Lögberg - 01.08.1957, Page 17

Lögberg - 01.08.1957, Page 17
FAST EFFICIENT SERVICE ON THE HOME OF FINE WEDDING COMMERCIAL ASSIGNMENTS PHOTOGRAPHS (Dajuidáon. StudioA, v n ith p 1 rr C'OaoidAon.. SJbudioA. PHOTOGRAPHERS >/«% M V\ V V V s\ PHOTOGRAPHERS Phone 4-4133 Phone 4-4133 . 106 Osborne Street WINNIPEG 106 Osborne Street WINNIPEG LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST 1957 17 ÞÓRÐUR TEITSSON: BORGIN GRÆNA Vancouver er helzla hafnarborgin á Kyrrahafsslrönd Borgin Vancouver í Brezku Kólumbíu í Kanada, er ein fegursta borgin á Kyrrahafs- ströndinni, enda er þar mikill ferðamannastraumur. Vancouver er þriðja stærsta borg Kanada, með um 400 þúsund íbúum, og séu út- hverfin talin með, er íbúatal- an um 600 þúsund. Hún er 50 kílómetra frá bandarísku landamærunum. Vancouver er aðal-hafnarborgin fyrir Kanada við Kyrrahaf og er höfnin vel staðsett í miðri borginni. Þegar siglt er inn í höfnina er farið undir hina miklu brú “Lions Gate Bridge,” en hún er lengsta brú í brezka heimsveldinu, 1500 fet á lengd og 370 fet á hæð. Sumarið er langt íbúum borgarinnar hefir fjölgað mjög ört, sem sjá má af því, að um síðustu aldamót voru aðeins um 2000 manns búandi þar. Hið sérlega milda og góða veðurfar á sinn mikla þátt í þessum miklu aðflutn- ingum, en veðurfarið í Van- couver er talið það bezta í Kanada. Sumar er þar frá því í marz og þar til í nóvember, hitar þó aldrei mjög miklir, meðalhiti 18—20 stil á Cilcius. vetur eru mildir, frost mjög sjaldan og snjó festir aldrei- Hins vegar eru veturnir rign- ingasamir. Skýrslur sýna, að sterk sól er að meðaltali 5 klst. á dag allt árið. Vegna þess að borgin er byggð með Kyrrahafsströnd- inni, er mikið um baðstrendur í henni, sem óspart eru notað- ar af íbúunum og ferðamönn- um, auk þess sem 5 útisund- laugar eru byggðar út í sjó. Há fjöll eru við borgina, 5000 feta há og eru vetraríþróttir mikið stundaðar þar, en skíða- menn eru fluttir upp á tind- ana eftir sérstökum loft- brautum. Margir íslendingar í þessari borg eru taldir búa um 5—6 þúsund manns af ís- lenzku bergi brotnir. Sumt af þessu fólki er fætt þarna, en sumt hefir flutzt með foreldr- um sínum innan úr landi, og nokkuð er þar af íslendingum, sem flutzt hafa þangað á seinni árum. Alment hafa íslending- ar staðið sig vel þar og þykja góðir borgarar. Flestir þeirra hafa fengizt við alls konar byggingariðnað, en sá iðnaður stendur á mjög háu stigi þar, og þráft fyrir hina miklu að- flutninga til borgarinnar er ekkert um húsnæðisvandræði, og bæði ný og notuð hús til leigu eða kaups svo hundruð- um skiptir. Ríkisstjórnin hefir gert sitt til að mikið sé byggt, með því að veita öllum lán til húsbygginga, en veðurfarið á sinn þátt í að mestan tíma ársins er hægt að byggja. Kanadamenn byggja hús sín með það fyrir augum, að þau dugi í 50 ár, og venjan er, að þegar hús eru orðin svo gömul, þá er brunalið kvatt á staðinn og kveikt í húsinu. Síðan er annað hús byggt og tekur ekki nema 2—3 mánuði. Þeir segja að v tækninni fari svo mikið fram, að séu 'hús orðin meira en 50 ára þá séu þau orðin úrelt. Miðað er við, að þessi lán sem ríkið veitir (eða sér um að fáanleg séu) greiðist á 20 árum með mán- aðarlegum afborgunum. Vext- ir af slíkum lánum eru 6% nú sem stendur, en hafa oft verið lægri. Húseigendur greiða einnig mánaðarlega með ^af- borgun og vöxtum, 1/12 af á- ætluðum sköttum af húseign- um, en húseigendur greiða með þessum sköttpm raflýs- ingu á götunum, viðhald og eftirlit með götunum, vatns- skatt og ákveðið framlag til skóla þeirra, sem í hverfun- um eru. Er þetta fyrirkomu- lag mjög gott, þar sem ekki þarf að leggja aukna skatta á hvern mann, heldur lagt á húseigendur þau útgjöld, sem bæjarfélagið verður fyrir þeirra vegna. Skólar og skaliar Skólakerfið er mjög full- komið, skólar nýir og vandað- Framhald á bls. 18 CONGRATULATIONS ... to the lcelandic People on the Occasion of the 68th Anniversary of their Annual Celebration Day at Gimli, August 5th, 1957. TOWN OF SELKIHK Congratulations to the Icelandic People

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.