Lögberg - 30.07.1959, Side 1
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 30. JÚLl 1959 NÚMER 31 og 32
Hittumst heil að Gimli á Islendingadaginn, 3. ágúst
Fjallkona íslendingadagsins FRÚ SIGRÚN STEFANSON, Gimli.
Fréttir frá íslandi
íslendingum virðist útþráin
í blóð borin. Undanfarin ár
hafa fjölmargir íslendingar
varið sumarleyfum sínum er-
lendis. Ef dæma skal eftir
fólksflutningum flugfélag-
anna íslenzku það, sem af er
þessu sumri, hefir útþráin al-
drei verið meiri en nú í ár.
Geta má og þess, að svo virð-
ist sem fleiri erlendir ferða-
langar muni sækja heim ey-
landið í norðri á þessu sumri
en nokkru sinni fyrr.
☆
Eftir íslenzkum blöðum að
dæma eru síldveiðihorfur á
hafinu umhverfis ísland frem-
ur daufar í ár.
☆
Nýlega var vígður í Reykja-
vík glæsilegur íþróttaleik-
vangur. Erlendir íþrótta-
frömuðir hafa látið þá skoðun
í ljós, að leikvangur þessi sé
að allri gerð og tilhögun hinn
fullkomnasti.
☆
Fyrir nokkru fórst sjúkra-
flugvél á Snæfellsnesi. Flug-
vélin var að koma frá Skaga-
firði og var á leið til Reykja-
víkur. Með flugvélinni fórust
flugmaðurinn, Hilmar Dan-
íelsson og öldruð hjón, þau
Björg Sveinsdóttir og Jón
Guðnason frá Heiði í Sléttu-
hlíð í Skagafirði. Annað flug-
slys varð og nýlega í Borgar-
firði syðra, er tveggja manna
flugvél féll þar til jarðar. —
Tveir menn voru með flugvél-
LYNNETTE EINARSON
Hirðmey
Foreldrar hennar eru Mr. og Mrs.
Ingvar Einarson, Gimli.
inni og slösuðust þeir báðir
allmikið.
☆
Um miðjan júní háðu Is-
lendingar landsleik í knatt-
spyrnu við Dani á íþrótta-
leikvanginum í Reykjavík. —-
Danir unnu þennan leik með
fjórum mörkum gegn tveim-
ur.
☆
„Tvennt hefir mér þótt einna
ánægjulegast um dagana — að
kenna góðum nemendum það,
sem maður kann, og þýða
góða bók“, segir hinn merki
skólamaður, Freysteinn
Gunnarsson, skólastjóri
Kennaraskólans í blaðavið-
tali, sem Morgunblaðið átti
við hann á 30 ára skólastjórn-
arafmæli hans.
Þann 30. júní brann bærinn
að Holti í Álftaveri til kaldra
kola.
☆
Þann 30. júní lézt á Sauðár-
króki í Skagafirði sr. Helgi
Konráðsson prófastur Skag-
firðinga.
Brezkir togarar hafa undan-
farið verið að angra vest-
firzka sjómenn, sem sækja
sjóinn á litlum trillumátum.
Hefir þetta gengið svo langt,
að legið hefir við slysum. —
Mál þetta mun í rannsókn.
☆
Stórblaðið „N e w Y o r k
Times“ hefir tekið ákveðna
afstöðu með Islendingum í
fiskveiðideliu þeirra v i ð
Breta. Fyrir skömmu var
komizt svo að orði í umgetnu
blaði, að þau fáu viðbótartonn
af fiski, sem Bretar fái með
valdbeitingunni við íslands-
strendur, séu ekki þess virði
að stofna Atlantshafsbanda-
laginu í hættu.
☆
Nýkomin blöð frá íslandi
herma, að heyskaparútlitið sé
mjög gott um allt landið.
☆
27 flóttamenn frá Júgó-
slavíu hafa fengið landvistar-
leyfi á íslandi.
DIANE MAGNUSSON
Hirðmey
Foreldrar hennar eru Mr. og Mrs.
Gunnsteinn Magnússon, Gimli.
íslendingar taka þétt
í skrúðsýningu
fyrir drottninguna
I sambandi við komu Eliza-
aetar drottningar og Philips
prinz til Winnipeg á föstudag-
inn 24. júlí s.l., var haldin
skrúðsýning á grasvellinum
fyrir framan þinghúsbygging-
una. Tuttugu og fimm þjóðar-
brot, sem byggja Manitoba-
fylki, tóku þátt í sýningunni,
sem haldin var hátíðleg og
virðuleg að öllu leyti. Sýn-
ingin stóð yfir í hálfa klukku-
stund og fréttaritarar dag-
blaðanna gerðu mikið úr því,
hvað drottningin hefði verið
hrifin við athöfn þessa. Hóp-
urinn kom í langri skrúð-
göngu yfir Broadway götu,
fór fram hjá myndastyttu
Victoriu drottningar og gekk
svo fram fyrir Elizabetu
drottningu og Philip prinz,
þar sem þau sátu á svölunum
fyrir framan þinghúsið.
Þrjár til fjórar persónur frá
hverju þjóðarbroti voru í
skrúðför þessari í þjóðbún-
ingum sínum — í flestum til-
fellum þrjár — kona, maður
og lítil stúlka eða drengur.
Maðurinn bar á hárri stöng
merki síns lands, en það var
aðeins táknrænt merki, sem
gaf til kynna einkenni lands,
t. d. bar maðurinn í gríska
flokknum stóran klasa af
þrúgum, en Svisslendingurinn
Framhald á bls. 7
DR. THORVALDUR JOHNSON,
F.R.S.C.
mælir fyrir minni Canada.
PRÓF. HARALDUR BESSASON,
forseti fslendingadagsins á Gimli,
3. ágúst.
HON. J. T. THORSON,
forseti fjármálaréttarins í Canada,
flytur ræðu fyrir minni íslands.