Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 11
107 kinnar hennar hafa fölnað oghugur hennar hrellzt. En nú vissi hún það, sem hún vildi vita, nú vissi hún allt, og síðan hefur hún með þolgæði borið skort og þrautir. Hún hafði fengið laun sin; skyldi hún ekki vera ánægð með þau? Þegar þjer óx fiskur um hrygg ogþú varst stiginn úr vöggu þinni, bar allt heimili þitt og allir vinir þínir upp þessa spurningu fyrir þjer: elskar þú oss ? Ef þú elskar þá ekki, þá er heimilið ekki lengur þitt heimili, vinir þinir fara braut, og það verður tómlegt umhverfis þig, tómlegt í hjarta þínu. En ef þú elskar þá, þá gengur a-llt vel, þá býr gleðin hjá þjer, þá verða þjer tyrirgefn- ar yfirsjónir þínar sökum kærleika þíns, og þá verða yfirsjónir þinar færri. Þannig er það ætíð og alstaðar. Veiztu hví land vort er grænt á sumrum, og veitir oss húsaskjól, fæði og kiæði? Það er allt gjöfGuðs; en landvort grænkar og ber ávöxt vegna kærieika vors. Ef vjer fyrirlitum það og yfirgæfum það vegna fátæktar þess, þá mundi það aldrei grænka eins fagurlega og fyr, þá mundi það verða eins og hin mikla ey Nova Zemla langt norður í íshafinu; þar má heita að sifellt sólskin sje hálft árið, og þó vex þar ekkert trje, og ekki gras, en landið er hulið sífelldum snjó. Eða það yrði eins og eyðimörkin Sahara langt suður í Afríku; þar er aldrei vetur og aldrei kuldi, og þó er þar hvorki trje nje blóm, heldur brenn- andi sandar og steikjandi vindar. Þegar smalastúlkan gengur um skóginn, heyrirhún vorvindana þjóta i blómlausum trjágreinunum, ogþáspyr björkin hana: elskar þú mig? Já, víst elska jeg þig, svarar smalastúlkan. Þá streymir gleðin inn í merg bjarkarinnar, og vökvarnir færast um hana, og laufin springa út á greinum hennar. Á sama hátt segir akur- inn við bóndann, sem plægir hann: elskar þumig? Víst elska jeg þig, svarar bóndinn. Þá fer akurinn að gróa og grænu stráin hvísla hvert að öðru í kveldblænum: látum oss vaxa, verðum há og þrýstin, svo að vjer ber- um rikuleg öx og getum gefið vini vorum brauð. Skipið segir við sjómanninn: elskar þú mig ? Vist

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.