Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 7
103 helgi hafl gagntekið allt. Jólanóttin er því stundum köll- uð »nóttin helga,» svo sem hún ein sje heilög framar öll- um öðrum helgum nóttum. Um miðnætti er helgin mest, því þá ætluðu menn, að frelsarinn væri fæddur. Eptir almennri trú verða ótal tákn og stórmerki í það mund, sem frelsari mannanna fæddist. Það er sem öll náttúr- an fái þá nýtt líf. Þá fá mállaus dýrin mál, og jafn- vel hinir dauðu rísa úr gröfunum. Það er sem allt loani úr fjötrum, og allt verði lifandi, fagni og gleðjist. A einu augnabliki breytist þá allt vatn í vín. I öðrum löndum er það víða alraenn trú, að ýms dýr fái mál á jólanótt- ina; en hjer á landi er sú trú almennust um kýrnar, að þær tali á Þrettándanótt, — hina síðustu jólanótt. A jólanóttina er það, að »lárltjugarður rís«, en það er í því falið, að allir hinir dauðu í kirkjugarðinum rísa úr gröf- unum, og koma saman i kirkjunni, og halda þar guðs- þjónustu. Á jólanóttina verða selirnir að mönnum, svo sem þeir voru upphaflega. því þeir eru allir komnir af Faraó og hans liði, er varð að selum í Haflnu rauða. Á jólanóttinni eru alls konar vættir á ferðinni, illar og góðar. Ein af þeim er jólakötturinn. Hann gjörir engum mein, sem fær einhverja nýja flík fyrir jólin, en hinir «fara í jólaköttinn,« en það er í því falið, að jóia- kötturinn tekur þá, eða að minnsta kosti jólarefinn þeirra. Sumir segja og, að þeir sem fari í jólaköttinn, eigi að bera hrútshorn í hendinni þangað sem þeir eru fæddir. Þykir sú skript bæði hörð og óvirðuleg, sem von er. Þess vegna leitast allir við, að gjöra sig þess maklega af foreldrum sínum og húsbændum, að þeir fái einhverja nýja flík fyrir jólin, svo að þeir fari ekki í bannsettan jólaköttinn. Á jóianóttina koma jólasveinarnir ofan af fjöllunum. Þeir eru ýmist taldir 13 eða 9. Þeir vilja fá sinn skerf af jólamatnum og öðru, því sem tii fagn- aðar er haft. Kertasníkir vill fá kerti, Kjötkrókur vill fá kjöt, og Pottasleykir vill tá að sleykja innan pottinn o. s. frv. Jólasveinarnir geta verið viðsjálsgripir, eins og sjá má af vísunni: Jólasveinarnir einn og átta; o. s. frv. Þá er og huldufólkið á ferðinni. Það fer inn í bæina,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.