Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 24.12.1891, Blaðsíða 8
104 og heldur þar dansa og veizlur. Það þarf margs að gæta til þess að styggja ekki huldufólkið, því það er illt viðureignar ef því mislíkar, og má þá við öllu illu búast af því. Það var því ekkert gaman að vera einn heima á jólanóttina í gamla daga, þegar annað fóik var farið til tíða. Margt var gjört til þess, að fagna huldufólkinu sem bezt og forðast reiði þess. Húsbóndinn eða húsmóð- irinn gekk þrisvar sinnum sólarsinnis kringum bæinn og bauð huldufólkinu heim með þessum orðum: »Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, og fari þeir, sem fara vilja, mjer og. mínum að meinalausu«. Þegar huldufólkið kemur, og sjer að allt er þvegið og hreint, og allur bærinn svo vel lýstur, að hvergi ber skugga á, þá hvrnar yfir því, og þá segir það: »Hjer er bjart og hjer er hreint, og hjer er gott að leika sjer«. En ef það sjer einhver óhreinindi, eða að einhverstaðar er skuggsýnt, segir það: »Hjer er ekki bjart, og hjer er ekki hreint, og hjer er ekki gott að leika sjer«. Má þá jafnan búast við einhverju illu af því. Margs konar ill- ar og óhreinar vættir eru á ferðinni á jólanóttina aðrar en jólakötturinn, jólasveinarnir og huldufólkið; eru þær allar mjög viðsjárverðar. Þó gjöra þær ekki mein, ef allt er hreint og bjart, og þær verða eigi varar við neinn gáska eða ljettúð, og sjerstaklega ef þeir, sem heima eru. sitja við að lesa í einhverri góðri guðsorða- bók. Engin ill vættur þolir aðheyra nafn .Tesú nefnt, og ekkert nafn Guðs. Jeg skal segja eina stutta sögu, sem sýnir það. Einu sinni voru nokkur börn heima á jólanóttina, en allt fullorðna fóikið hafði farið til tíða. Þeim höfðu ver- ið gefnir fagurrauðir sokkar. Þau Ijeku á gólfinu með jólakertin sín í höndunum, og lá nú heldur en ekki vel á þeim. Einkum fannst þeim mikið til um rauðu sokk- ana sína, og þótti hverju fvrir sig sinir sokkar vera fall- egastir. »Sko minn fót, sko minn fót! sko minn rauða fót!« sögðu þau. Þá er sagt á glugganum með ógurlega þungri drynjandi rödd;

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.