Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 2
98 birtir hann aptur syo fagur. Ljósið af hæðum oss ljóma ber, ljósanna gjafara þökkum vjer. Barnanna hátið vjer höldum í dag, hjer þótt vjer eldumst og mæðumst. Annað sinn verðum því ungir í dag, aptur að nýju vjer fæðumst. Barnanna rjettur oss boðinn er, barnið Guðs himneska prísum vjer. v. B. ---^=^=:- Inngang-sorð til jólaræðu (eptir B. H. 1881). ---4--- Svo rennur oss þá enn upp hinn sæli jólatími, kærir bræður og systur. Oss verður enn fyrir Guðs náð auð- ið að halda þá hátíð, sem er fagnaðarhátíð fyrir unga og gamla, háa og lága, ríka og snauða. Enginn hátíð ársins fær svo mjög og auðkennilega á huga vorn, sem jólahátíðin. Hve mjög þráum vjer ekki til hennar, vet- ur eptir vetur á árum barnsæskunnar. Hve gott og gleðilegt þótti oss þá ekki lífið um blessuð jólin. .Og nú, þar sem vjer erum teknir að eldast og orðnir þreyttir í raun lífsins, vekur það enn hjá oss blíðlegar tilfinningar að hugsa til þess með hvllíkum fegin- leik vjer hjeldum þá jólin. Já, það er sem vjer kenn- um þess æ af nýju á þessari hátíð, að vjer verðum sem börn með börnum vorum og fögnum fögnuði þeirra, um leið og vjer minnumst hins frábæra fagnaðarerindis, er veitt verður öllu fólki með barninu í Betlehem, og tök- um af hjarta undir lofsöng hinna himnesku hersveita: Dýrð sje Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum. Þá viljum vjer og enn, mínir elskuðu vinir, segja hana hjartanlega velkomna þessa liátíð fagnaðarins og kærleikans, hina heilögu jólahátíð, er kemur til vor i

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.