Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 14
110 Gleðileg jól! Guðs kærleikssól, skapi nú skínandi blóma, skíni með tvöföldum ljóma. BJABNJ JÓNSSON. ---------- Slíkum heyrir G-uðs ríki til. ---^---- Það er uin ykkur, börnin góð, sem Jesús talar þessi orð. Þið þekkið, að minnsta kosti hin eldri, frásöguna um það, að foreldrarnir komu og færðu börnin sín til Jesú, — sum hafa sjálfsagt verið svo lítil að mamma þeirra hefur orðið að bera þau, — og tilgangurinn var þessi, að hann legði hendur yíir þau og árnaði þeim góðs. Foreldr- arnir trúðu á frelsarann, eða höfðu að minnsta kosti sjeð svo margt dásamlegt til hans, að þegar þeir vildu gjöra börnunum sínum sem bezt þeír gátu, þá færðu þeir þau til hans. Það er sama, sem foreldrarnir ykkar gjörðu við ykkur, þegar þið voruð í reifum, þá færðu þau ykkur til frelsarans, og þið voruð skírð til að trúa áhann.— En lærisveinarnir amast við börnunum og ávítuðu foreldrana. Þeir hafa líklega hugsað sem svo: Hvað eiga börnin að gjöra í hóp fullorðinna manna, ekki geta þau hvort sem er skilið meistara okkar, þetta er ekki nema óþarfa ónæði fyrir hann. En Jesú líkaði það illa og kallaði á börnin, sem hnugginn og hrædd drógu sigíhlje; — oghaldið ekki börnin góð, að börnun- unum á Gyðingalandi, sem voru alveg eins gjörð og þið, hafi þótt gaman að mega snúa við.—Það var áður, löngu áður, búið að segja þeim svo margt fallegt og merkilegt- af þessum góða manni, Jesú frá Nazaret, að þau, sem dálítið voru farin að vitkast, hafa hlakkað svo til að fá að sjá hann, þegar þau lieyrðu að hann var kominn í byggðina, og svo fengu þau um síðir að fara til hans,, höfðu fest á honum augun, undrandi, starandi; barns- hjörtun saklausu bærðust af elsku og aðdáun; — þá bönduðu lærisveinarnir þeim burtu;—en nú kallaði sjálf- ur meistarinn á þau, og þau voru eigi sein á sjer að hlýða því boði, og þau heyrðu Jesú með blíðri alvöru segja við lærisveinana: «Látið börnin Tcoma til mín og bannið þeim það éklti,, því slílcum heyrir Guðs riki til«. Og börnin urðu svo hughraust og upplitsdjörf við1 að heyra þetta og litu hvort á annað, og höíðu eptir

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.