Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 16
112 ina fyrirmynd Gnðs barna lundernisins. Föðurkærleikí Guðs er hjartað í kristindóminum, hann er rót náðar- innar í Kristi, og vor himneski faðir tekur þá í sitt riki sem með kærleikstrausti barnslundarinnar varpa sjer í hans náðarfaðm og biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum . . »Sannlega segi eg yður, hver sem ekki meðtekur Guðs ríki eins og barn, mun aldrei þangað koma«, og »Síðan faðmaði liann börnin að sjer, lagði hendur yfir þau og blessaði þau«. Börnin góð! Iialdið þið að nokkurt þessara barna hafi getað gleymt þessu augnabliki seinna á lífsleiðinni? Ekki skulum við ætia það, og við getum heldur ekki hugsað oss, að þessi börn haíi orðið vondir menn eða auðnuleysingjar á fullorðinsárunum. Gott áttn þessi börn, hugsið þið, og þið hugsið ef til vill annað um leið: Það var ekki vandi fyrir þau, að verða að góðum og guðelskandi mönnum. Já, þið sjáið ekki frelsarann líkamans augura, eins og börnin á Gyð- ingalandi, en festið þið í sálum ykkar þá hugsun, að Jesús Kristur komi líka til ykkar núna á jólahátíðinni með sama kærleika og með sömu orðum og hann talaði við börnin forðum. Takið til ykkar þau orð, að Guðs ríki heyri ykkur til, og þangað fáið þið að koma. For- eldrarnir ykkar færðu ykkur í fyrsta sinni Jesú Kristi, þegar þið voruð skírð og þá tók liann ykkur í faðm og blessaði ykkur. Foreldrar ykkar hafa síðan leitast við að bera ykkur til frelsarans á sínum veiku örmum, þegar þeir kenndu ykkur faðir vor og blessunarorðin, þegar þeir fræddu ykkur í kristindóminum, fóru með ykkur til Guðs húss, já hvenær sem þeir með orði sínu og dæmi hafa kennt ykkur góða siðu, og að elska Guð og menn. Festið þetta í huga ykkar, börnin góð, og svo eigið þið að vera glöð og fús að koma til frelsarans, eins og börnin á Gyðingalandi voru; þið sjáið hann ekki, en þið lesið og heyrið sögúna um haun, og svo eigið þið að geta elskað hann eins inhilega og börnin forðum og vera eins fús og þau, að gjöra allt, sem þið vitið að hann vill. Og þá kemur hann til ykkar, enn af nýju á bless- aðri jólahátíðinni, og þið fáið að koma til hans, og hann tekur ykkur í faðm og blessar ykkur, því að slíkum heyrir Guðs ríki til. RITSTJÓEI: ÞÓBHALLUB BJABNABSON. l’rcntað i hafoldar prentsmiðju. Beykjavik. 18Si.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.