Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 6
102 söngs, — kalla, að allir komi í hús Drottins til þess að heyra hinn himneska iólaboðskap um »frið d jörðu og velþóknan yfir mönnunum«. Hafa þá allir ærinn að starfa, því nú er þess skammt að bíða, að dagurinn renni undir og hin helga nótt birtist í allri sinni dýrð. Við þessa síðustu undirbúningsstund á hin forna vísa: »Hátíð fer að höndum ein, hana vjer allir prýðum. Lýðurinnn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum«. Og svo koma jólin. »Gleðileg jól! gleðileg hátið,« hljómar þá á hvers rnanns vörum. Og þá er fagurt um að lítast í híbýlum mannanna. Allt er sópað og prýtt, allir eru prúðbúnir. Allt er bjart, því alls staðar loga hátíða- ljósin. Það var siður í gamla daga, að alls staðar voru sett ljós í hvern afkima um allan bæinn, svo hvergi skyldi bera skugga á. Þessi Ijós voru látin brenna alla nóttina. Það hefur tíkast til skamms tírna, að láta ljós lifa í baðstofunni alla jólanóttina, og það er enda siður enn í sumum sveitum. Eptir að ljósin eru kveykt, og allt hefur fengið þann hátíðasvip, sem kostur er á, þá er lesinn húslestur. Eptir lesturinn er drukkið sætt kaffi með lummum. Síðan gefur húsmóðirin hverjum manni á heimilinu kerti; það heita »jólakerti«. Þá er mikið um dýrðir hjá börnunum, þegar þau ganga um gólfið í há- tíðabúingnum með jólakertin í höndunum, og eru ýmist að slökkva á þeim, eða kveykja á þeim aptur. Þegar á kvöldið líður, er matur borinn fram; er það venjulega súpa með nýju kjöti. Aðaljólamaturinn er venjulega eigi skarnmtaður fyr en á jóladagsmorguninn, en það er hangikjöt, brauð og flot og alls konar sælgæti. Var það venja, og er sumstaðar enn, að hver maður fengi þá svo ríflegan skammt, að honum entist hann með öðrum mat fram yfir nýjár. Þessi skammtur heitir »jólarefur«. Þótt mikil glaðværð sje um jólin, og spil og ýmis- konar leikir hafi þá mjög tíðkazt, hefur það ávallt þótt ósæmilegt, að hafa mikinn gáska og glaðværð á sjálfa jólanóttina. Þá er sem einhver ólýsanleg og óendanleg

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.