn bráðnar ísinn jafnt og
þétt og Norður-lshafið, sem áður
var að stórum hluta hulið ís, er
nú fært skipum allan ársins
hring.
Stultur vetur
1 Norðvestur-Evrópu hefir vet
urinn stytzt að mun að undan-
förnu og er eiginlega ekki fyrr
en aflíðandi jólum. Jafnframt
þessu styttist vorið og stundum
er komin sumartíð nær strax og
vetrinum sleppir. I Bandaríkj-
unum og Suður-Ameríku eiga
menn við að stríða langvarandi
þurrka og miklar hitabylgjur á
meðan óvenjuleg skýjaföll verða
í Suður-Afríku, og Lundúnaþok-
an verður svo þétt og eitruð, að
læknar ráðleggja fólki að hafa
gasbindi fyrir vitum. Fyrir tutt-
ugu og fimm árum taldist svo til
að tólf prósent af hnettinum
væri undir ís, en nú eru tíu pró-
sent talin undir ís. Vísindamenn
tala um þetta ísagráð sem hættu-
1 e g a jafnvægisbreytingu og
benda á, að mikið af þeim ís, sem
er að hverfa, sé hinn svokallaði
eilífi ís, sem hingað til hafi veitt
vatni til nokkurra stærstu fljóta
jarðarinnar. Nú ganga þessi fljót
stöðugt saman og jarðfræðingar
halda því fram, að einn dag
kunni að fara svo, að vatnsaflsr-
stöðvar hverfi úr sögunni af
þeim sökum.
Vandamál í Ölpunum
Margir hóteleigendur í sviss-
nesku frönsku og austurrísku
Ölpunum eru mjög óánægðir
með þessa veðurfarsbreytingu.
Fyrir fimmtíu árum byggðu þeir
hótel sín í mikilúðlegu umhverfi
steinsnar frá hinum eilífa ís og
snjó. Nú er þeim ógerlegt að
sýna gestum sínum svo mikið
sem snjódrift af veröndum hó-
telanna. Hitinn veldur því, að
snjórinn og ísinn gufa upp í
gufuhvolfið. Hið fræga Saltvatn
mormónaríkinu Utah, hefir
minnkað að helming að undan-
förnu. Tchadvatnið í Afríku,
Dauðahafið og Kaspíhafið og
önnur stór innsævi og vötn
minnka óðum.
Það er því ekki að efast um
loftslagsbreytinguna. Enn er
hennar ekki farið að gæta meðal
fólksins, en dýr og gróður eru
þegar farin að hegða sér sam-
kvæmt henni. Skógurinn er að
vinna ný lönd í norðri, í Kana-
da, Síberíu, Noregi og Svíþjóð.
Kýr og kindur lifa góðu lífi á
Grænlandi og Novaja Zemlja.
Tómatar vaxa undir berum
himni í Alaska. Fiskur, fuglar,
skriðdýr og skorkvikindi sækja
í norðurátt. Nýtt landnám er
hafið.
Hvað um manninn?
Læknar og líffræðingar álít.a,
að maðurinn muni breytast
nokkuð við loftslagsbreytingar
Hins vegar mun sú breyting
verða hægfara. Kunnir vísinda
menn, sem hafa kynnt sér þessi
mál, halda því fram, að sumir
þeir sjúkdómar, sem áður voru
afar sjaldgæfir, en hafa nú gosið
upp á ýmsum stöðum, kunni að
einhverju leyti að stafa af breyt-
ingunum og vegna þess að líkam
ir okkar eigi bágt með að
venja sig við hærra hitastig og
rakara loftslag. Að sjálfsögðu
ganga þessar breytingar mjög
hægt fyrir sig og ekki minna en
tíu aldir, þar til hitabeltisgróð-
urs fer að verða vart í Evrópu.
Roskin vingjarnleg kona gaf
sig á tal við fjögurra ára telpu
á götunni, og konan bar upp
hina venjulegu spurningu:
— Hve gömul ertu, væna
mín?
— Ég er 4 ára, svaraði telpan,
en verð bráðum 5.
— Jæja, — hvenær er það?
— Á afmælinu mínu, auðvitað!
☆
Tízkukonungurinn Christian
Dior fékk heimsókn af ungri og
fallegri stúlku um daginn.
— Ég ætlaði að biðja yður að
útbúa ballkjól handa mér. Hann
á að vera þannig, að móður
minni finnist hann vera alveg
eins og sniðin fyrir ungar stúlk-
ur, — en öllum öðrum finnist
hann vera fullorðinslegur!
»
í
1
Með innilegum kveðjum
í tilefni af
íslendingadeginum
2. ágúst 1954.
NORTH END TIRE CO. LTD.
Complete line of Auto Accessories, Tires and Tubes.
Wholesale and Retail. Batteries and Second-Hand
Tires. Complete Vulcanizing and Retreading.
859 MAIN ST.
PHONE 59 6371
Greetings On Your 65th Anniversary!
59950
MAN HATTAN
21" TELEVISION
The truly magnificent Customline chassis with 24 tube power,
12" speaker, picture-sharpening Velvet Vision and convenient
phono-jack make the Manhattan a proud member of the
Imperial family. You may make your selection from Walnut,
Mahogany, Autumn Leaf Mahogany or Black Decorated
finishes. H. 38" W. 24%" D. 23-7/16".
SELECT
HOME
FURNISHINGS
518 SELKIRK AVE.. WINNIPEG
PHONE 59-6801
HJARTFÚLBNAR HÁTÍRARKVEOJUR
\
til íslenzka mannfélagsins í tilefni af sextugasta og fimta
þjóðminningardegi íslendinga á Gimli þann 2. ágúst 1954!
Erfiðleikar íslenzkra frumherja í þessu landi voru miklir og í ýmsum tilfellum átakanlegir;
en hér fór sem oftar, að sigurmáttur hins norræna eðlis varð öllum eldraunum yfirsterkari,
enda heldur það jafnan veIIi, sem hæfast er. Nú hafa íslenzkir brautryðjendur, þeir, er hér
lögðu grundvöll að fjölda fagurra nýbygða, flestir safnast til feðra sinna, en minninguna
um táp þeirra og fórnarlund geyma niðjarnir \ þakklátum huga frá manni til manns.
KEYSTONE tf-iAslte/Ueá, Jlimlted
60 LOUISE STREET, WINNIPEG
Sími 92-5227
G. F. JÓNASSON, forstjóri og eigandi